Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 56
E3 rEWLETT> I PACKARD ^pVectra PC OPIN KERFI HF Simi: 5671000 SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfl hússins. <o> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 88 80 70 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Snarpur jarðskálfti a við Hengil SNARPUR jarðskjálfti, 3,5 að styrk- leika á Richterkvarða, varð laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru í Fremstadal suður undir Henglinum. Þetta er sterkasti skjálftinn sem hefur orðið á svæðinu í langan tíma. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að búast megi við skjálftum þarna áfram á næstunni. Margir skjálftar, sem áttu upptök í Fremstadal, urðu um síðustu helgi. Sá stærsti þá mældist 3,3 stig. Fólk varð vart við jarðskjálftann nokkuð víða, m.a. á bæjum í Borg- arfirði, á Akranesi, austast í Reykja- vík og á Selfossi. Margir smærri skjálftar komu bæði á undan og eftir skjálftanum. ----♦ ♦ ♦--- Islenskar kartöflur væntanlegar í búðir Engin met- uppskera * þettaárið Jökulhlaup hófst í gærmorgun í Skaftá, Djúpá og Hverfisfljóti Morgunblaðið/Golli SKAFTÁ beljaði þykk af leðju fram iýá bæjunum í Skaftártungu í gærkvöldi. Búist er við að hlaupið nái hámarki í dag. Stefnirí stórt hlaup ÚTLIT er fyrir að íslenskar kartöflur verði komnar í verslanir fljótlega eftir verslunarmannahelgi að sögn Sigurbjarts Pálssonar, formanns Landssamtaka kartöflubænda. Sigurbjartur segir ljóst að engin metuppskera verði í ár en hún fari eftir því hvemig ágúst verði. „Grös eru víðast hvar vel sprottin en á næstu vikum fara kartöflurnar sjálf- ar að vaxa,“ segir hann. Sigurbjartur segir að ómögulegt sé að segja til um verðmyndun á kartöflunum. Erlendar kartöflur munu. að einhverju leyti leiða verðið á þeim íslensku. í fyrra varð verð- fall vegna offramleiðslu en það ger- ist væntanlega ekki núna. Hins veg- ar má í fyrsta skipti flytja inn kart- öflur samkvæmt ákvæðum GATT þrátt fyrir nægt framboð á innlend- um kartöflum á markaðnum. HLAUP er hafið í Skaftá, Djúpá og Hverfisfljóti. Oddsteinn Krist- jánsson, bóndi í Hvammi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hlaupsins hefði orðið vart í gær- morgun. Skaftá væri í ömm vexti og væri hlaupið þegar orðið meira en í fyrra. „Þetta gæti orðið með stærri hlaupum, ef hún heldur svona áfram,“ sagði Oddsteinn sem búið hefur við bakka árinnar í rúm 50 ár. Oddsteinn sagðist ekki hafa kom- ist að vatnsmæli við Skaftárdal þar sem vegurinn væri í sundur. Fyrir hádegi í dag ætti að verða orðið ljósara hvað úr yrði og hvort hætta væri á vegarskemmdum. Ef hlaupið yrði stórt mætti búast við því að í Skaftártungum yrði eins og yfir fjörð að líta. Venjulegt vegarsamband við bæinn Skaftárdal rofnaði í gær vegna hlaupsins og gaf sig þá varn- argarður. Jóna Björk Jónsdóttir, ráðskona í Skaftárdal, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að fnyk- ur væri af fljótinu og virtist hlaup- ið ætla að verða stórt. Hún sagði að þótt venjulegt vegarsamband væri úr skorðum ættu heimilis- mennirnir þrír í Skaftárdal að geta komist leiðar sinnar um heiðarveg- inn ef nauðsyn krefði. Að sögn Gylfa Júlíussonar, vega- verkstjóra í Vík, hafði vegasam- band ekki raskast að öðru leyti en hugsanlegt væri, að hans mati, að færð um Fjallabaksleið nyrðri spillt- ist í nótt. í gær var ekki vitað til að ferðamenn hefðu lent í vandræð- um vegna hlaupsins að því frátöldu að hópur hestamanna, sem ætlaði austur um við Skaftárdal, hefði snúið af leið. Leirugt og Ijótt Oddsteinn sagði að líklega væri þetta hlaup úr eystri katli Skaftár- jökuls en ekki hefði hlaupið úr hon- um í fjögur ár. Nú væri einnig vöxt- ur í Hverfisfljóti en menn hefðu fyrst kynnst því í fyrra að hlaup úr Skaftáijökli leitaði í bæði fljótin. Málfríður Pálsdóttir á Seljalandi í Fljótshverfi sagðisthafa farið niður að Hverfisfljóti í gær. „Fljótið er hræðilega ljótt og stórt hlaup í því. Það er orðið meira í því en þegar það hljóp í fyrra.