Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________________FIMMTU,D^GUR,27.. JÚLÍ1995 . 27; AÐSENDAR GREIIMAR Islenskir hægrimenn á villi- götum í Evrópumálunum SU UNDARLEGA staða hefur komið upp hér á landi að hægri- menn eru andvígir aðild íslands að ESB. Heimdallur, eitt höfuðvígi fijálshyggjunnar, og forysta Sjálf- stæðisflokksins, birtingarmynd íhaldsstefnunnar, eru fremst í röð íslendinga að berjast gegn hug- myndum um aðild íslands að ESB. 17. júní-ræða forsætisráðherra er gott dæmi um þetta. Það hefði hins vegar verið mun skiljanlegra ef ák- afamestu andstæðingar ESB-aðild- ar væru vinstrimenn. Ef sam- anburður hefur nokkum tímann skipt máli, ættu menn að líta rétt aðeins út fyrir landsteinana, t.d. til frænda okkar á Norðurlöndunum, og spyija sjálfa sig hvað veldur þessum þverstæðum íslenskra stjórnmála. Þverstæða íslenskra stjórnmála íslenskir hægrimenn beijast gegn því að ísland gerist aðili að sam- vinnu Evrópuríkja til þess að efla atvinnulífið, virkja markaðsöfiin, stuðla að endumýjun innviða aðild- arríkjanna og auka raunveruleg pólitísk áhrif aðildarþjóða á eigin mál. Þverstæðan felst í því að verk- efni þetta ætti að vera keppikefli hægrimanna, en íslenskir hægri- menn beijast gegn því að íslenska þjóðin fái að njóta til fulls góðs af öflugasta starfi veraldar í þessum málaflokkuin. íslenskir hægrimenn standast illa samanburð við aðra hægrimenn t.d. á Norðurlöndum við að sinna fjöreggi þjóðar sinnar þeg- . ar "að Evrópumálunum kemur. Vissulega veldur EES því að ísland tekur á sig allt að 80% af löggjöf ESB, en slíkt gerist í rauninni með Alþingi sem stimpilstofnun, en ekki þátttakanda. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra ætti því að vera mest allra manna á móti EES ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér. Hins vegar er EES-samningur- inn sagður tryggja alla helstu hags- muni Islendinga. Það sem önnur EFTA-ríki álitu biðstofu á leiðinni í ESB er á íslandi ástand ætlað til frambúðar. Á öllum Norðurlöndunum, að ís- landi undanskildu, eru ötulustu tals menn ESB-aðildar hægrimenn. Þeir njóta samflots við jafnaðarmanna flokka sem eru klofnir í Evrópumál- unum. Allir vinstriflokkarnir eru andvígir ESB-aðild, á meðan miðju- flokkamir eru flestir tvístígandi. Flesta tortryggna hægrimenn er að fínna lengst til hægri í „rugludalla- Auðvitað í Boltamanninum! GEAR Ljósaskór fyrir börn Þeir eru skemmtilegir, ööruvísi, vinsælir, vandaöir og þægilegir með riflás. Nýtt kortatímabil. Sendum í póstkröfu. flokkum" eins og Framfaraflokknum í Danmörku og Noregi. Kjarni málsins er að öflugri talsmenn ESB- aðildar fínnast ekki á Norðurlöndunum en í systur flokkum Sjálf- staeðisflokksins. í Noregi tók Hægri- flokkurinn forystuna í viðleitni norskra stjórn- valda til að ganga í ESB. í Svíþjóð barðist enginn flokkur eins öt- ullega fyrir aðildinni að ESB og íhaldsflokkur Carl Bildts. íhalds- flokkurinn í Danmörku er Evrópusinnaður en enginn dansk- ur flokkur jafnast á við fijálshyggju- flokkinn Venstre, flokk Uffe-Elle- mans Jensens, í stuðningi við ESB- aðild Danmerkur. Hvernig stendur á því að íslenskir hægrimenn standa eins áberandi á skjön við afstöðu allra samheija sinna í nágrannaríkj- unum? Getur virkilega verið að ís- lenskir hægrimenn haldi því fram eins og Bretar segja um umferðar- mál, „það era allir hinir sem keyra vitlausum megin“? Þegar sósíalistar hitta naglann á höfuðið. Hér erum við komin að kjarna þverstæðunnar fyrrnefndu. Alvöra sósíalistar hafa, aldrei þessu vant, hitt naglann á höfuðið í Evrópu málunum. Þeir era, alveg eins og íslenskir hægrimenn, á móti aðild íslands að ESB. Munurinn er hins vegar sá að sósíalistarnir byggja sína afstöðu á gildum forsendum en íslenskir hægrimenn á misskiln- ingi. Sósíalistarnir byggja sína and- stöðu gegn ESB á því að um sé að ræða kapítalískt fyrirbæri, sett á laggirnar til þess að sinna hagsmun- um auðvaldsins og að blind mark- aðsöfl ráði ferðinni frekar en for- ræði lýðræðislega kjörinna manna. íslenskir hægrimenn, aftur á móti, eru andsnúnir aðild að ESB vegna þess að þeir líta á ESB sem millifærslukerfí, skrifræðisvald og sóun- arog spillingarhreiður. Sem sagt, sósíalistarnir líta á ESB sem paradís kapítalismans á meðan íslenskir hægrimenn líta á hið sama fyrir- bæri sem sósíalista- veldi. Til þess að fá skýrari mynd af raunverulegu