Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MINNIIVIGAR ■> .i. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON + Sigurjón Guð- jónsson fæddist í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 16. sept- ember 1901. Hann lést í Reykjavík 17. júlí síðastliðinn. Útför séra Sigur- jóns fór fram frá Dómkirkjunnni 26. júlí. In memoriam. Eins og þegar bók fellur úr hendi þreytts lesanda eða eins og þegar lauf fellur eitt lauf í heiminum. (Bo Setterlind) HANN birtist á hveiju vori, steig úr bfl sínum, gekk léttum skrefum inn í skólann, grannur, fremur lág- vaxinn, skært blik í skýrlegum augum. Hann flutti með sér andblæ menningar, bæði gamallar og gró- innar og nýrrar og fijórrar. Við hlökkuðum jafnan til samfundanna við hann, höfðum að vísu séð hann nokkrum vikum fyrr við árlega kvöldmessu á föstu í kirkju séra Hallgríms á Hvalfjarðarströnd. Kannski höfðum við líka verið á fundi í Stúdentafélagi Akraness heima í stofunum þeirra Guðrúnar Þórarinsdóttur í Saurbæ. En engu að síður, samfundir við þennan mann voru ætíð veisla fyrir andann. Séra Siguijón Guðjónsson kom í skólann sinn gamla, Gagnfræða- skólann á Akranesi, til að dæma landspróf og gagnfræðapróf. Hann var prófdómari við skólann þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur upp úr miðjum sjöunda áratugnum. Þegar framsýnir öndvegismenn á Skaga stofnuðu gagnfræðaskóla árið 1943 fengu þeir Saurbæjar- klerk til að veita honum forstöðu fyrsta árið. Það var vel til fundið. Mér býður í grun að skólinn hafi alla tíð búið að því að fyrsti for- stöðumaður hans var fjölfróður menningarmaður með hvassa sýn til allra átta. Nú er Gagnfræðaskól- inn á Akranesi ekki lengur til sem slíkur, en á grufini hans og Iðn- skóla Akraness risinn Fjölbrauta- skóli Vesturlands. Það er von mín að andi fyrsta skólastjórans muni ríkja í þeirri stofnun meðan „sól vermir jörð“. Þá mun „afl og andi“ eiga skóla Vestanlands ekki síður en fyrir norðan. Séra Siguijón Guðjónsson vann ævistarf sitt á Hvalfjarðarströnd. Hann var sóknarprestur í Saurbæ frá 1931 til 1966 og prófastur í Borgaríjarðarprófastsdæmi frá 1946 til 1966. En þó að hann léti af opinberu embætti hálfsjötugur settist hann síður en svo í helgan stein. Við tóku fijó starfsár og í rauninni lét hann ekki deigan síga fyrr en hann var kominn vel yfir nírætt. Hann rannsakaði sögu sálmakveðskapar og mun margt markvert liggja eftir hann á því sviði. En umfram allt sinnti hann skáldskap og þýðingum með ein- stökum ágætum og af stakri smek- kvísi. Siguijón Guðjónsson var skáld og hann mun einna síðastur til að kveðja veröldina skáldbræðanna sem Tómas Guðmundsson og Hall- dór Laxness hafa gert þeirra tíma ógleymanlega í verkum sínum. Siguijón Guðjónsson hélt eitt sinn erindi í Gagnfræðaskólanum á Akranesi þar sem hann minntist „sextán skálda í fjórða bekk“. Hann var að vísu ekki í þeim bekk sjálfur en á svipuðum aldri og þeir sem þar voru. Tíður gestur var hann í heimkynnum þeirra Halldórs og Sigurðar Einarssonar þar sem þeir „dvöldust tveir skólabræður sitt við hvora súð og „séni“ báðir töldust." Þar lásu skáldin ungu ljóð sín og ræddu um skáldskap og önnur mik- ilvæg mál. Lýsingar séra Siguijóns á þessum skáldatímum og þá eink- um og sér í lagi frá- sagnimar af fyrr- nefndum herbergisfé- lögum og Tómasi Guð- mundssyni munu vart líða mér úr minni