Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLA.ÐIÐ + Guðrún Sig- urðardóttir, handavinnukenn- ari, fæddist í Reykjavík 15. júlí 1905. Hún lést á Droplaugarstöðum 15. júlí sl. Guðrún var dóttir hjón- anna Sigurðar Jónssonar, skóla- stjóra Miðbæjar- skólans í Reykja- '-f vík, og Onnu Magnúsdóttur, kennara við sama skóla. Guðrún átti einn albróður, Steinþór Sigurðsson, f. 1904, d. 1947, hann var sljörnufræð- ingur, kennari og fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, eiginkona hans var Auður Jón- asdóttir. Þau áttu tvö börn, Sig- urð og Gerði. Hálfbræður Guð- rúnar voru Hróar, f. 1925, d. 1953, Tryggvi, f. 1929, sjómað- ur, og Konráð, f. 1931, læknir. Móðir þeirra var Rósa Tryggva- dóttir, seinni kona Sigurðar. 30. desember giftist Guðrún Gísia ■'JpO Gestssyni frá Hæli. Hann lést 4. október 1984. Guðrún og Gísli eignuðust fjögur börn, þau eru: KYNNI MÍN af tengdaforeldrum mínum, Gisla Gestssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur, hófust þegar Sig- rún, kærastan mín, bauð mér inn á heimili sitt á gamlársdag 1959 til þess að kynna mig fyrir foreldr- um sínum og öðrum í fjölskyldunni sem tilvonandi eiginmann. Ekki var laust við að verðandi tengdasonur kenndi nokkurs taugatitrings vegna þessarar kynningar, en fyrir rósamt og vingjarnlegt viðmót húsráðenda róaðist hinn mjóslegni biðill og fannst sér einkar vel tekið af þess- ari glaðværu og söngelsku fjöl- skyldu. Við Sigrún gengum í hjónaband og fluttumst til Danmerkur þar sem við dvöldumst í nokkur ár og áttum því láni að fagna að búa vel og gátum því boðið þeim Gísla og Guðrúnu að dvelja hjá okkur um tíma. Þau áttu marga vini í Kaup- mannahöfn frá þeim tíma er þau voru bæði við nám í Danmörku og þar sem þau áttu sitt tilhugalíf. Það —voru liðnir margir áratugir síðan þau höfðu komið aftur til þessa lands sem þau höfðu mjög sterkar taugar til og við áttum öll sameigin- legt að þykja vænt um. Ég man að þau léku við hvem sinn fingur, kynntu okkur fyrir vinum sínum og léku við dóttursoninn sem þá var nýfæddur. Þetta var skemmti- legur tími og glatt á hjalla alla daga. Við Sigrún fluttumst aftur til íslands og fengum þá ásamt sonum okkar að búa hjá Gísla og Guðrúnu um nokkurt skeið meðan við vorum að koma undir okkur fótunum í heimilishaldi á íslandi. Á þessum tíma kynntist ég tengdaforeldrum mínum náið og fann þá glöggt hví- t líkt mannkostafólk þetta var. Guð- rún var handavinnukennari meðan á starfsævinni stóð og útivinnandi húsmóðir, sem ekki var algengt á þeim tímum og hefur áreiðanlega reynt á þolrif hennar að sinna fullu kennarastarfi ásamt heimilishaldi á stóru heimili. Enginn varð þó var við annað en að heimilisstörfin væru rækt eins og best yrði á kos- ið enda voru þau Gísli mjög sam- hent í því að láta þau ganga vel sem og önnur hlutverk er þau tóku sér fyrir hendur í lífínu. Jt Af kynnum mínum við tengdafor- eldrana varð ég þess fljótt áskynja að heimili þeirra einkenndist af óvenjumikilli samheldni, ættrækni og menningarbrag. Það var mjög gestkvæmt á heimilinu og þar voru oft haldin samkvæmi með vinum og ættmennum og var þá gjaman tekið lagið við undirleik Gísla á píanó. Var sá söngur bæði kraft- 1) Anna, f. 1933, íþróttakennari, gift Geir Krisljánssyni skrifstofumanni, þau eiga tvö börn og þijú barnabörn. 2) Margrét, f. 1935, forvörður við Þjóð- minjasafnið. 