Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR ASTA „ KRISTJÁNSDÓTTIR + Ásta Kristjáns- dóttir fæddist á Eyrarbakka 24. mars 1940. Hún lést á Landspítalanum 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigríður Jóna Jónasdóttir f. 1911, d. 1987 og Kristján Hreinsson f. 1910 sem lifir dóttur sína. Kristján er nú ~> búsettur á Eyr- arbakka. Systldni Ástu cru Kristjana Kristjánsdóttir f. 1952 búsett á Akureyri, Haf- steinn Austmann f. 1934 bú- settur í Reykjavík og Áslaug Jónsdóttir f. 1931, d. 1975. Hinn 1. des. 1959 giftist Ásta Jóni Andrési Jónssyni f. á ísafirði 1938. Börn þeirra eru: 1) Magnús Jónsson f. 1961, i sambúð með Ólöfu Bjarnadótt- ur. Þau eru búsett í Hafnar- firði og eiga tvö börn. 2) Sigríður Jóna Jónsdóttir f. 1962, gift Bjarna Kristjánssyni. Þau eru búsett í Kefla- vík og eiga tvö börn. Bjarni átti áður einn son 3) Hugrún Jónsdóttir f. 1963. Hún er bú- sett í Reykjavík og á einn son. 4) Krist- ján Jónsson f. 1965, kvæntur Sigur- björgu Hallgríms- dóttur. Þau búa í Reykjavík og eiga eina dóttur. Ásta og Jón hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum, síðan hafa þau verið búsett á Eyrarbakka, Grindavík og að endingu í Reykjavík þar sem Jón rekur verktakafyrirtæki. Útför Ástu Kristjánsdóttur fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 27. júlí. ÞÁ hefur tengdamóðir mín Ásta skilið við þetta líf eftir stutta en "MT snarpa sjúkralegu, aðeins tæpum mánuði eftir að hún eignaðist sitt sjötta barnabam og er það mikill missir fyrir hina nýfæddu stúlku, að geta ekki notið ömmu sinnar lengur. Kynni mín af ömmu Ástu, eins og barnabömin kölluðu hana, hóf- ust í lok árs 1985 er ég kom til Grindavíkur ásamt tilvonandi eigin- konu minni. Móttökumar voru ein- staklega góðar, Ásta kom mér þá fyrir sjónir sem sterkur persónuleiki ^ og einstaklega brosmild og jákvæð manneskja. Með tímanum sá ég síðan að hún var ein af þessum ein- stöku manneskjum sem maður hitt- ir örsjaldan á lífsleiðinni. Jákvæðni og greiðvikni vom henni í blóð bor- in og aldrei heyrði ég hana halla orði við nokkurn mann. Hún var ljúfmenni sem bræddi hjörtu allra sem hún kynntist og hafði þann einstaka hæfileika að sjá aðeins það góða við allt og alla. Mjög fljótlega eftir að hún flutti í Stuðlasel í Reykjavík (1986) voru nágrannam- ir orðnir það nánir að halda mætti Erfídrykkjur Glæsilcg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR að Ásta hefði þekkt þá frá barn- æsku. Barnabörn Ástu og Jóns áttu öll sitt annað heimili hjá þeim og fannst manni eins og Ásta liti ekki á það sem pössun þegar bamabörn- in fengu að gista heldur tækifæri til þess að umgangast þau, enda var alltaf það fyrsta sem strákamir okkar minntust á þegar leiðin lá til Reykjavíkur, hvort við værum á leiðinni til ömmu Ástu og afa Jóns. Vegna þess hve vel var tekið á móti gestum í Stuðlaseli og and- rúmsloftið þar var afslappað og gott, var heimilið oft eins og sam- komuhús. Hjónaband Ástu og Jóns var að mínu áliti eins og best varð á kos- ið. Gagnkvæm virðing og kærleikur gerði það að verkum að þau voru einstaklega samrýnd hjón. Börn þeirra hafa ævinlega sótt mikinn styrk til þeirra og hafa alltaf verið studd með ráðum og dáð. Eitt aðaláhugamál Ástu var að ferðast um landið sitt og vera