Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ SÆVAR BLÓMQUIST GUÐMUNDSSON + Sævar Blómqu- ist Guðmunds- son fæddist að Arn- arholti 7. septem- ber 1938. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 13. júlí síðastliðinn. Útför Sævars fór fram frá Fossvogs- kirkju 25. júlí. SVO er því farið með okkur flest að sumar persónur verða okkur sterkari fyrirmyndir í lífinu en aðrar, við lít- um til þeirra til eftirbreytni, í vafa leitum við ráða og í vanda ásjár. Frá því ég var ungur drengur hefur hann frændi minn Sævar í Amar- holti verið mér meiri og betri fyrir- mynd til góðra verka en flestir aðr- ir. Að sjálfsögðu gerði ég mér ekki grein fyrir þessum áhrifum fyrr ég hafði slitið bæði bamsskóm og unglingsbomsum. Með heilbrigðum viðhorfum sínum, mikilli ögun og ómældri virðingu fyrir mönnum og dýrum gaf Sævar mér kjarnmikið veganesti inn á brautir fullorðins- ára. Ungur var ég sendur til þeirra hjóna í Arnarholti, Sævars og Sól- veigar. Ég var sendur sem vinnu- maður en líklegt er að einhver upp- eldismarkmið hafi einnig verið lögð til grundvallar. Fátt þótti raunar betra fyrir ungt og vaxandi fólk en sveitadvöl á góðu heimili þar sem einstaklingamir fengu að njóta sín við þau verk sem þeim voru viðráð- anleg. í Arnarholt kom margt ungt vinnufólk og alltaf voru þau hjónin tilbúin að taka unglingana til sín. í þessari blómlegu sveit hafa því í gegnum árin margir einstakl- ingar fengið sína fyrstu leiðsögn í vinnu- mennsku og hvernig umgangast skal jörð- ina og dýrin. Hann Sævar frændi var einstakur maður og vist mín hjá honum er orðin sagnabrunnur til vitnis um það. Sæv- ar umgekkst dýrin sem hann bar ábyrgð á af virðingu og sýndi þeim umhyggju bóndans sem tekur starf sitt alvarlega. Uppi á miðri Holtavörðuheiði þegar við að vori slepptum fénu á fjall, þá gætti hann vandlega að hverri kind og hveiju lambi, að öll lömb hefðu nú fundið sína réttu móður, að allt passaði nú saman þegar blessað féð rynni skelkað eftir ferðalagið upp í hlíðar. í augum frænda blikaði væntumþykja til dýranna og ábyrgðin var svo algjör að jafnvel ungur drengur eins og ég meðtók boðskapinn til fullnustu. Þetta var það sem skipti máli, en að sitja á steini í klukkutíma eftir að hafa sleppt skildi ég ekki alveg. Hann frændi vissi hinsvegar alveg hvað hann var að gera. Hann vildi vera til taks ef eitthvað bjátaði á. Á meðan lömbin jörmuðu í leit- að mæðrum sínum gat frændi ekki hugsað sér annað en að vera til hjálpar. Seinna sagði hann mér að setan á steininum væri sennilega meira fyrir sig en kindurnar, það tæki alltaf á að láta fé á fjall. Það var svo í réttunum á haustin að ég sá aftur þetta sama blik í augum t Útför móður okkar, JAKOBÍNU HALLDÓRSDÓTTUR, verður frá Drangsneskapellu laugardaginn 29. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Kaldrananeskirkjugarði. Ingimar Elíasson, Ásta Bjarnadóttir, Þorbjörg Elíasdóttir, Frimann Hauksson, Esther Elfasdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarni Elíasson, Gyða Steingrímsdóttir, Sólrún Eliasdóttir, Sigmar Ingvarsson. t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, LOVÍSA HELGA ÞORLÁKSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist í Landspítajanum 23. júlí sl. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudag- inn 31. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þökkuð. Svavar Berg Pálsson, Kolbrún Arngrímsdóttir, Sif Svavarsdóttir, Henrik Erlendsson, Silja Svavarsdóttir, Arnar Halldórsson, Bjarni Svavarsson, Herdis Wöhler, Lovisa Sigrún Svavarsdóttir, Anton Antonsson. t Við þökkum ausýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÖRU GUÐRÚNAR VALDEMARS- DÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar- deildar Kristnesspítala. Erna Jóhannsdóttir, Egill Bjarnason, Jónína Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Símon Karlsson, Hólmfríður Jóhannsdóttir, Per Mogensen, Valdemar Örn Valsson, Rannveig Karisdóttir, Jóna Kristín Valsdóttir, Stavros Avramíðis Gigja Björk Valsdóttir, Arnar Þór Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. frænda míns þegar hann tók á móti kindunum sínum og eini mun- urinn var að munnvikin á frænda