3) Sig- rún, f. 1937, lyfja- fræðingur, gift Jó- hanni Má Maríus- syni, aðstoðarfor- stjóra Landsvirkj- unar, þau eiga fjög- ur börn og þijú barnabörn, og 4) Gestur, jarðfræð- ingur, giftur Erlu Halldórsdótt- ur mannfræðingi og eiga þau tvö börn. Árið 1925 var Guðrún í húsmæðraskóla í Sorö í Dan- mörku og árið 1927 lauk hún handavinnukennaraprófi frá Den Suhrske Husmoderskole í Kaupmannahöfn. Hún var for- fallakennari í Miðbæjarbama- skólanum og stundaði einka- kennslu frá 1927-1931 og handavinnukennari í Miðbæjar- skólanum 1931-1969. Utför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. mikill og lífsglaður og lét vef í eyr- um því fjölskyldan og vandamenn höfðu mörgu góðu söngfólki á að skipa. Guðrún og Gísli áttu sameiginleg áhugamál sem þau stunduðu af kappi. Má hér einkum nefna ferða- mennsku og tónlistaráheyrn. Þau voru mjög virkir meðlimir í Ferðafé- lagi íslands og hygg ég að fáir hafi náð að skoða sitt eigið land jafnvel og þau. Einnig höfðu þau hið mesta yndi af músík og sóttu hljómleika reglulega og hlustuðu mikið á sígilda tónlist heima hjá sér, en þau áttu gott safn af hljóm- plötum. Þau áttu góða og skemmti- lega vini og ræktuðu vinskapinn dyggilega. Minnist ég margra góðra stunda með tengdaforeldrum mín- um í þessum glaða hópi, en Gísli og Guðrún létu börn sín og fjöl- skyldur þeirra njóta vina sinna í ríkum mæli. Guðrún og Gísli áttu gott samlíf og voru samrýnd mjög. Gísli var allra manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, fullur af fróðleik og skemmtilegum tilvitnun- um og sögum og með okkur tókst sérstök vinátta sem styrktist með árunum. Guðrún var hæglát í fasi, flíkaði ekki tilfinningum sínum en stóð tveim fótum á jörðinni eins og klettur en maður varð jafnframt hlýjunnar áþreifanlega var sem af henni stafaði og því jafnaðargeði sem hún bjó yfir og ekki minnist ég þess að styggðaryrði hrytu af hennar vörum í minni áheyrn. Hún var stálminnug og hélt því fram í andlátið þrátt fyrir mikla vanheilsu síðustu árin. Guðrún lagði rækt við handavinnukennsluna og eru þær ófáar frúrnar í Reykjavík sem sóttu handavinnukunnáttu sína til kennslu hennar. Var hún mjög vandvirk í verkum sínum og vinsæl af nemendum. Guðrún varð níræð daginn sem hún lést og fannst mér það vera í góðu samræmi við líf þessarar ró- legu og dásamlegu konu að hún skyldi líða friðsæl inn í sólbjartan sumarmorgun á afmælisdaginn sinn á vit hins óræða, þegar nóg var lifað. Að leiðarlokum votta ég tengdaforeldrum mínum virðingu mína og þakka þeim fyrir samver- una. Blessuð veri minning þeirra. Jóhann Már Maríusson. Það var á 90. afmælisdaginn sinn sem amma kvaddi í hinsta sinn. Til ömmu og afa í Stigahlíðinni var alltaf gaman að koma. Þar fengum við barnabörnin að láta öllum illum látum án þess að hastað væri á okkur. Við fengum jafnvel að leika okkur í fótstignu saumavélinni hennar ömmu sem mér skilst að börnin hafi aldrei fengið. Stundum báðum við stelpurnar um að fá að gista. Amma var alltaf fús að hafa okkur og fengum við þá að sofa í undirkjólum af henni. Hjá ömmu var alltaf til banana- kaka og jólakaka. Appelsínukaka var sjaldnar til, en hún var það besta sem ég bragðaði, ekki síst fengi ég Sinalco að drekka með. Frá því ég man eftir mér sátum við frænkurnar með bút úr grófum jafa og saumuðum í. Fyrst var saumað- ur rammi úr kappmelluspori svo efnið raknaði ekki upp, síðan mynd- ir úr