Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fjölmennasta golflandsmótið hefst á Hellu á sunnudaginn Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir STÆRSTA landsmót sem haldið hefur verið hérlendis verður haldið á golfvellinum á Strönd á Rangárvöllum en keppendur verða allt að 350. Eldri borgarar mæta alltaf á þriðjudögum á golfvöllinn og fer þar fremstur í flokki Hermann Magnússon fyrrverandi sím- stöðvarstjóri. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu vel hefur gengið að byggja völlinn upp hin síðari ár, en vinna sjálfboðaliða hefur verið ómæld. Fyrsta meistaramót klúbbsins þar sem leikið vár á 18 hola velli var 1985 þannig að segja má að Strandarvöllur eigi tíu ára afmæli í sumar. Hermann ér ásamt eiginkonu sinni, Gyðu Arnórsdóttur, á myndinni til hægri. Fyrstu menn hefj a leik klukkan 5.30 Hellu - Allt að 350 kylfingar verða skráðir til leiks á lang- stærsta landsmóti í golfi sem haldið hefur verið hér á landi, en það fer fram 30. júlí - 4. ágúst nk. á Strandarvelli á Rangárvöllum. Vegna fjöldans þarf að ræsa fyrstu menn út klukkan 5.30 á morgnana. Færri komast að en vilja Landsmótið hefst með setn- ingu á sunnudagsmorgun kl. 7.40 og fyrsta holl verður ræst út kl. 8.00. Keppt verður í fjór- um flokkum karla en rétt til þátttöku eiga kylfingar með hámark 20 í forgjöf. I kvenna- flokki verður keppt í þrem flokkum með hámark 24 í forg- jöf. Gunnar Bragason sem er for- maður landsmótsnefndar sagði í samtali við blaðið að metþátt- taka væri að þessu sinni og kæmust færri að en vildu. Hann taldi þetta vera vegna aukins áhuga almennings á íþróttinni en áberandi væri mikil fjölgun í 3. flokki karla. Ekki sanngjarnt að skera niður á þriðja degi „Með því að láta mótið standa yfir í sex daga getum við annað þessum fjölda án þess að beita niðurskurði eftir tvo keppnis- daga. Við teljum ekki sann- gjarnt gagnvart keppendum, sem lagt hafa mikið á sig til að komast á þetta mót og greitt fyrir það ákveðið gjald, að skera niður eins og stundum hefur verið gert á fyrri mótum. Undir- búningur gengur mjög vel og unnið hefur verið markvisst að endurbótum á vellinum og svæð- inu öllu síðan ákveðið var að - mótið yrði haldið hér. Viðbygg- ing við golfskálann var tekin í notkun í vor fyrir búnings- og hreinlætisaðstöðu, sólpallur byggður, auk þess sem veitinga- aðstaða og innréttingar voru endurbættar. Fjóra af sex keppnisdögum verður byijað að ræsa út um klukkan 5.30-6.00 og verður ræst út fram til kl. fimm síðdeg- is. Spilað verður langt fram á kvöld og má búast við um 250-270 kylfingum á vellinum á dag þegar mest verður. Að sögn Gunnars er völlurinn í mjög góðu ástandi núna og allt að verða tilbúið. Útbúin hefur verið aðstaða fyrir fjölmiðla, lagðir rafmagnskaplar og síma- línur að mótssvæðinu og mynd- arlegt landsmótsblað er komið út. Völlurinn verður lokaður al- menningi frá föstud. 28. júlí og fram yfir mót, en því verður slitið í lokahófi í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli föstudags- kvöldið 4. ágúst, en þá mun af- hending verðlauna fara fram. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hafnar- barinn ársgamall Þórshöfn. - AFMÆLISHÁ- TÍÐ var á Hafnarbarnum ný- lega, en þá var liðið ár frá því að hjónin Erla Jóhannsdóttir og Konráð Jóhannsson opnuðu veitingastofuna. Fullt hús var hjá „afmælis- baminu“ og var boðið upp á kokteil að hætti hússins en bæði heimamenn og ferðafólk fjölmenntu. Trúbadorinn Arn- ar Guðmundsson skemmti fram eftir nóttu og var mikil stemmning á stáðnum. Að sögn Erlu Jóhannsdóttur fóru hjónin með hálfum huga út í þennan veitingarekstur þar sem veitingastaður með þessu formi hefur aldrei áður verið starfræktur á Þórshöfn. Eftir árið er útkoman svipuð og þau reiknuðu með í upp- hafi svo þau eru nokkuð ánægð. Veturinn er rólegur tími en nóg að gera yfir sumar- ið, einkum um helgar. Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1995 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr laga nr. 113/1990 um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1995 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag fimmtudag 27. júlí 1995 og liggja frammi á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 27. júlí til 10. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 1995, vaxta- bætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1995, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en mánudaginn 28. ágúst 1995. 27. júlí 1995. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Elín Árnadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Sveinbjörn Sveinbjáirnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. Morgunblaðið/Alfons MIKIL stemmning skapast við bryggjuna þegar stjóstangaveiðimótið er haldið. Á myndinni hér að neðan fylgist starfsmaður Fiskistofu með viktun og skráningu aflans. Engin hindrun á sj óstangaveiðimóti bindingdaminating %/ Plasthúðun - innbinding ✓ Allur vélbúnaður - og efni ✓ Úrvals vara - úrvals verð J. RSTVRLDSSON HF. Skipholli 33.105 Reykjavík, sími 552 3580 Ólafsvík - Árlegt sjóstangaveiðimót fór fram í Ólafsvík dagana 21.-22. júlí í blíðskaparveðri. Þátttakandur voru 54 frá átta félögum víðsvegar að af landinu. Róið var föstudag og laugardag, 8 klst. hvorn dag. Afli var mjög góður, 17,7 tonn og veiddust 11 fisk- tegundir. Almenn ánægja var meðal þátttakenda og framkvæmd mótsins var með ágætum. Áhöld voru um hvort sjóferðir krókabátanna stæðust lög og reglu- gerðir en skemmst er frá því að segja að engin hindrun varð á mót- inu en starfsmenn Fiskistofu fylgd- ust að sjálfsögðu með viktun og skráningu aflans. Fagna menn af- stöðu sjávarútvegsráðuneytisins í málinu sem fram kom í viðtali við Jón B. Jónasson skrifstofustjóra I Morgunblaðinu sl. laugardag. Stærsti fiskurinn 15 kg Afli þeirra sem mest fiskuðu var með fádæmum. Mestan afla hafði Jóhann Einarsson frá Akureyri, 786 kg og í 2. sæti og aflahæst kvenna varð Sigfríð Valdimarsdóttir einnig frá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar með 700 kg. Aflahæstur heima- manna varð Sigurður Arnfjörð með 618 kg. Stærsta fisk mótsins veiddi Sigurbjörg Kristjánsdóttir og var það 15 kg þorskur sem veiddist á flugu. Róið var á 13 bátum. Afla- hæsti skipstjóri varð sá margreyndi aflamaður Kristmundur Halldórs- son. Var meðalafli á stöng hjá hon- um 688 kg. Mökum þátttakenda var boðið í bílferð á laugardeginum undir leið- sögn Skúla Alexanderssonar. Farið var út á Gufuskálamóður þaðan upp Eysteinsdal og upp undir jökulrætur og varð það fyrsta ferð rútubíls að jöklinum norðanverðum. Mótinu lauk svo með samkvæmi í félags- heimilinu á Klifi þar sem verðlaun voru afhent og síðan var almennur dansleikur þar sem hljómveit Birgis Gunnarssonar lék fyrir dansi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.