úti í náttúmnni með fjölskyldunni eða góðum vinum eins og Stefaníu og Gunnari og/eða Kalla og Kristrúnu. Ófá skiptin hefur hringurinn í kring- um landið verið farinn, eða keyrt um Vestfirði. Þær útilegur sem fjöl- skylda mín fór með þeim hjónum vom sérlega ánægjulegar. Sérstak- lega minnisstætt er þegar haldið var til veiði í Selá í Vopnafirði, Ásta fékk einn lax og hef ég hana gmn- aða um að hafa vorkennt honum mikið þegar á land var kominn. Spurningar um tilgang lífsins vakna oft við fráfall sem þetta, en eins og oftast þegar stórt er spurt, verður lítið um svör. Helst hallast ég að því að Ásta hafi verið send til okkar sem einstök fyrirmynd sem leiddi hvern þann sem hana þekkti ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BSS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 í átt til meiri þroska og betra lífs. Að lokum vil ég þakka fyrir það lán að verða einn af þeim, sem fékk að kynnast Ástu. Blessuð sé minn- ing hennar og Guð blessi alla henn- ar fjölskyldu og vini. Skarðið sem hún skilur eftir verður fyllt af hug- ljúfum minningum. Sérstakar þakkir vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar færa starfsfólkinu á deild 11E á Landspítalanum. Bjarni Kristjánsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Ástu Kristjánsdóttur. Ástu er ekki hægt að minnast án þess að nefna Jón eiginmann hennar, því þar fóru saman hjón sem voru eitt, svo sam- rýnd voru þau í einu og öllu. Ég kynntist þeim náið er ég hóf sam- búð með elsta syni þeirra hjóna, Magnúsi. Ásta hefur í gegnum árin haldið fjölskyldu sinni saman með hjarta- hlýju sinni og góðmennsku. Hún var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Þegar ég og Magnús eignuð- umst okkar fyrsta barn, sem er stúlka, kom ekkert annað til greina en að skíra hana eftir ömmu sinni Ástu. Og vonandi ber hún gæfu til að bera þetta nafn í anda ömmu sinnar, sem var okkur öllum góð fyrirmynd. Enginn hefði getað fengið betri tengdamömmu, sem opnaði ekki bara heimili sitt, heldur líka hjartað mér og mínum til handa. Veikindi tengdamóður minnar hófust fyrir tæpum þrem árum og hefur hún á þessum liðna tíma sýnt órúlegan styrk, sem við hin, sem eftir lifum, getum lært mikið af. Jón tengdafaðir minn, Kristján faðir Ástu, og ijölskylda okkar öll, hefur nú misst mikið, og tómarúm og myrkur er nú í hjarta okkar allra við ótímabært fráfall hennar. Ljósið er þó ekki langt undan, því minning- arnar um þessa konu eru til staðar, og verða til þess að birta upp í huga okkar um ókominn tíma og ár. Elsku Jón og aðrir aðstandend- ur, ég bið Guð að vera með og styrkja okkur öll, í okkar miklu sorg. Hvíli Ásta tengdamóðir í friði. Kveðja. Ólöf. til þess þegar við vorum að kveðj- ast eftir góðan dag saman. Þú sagð- ir bless, Ditta mín, bless, Kiddi minn og bless, María mín. Bless, elsku Ásta mín, og Guð blessi þig. Sigurbjörg. Það var eftir kaffitímann laugar- daginn 1. júlí sem ég sagði Ástu að þetta væri síðasti vinnudagurinn minn hjá Víkurverk, svo við kvödd- umst með kossi og Ásta bað mig endilega að líta inn í kaffiskúrinn til þeirra einhvern tímann þegar ég gæti, og það sagðist ég örugglega ætla að gera. Ekki datt mér í hug þá að svo stutt væri eftir hjá henni því þarna var hún brosandi eins og venjulega að taka