krosssaumi inn í rammann. Er ég hafði náð góðum tökum á krosssaumnum fannst mér tími til kominn að læra að pijóna. Amma hóf þá, með gífurlegri þolinmæði, að kenna mér. Henni tókst, ásamt Möggu frænku, að gera úr mér hina sæmilegustu pijónakonu þótt ég segi sjálf frá. Skemmtilegast þótti mér að kom- ast í þvottahúsið með ömmu. I þvottahúsinu í Stigahlíðinni var fomleg vinda sem raða þurfti í eft- ir kúnstarinnar reglum og risastór strauvél. Við frænkurnar gátum staðið tímunum saman við strauvél- ina og straujað sama þvottastykkið aftur og aftur, alltaf var jafnspenn- andi að sjá hvort það festist eða losnaði eftir hringinn. Fyrir átta árum varð amma fyrir áfalli og var því bundin hjólastól það sem eftir var ævinnar. Þótt hún hafi nærri misst alla sjón við áfallið og önnur höndin væri lömuð, hélt amma áfram að sauma. Með hjálp starfsfólks í Bólstaðarhlíðinni og Möggu, dóttur sinnar, saumaði hún myndir handa langömmubömum og púða handa barnabörnum í jólagjöf, auk þess sem hún málaði á svuntur o.fl. Ekki veit ég hvort amma trúði því, en hitt veit ég að hún vonaði að hún myndi hitta afa aftur eftir dvöl sína á jörðinni. Megi Guð gefa að ósk hennar rætist. Guðrún Másdóttir. Þegar mér barst andlátsfrétt Guðrúnar mágkonu minnar að morgni afmælisdags hennar 15. júlí, en þann dag hefði hún orðið 90 ára, komu upp í huga minn orð frænda míns, Eiríks Einarssonar er hann viðhafði við andlát annars nákomins vinar: „Sestur sólskins- dagur er“. Já, æviferill Guðrúnar var svo bjartur og af henni stafaði slík hlýja, að hann minnti helst á sólskinsdag, og við andlátsfréttina var eins og drægi ský fyrir sólu, þó að æviferillinn væri orðinn lang- ur, og þegar mikið á hana lagt í hennar langvinnu veikindum. Ég man er fundum okkar Guð- rúnar bar fyrst saman, en þá var hún ung stúlka 23 ára gömul, geisl- andi af lífsgleði, og af henni staf- aði svo mikilli hlýju og góðleika, að öllum leið vel í návist hennar. Þetta var árið 1928 og hún var nýkomin til landsins frá Kaup- mannahöfn, þar sem hún hafði ver- ið við nám á annað ár og kynnst þar Gísla bróður mínum, sem var þar einnig við nám, en í efnaverk- fræði. Hann hafði svo ráðið hana í kaupavinnu að Hæli um sumarið, og þar varð hún strax eins og ein af fjölskyldunni, og veit ég að ekk- ert okkar gleymir þesu sumri, þeg- ar hún Gunna, eins og hún var jafn- an nefnd, kom í fjölskylduna og sýndi okkur hvers hún var megnung í hlýleika, fómfýsi, skyldurækni og dugnaði í að framfylgja sínum ströngu kröfum til sjálfrar sín. Nokkrum árum seinna giftu þau sig, eða í árslok 1931 en þá hafði Guðrún fengið stöðu sem handa- vinnukennari við Miðbæjarbarna- skólann í Reykjavík og Gísli stöðu sem bankaritari við Landsbankann í Reykjavík. Það var jirúgandi efna- hagskreppa hér á Islandi á þeim tímum, og það sama gilti í öllum hinum vestræna heimi, en á Njáls- götu 77, þar sem þau stofnuðu sitt fyrsta heimili, var ekki að sjá að þurrð væri á neinum veraldargæð- um, þegar ungu hjónin tóku á móti vinum og vandamönnum í litlu íbúð- ina með sínum einföldu húsgögnum og sennilega af fremur litlum efn- um. Þau Gunna og Gísli bjuggu ekki lengi á Njálsgötunni en fluttu á Eiríksgötu 37, og þar voru þau til 1936 er þau fluttu á Barónsstíg 59, en það varð mjög gestkvæmt og eftirminnilegt heimili, en þar bjuggu þau til ársins 1956, en keyptu þá íbúð í Stigahlíð 2. Þau höfðu fram