með- an ég held ráði og rænu. Vel var Siguijón Guðjónsson hlutgeng- ur í þessum hópi og gaf út æskuljóð sín 1929 í bók sem hann nefndi Ský. Þá þýddi hann fjölmörg skáld- verk, til að mynda tvö leikrit eftir Kaj Munk. Það sem er þó ef til vill merkilegast við skáldið Siguijón Guðjónsson er það að hann var enn að fást við skáldskap á tíunda ára- tug tuttugustu aldar, maður sem hafði verið í skáldahópnum fræga í Menntaskólanum í Reykjavík fyr- ir 1920 og að hann réðst á gamals aldri í að þýða ljóð eftir nútíma- skáld norræn. í þeim sökum glímdi hann við ýmsa þekktustu módern- istana á Norðurlöndum og tókst vel. Siguijón Guðjónsson fékkst einnig við sálmakveðskap. í þeim verkum hans kemur fram eins og raunar í sálmagerð annars manns sem þó er þekktari fyrir annað en skáldskap, Sigurbjöms Einarsson- ar, að þar er skáld á ferð. Ég bendi á eitt vers af fjórum úr einum sálmi Siguijóns. Hann er það ljós við öll þín spor, er eilífð boðar, líf og vor, hann vemdar þetta veika ker, sem valt í senn og brothætt er. Og náð hans nægir þér. Siguijón Guðjónsson var í raun- inni alltaf ungur maður. Hann var léttur á fæti, grannur og spengileg- ur fram undir andlátið. En þó bar hitt af hve ungur hann var í anda eins og sést best á því hver við- fangsefni hann valdi sér. Séra Siguijón eignaðist þá konu sem honum var samboðin. Frú Guðrún, ekkja hans, er dóttir braut- ryðjandans mikla í íslenskri mynd- list, Þórarins Þorlákssonar, og sjálf gáfuð og listelsk. Henni, Hrafn- katli syni þeirra og fjölskyldu hans vottum við hjónin samúð okkar og minnumst með virðingu og þökk skáldprestsins sem gaf vinum sín- um meira en hann grunaði sjálfan allt til hinstu stundar. Eins og þegar bók fellur úr hendi þreytts lesanda eða eins og þegar eitt lauf fellur af greininni. Olafur Haukur Arnason. Þegar séra Siguijón í Saurbæ er kvaddur hlýtur hugurinn að rifja upp margt frá liðnum samveru- stundum og erfitt getur reynst að velja úr fáeina þætti en sleppa svo mörgu. Ég minnist kennarans, sem með áhuga og lífsfjöri hreif krakk- ana með sér í leik og námi, íþrótt- um og útiveru. ,,Allir með nú og Siggi líka...“ Ég minnist kenni- manns sem með innsæi og glöðu bragði kenndi okkur kristinfræði svo að áhugi hlaut að vakna. Svo man ég bóndann, sem átti svo arð- samt bú og sinnti því af kostgæfni og alhug. Klerkinn man ég, sem ekki vildi láta félagsmál og sveitar- stjómarmál hefta sig frá því starfí sem hann hafði helgað sig og vís- aði frá sér áleitni sveitunga til að hafa óskorað næði fyrir það. Hæst ber kannski í minningun- um baráttan fyrir byggingu Hall- grímskirkju í Saurbæ sem hófst í kreppunni miklu með fjáröflun og síðan byggingarframkvæmdum. Byggt var á traustum grunni þar sem þjóðin öll fékk að leggja sitt til málefnisins jafnvel stórstyijöld gat aðeins tafið framgang málsins. Kirkjan reis og varð verðugt tákn þeirrar ástar, sem íslendingar hafa alltaf sýnt Hallgrími Péturssyni - svo að sumir hafa kallað hann þjóð- ardýrling mótmælendakirkjunnar hér. Saurbæjarhjónin spöruðu ekki vinnuframlag sitt í því starfi og má segja að allt heimilið hafí verið virkjað til að verkið gengi sem best. Eftir að kirkjan var vígð tók við annasamt tímabil. Ennþá var óslökktur áhugi fjölda einstaklinga og fyrirtækja til að fegra hana og prýða og bárust henni margar góð- ar gjafir, einkum í listaverkum og