saman eftir kaffið. Nú þeg- ar ég minnist síðasta kaffitíma míns með Ástu man ég jafnvel fyrsta kaffitímann hjá Víkurverk fyrir 8 árum niðri á Laugavegi, þar var hún búin að leggja á borð brauð og kökur og stóð við vinnuborðið brosandi og ristaði brauð handa hópi manna. Svona var fyrsti kaffi- tíminn minn með Ástu og svona áttu þeir eftir að vera. Ásta hugsaði um okkur strákana eins og börnin sín, það mátti aldrei vanta neitt að henni fannst. Eins og hér hefur komið fram eru minn- ingar mínar um hana Ástu fyrst og fremst tengdar vinnunni hjá Víkurverki, en ég kynntist henni samt nóg til þess að vita að hún var yndisleg eiginkona, móðir og amma. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Ástu og megi hún hvíla í guðs ríki. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þórður Gunnarsson (Tóti). Einn þessara sólríku suamrdaga, sem við_ höfum notið undanfarið, kvaddi Ásta vinkona mín þetta líf, langt um aldur fram. Ásta elskaði sólina og naut þess að vera i sól og hita meðan hún gat. En þótt sólin skíni er ekki alltaf hlýtt nema maður hafi skjól. Ásta var eins og þetta skjól, hjá henni fundu allir hlýju og yl. Margar eru þær minningar sem leita á hugann, nú þegar við kveðj- um Ástu mína. Við minnumst allra ferðalaganna innanlands og utan á liðnum árum. Oft var glatt á hjalla í fellihýsinu um verslunarmanna- helgar og oftar og minnisstæðar eru okkur ferðirnar í orlofshúsið á Kirkjubæjarklaustri, þegar við í fjöruferð festum báða bílana langt frá allri byggð. Þá var maður nú þakklátur fyrir farsímann. Líka er ofarlega í huga þegar við ætluðum að skreppa aðeins til Þýskalands um páskana, en þá var svo kalt þar að vjð þeyttumst yfir Sviss suður til Feneyja, til baka gegnum Aust- urríki, Sviss og Þýskaland til Lúx. Við hétum því að fara aldrei svona hratt yfir aftur. Betri vini og ferða- félaga en þau hjónin er ekki hægt að hugsa sér. Aðeins hálfum mán- uði áður en Ásta dó fórum við með þeim í útilegu og hefði þá engan grunað að svo stutt væri eftir. Við höfðum meira að segja ráðgert að fara á Snæfellsnesið helgina eftir ef veður yrði gott. Sjaldan nefndi maður annað þeirra hjóna án þess að nefna hitt líka, svo samofið var allt þeirra líf, bæði í starfi og tómstundum. Þau voru miklir félagar heima og heim- an og virtu hvort annað mikils. Ásta var mikil fjölskyldumanneskja og nutu börn hennar og fjölskyldur þeirra umhyggju hennar í ríkum mæli. Ósjaldan fengu bamabörnin að gista hjá ömmu og afa, enda augasteinar ömmu sinnar, og er missir þeirra sannarlega mikill. Ekki fóru vinimir heldur varhluta af umhyggju hennar, alltaf var allt sjálfsagt og ekki nokkur fyrirhöfn, sagði hún. Helsjúk spurði hún hvort aðkomið venslafólk hefði fengið að borða. Elsku Ásta mín, við Kalli þökkum þér allt sem þú hefur verið okkur á þinni alltof stuttu ævi. Við eigum ömgglega eftir að ferðast saman og skoða margt, þegar við hittumst öll aftur. Elsku Nonni, Maggi, Sigga, Hugrún, Kiddi og fjölskyld- ur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Einnig þig, Kristján minn, sem nú sérð á bak elskulegri dóttur, Sjönu og Hafstein og fjölskyldur, sem misst hafa sína góðu systur. Kristrún. JÓN KRISTINN GUNNARSSON Þegar ég hugsa til þín, Ásta mín, er ég skrifa þesa kveðju, þá finn ég