að því búið í þriggja herbergja leiguíbúðum, en í Stiga- hlíðinni var plássið meira, og vel rúmt um fjölskylduna. En þó að íbúðirnar, sem þau byggju í væru lengi vel litlar, varð enginn var við það, því að það virtist alltaf nóg pláss til að taka á móti næturgest- um, og við skyldfólkið frá Hæli áttum lengi þar vísan næturstað, þegar við þurftum að gista í bæn- um. Þau Gísli og Gunna voru einstak- lega vinmörg, og því fengu þau margar heimsóknir af samstarfs- fólki, vinum og vandamönnum og gestrisni þeirra hjóna var næsta einstæð. Heimilið var mikið ménn- ingarheimili, þar sem meðal gesta voru gjarnan merk skáld og lista- menn og heimilisfaðirinn einnig ágætlega heima í listum og bók- menntum, og auk þess duglegur að spila á píanóið, bæði merk mús- íkverk og undirspil, þegar tekið var þar lagið, sem oft var gert, einkum þegar við hittumst þar fjölskyldan frá Hæli og að sjálfsöðgðu oftar. Þau áttu einnig mikið af plötum og góð hljómflutningstæki, og því gafst þar oft tækifæri til að hlýða á klassíska músík flutta af ágætum listamönnum. Þau hjónin stunduðu einnig alla tíð tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar, og þegar fram í sótti fylgdu börnin með á þessa tónleika. Gísli skipti um vinnustað á miðri ævi og hóf störf við Þjóðminjasafn- ið og vann m.a. við uppgröft á göml- um bæjarrústum. Þá var Gísli lengi í stjórn Ferðafélags íslands, og í sambandi við þessi störf ferðuðust þau hjón mikið með almennings- vögnum, en einkabifreið áttu þau hjónin aldrei. Gunna var einnig oft með Gísla, þegar hann var lengri tíma burtu frá heimilinu við upp- gröft, og hélt þá einskonar heimili fyrir hann og þá studnum við mjög frumstæðar aðstæður. Þau fóru einnig nokkrum sinnum saman í langar utanlandsferðir til að heim- sækja Gest son þeirra og fjölskyldu, þar sem hann vann að jarðhitarann- sóknum. Ég held að ég hafi ekki verið einn um það að finnast heimilis- bragurinn hjá þeim hjónum alveg einstakur og svo fallegur að gott er að láta hugann reika til þeirra tíma, þegar þau hjón lifðu lífinu saman á Barónstíg 59 og Stigahlíð 2. Gunna átti stóran þátt í því yndis- lega heimili, sem þau áttu þar og gáfu vinum og vandamönnum svo ríkulegan aðgang að af örlæti og góðvild. Þau höfðu lifað saman í yfir 50 ár frá því þau giftust, þegar Gísli fór að finna til heilsubilunar sem við öll vonuðum að yrði ekki alvarleg. En svo reið af höggið, því að Gísli lést fyrirvaralítið að kvöldi þess 4. október 1984. Þetta varð að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Gunnu, sem hafði á langri ævi bundið öll sín störf og tilveru við líf og störf mannsins síns og fjöl- skyldu þeirra. En hér reyndist Gunna jafnsterk og alla tíð áður. Hún kvartaði aldrei yfír því sem hún hafði misst, þó að við vissum að söknuður hennar væri sár, ein- beitti sér að því, að sinna í meira mæli en hingað til, þörfum barna og barnabarna, af hennar um- hyggju og gjöfulu hlýju. Fyrir átta árum varð svo Gunna fyrir miklu áfalli, þegar hún fékk heilablóðfall og lamaðist það mikið, að hún varð að nota hjólastjól það sem eftir var ævinnar, og jafnframt því skertist sjón hennar mikið. En hún hélt fullum sálarkröftum og kvartaði aldrei né vorkenndi sjálfri sér, en naut einnig sérstakrar um- GUÐRÚN * SIG URÐARDÓTTIR hyggju barna og barnabarna, sem þau veittu henni af miklum myndar- skap og kærleika. Nú þegar við