Morgunblaðið - 27.07.1995, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.07.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________________FIMMTU,D^GUR,27.. JÚLÍ1995 . 27; AÐSENDAR GREIIMAR Islenskir hægrimenn á villi- götum í Evrópumálunum SU UNDARLEGA staða hefur komið upp hér á landi að hægri- menn eru andvígir aðild íslands að ESB. Heimdallur, eitt höfuðvígi fijálshyggjunnar, og forysta Sjálf- stæðisflokksins, birtingarmynd íhaldsstefnunnar, eru fremst í röð íslendinga að berjast gegn hug- myndum um aðild íslands að ESB. 17. júní-ræða forsætisráðherra er gott dæmi um þetta. Það hefði hins vegar verið mun skiljanlegra ef ák- afamestu andstæðingar ESB-aðild- ar væru vinstrimenn. Ef sam- anburður hefur nokkum tímann skipt máli, ættu menn að líta rétt aðeins út fyrir landsteinana, t.d. til frænda okkar á Norðurlöndunum, og spyija sjálfa sig hvað veldur þessum þverstæðum íslenskra stjórnmála. Þverstæða íslenskra stjórnmála íslenskir hægrimenn beijast gegn því að ísland gerist aðili að sam- vinnu Evrópuríkja til þess að efla atvinnulífið, virkja markaðsöfiin, stuðla að endumýjun innviða aðild- arríkjanna og auka raunveruleg pólitísk áhrif aðildarþjóða á eigin mál. Þverstæðan felst í því að verk- efni þetta ætti að vera keppikefli hægrimanna, en íslenskir hægri- menn beijast gegn því að íslenska þjóðin fái að njóta til fulls góðs af öflugasta starfi veraldar í þessum málaflokkuin. íslenskir hægrimenn standast illa samanburð við aðra hægrimenn t.d. á Norðurlöndum við að sinna fjöreggi þjóðar sinnar þeg- . ar "að Evrópumálunum kemur. Vissulega veldur EES því að ísland tekur á sig allt að 80% af löggjöf ESB, en slíkt gerist í rauninni með Alþingi sem stimpilstofnun, en ekki þátttakanda. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra ætti því að vera mest allra manna á móti EES ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér. Hins vegar er EES-samningur- inn sagður tryggja alla helstu hags- muni Islendinga. Það sem önnur EFTA-ríki álitu biðstofu á leiðinni í ESB er á íslandi ástand ætlað til frambúðar. Á öllum Norðurlöndunum, að ís- landi undanskildu, eru ötulustu tals menn ESB-aðildar hægrimenn. Þeir njóta samflots við jafnaðarmanna flokka sem eru klofnir í Evrópumál- unum. Allir vinstriflokkarnir eru andvígir ESB-aðild, á meðan miðju- flokkamir eru flestir tvístígandi. Flesta tortryggna hægrimenn er að fínna lengst til hægri í „rugludalla- Auðvitað í Boltamanninum! GEAR Ljósaskór fyrir börn Þeir eru skemmtilegir, ööruvísi, vinsælir, vandaöir og þægilegir með riflás. Nýtt kortatímabil. Sendum í póstkröfu. flokkum" eins og Framfaraflokknum í Danmörku og Noregi. Kjarni málsins er að öflugri talsmenn ESB- aðildar fínnast ekki á Norðurlöndunum en í systur flokkum Sjálf- staeðisflokksins. í Noregi tók Hægri- flokkurinn forystuna í viðleitni norskra stjórn- valda til að ganga í ESB. í Svíþjóð barðist enginn flokkur eins öt- ullega fyrir aðildinni að ESB og íhaldsflokkur Carl Bildts. íhalds- flokkurinn í Danmörku er Evrópusinnaður en enginn dansk- ur flokkur jafnast á við fijálshyggju- flokkinn Venstre, flokk Uffe-Elle- mans Jensens, í stuðningi við ESB- aðild Danmerkur. Hvernig stendur á því að íslenskir hægrimenn standa eins áberandi á skjön við afstöðu allra samheija sinna í nágrannaríkj- unum? Getur virkilega verið að ís- lenskir hægrimenn haldi því fram eins og Bretar segja um umferðar- mál, „það era allir hinir sem keyra vitlausum megin“? Þegar sósíalistar hitta naglann á höfuðið. Hér erum við komin að kjarna þverstæðunnar fyrrnefndu. Alvöra sósíalistar hafa, aldrei þessu vant, hitt naglann á höfuðið í Evrópu málunum. Þeir era, alveg eins og íslenskir hægrimenn, á móti aðild íslands að ESB. Munurinn er hins vegar sá að sósíalistarnir byggja sína afstöðu á gildum forsendum en íslenskir hægrimenn á misskiln- ingi. Sósíalistarnir byggja sína and- stöðu gegn ESB á því að um sé að ræða kapítalískt fyrirbæri, sett á laggirnar til þess að sinna hagsmun- um auðvaldsins og að blind mark- aðsöfl ráði ferðinni frekar en for- ræði lýðræðislega kjörinna manna. íslenskir hægrimenn, aftur á móti, eru andsnúnir aðild að ESB vegna þess að þeir líta á ESB sem millifærslukerfí, skrifræðisvald og sóun- arog spillingarhreiður. Sem sagt, sósíalistarnir líta á ESB sem paradís kapítalismans á meðan íslenskir hægrimenn líta á hið sama fyrir- bæri sem sósíalista- veldi. Til