ýmsum búnaði. Þá var kirkjan sótt heim af fjölda fólks, bæði innlendu og erlendu, og þurfti að taka á móti gestum flesta daga að sumr- inu til. Þótt hér hafi aðeins verið minnst helstu atriða eru þó miklu fleiri sem líða um hugann. Saurbæjarheimilið var menning- arstöð. Þangað bar að fjölda „nem- enda“, stúdentar komu þangað til námsdvalar og sóttu þangað kjark og áræði til áframhaldandi sóknar. Listamenn áttu þar vísan samastað og norrænt samstarf sótti þangað afl. Ég man svo marga, sem dvöldu þar um tíma og „hlóðu geymana", vináttubönd tengdust sem entust ævilangt. Vandi er að þakka það öðru hjóna, svo samhent voru þau séra Siguijón og frú Guðrún, þar var sem einn hugur. Eftir er að minnast á nágrann- ann séra Siguijón. Þennan þíða og sanngjarna eldhuga, þar er margt að þakka eftir langa samveru í sveitinni. Mér finnst hann hafa með dagfari sínu verið sem trúboði, - fyrirmynd, sem hlaut að hafa áhrif og virka lengi. Viðkynning við slíka menn gerir manni gott. Ég þakka langa viðkynningu, sem aldrei bar skugga á. Vífill Búason. Séra Siguijón Guðjónsson fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd er látinn og þar er mikill heiðursmaður horfinn sjónum: skáld, fræðimaður, fagurkeri og einlægur guðsmaður. Hann varð níutíu og þriggja ára en hélt fullum starfskröftum, sem best sést á því að fyrir nokkrum vikum fékk hann viðurkenningu frá norksum stjórn- völdum fyrir ljóðaþýðingar sínar og ekki er miklu lengra síðan hann var gerður heiðursdoktor við Há- skóla íslands og var það viðurkenn- ing fyrir hið mikla starf hans að rannsóknum á sálmum og sögu þeirra. Séra Siguijón og faðir minn, séra Einar Guðnason í Reykholti, voru skólabræður og eiginkonur þeirra höfðu þekkst frá bamæsku. Fyrst man ég eftir séra Siguijóni þegar hann gisti hjá okkur á vorin, en hann var árum saman prófdóm- ari við héraðsskólann í Reykholti. Ég minnist ljúfmennsku hans og gamansemi og geymi enn gamla minningabók þar sem hann skrifaði vísu sem hann orti sérstaklega til mín. Séra Sigurjóni var margt til lista lagt. Hann var ræðumaður góður og í menntaskóla hafði hann verið forseti málfundarfélagsins Fram- tíðarinnar eins og fleiri frægir menn fyrr og síðar. Hann gaf ung- ur út ljóðabókina Ský og alla ævi fékkst hann við þýðingar, oftast á ljóðum norrænna skálda. Honum var sýnt um fleira en skáldskap og þeir hæfileikar hans nýttust eflaust vel við byggingu Hallgríms- kirkju í Saurbæ, en hann lagði þar vísast margt gott til um „instru- menta et ornamenta" eins og sagt var á latínu í fornum úttektum kirkna. Þau hjón séra Siguijón og frú Guðrún sátu staðinn í Saurbæ með þeim glæsibrag að ekki varð betra á kosið. Heimili þeirra var fallegt og vel tekið á móti gestum. Eg minnist þess að ég varð undrandi þegar ég komst að því að þau stunduðu fjárbúskap ájörðinni auk alls annars. Eftir að séra Sigurjón hætti prestsskap og fluttist til Reykjavík- ur var hann sístarfandi. Segja má um þau hjón bæði að þau hafí ver- ið til fyrirmyndar um það hvernig veija eigi eftirlaunaárum. Mér dett- ur í hug ljóðlína Stephans G. „láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað" sem mér fínnst eiga við um þau. Þau tóku að sér ný og kerfjandi verkefni, einguðust nýja vini og voru áhugasöm um svo margt. Meðal annars starfaði séra Sigur- jón í sálmabókanefnd og frú Guð- rún vann að bók um