til svo mikillar væntum- þykju í hjarta mínu, þú varst mér, og okkur Kidda og Maríu Rós alltaf svo góð. Ég hugsa um þau ótal- mörgu skipti sem við komum upp í Stuðlasel, alltaf tókstu vel á móti okkur með útbreiddan faðminn. Alltaf varstu glöð og alltaf varstu tilbúin til að gera eitthvað fyrir okkur, og alltaf þakklát fyrir það litla sem við gátum gert fyrir þig. Þú kenndir okkur svo ótal margt, þú varst okkar stoð og festa, þú kenndir okkur og sýndir að vænt- umþykja skiptir meira máli en allt annað í lífnu. Ég vildi óska, elsku Ásta mín, að við hefðum getað átt fleiri ár saman, en árin, þessir stóru gimsteinar sem við áttum saman, eru geymd á sérstökum heiðursstað í hjarta mínum. Minningin um þig, elsku góða, hjartahlýja og sterka Ásta mín, styrkir okkur og tengir saman I þessari miklu sorg. Elsku Ásta mín, ég verð ævarandi þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur. Ég kveð þig nú, elsku Asta mín, með þessar tilfinningar í bijósti mínu, þakklæti og væntumþykju. Ég lygni augunum aftur og hugsa Erfidrykk Safnaðarheimili JU7 l\ Háteigskirkju u /1 1 \ Símfc 551 099 j + Jón Kristinn Gunnarsson fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1972. Hann lést af slysför- um 8. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14. júlí. MIG langar í nokkrum orðum að minnast Nonna vinar míns sem lést svo skyndilega. Ég gleymi aldrei þessum dreng sem ég kynntist fyrst þegar hann var 16 ára, fullur af orku og lífsgleði og hreif mig strax með uppátækjum sínum sem áttu eftir að fylgja okkar vináttu alla tíð. Eftir að ég kom til íslands vorið 1992 hitti ég Nonna strax og fannst honum ekki annað koma til greina en að ég flyttist inn til hans og vina á Grensásveginum enda fram- undan sá tími ársins sem okkur þótti hvað skemmtilegastur með til- liti til mótorhjóla og kvöldskemmt- ana. Þar áttum við saman fjölmarg- ar góðar stundir. Við hjóluðum mikið saman, alltaf að keppast um hver gæti ofboðið hinum með nýjum aðferðum til að aka mótorhjóli og á hinum ýmsu stöðum sem engum hafði dottið í hug að fara áður. Nonni var alltaf fljótari til að tileinka sér nýjar að- ferðir í akstri enda keppnismaður af guðs náð. Alltaf fyrstur að fara leiðir sem okkur hinum ofbauð, til dæmis torfærubrautirnar I Jósefs- dal ætlaðar fyrir sérútbúna jeppa. Þar æddi Nonni upp á götuhjóli og var viðkvæðið jafnan að súkkan væri bara misskilið torfæruhjól. Hann skaraði framúr í flestum akst- ursíþróttakeþpnum og sem vinur og félagi hafði hann alltaf réttu svörin þegar eitthvað á bjátaði, hjálpsamur með eindæmum eins og við öll munum sem fengum að kynn- ast honum. Ég þakka þér fyrir vináttuna og kveð þig með söknuð í hjarta. Elsku Áslaug, Hrabba, Lísa Margrét, fjöl- skylda, ættingjar og vinir Nonna, Guð gefi okkur styrk og trú á sorg- arstundu. Bjarki Júliusson. Við kveðjum þig með söknuði, elsku vinur. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? Já, sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fapið því,- svo hana Guð þar geymi og gefi fegri á ný. (Bjami Halldórsson frá Laufási.) Elsku Áslaug, Rúnar og Lísa Margrét. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra og annarra að- standenda. Sigríður og Aðalheiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.