eðli ESB verðum við, satt að segja, að hlusta svolítið á sósíalistana. Upprani ESB á sér Ragnar rætur í hagsmunum Garðarsson auðvaldsins til þess að styrkja kapítalíska þróun í kjölfar seinni heimsstyijaldarinnar. Þetta fór saman með hugsjónum stjóm- málamanna Vestur-Evrópuríkja um að auka tengsl Evrópuþjóða til þess að spoma gegn endurteknu stríði þeirra á milli. Það hefur verið kjörorð ESB allar götur síðan að uppbygging kapíta lísks hagkerfis og samstarfið um að tryggja frið í álfunni fari saman. Frjáls viðskipti landanna á milli á forsendum einkaframtaksins og markaðsafla hafa þótt, og sýnt sig, stuðla frekar að friði í álfunni en aðskilin hagkerfi og pólitísk sam- keppni. Uppbygging lýðræðisins væri einnig mun heillavænlegri ef velmegun og framfarir kapítalism- ans fengju að njóta sín. Starfsemi ESB hefur því fyrst og fremst haft það að leiðarljósi að styrkja atvinnu- líf álfunnar, virkja markaðsöflin, stuðla að sanngjarpri samkeppni fyrirtækja, sporna gegn einokun og hringamyndun og nútímavæða inn- viði aðildarríkjanna. Þeir sem halda öðru fram um tilvistarstefnu ESB eru á alvarlegum villigötum. Sósíal- istarnir sjá þetta og hafna hug- myndinni um ESB vegna þess að þeir vilja öðravísi þjóðfélag en hið kapítalíska. íslenskir hægrimenn hafna einnig ESB, en á forsendum fáfræði og rangtúlkana á eðli þess. Ekki er seinna vænna en íslenskir hægrímenn, segir Ragnar Garð- arsson, nái áttum í Evrópumálinu. Skilningsskortur íslenskra hægrimanna á evrópskum stjórnmálum Islenskir fijálshyggjumenn halda því fram að ESB hafí orðið sósíalist- um að bráð sem hafí umbreytt sam- tökunum úr fríhyggjuhugsjón í styrkjastofnun. Hið rétta er hins vegar að ESB er sífellt, sérstaklega á seinni árum, að færast nær þeim hugsjónum sem samtökin upphaf- lega voru grundvölluð á. Að raun- gera fríhyggjuhugsjónina hefur reynst gífurlega seinlegt og vand- meðfarið vegna lagalegra og tækni- legra hamla einstakra aðildarríkja á milliríkjaverslun og vegna ítaka sér- hagsmunahópa í stjórnkerfi aðildar- landanna. Það er í rauninni fyrst seinustu árin með Einingarlögunum 1986 og Masstricht-samkomulaginu að hugsjónirnar um hinn innri mark- að eru að verða að veruleika. Sósíalistagrýla íslenskra hægri- manna byggir í rauninni á einfeldn- ingslegri pólitískri skynjun. Margir svokallaðir „sósíalistar" í Mið-Evr- ópu era ákafir stuðningsmenn ESB. Þessir sósíalistar eiga hins vegar mjög lítið skylt við þá sem ég kalla „alvöra sósíalista" sem finna má t.d. á vinstrivæng stjórnmálanna á Norðurlöndum. Sósíalistar á borð við Delors flokkast með krötum á Norðurlöndum, t.d. Jóni Baldvin Hannibalssyni, Gro Harlem Brandt- land forsætisráðherra Noregs og starfsbræðram hennar í Danmörku og Svíþjóð. ^Þetta eru stjórnmála- menn sem halda hugsjónum mark- aðslögmálanna og gagnsemi kapít- alismans hátt á loft. í víðara samhengi má segja að við séum hér vitni að skýrustu birt- ingarmynd sigurs kapítalískrar hug- myndafræði yfir sameignarhyggju og ríkisafskiptastefnu. Eftir hran ráðstjórnarríkjanna hefur kapítal- isminn í Evrópu aldrei staðið eins traustum hugmyndafræðilegum fót- um. Þegar íslenskir hægrimenn tala um ESB sem regluveldisflór og millifærslubákn staðráðið í að kæfa fijálst einkaframtak og framsækið atvinnulíf eru þeir ekki eingöngu á villigötum, heldur einnig að bregð- ast hugsjónum sínum og hlutverki. íhaldsmaður sem hugar ekki að því hvað atvinnulífínu og þjóðinni er fyrir bestu getur varla talist „al- vöru“ íhaldsmaður. Það er því ekki seinna vænna að íslenskir hægrimenn nái áttum í Evrópumálunum og standi undir nafni sem hægrimenn. Framfarir og velmegun íslensku þjóðarinnar eru undir því komin hvort stjóm- málamenn landsins era þess megn- ugir að tryggja áframhaldandi upp- byggingu kapítalísks markaðsskipu- lags. Islenskir hægrimenn ættu, fyrir íslands hönd, ekki að sætta sig við neitt minna en að þjóðin sé fullgild og virkur þátttakandi í sam- starfi kapítalískra nágrannaþjóða við að uppfylla sam eiginleg mark- mið: Velmegun og frið í álfunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur & vv hwsid m Mörkínni 6, sími 588 5518.- Næg bilastæði. rao , Mest seldi smóbíllinn ó Islandi CTJ GULLNA STYRIÐ HEKIA /i//(■///<! /<',y/.' VW Polo þriggja dyra kostar aSeins Qöí' kr. 925.000.- tilbúinn á götuna ! Volkswa9“n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.