föður sinn, Þórarin B. Þorláksson listmálara, sem kom út fyrir nokkrum árum. Oft hitti ég séra Siguijón á förnum vegi, niðri í miðbæ Reykjavíkur eða þá í Norræna húsinu þar sem hann var tíður gestur, ekki síst þegar Finnar héldu upp á sinn Runebergs- dag. Alltaf var hann jafn viðræðu- góður og hlýr í viðmóti. Fyrir mörgum árum, þegar ég var nýbyijuð búskap í Reykjavík, fékk faðir minn mig til þess að sjá um kaffi fyrir hann og tvo vini hans þá séra Sigutjón og séra Jón Thorarensen. Ég var hálfkvíðin að uppvarta svona hefðarklerka, en kvíðinn reyndist tilefnislaus. Þetta var ógleymanleg dagsstund. Kátari og skemmtilegri gesti var ekki hægt að hugsa sér, og mér fannst verst að aldrei gafst tilefni til að endurtaka boðið. Nú er sá síðasti þessara góðu manna horfinn. Blessuð sé minning hans. Steinunn Einarsdóttir. Það var á fögrum vordögum árið 1931, sem fjölskylda austan úr Fljótshlíð flutti að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hjón við aldur, Guð- jón Jónsson og Guðrún Magnús- dóttir, Siguijón sonur þeirra, ný- vígður prestur að Saurbæ, systur hans tvær Guðbjörg og Halla, og vinnuhjú. Þetta fólk bauð strax af sér góðan þokka og hlaut mann- hylli við nánari kynni. Nú lögðu gömlu hjónin búið i hendur sonar síns, prestsins unga, sem var að upplagi bóndaefni og náttúrubarn, sem naut þess sem íslensk svelt býður uppá. Saurbær er góð bújörð og fögur, í miðri sveit, stendur á norðurbakka hins víðfræga Hval- fjarðar, sem á margar merkar sögusagnir á liðinni tíð. Fjörðurinn er oft lygn og fagur, einnig úfinn og ábúðarmikill. Fjallahringuirnn tignarlegur og gleður hvert vökult auga sem heillast af náttúrutö- frum. Mörgum náttúruunnandan- um þótti Saurbæjarhlíðin fögur í grænum sumarskrúða á Kalastaða- hæðum séð og varð heillaður af útsýninu. Margur lagði leið sína í skemmtiferð um hlíðina fögru, upp Móadal í Vatnaskóg: já það er fag- urt land á þessum slóðum þar sem skógur þekur hlíðar, veiðivötn og ár liggja um Svínadalinn endilang- an. Það átti vel við að sannur Is- landsvinur, náttúrubam og bónda- sonur úr einni fegurstu sveit á ís- landi, Fljótshlíðinni hlyti það hnoss að verða bóndi, prestur og prófast- ur á þessu sögufræga óðali Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Mega eyða þar mesta atorkuskeiði lífs síns við hugðarefni sem stóð hartanum næst. Það mátti segja að þarna fetaði ungur gáfumaður, prestur, skáld, fræðimaður og bóndi í fót- spor eins frægasta skálds, gáfu- manns, prests og bónda Hallgríms Péturssonar, sem á sinn helga stað í hjörtum flestra sannra íslendinga, og bjó sitt blómaskeið á þessum helga stað. Þarna hafa margir merkir menn setið og gert garðinn frægan. Séra Siguijón í Saurbæ var vinsæll maður í sinni sveit, og hvar sem spor hans lágu. Hann var skyldurækinn prestur og fræðimað- ur, áhugamaður um landsmál stór og smá, hugsjónamaður sem margt gott liggur eftir. Hann var öllum minnisstæður, sem honum kynnt- ust vegna manngæða, og góðra mannkosta. Hann var lundgóður og glaður í viðmóti, ljúfur og prúð- ur, hvers manns hugljúfi. Konan hans Guðrún Þórarinsdóttir var honum styrk stoð, prúð og góð mannkosta kona, sem vakti á sér athygli fyrir gáfur og góða fram- komu við sveitunga sína. Þau voru vel látin prestshjónin í Saurbæ, það kom vel fram í kveðjusamsætinu þegar þau kvöddu sveitungana eft- ir 35 ára þjónustu