Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDÁGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sumarið hefur ekki verið hagstætt geitungum og hunangsflugum Geitungabú minni og færri BÚ TRJÁGEITUNGA eru bæði minni og færri í sumar en undan- farin, ár að mati Erlings Ólafs- sonar, skordýrafræðings á Nátt- úrufræðistofnun. Hann segir að bú þessa geitungastofns hafi þroskast hægt og að mörg þeirra hafi hreinlega drepist vegna slæms tíðarfars í júní. Erling segir ekki enn ljóst hvernig tveimur öðrum stofnum geitunga, holu- og húsagei- tunga, reiði af í sumar en þeir láti ekki á sér kræla fyrr en í ágúst. Húsageitungar hafa að sögn Erlings verið í bullandi uppsveiflu síðustu ár. Dreifast um Iandið Um þetta leyti árs er vöxtur geitungabúa í mestum blóma og segir Erling að búin stækki hratt þessa dagana. Hvað sem því liði sýndist honum þau vera færri en síðustu sumur. Hann segir ekki hægt að spá um það hvernig geitungastofnum reiði af næsta sumar en það fari mik- ið eftir tíðarfari næsta vor. Jafnvel þótt tíðarfar hafi ver- ið slæmt víða um land í sumar, segir Erling að geitungar dreif- ist víða um land. „Geitungar hafa numið land í „rokbælum" eins og í Keflavík og á Akra- nesi. Eg hélt að það væru vígi sem héldu en þau eru fallin," segir Erling. Hann fullyrðir að geitungar forðist jafnan staði þar sem vindar blási og því til sönnunar séu þeir færri í Vest- urbænum en víða annars staðar I Reykjavík, m.a. fyrir áhrif norðanáttarinnar. Erling telur að hunangsflug- ur hafi ekki átt góðar stundir í sumar. „Þær eru sóldýrkendur og þurfa hita og sól til að vel fari um þær. Þær bjarga sér þó alveg en það er greinilega mun minni virkni í þeim en í góðu ári,“ segir Erling. Rættum lækkun raf- orkuverðs til fiskvinnslu FULLTRÚAR Samtaka fiskvinnslu- stöðva áttu fund með fulltrúum Landsvirkjunar og dreifiveitanna í gær þar sem lagðar voru fram óskir um lækkun á raforkutöxtum. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði að á fundinum hefði verið bent á taxta- mismun milli fyrirtækja í fisk- vinnslu. Fiskvinnslan greiddi að meðaltali 4 kr. fyrir kílóvattstundina en t.d. Járnblendifélagið 75 aura. Arnar sagði að óskirnar hljóðuðu upp á 200 millj. kr. lækkun raforku- kostnaðar á ári fyrir fiskvinnsluna í heild. Svar Landsvirkjunar var á þá leið svipuðu erindi hefði áður verið hafnað en það yrði tekið upp á nýjan leik á stjórnarfundi í ágúst. „Ef ekkert gerist þá munu menn draga úr starfsemi, sérstaklega í botnfiskvinnslunni, og hún mun í auknum mæli fara út á sjó. Við eig- um von á því að fá svör fyrir miðjan ágúst,“ sagði Arnar. Leiðrétting Verkalýðs- felogm í Straumsvík I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sl. sunnudag, þann 23. júlí, slæddist sú meinlega villa inn í tvígang, þegar rætt var um verkalýðsfélög og verkalýðsforystu, að til sög- unnar voru nefnd verkalýðsfé- lög á Suðurnesjum, í stað verkalýðsfélaganna sem semja fyrir starfsmenn íslenska álfé- lagsins hf. í Straumsvík. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Einar S. Einarsson Tveir piltar stelast til að veiða Iax við Gullinbrú. Veiðiþjófar við Gullinbrú NOKKUÐ hefur borið á að fólk stelist til að veiða lax á stöng við Gullinbrú. Laxveiðar úr sjó eru bannaðar með lögum og lögregl- an fylgist með því að lögunum sé framfylgt. Árni Þór Sigmunds- son, varðstjóri lögreglunnar í Grafarvogi, segir að veiðiþjófarn- ir séu á öllum aldri, allt frá ungum börnum upp í rígfullorðið fólk. Árni segir að þetta skapi mikla hættu því við bakkann sé glerhált þang og í vatninu sé þungur straumur og mikil iðuköst. Horfur