“ Málfríður sagði að fljótið rynni í mörgum álum og væri af því fnykur og sýndist það þykkt af leðju. Alagning skatta fyrir árið 1994 liggur fyrir Tekjur landsmanna hækk- *• uðu að meðaltali um 2% FRAMTALDAR tekjur landsmanna hækkuðu um 2% að meðaltali á milli áranna 1993 og 1994. Þetta kemur fram í skattframtölum landsmanna, en álagning skatta fyrir seinasta ár liggur nú fyrir. Álagningarskrár verða lagðar fram í dag. Skattstjórinn í Reykja- vík birti í gær lista yfir hæstu gjald- endur þar og er Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri í Síld og físki, 'ij^, hæsti skattgreiðandinn í ár líkt og mörg undanfarin ár. Hann greiðir rúma 41 milljón f skatta. Gunnar I. Hafsteinsson kemur næstur með rúmar 16 milljónir. Eimskipafélagið er hæsti skattgreiðandinn af fyrir- tækjum með rúmar 360 milljónir. Ríkissjóður mun um mánaðamót- in senda út ávísanir samtals að andvirði um fímm milljarða króna. Tekjuskattur fyrirtækja hækkaði um 22% Þar er um að ræða greiðslu barna- bóta, vaxtabóta og ofgreiddrar staðgreiðslu skatta. Þeir, sem hins vegar eru í van- skilum með barnsmeðlög, fá of- greidda skatta ekki endurgreidda að fullu, heldur er skuldajafnað. Talið er að með því takist að inn- heimta um 80 milljónir vegna með- lagsskulda, sem er þó aðeins lítið brot útistandandi skulda. Þriðjungur greiðir tekjuskatt Tekjuskattur einstaklinga nemur nú 26,3 milljörðum króna. Þó greið- ir aðeins þriðjungur framteljenda tekjuskatt; aðrir njóta persónuaf- sláttar, barnabóta eða vaxtabóta. Álagning tekjuskatts hefur lækkað úr 27,9 milljörðum árið 1993. Einstaklingar greiða lægri eign- arskatt en árið 1993, eða um 1.544 milljónir króna í stað 1.704. Ástæða þessa er meðal annars afnám svo- kallaðs stóreignaskatts en jafn- framt aukin skuldsetning heimila, sem lækkar eignarskattstofninn. Álagning tekjuskatts á fyrirtæki veggia ársins 1994 er 5,1 milljarð- ur, eða 22% hærri en árið 1993. Orsök þessa er m.a. bætt afkoma fyrirtækjanna, sem sýnir sig jafn- framt í því að eignarskattar þeirra hækka úr 1,5 milljörðum í 1,6. ■ Ávísanir/10 * A Utgerð Guðbjargar IS breytti áætlun Bankamenn réðu frá Smuguför GUÐBJÖRG ÍS, nýjasti frysti- togari íslendinga, heldur ekki til veiða í Smugunni. Málið kom til tals hjá útgerðinni en horfíð var frá því að ráði bankamanna í Noregi þar sem skipið var smíðað og íjármagnað að stórum hluta. Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, segir að eftir að fréttir bárust um mokveiði í Smugunni hafí ætlun- in verið að slíta grálúðutúrnum sem Guðbjörgin nú er í og halda norður. Hætt hafi verið við Smuguferðina vegna þess að hún hefði verið talin neikvæð gagn- vart framtíðar samskiptum við norsku bankana sem eiga lán hjá útgerðinni. „Það er ekki ráðlegt fyrir okk- ur að fara í Smuguna. Mig var farið að langa mikið að fara þarna út en þá fengum við skeyti frá fjármálastjóranum okkar þarna í Noregi og hann ráðlagði okkur að fara ekki,“ segir Ásgeir. Verður beðið um varðskip Skipunum í Smugunni fjölgar stöðugt. Nú eru þar 25 skip með 500-600 sjómenn. Búist er við að samtök útvegsmanna og sjó- manna leggi í vikunni fram form- lega ósk um að varðskip verði sent á svæðið, eins og þegar Óðinn var sendur í lok ágúst á síðasta ári. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til málsins. ■ Var farið að klæja/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.