Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 17 NEYTENDUR Uppskriftir Fiskihlaup bæði fínt og einfalt FISKIHLAUP er frísklegur sumar- matur og sameinar ýmsa kosti. Það er fallegt á borði og fínlegt á bragð- ið og ekki síst auðvelt í tilbúningi. Þeir sem vilja ekki fisk geta vel látið grænmeti duga í hlaupið. Ekkert slor og afar gott, annað hvort sem með- læti eða aðalatriði með brauði og frískri sósu. Hana má til dæmis blanda úr 10% sýrðum rjóma (léttur og lítið fit- andi) og AB-mjólk, súr- mjólk eða hreinni jógúrt. Gefa svo bragð með sítr- ónusafa, nýpressuðum náttúrulega, og kryddi að vild. Góðir kostir eru til dæmis nýr graslauk- ur, hvítlaukur, karrí- duft, sinnep og piparrót. Best er að velja eitthvað eitt en taka ekki til í kryddskápnum ofaní sósuna. Ef fiskur er settur í hlaup stendur það auð- veldlega sem aðalréttur, aftur með brauði, sósu og ef til vill grænu sal- ati. Svangir geta haft hlaupið í for- rétt, eitt og sér eða með ristuðu brauði og smá sósu. Litríkt þegar komið á disk Aðferðin er einfaldlega þannig að því sem á að nota er raðað í mót og hiaupvökvanum hellt yfir. Hann stífnar svo í ísskáp á nokkrum tímum og hlaupið má snæða upp úr forminu ef það er fallegt eða losa úr því ofan á disk. Það getur orðið augnayndi, sér- staklega ef litríku grænmeti hefur verið raðað á botn formsins þannig að það sé efst í hlaupinu á diskinum. Best er þá að dýfa forminu varlega í heitt vatn, án þess að sullist á hlaup- ið, leggja diskinn svo ofan á það og snúa við. Hlaupið ætti þá að losna úr forminu og sitja eftir á diskinum. Fallegt er að setja sneiðar af harð- soðnum eggjum eða tómötum á botn og við hliðar mótsins og svo soðna fiskbita að viid. Sumum fínnst gott að bæta klipptri steinselju eða gras- lauk við. Hugmyndaflug og innihald ísskáps ræður. Þeir vandvirku láta grunnlag hlaupsins stífna smávegis áður en þeir leggja fisk eða skelfisk ofaná og hella öðru lagi af hlaupi yfír hann. Þannig er góðmetinu rað- að á tvær eða fleiri hæðir í hlaupinu og tryggt að ekki verði „botnfall“. Tvær gerðir af hlaupi Hlaupvökvinn getur verið soð, bragðbætt með sítrónusafa, hvítvíni eða ediki, sem matarlím (Husblas) hefur verið leyst upp í eftir leiðbein- ingum á pakkanum. Þar er mælt með að setja eggjahvítu í soðið sem hella á yfir fískinn svo hlaupið verði sem tærast. Smáagnir í soðinu fest- ast í hvítuna,sem situr eftir þegar soðið er síað. Enn fljótlegra er að nota hlaup- duft eins og ljóst og tært Aspic hlaup- soð, sem til dæmis fæst frá Maggi og Toro. Það er leyst upp í sjóðandi vatni, látið kólna og svo hellt yfir grænmetið og fiskinn í mótinu. í ÞESSU hlaupi er silungur, rækjur, grænmeti og kryddjurtir, svo útkoman er skrautleg, úr svona líka fínu fiskformi. AFTAN á kortinu er listi yfir þætti sem foreldrar geta athugað í leikumhverfi barna sinna. Betri borg fyrir böm SLYSAVARNARFÉLAG íslands og Reykjavíkurborg hafa samein- ast um verkefni undir heitinu „Betri borg fyrir börn“. Verkefnið er tvíþætt og verður annars vegar gerð úttekt á umhverfi borgarinn- ar með tilliti til öryggis barna og þegar ljóst er hvar brotalamir eru, verður hafist handa um fræðslu á því sem betur má fara. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í tvö ár. Ýmis félagasamtök koma til með að gera úttekt í borginni, t.d. á leikvöllum og nýbyggingasvæð- um. Nú þegar er hafin úttekt á almennum útivistarsvæðum, ám, höfnum og vötnum, auk hluta af nýbyggingasvæðum. Þá hefur korti verið dreift til leikskóla borgarinnar og meðal 5 og 6 ára barna sem fóru í umferðar- fræðslu, sem umferðarráð og lög- reglan skipuleggja ár hvert. Á kortinu er spurningalisti, sem for- eldrar geta fyllt út ogsent síðan til Slysavarnarfélags íslands. Þar greina þeir frá leiksvæði eða götu- heiti þar sem barnið leikur sér aðallega og er m.a. spurt hvort gangstétt liggi að svæðinu, hvort það sé afgirt, hvort leiktæki séu föst við jörðu og hvort foreldrar telji að um sé að ræða æskilegt leiksvæði fyrir börn. Með þessu móti geta foreldrar gert úttekt á því svæði sem börn þeirra leika sér helst og hugsanlega farið að líta á leikumhverfi bama sinna með gagnrýnna hugarfari en áður. FERÐALÖG Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir í LJÓSASKIPTUNUM á Langanesi Langanesið í miðnætursól Morgunblaðið/JK ENN SJÁST leifar athafna á Skálum Morgunblaðið. Þórshöfn. LANGANES nýtur vaxandi hylli ferðamanna, jafnt innlendra sem útlendra. Staðurinn er enn ósnort- inn og það er stefna heimamanna að sjá til þess að ekki verði þar breyting til hins verra en ferða- mönnum fjölgar stöðugt. Það sem fyrst kemur í hugann þegar Langanes er nefnt eru fugla- björg og rekaviður. Mjög fjölskrúð- ugt fuglalíf er á Nesinu og mikil eggjatekja hefur þar frá aldaöðli. Þessi hlunnindi voru einkum mikil- væg fyrr á árum þegar matarskort- ur var skammt undan. Langanesið var og er ein matarkista; sjófang var aðalviðurværi Útnesinganna sem fyrir vikið urðu hraust og harð- gert fólk. Matarvenjur nú eru aðrar en í þá daga en víst er að enginn þyrfti að svelta á Langanesi þó neyðin berði að dyrum. Torsótt er leiðin til stjarnanna og einnig út á Langanes. Út á Font, ysta hluta Langaness eru rúmir fimmtíu km en þangað er tæplega 3ja tíma akstur eftir erfiðum vegi og aðeins fær jeppum. Fjárveitingar hafa fengist úr fjallvegasjóði til vegabóta sem unnar hafa verið af heimamönnum, s.s. Björgunarsveit- inni Hafliða og nýlega voru gerð ræsi við ár utarlega á Nesinu. Von- ir standa til að þéssi fjárframlög aukist svo leiðin verði greiðfærari. Fjörug verslun við Færeyinga Allmörg eyðibýli eru á Nesinu sem forvitnilegt er að sjá og góðan tíma þarf til þess. Bærinn Skoruvík fór í eyði fyrir tæpum tuttugu árum og um leið hvarf krían og með henni stærsta kríuvarp landsins. Að sögn Björns Kristjánssonar, fyrrverandi bónda og vitavarðar á Skoruvík áttu Langanesbændur töluverð við- skipti við færeysku duggurnar í hans búskapartíð. Bændur seldu kjöt, mjólkur- og ullarvörur og einn- ig ís en íshús voru við flesta bæi. í staðinn fengu þeir skotfæri, brauð, biskví og brennivín, þegar best lét. Á Skálum var verstöð og mikil út- gerð en þar bjuggu um 200 manns þegar flest var. Þar standa enn minjar um byggðina. Tilraunir með markaðs- setningu rekatimburs Gífurlegt magn af rekaviði liggur á Langanesströndum og eru það ónýtt verðmæti. Sveitarfélagið