á því að skípin fari í næstu viku UMBOÐSMENN færeyskrar út- gerðar úthafstogaranna tveggja, Atlantic Queen og Atlantic Princess, sem hafa legið við festar í Hafnar- Ijarðarhöfn í tvo mánuði, segja að horfur séu á því að útgerðin greiði skuldir sínar og kaupi veiðarfæri svo skipin geti haldið úr höfn í næstu viku. Fulltrúar Sjómannafélags Reykjavíkur funduðu með útgerðar- mönnunum í gær. Alls eru um 170 skipverjar á skip- unum tveimur, þar af eru langflestir frá Georgíu. Skipin eru skráð í Belize og eru að hálfu í eigu Georgíumanna og hinn helminginn á færeyska út- gerðarfélagið. Á fundinum tjáðu færeysku út- gerðarmennirnir fulltrúum Sjó- manna.félagsins að þeir hefðu með- ferðis fjármuni til að greiða skuldir og kaupa veiðarfæri. Annað skipið myndi láta úr höfn næstkomandi miðvikudag en hitt eitthvað síéar. Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarljarðarhafnar, segir að skipin hafi hlaðið á sig við- skiptaskuldum þann tíma sem þau hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn. Út- Hafa safnað skuld- um meðan þau hafa verið í höfn gerð skipanna skuldar höfninni á aðra milljón króna í hafnargjöld. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði að ekki hefði verið greitt fyrir kost um borð í skipin og nú væri búið að loka fyrir frekari viðskipti við þau. „Það verður óskemmtileg uppákoma ef það bregst að skipin fari í næstu viku því andinn um borð er ekki of góður fyrir,“ sagði Jónas. Jónas segir að upphaflega hafi staðið til að Statoil í Færeyjum kost- aði rekstur skipanna og þau átt að fara til veiða í Smugunni. Móðurfyr- irtækið í Noregi hafi ekki verið sátt við ákvarðanir færeyska forstjórans og honum verið sagt upp störfum. „Þetta er, að mér skilst, grunnurinn að þessum vandræðum. Færeysku útgerðarmennirnir áttu að greiða áhöfnum laun og skilyrt var að ákveðinn fjöldi sjómanna frá Georg- íu yrði á skipunum," sagði Jónas. Jónas sagði að Sjómannafélag Reykjavíkur gæti ekkert gert til lausnar þessu máli, en félagið gæti þó veitt sjómönnunum einhveija að- stoð. „Við komum að þessu máli vegna tengsla okkar við alþjóðasam- tök sjómanna," sagði Jónas. Sigvaldi Jósafatsson hjá Gáru hf., umboðsaðila færeysku útgerðarinn- ar, segir að staða mála sé nú önnur og betri en verið hefur og hreyfing í rétta átt. „Ég veit ekki hveijar skuldir útgerðarinnar eru en hún hefur samið sjálf beint við lánar- drottna á ýmiss konar skilmálum. Það átti að útbúa skipin til veiða hér á landi. Síðasta sem ég heyrði var að menn vonast til þess að skip- in fari héðan í næstu viku. Ég hef reyndar heyrt þetta áður en mér finnst vera vísbendingar til þess að svo geti orðið núna,“ sagði Sigvaldi. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að sambandið sé að skoða þetta mál og hreyfing sé í því. Hann kveðst líta það alvarlegum augum en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um það. Forstjóri Hagkaups kveðst vænta athug-asemda við reglugerð um innflutt kjöt og osta Vilja lækka landbúnað- arverð innanlands ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir að þau 26 tonn af kjöti, sem verður heimilt að flytja inn frá l. septembertil áramóta samkvæmt nýrri reglugerð um úthlutun toll- kvóta á unnu kjöti, ostum og græn- meti, sé eins og dropi í hafíð og muni aðeins nægja til að kynna neytendum viðkomandi vöru. „Þetta magn fullnægir ekki neysluþörf að neinu marki og mun vart lækka verð á landbúnaðarvör- um hérlendis eins og Hagkaup hafði áhuga á. Nú er tvísýnt að nokkurt slíkt gerist og þvi höfum við byrjað viðræður við bændur og aðila innan bændasamtakanna um að ná