kveðjum þessa sterku konu, sem lifði svo heil- steyptu og fallegu lífsformi, sem hér hefur verið lýst, þá er mér efst í huga innilegt þakklæti og ekki síst fyrir það, sem hún var konu minni, þegar hún kom hér til lands ókunnug öllum, og einnig vil ég þakka henni fyrir sjálfan mig, allt frá skólaárum mínum, og svo fyrir börnin mín sem litu á heimili þeirra Gunnu og Gísla sem sitt annað heimili. Við vorum mörg að hugsa um það, hvort við gætum heimsótt hana á afmælisdaginn hennar nú þegar hún yrði níræð, til að þakka henni fyrir svo margt frá liðnum árum, en hún var þá farin brott héðan snemma þann morgun, og ég veit hvern hún hefur þá vonað að hitta, að sjálfsögðu fyrst og fremst mann- inn sinn, hann Gísla, sem var svo erfitt að kveðja, en hún hafði svo oft óskað sér að fá að hitta aftur. Það kveður hana nú stór og öflugur hópur barna og barna- barna, ásamt þeirra venslafólki, frændum og vinum þakklátum huga, og við finnum það öll hve mikils virði hún Gunna var okkur öllum og hve vandfyllt er skarðið eftir hana. Ég vil svo að lokum þessara fá- tæklegu orða votta bömum hennar og öllu venslafólki innilega samúð við fráfall hennar, og sendi þessari heiðurskonu hinstu kveðju með innilegri þökk fyrir líf hennar og störf. Hjalti Gestsson. Góð kona er gengin. Guðrún kvaddi á níræðisafmæli sínu. Alltaf þótti mér Guðrún fremur eins og tengdamóðir en mágkona. Sporin í Stigahlíðina voru mörg og þangað var gott að koma. Einatt var maður þiggjandi en aldrei mátti minnast á þakklæti. Mér verður minnisstætt menn- ingar- og rausnarheimili þeirra hjónanna, Guðrúnar og Gísla, þar sem ríkti skemmtilegur léttleiki og hlýja, og allt í föstum skorðum. Guðrún hélt sínu vingjarnlega, æðrulausa og glaða geði þrátt fyrir heilsubrest. Hún fylgdist vel með sínum og einnig með umheiminum. Las bókmenntir og sagði manni frá því sem hún hafði lesið, af hljóðbók- um eftir að sjónin fór. Það var gott að þekkja Guðrúnu, sem var eins og Lómagnúpur, fast- ur punktur í tilverunni. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Sigrid. Það má með nokkrum sanni segja að Iífí mannsins sé skipt niður í kafla, mismunandi fyrirferðarmikla. Því hefur það tíðkast í ræðu og riti að líkja mannsævinni við bók. A 90 ára afmælisdegi Guðrúnar Sigurð- ardóttur, Gunnu Sigurðar, lauk lífs- bók hennar. Hlutar þeirrar bókar eru mér nokkuð kunnir, aðrir minna. Ég gríp niður í kapítula sem hefst fyrir tæpum 64 árum, nánar tiltekið þ. 30. des. 1931. Þá skruppu þau Gunna og Gísli á fund borgardómar- ans í Reykjavík og létu gefa sig þar saman í hjónaband. Á þeim árum voru ekki í tísku glæsileg kirkju- brúðkaup og veglegar veislur þótt þetta myndarlega og vel gefna par hefði vissulega sómt sér vel við þær aðstæður. En efni og ástæður leyfðu ekki slíkt, enda var það ekki i anda þessara brúðhjóna að berast á og allra sist að lifa um efni fram. Þau byijuðu búskapinn á bjartsýninni einni saman og það kom sér vel þá og oft síðar að þau kunnu þá list að vera nægjusöm. Mig grunar líka að þá strax hafi komið fram sá eig- inleiki Gunnu að öfunda ekki, en gleðjast yfir því sem hún sjálf hafði. Ekki efa ég að frá upphafi kynna þeirra Gísla hafí honum verið ljóst hvílíkur gimsteinn hún var og hví- líkt gæfuspor hann steig inn úr nepjunni inn á skrifstofu borgar- dómara þennan umrædda desemb-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.