tek- ur þátt í tilraunaverkefni við full- vinnslu og markaðssetningu reka- timburs og stendur vinna við það yfir um þessar mundir. Tíminn leið- ir í ljós hver útkoman verður en það er ljóst að þarna liggja verð- mæti í hrönnum. Sólarlag og silungsveiði Sagt er að þeir sem séð hafa sólarlagið við Langanes verði ekki samir eftir því það er óvíða feg- urra. Ekki er þörf að fara langt út á nes til að njóta sólarlagsins. Þá hefur verið vinsælt bæði hjá heima- mönnum og ferðafólki að kaupa veiðileyfi hjá Sauðanesbónda í sil- ungsveiði í Sauðanesós sem er um 8 km utan við Þórshöfn. Þeir sem ekki hafa veiðináttúru í blóðinu geta gengið rekafjöruna og sandana sem er gullnáma fyrir börnin. Einn- ig hefur verið hægt að komast í veiði á silungasvæði í Hafralónsá með litlum fyrirvara Ferðamenn velkomnir til Þórshafnar Á Þórshöfn er ágætis aðstaða til að taka á móti ferðafólki. Þar er hótel, veitingastofan Hafnarbarinn og tveir söluskálar olíufélaga. Sundlaugin er vinsæl og heilsu- ræktarhúsið býður upp á líkams- ræktartæki, ljósabekki og saunabað en sjómenn á aðkomubátum kunna vel að meta þá aðstöðu. Við höfnina er líf og fjör og yngri kynslóðin sést þar oft með veiðis- tengur. Það er upplagt fyrir ferða- fólk að heimsækja þessa náttúru- perlu sem Langanesið er og kynn- ast í leiðinni því mannlífi sem ein- kennir sjávarpláss. Gönguferðir um Skaftafell SKIPULAGÐAR gönguferðir eru um Skaftafell í fylgd með þjóðgarðs- verði og landvörðum og eru allir velkomnir í gönguferðirnar sem ern ókeypis. Á morgun, föstudag verður geng- ið að Svartafossi og þaðan á Sjón- arnípu. Landvörður ræðir um jarð- fræði og sögu svæðisins. Farið verð- ur af stað kl. 14 og tekur gangan um 3 klst. Á laugardag er gengið frá Bæjarstað kl. 11 og komið aftur eftir 6 stundir. Rætt verður um jarð- fræði og landmótunarsögu þjóð- garðsins. Gott að hafa góða skó og nesti. Sama dag verður u.þ.b. 3 tíma söguferð með þjóðgarðsverði kl. 13.30. Gengið verður upp heiðina með viðkomu í Selinu og saga ábú- enda og sambúð þeirra við landvætt- ina rakin. Kl. 14 verður haldin barnastund fyrir 8-12 ára krakka. Farið í stutta náttúruskoðunarferð, leikið og spjallað. Sunnudagsmorguninn 30. júlí er barnastund fyrir 5-8 ára krakka frá kl. 11-12. Farið í stutta gönguferð, leiki og náttúran skoðuð. Um kvöld- ið kl. 20 verður gengið upp heiðina meðfram giljum, litið inn í Selinu, og spjallað um sögu Skaftafells. Gangan tekur um 2-3 klst. Kvöld- rölt út að Varnargörðum verður svo á mánudeginum 31. júlí. Rætt verð- ur um gróður og náttúru svæðisins. Gangan hefst kl. 20 og tekur um U/2-2 stundir. Garðskagavitar opnir gestum AÐ MARGRA dómi er Garð- skagafjara meðal fjölskrúðug- ustu fuglafjara í álfunni. Þar eru einnig tveir vitar sem hafa lýst sæfarendum í nær því heila öld. Næstu lielgar, þ.e. á laugar- dögum og sunnudögum verða vitarnir opnir svo gestir geta far- ið upp og notið útsýnisins. Opið er báða daga frá kl. 10-16. Ket- ill G. Jósefsson, kennari við Gerðaskóla verður á svæðinu nánar tiltekið í húsinu við tjald- svæðið. Frá þessu er greint í frétt frá sveitarstjóra Gerðahrepps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.