niður verði á innlendri landbúnaðarfram- leiðslu með öðrum hætti, tiJ hags- bótar fyrir neytendur,“ segir Óskar. Lögfræðingar Hagkaups fengu reglugerðina í hendur í gær, og kveðst Óskar eiga von á að fyrir- tækið muni gera athugasemdir eða fyrirvara við regiugerðina á næstu dögum með einhveijum hætti. Hann segir að 4. grein reglugerðarinnar um innflutning á ostum vekja sér- staklega spurningar, en þar segir m. a. að sú regla skuli gilda að fyrst verði úthlutað vegna umsókna á ostategundum sem ekki eru fram- leiddar hér á landi. Við þá úthlutun skuli ganga fyrir vara sem ætluð er til matvælaiðnaðar, en þar á eft- ir verði úthlutað kvótum vegna annarra umsókna. Ótrúlega vanhugsað „Síðan kemur ótrúJega vanhugs- að ákvæði um að aðilar sem sæki um innflutning skuli tilgreina teg- und, magn og framleiðsluland. Það er með öðrum orðum ætlast til þess að við tilgreinum á næstu dögum þessi atriði, áður en við erum búnir að kaupa ostinn. Þarna er verið að snúa öllum venjulegum lögmálum í viðskiptum við, því að við getum ekki gert samninga um ost sem við fáum síðan kannski aldrei að flytja inn vegna þess að við fáum ekki úthlutað kvóta,“ segir Óskar. „Hver heilvita maður sér að það er mjög sérkennilegt að við förum á stúfana og ákveðum nákvæmlega magn og tegund án þess að vita hvort við fáum að flytja inn viðkom- andi osta eða hversu mikið við megum flytja inn, en það er t.d. ein af ástæðum ákvörðunar við inn- kaup enda kostar einn ostur meira en þúsund ostar.“ Óskar bendir einnig á að við kvótaúthlutun hafí ríkt mikill vand- ræðagangur að hans mati frá því að hugmyndum um hana hafi verið hreyft. „Það hefur tekið stjórnvöld ótrúlegan tíma að reyna að finna eitthvert kerfi sem héldi í þeim efn- um og hefur ekki enn tekist. Nú er ætlast tii að við sækjum um og Játum fylgja með útreikninga á til- boðum í tollkvóta, ef svo færi að stjórnvöld ákvæðu að fara tilboðs* leiðina sem er óvíst því að þau gætu einnig látið varpa hlutkesti um hver hrepppi innflutninginn í þeim tilvikum þegar margir eru um hituna. Þetta þýðir að við þyrftum að láta reikna út hvað væri hugsan- legt að bjóða sem tekur ekki aðeins mikinn tíma, heldur gæti einnig verið unnið til einskis og myndi einnig óhjákvæmilega hækka vöru- verð til viðbótar við tolla sem eru miklu meira en nægir fyrir. Væri ekki eðlilegra að úthluta þessum 3% í einhveiju hlutfalli við þá sölu sem menn hafa haft á þessum vör- um undanfarin ár, í stað þess að hafa þijár aðferðir í gangi?“ Óskar kveðst telja lögin um inn- flutning á landbúnarvörum sam- kvæmt GATT-samkomulaginu þrengja verulega að áhugasömum aðilum og að mestu leyti ekki til þess fallið að bæta hag neytenda. „Þegar maður sér að aðeins er lítil rifa á dyrum að innflutningi, horfir maður inn á við og athugar hvaða leiðir eru vænlegar til að ná sam- stöðu á milli verslunar, bænda og samtaka bænda. Aðspurður um leiðir þær sem Hagkaup telur færar til að lækka landbúnaðarverð innanlands, segir hann forsvarsmenn fyrirtækisins beina sjónum sínum m.a. að lækk- un sláturkostnaðar. „Við höfum heyrt ótrúlegar tölur á borð við að það kosti nálægt 145 krónum að slátra hveiju kílói af lambi. Kostn- aðurinn við að slátra svíni er ein- hvers staðar undir 40 krónum á hvert kíló. Þetta stafar af alls kon- ar óhagræði í sláturhúsunum en einnig af allt of stuttri sláturtíð. Væri hægt að byija fyrr að slátra og slátra lengur fram eftir hausti, myndi nást betri nýting í sláturhús- unum og framboð á fersku kjöti á markaðinum ykist.“ I i i i i ( t H t I H i \i i ■ \( i < < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.