Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska ' HEKE YOU 60, RERUN..I UION iBACK ALLYOUR) MAR8LE5.. WOU)! I CAN'T BELIEVE IT! YOU BEAT JOE A6ATE"!/ Hérna, Rabbi... Eg vann allar kúlurnar þínar til þaka... Vá! Eg trúi þessu ekki! Þú sigraðir „Jóa Agat“! U/ILL YOU TEACH ME TO SHOOT LIKE THAT? Viltu kenna mér að skjóta svona? Nei, Rabbi... Eg verð að halda áfram... SIGGI! SIGGI! KOMDU AFTUR! Ég þoli þetta ekki, BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I biðsal dauðans Haukur Ingi Jónasson Frá Hauki Inga Jónassyni: I KJÖLFAR bresku heimildarmynd- arinnar Biðsalir dauðans hefur tals- verð umræða farið af stað um mannréttindi í Kína. Þessi grein er gagnrýni á þá umræðu. í umræðu um myndina hefur m.a. verið dregin upp mynd af ólíku gildismati Kínverja og gild- ismati hins vest- ræna heims, spurt hefur verið á hvern hátt ís- lendingar geti örvað siðferðis- hugsun kínver- skra stjórnvalda og ótrúlegu púðri hefur verið eytt í spurninguna hvort íslenskar konur ættu að fara á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína um mannréttindi kvenna. Það sem hinsvegar er mest sláandi er mjög alvarleg skekkja í siðfræðihugsun, þessi skekkja kemur fram í eins konar magnhugsun um manngildi og birtist m.a. í ummælum á borð við að mannréttindi séu víða meira brotin en í Kína, að rangt sé farið með magntölur útborinna stúlku- barna í myndinni o.s.frv. Undir- liggjandi eru ósögð rök sem leiða til niðurstöðu: Já það er satt, það er fullt af mannréttindabrotum í heiminum, heimildarmyndin er ekki nógu vel unnin o.s.frv. Og svo leggst svefnhöfgi yfir þjóðarsálina. íslensku konurnar fara til Kína, það verður ályktað um málið — og börn- in í Kína gjalda efans. Á þennan hátt er samviska okkar svæfð. Hún er svæfð með ofur- áherslu á magnútreikning, með vangaveltum um hvað við getum svo sem gert og hugleiðingum okk- ar um að vandann sé nú líka að finna í næsta húsi. Að þessum orðum sögðum hlýtur hver maður að sjá hversu róttæk mannréttindahugsun Krists er þeg- ar hann segir: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð ein- um minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matt. 25:40), og: „Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér heldur _ ekki gjört mér.“(Matt. 25:45). Áhersla Krists er berlega á einstaklinginn, ekki á magn einstaklinga, og þjáning eins er engu minni en þjáning margra. Ef menn eiga við kristna siðferðis- hugsun þegar þeir víkja máli að gildismati Vesturlanda þá hljóta þeir að eiga við þessa áherslu á einstaklinginn, en ekki áherslu á magn, tölur eða notagildi einstákl- ings og einstaklinga. í umræðunni um Biðsali dauðans glittir í háskalega afstæðishyggju, jafnvel í nafni mannréttinda, en það er einmitt sú afstaða sem ræður ríkjum í biðsai dauðans. HAUKURINGIJÓNASSON, framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því • að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internet- inu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.