við sóknarbörnin hér sunnan Skarðsheiðar. Sr. Sig- uijón fermdi ijögur börn úr okkar fjölskyldu og skírði fjögur þau yngri, svo margt blesssunarorðið flutti hann okkur, sem öðrum sveit- ungum í áranna rás, allt til ómældr- ar gleði og hamingju. Hvenær sem við mættum þessum ljúfa manni var vini að mæta, glöðum og góð- um. Þannig mun hans minning geymast í hugum okkar, allra sem nutum hans góðu kynna. Sr. Siguijón í Saurbæ var fjár- maður góður, glöggur og hjarð- maður, léttur á fæti og naut sín við smalamennsku og réttastúss, bóndaeðlið leyndi sér ekki, hann átti lengi fallega hjörð sem veitti honum arð og yndi. Þannig er það með þá sem hafa yndi af sveitalíf- inu og þeirri fjölbreytni sem það bíður uppá. Margt íslenskt fólk úr sveitum á kærar minningar úr sveitalífinu, minningar sem aldrei gleymast. Þar sem ég þykist vita að margir mætir menn munu minn- ast sr. Siguijóns og rekja allnáið hans lífsferil, þá kýs ég nú að minna á það umhverfi sem þessi mæti maður fórnaði blóma lífs síns, jörðinni fögru og fijóu, sem honum var svo kær. Ég vissi það líka að sr. Siguijón var einn þeirra sem stóð ekki á sama hver settist í sætið hans á þessum helga stað, hann hafði augastað ungum efni- legum Borgfirðingi sem var langt komin í prestaskólanum og honum fannst fara vel á því að hann vígð- ist prestur að Saurbæ, sem varð. Það var meira en honum yrði að ósk sinni, hann varð heppinn og ánægður með eftirmann sinn. Og það urðu fleiri. Þau ungu presthjón- in sr. Jón og Hugrún hafa gengt starfi sínu af mikilli skyldurækni og áhuga og glæsibrag. Hlotið vin- sældir, traust og virðingu sem vera ber. Sr. Jón Einarsson er búinn að þjónusta okkar fjölskyldu af sinni alkunnu snilld og blessunarríkum vinarhug, sem við kunnum vel að meta. Sr. Siguijón var gæfumaður, varð því oft að ósk sinni, og þann- ig er það oftast þegar góður hugur- fylgir athöfnum manna. Nú er gamla Saurbæjarfjölskyld- an, sem kom að Saurbæ vorið 1931 gengin á fund feðra sinna nema Guðbjörg systir Siguijóns sem gift- ist Guðmundi góðum bónda á Bjart- eyjarsandi og gerði garðinn frægan þar, svo sem kunnugt er. Guðbjörg var samhent manni sínum mikil búkona hyggin og vinsæl af öllum sem henni kynntust, vegna mann- kosta og manngæða. Hún dvelur á Dvalarheimili aldraðra á Höfða, og unir hag sínum vel. Hún er trygg- lynd og vinaföst, lítur oft til okkar gömlu sveitunganna, glöð og góð við alla, orðlögð gæðakona. Vegna þess hve sr. Sigutjón var þakklátur fyrir skrif mín um gamla sveitunga o.fl. sem hann lofaði að vísu um of, þá þótti mér við hæfi að setja mínar hugrenningar á blað á hans hinsta degi. Okkur hjónum er þakklætið efst í huga til þess mæta manns í síð- ustu kveðjunni, við biðjum honum allrar blessunnar á Guðsvegum á landi lífs og friðar, hjartans þökk fyrir hans kærleiksríku kynni. Þeg- ar góðs manns er getið kemur hans minning í hugann. Innilegustu samúðarkveðjur til ástvina hans. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Kveðja af Hvalfjarðarströnd Með séra Siguijóni Guðjónssyni fv. prófasti í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd er að foldu fallinn mésti og lærðasti sálmafræðingur þessa lands, skáld og fræðimaður og góð- ur þjónn Guðs og manna. Hinn 14. júní árið 1931 var sr. Siguijón vígðuriaðstoðarprestur til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.