þess að fá skýrari mynd af raunverulegu eðli ESB verðum við, satt að segja, að hlusta svolítið á sósíalistana. Upprani ESB á sér Ragnar rætur í hagsmunum Garðarsson auðvaldsins til þess að styrkja kapítalíska þróun í kjölfar seinni heimsstyijaldarinnar. Þetta fór saman með hugsjónum stjóm- málamanna Vestur-Evrópuríkja um að auka tengsl Evrópuþjóða til þess að spoma gegn endurteknu stríði þeirra á milli. Það hefur verið kjörorð ESB allar götur síðan að uppbygging kapíta lísks hagkerfis og samstarfið um að tryggja frið í álfunni fari saman. Frjáls viðskipti landanna á milli á forsendum einkaframtaksins og markaðsafla hafa þótt, og sýnt sig, stuðla frekar að friði í álfunni en aðskilin hagkerfi og pólitísk sam- keppni. Uppbygging lýðræðisins væri einnig mun heillavænlegri ef velmegun og framfarir kapítalism- ans fengju að njóta sín. Starfsemi ESB hefur því fyrst og fremst haft það að leiðarljósi að styrkja atvinnu- líf álfunnar, virkja markaðsöflin, stuðla að sanngjarpri samkeppni fyrirtækja, sporna gegn einokun og hringamyndun og nútímavæða inn- viði aðildarríkjanna. Þeir sem halda öðru fram um tilvistarstefnu ESB eru á alvarlegum villigötum. Sósíal- istarnir sjá þetta og hafna hug- myndinni um ESB vegna þess að þeir vilja öðravísi þjóðfélag en hið kapítalíska. íslenskir hægrimenn hafna einnig ESB, en á forsendum fáfræði og rangtúlkana á eðli þess. Ekki er seinna vænna en íslenskir hægrímenn, segir Ragnar Garð- arsson, nái áttum í Evrópumálinu. Skilningsskortur íslenskra hægrimanna á evrópskum stjórnmálum Islenskir fijálshyggjumenn halda því fram að ESB hafí orðið sósíalist- um að bráð sem hafí umbreytt sam- tökunum úr fríhyggjuhugsjón í styrkjastofnun. Hið rétta er hins vegar að ESB er sífellt, sérstaklega á seinni árum, að færast nær þeim hugsjónum sem samtökin upphaf- lega voru grundvölluð á. Að raun- gera fríhyggjuhugsjónina hefur reynst gífurlega seinlegt og vand- meðfarið vegna lagalegra og tækni- legra hamla einstakra aðildarríkja á milliríkjaverslun og vegna ítaka sér- hagsmunahópa í stjórnkerfi aðildar- landanna. Það er í rauninni fyrst seinustu árin með Einingarlögunum 1986 og Masstricht-samkomulaginu að hugsjónirnar um hinn innri mark- að eru að verða að veruleika. Sósíalistagrýla íslenskra hægri- manna byggir í rauninni á einfeldn- ingslegri pólitískri skynjun. Margir svokallaðir „sósíalistar" í Mið-Evr- ópu era ákafir stuðningsmenn ESB. Þessir sósíalistar eiga hins vegar mjög lítið skylt við þá sem ég kalla „alvöra sósíalista" sem finna má t.d. á vinstrivæng stjórnmálanna á Norðurlöndum. Sósíalistar á borð við Delors flokkast með krötum á Norðurlöndum, t.d. Jóni Baldvin Hannibalssyni, Gro Harlem Brandt- land forsætisráðherra Noregs og starfsbræðram hennar í Danmörku og Svíþjóð. ^Þetta eru stjórnmála- menn sem halda hugsjónum mark- aðslögmálanna og gagnsemi kapít- alismans hátt á loft. í víðara samhengi má segja að við séum hér vitni að skýrustu birt- ingarmynd sigurs kapítalískrar hug- myndafræði yfir sameignarhyggju og ríkisafskiptastefnu. Eftir hran ráðstjórnarríkjanna hefur kapítal- isminn í Evrópu aldrei staðið eins traustum hugmyndafræðilegum fót- um. Þegar íslenskir hægrimenn tala um ESB sem regluveldisflór og millifærslubákn staðráðið í að kæfa fijálst einkaframtak og framsækið atvinnulíf eru þeir ekki eingöngu á villigötum, heldur einnig að bregð- ast hugsjónum sínum og hlutverki. íhaldsmaður sem hugar ekki að því hvað atvinnulífínu og þjóðinni er fyrir bestu getur varla talist „al- vöru“ íhaldsmaður. Það er því ekki seinna vænna að íslenskir hægrimenn nái áttum í Evrópumálunum og standi undir nafni sem hægrimenn. Framfarir og velmegun íslensku þjóðarinnar eru undir því komin hvort stjóm- málamenn landsins era þess megn- ugir að tryggja áframhaldandi upp- byggingu kapítalísks markaðsskipu- lags. Islenskir hægrimenn ættu, fyrir íslands hönd, ekki að sætta sig við neitt minna en að þjóðin sé fullgild og virkur þátttakandi í sam- starfi kapítalískra nágrannaþjóða við að uppfylla sam eiginleg mark- mið: Velmegun og frið í álfunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur & vv hwsid m Mörkínni 6, sími 588 5518.- Næg bilastæði. rao , Mest seldi smóbíllinn ó Islandi CTJ GULLNA STYRIÐ HEKIA /i//(■///<! /<',y/.' VW Polo þriggja dyra kostar aSeins Qöí' kr. 925.000.- tilbúinn á götuna ! Volkswa9“n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.