vísuðu nú upp. Eftirminnilegt atvik átti sér stað á öðru sumri mínu í Amarholti. Sævar frændi og ég vorum á eftir- litsferð niður í flóa að líta eftir lambfé. Vökul augu frænda sáu kind sem hann hafði verið að fylgj- ast með í nokkra daga og allt í einu spratt hann upp úr sæti dráttarvél- arinnar, náði kindinni, kallaði á mig til aðstoðar og sagði að þetta myndi sú gamla ekki hafa af án hjálpar. Sævar upplýsti mig um stöðu mála og kom mér í skilning um að kind- in myndi ekki geta átt lambið hjálp- arlaust. Hann talaði til mín eins og til fullorðins manns og þrátt fyrir tilraunir mínar til að fá hann til að samþykkja að ég hlypi heim að ná í Sollu sem svo oft hafði aðstoðað við slíkar aðstæður, kom ekki til greina annað en að ég næði lamb- inu, enginn tími væri til snúninga og þetta þyrfti ég að læra. „Sko, Jón minn nú skulum við hugsa um lambið og kindina og svo um okkur sjálfa á eftir.“ Eftir að kindinni og lambinu hafði verið bjargað þurfti ekkert að hugsa um sjálfan sig. Frændi hafði alveg rétt fýrir sér og á leiðinni að dráttarvélinni efast ég að það hafi brotnað undan mér strá. Hver bjargaði hveijum þarna veit ég svei mér ekki en löngu seinna var frændi að benda mér á lömb, hrúta eða kindur sem ég hafði bjargað um árið. Viðlíka kennsluað- ferðum beitti Sævar við ýmis önnur tækifæri. í mínum augum einkenndi Sævar þessi virðing fýrir öllum og öllu, þó sérstaklega ungu fólki og sú ögun sem hann bjó yfir og krafðist af öðrum. Hann útskýrði og kenndi verklag og samskipti af slíkri snilld að nú efast ég um að hann hafi gert sér grein fyrir því sjálfur. Hann krafðist þess skilyrðislaust að allir skiluðu heiðarlegu dags- verki í sveita síns andlits og þar sýndi hann sjálfur fordæmi. Hann var gæddur hæfileika til að láta manni finnast maður vera jafningi án þess að nokkurn tíma væri efast um það hver væri húsbóndinn. Vera mín í sveitinni hjá Sævari og Sollu er löngu orðin að fjársjóði í minningakistli mínum. Á þeim tíma sem ungur drengur gerði ég mér ekki í hugarlund hversu mikil áhrif samvistir mínar við Sævar ættu eftir að hafa á mig gegnum ókomin ár. Reynslan hefur þó kennt mér að fyrir það sem manni er gott gert er aldrei of seint að þakka. Og nú þegar komið er að því að kveðja Sævar frænda í síðasta sinn finnur maður í hjarta sér virðingu, þakklæti og hlýju. Hlýjan stafar frá minningunum um þennan einstaka mann sem þannig á eftir að lifa svo lengi í hjörtum okkar sem áttum með honum samleið. Þakklætið er fyrir þau jákvæðu áhrif sem hann hafði á æsku mína og uppvöxt. Virðingin er sjálfsögð - það kenndi Sævar mér. Elsku Solla, Jónas og Bjamey Lára, systkini og vinir. Frá fjöl- skyldu minni, innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll og styrki. Jón V. Gíslason. Sævar frændi minn er dáinn og langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Minn- ingarnar um hann eru margvísleg- ar. Það var í raun hálfgerð tilviljun að ég fór að vinna hjá Sævari í sveitinni, en ég velti því fyrir mér nú hvort það hafi kannski verið örlög mnín að kynnast þessum manni sem að allir gátu lært svo mikið af. Sævar var snillingur við að finna auðveldustu leiðina við öll verk og allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hann var mikill dýravinur og dýrin voru vinir hans. Sævar var góður húmoristi og gerði hann óspart grín að okkur strákunum, ef við gerðum eitthvað vitlaust. Það var líka alltaf stutt í góða skapið þó að hann reiddist. Þau sumur sem ég var hjá Sævari voru þroskandi og skemmtilegur tími fyrir mig og minnist ég hans með þakklæti og virðingu. Nú er hann Sævar farinn á enn stærri búgarð, þar sem að hún amma mín tekur vel á móti honum. En hann verður þó alltaf í huga og hjörtum okkar hér. Ég bið Guð að styrkja Sollu, Jonna, Böddu og aðra sem eiga um sárt að binda. Jóhann Gunnar Sigurðsson. Nú er Sævar Guðmundsson í Arnarholti horfinn yfir móðuna miklu. Það er ótrúlegt að hann á besta aldri, hraustur á sál og líkama, maður sem lifði reglusömu lífi skuli kallaður svo fljótt frá okkur. En svona er lífið og sannar okkur enn á ný hve litlu má skeika. Öll getum við orðið sjúkdómum að bráð. Kynni mín af Sævari hófust fyrir um þijátíu árum. Þá voru þau Solla nýlega tekin við búi full bjartsýni og trú á lífið. Þó minninst ég þess hve mér fannst Sævar yfírvegaður og eins og lífsreyndur. Enda er hann ekki nema á 13. ári og elstur Maðurinn minn. er látinn. + ÞORKELLINGIBERGSSON, byggingameistari, Margrét Einarsdóttir. + Systir okkar, VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist 18. júlí á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram. Systkini hinnar látnu. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Grænutungu 7, Kópavogi. . Ólafur Jónsson, Bjarni Ólafsson, Kristín Indriðadóttir, Anna Ólafsdóttir, Björn Jónsson, Hafdís Ólafsdóttir, Guðmundur Einarsson. sinna systkina þegar hann missir föður sinn. Þegar Anna móðir þeirra heldur áfram búskap leiðir það af sjálfu sér að hann hefur axlað mikla ábyrgð svo ungur að árum, enda varð ég ekki var við að honum yxi í augum bæði að leggja á sig mikla vinnu og taka þær ákvarðanir sem taka þurfti hveiju sinni. Sævar var bóndi í fremstu röð og gilti þá einu hvort heldur átt er við búfjárrækt og afurðir eða jarð- rækt. Állt viðhald jarðar og húsa bar með sér vönduð vinnubrögð. Gestkvæmt var í Arnarholti enda voru þau Sævar og Solla góð heim að sækja. Þar var öllum tekið með hlýju og reisn, sama er að segja um heimili þeirra í Reykjavík sem þau fluttu í eftir að heilsu Sævars tók að hraka. Við Elínborg áttum því láni að fagna að ferðast með Sævari og Sollu um landið og naut sín þá vel sú góða yfirsýn og stálminni sem Sævar hafði. Solla, Jonni og Badda við fjöl- skyldan vottum ykkur samúð okk- ar. Það er mikil sorg að kveðja svo góðan dreng, en ríkuleg er minning- in okkur sem eftir lifum. í Guðs friði, Friðgeir Stefánsson, Laugardalshólum. Nú þegar við kveðjum vin okkar Sævar Guðmundsson, frá Arnar- holti, leitar hugurinn til þeirra ára sem við dvölum hjá þér og Sollu í sveit, nokkur sumur sem drengir. Eigum við þar margar ljúfar minn- ingar sem rifjast upp í huga okkar þegar við kveðjum þig. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að starfa með þér og njóta handleiðslu þinnar sem unglingur við starf og Ieik. Sævar hafði sérstakt lag á að kalla það besta fram í okkur strák- unum, hann gat verið strangur þeg- ar þess þurfti með, og einnig góður þegar vel var gert og kunni aðíauna fyrir það á sinn sérstaka hátt, t.d. þegar einn okkar fékk að vera sum- arlangt sem matvinningur, en fékk að launum hest, þegar hann fór heim um haustið, eða þegar greidd voru laun fýrir sumarstarfíð, borg- aði hann oft meir en samið var um. Það lýsir því best hve gott var að véra hjá þeim hjónum, að við vorum hjá þeim sem vinnumenn bræðurnir í samfellt átta sumur, og frá þeim tíma hefur vinátta okk- ar haldist í 27 ár. Til marks um það sérstaka sam- band milli þeirra hjóna og drengj- anna sem voru hjá þeim í sveit, var mætt á þorrablót á veturna, og var þá fullskipað borð 10-12 manns og alltaf glatt á hjalla. Það eru mörg svona atvik sem leyta á hug- ann þegar við kveðjum góðan læri- meistara og vin sem Sævar var. Sævar var einstaklega duglegur og natinn bóndi og minnumst við þess að þegar heyskapur stóð yfír vildi hann ávallt fylla báðar hlöður og gott betur, og þurfti oft að sækja slægjur í skurði og víðar svo það tækist. Það er á engann hallað þó sagt sé, að hann rak eitt myndarlegasta bú í sveitinni, sem var honum og sveit hans til sóma. Sævar var mikill dýravinur, og brást illa við ef einhver fór illa að skepnum, og kenndi hann okkur að umgangast dýrin með nærgætni. Sævar hafði mikinn áhuga á íþróttum, og var góður íþróttamað- ur sjálfur, minnumst við þess að hann kom upp íþróttaaðstöðu fyrir okkur strákana, þannig að við gát- um stundað stangarstökk, kúlu- varp, spjótast eða fótbolta, allt þetta fann hann til og hjálpaði okkur að koma fyrir, og tók oft þátt í íþrótta- leikjum með okkur. Þegar litið er yfir farinn veg, og þau kynni sem við höfum haft af Sævari, er sárt að þurfa að kveðja vin okkar svo fljótt langt fyrir aldur fram. - Missir þinn er mikill Solla mín, og biðjum við góðan Guð að styrkja þig og börnin í sorg ykkar. Guðmundur og Halldór Ragnarssymr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.