Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 39 GÍSLI HJÖRLEIFSSON "f" Gísli Hjörleifs- son var fæddur að Unnarholtskoti í Hrunamanna- hreppi 10. 1924. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykavík 6. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Helga Gísladóttir og Hjör- leifur Sveinsson. Systur Gísla eru Dóróþea og Val- gerður. Eiginkona Gísla er Helga Run- ólfsdóttir fædd 18. september 1927. Börn Gísla og Helgu voru fimm. Elstu dóttur sína, Guð- laugu, misstu þau aðeins fárra daga gamla. Síðan er Hjörleif- ur, búsettur á Akureyri, Guð- laug, búsett í Bandaríkjunum, Hildur, búsett í Hafnarfirði, og Unnar bóndi i Unnarholtskoti. Útför Gísla fór fram frá Ilrunakirkju föstudaginn 14. júlí. GÓÐUR, traustur vinur og sveit- ungi, Gísli Hjörleifsson í Unnar- holtskoti, er fallinn frá. Hann hafði lengi átt við mikla vanheilsu að stríða og að lokum beið hann lægri hlut fyrir þeim vágesti þrátt fyrir mikið sálarþrek. Það var sem veðrið og náttúran öll vildi gefa sveitinni okkar sem fegurst yfirbragð þegar Gísli var kvaddur að viðstöddu fjölmenni 14. júlí sl. Á slíkum stundum er margs að minnast og margs að sakna og löngun vaknar til að stinga niður penna. í Unnarholtskoti ólst Gísli upp með foreldrum sínum og systrun- um tveimur en hann var miðbarnið í hópnum. Æskuheimili þeirra hef- ur og eflaust verið mannmargt eins og algengt var í þá daga og unga fólkinu kennd réttu handtökin við bústörfin af þeim eldri og reyndari svo fljótt sem tímabært þótti. Þau Gísli og Helga ^gengu í hjónaband 1. júlí 1950. I Unnar- holtskoti bjUggu þau miklu mynd- ar- og rausnarbúi. Þar andaði að aðkomumanni gestrisni og hlýja húsbændanna. • Við sem þessar línur ritum erum þakklát fyrir að hafa átt Gísla að samferðamanni. Hann var mikill félagshyggju- og samvinnumaður. Honum var það vel ljóst hversu mikilvægt það er, ekki síst fyrir bændur, að standa saman. Gísli vann að margvíslegum félagsmáb um fyrir sveit sína og hérað. í fyrstu var hann í stjórn Ung- mennafélags Hrunamanna og for- maður þar. Hann var um langt skeið formaður Búnaðarfél. Hrunamanna og vann þar mikið og óeigingjarnt starf. Hann var í sveitarstjórn í 12 ár og lét þar mikið til sín taka m.a. í afréttar- málum. Á seinni árum tók Gísli mikinn þátt í starfsemi Fél. eldri borgara og vann þar meðal annars við bókband, en Gísli átti stórt safn blaða og tímarita og margt af því batt hann inn og færði Bóka- safninu að gjöf. Út á við kom Gísli víða við. Hann var í stjórn Kaupfélags Ár- nesinga. Og nú síðustu ár endur- skoðandi Sláturfélags Suðurlands og því starfi gegndi hann þar til síðastliðið vor. Gísli lá aldrei á skoðunum sín- um. Hann var ákveðinn fram- sóknarmaður og góður liðsmaður þar. Oft spjölluðum við um pólitík- ina, félagskerfi okkar i bændastétt o.fl. sem líf okkar snerist um. Oft vorum við sammála en þó komu á stundum upp fjörugar umræður og skoðanaskipti. Þegar þannig stóð á fór Gísli á kostum. Kom þá félagsþroski hans berlega í ljós. Hann hafði þann góða hæfileika að virða annarra skoðanir og vilja ræða málin á sanngjarnan og rök- fastan hátt. Það var ekki síður í slíkum til- vikum sem góða við- mótið og hlýja brosið hans Gísla kom svo vel í ljós og verður okkur ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, er við minnumst hans með virðingu og þökk. Elsku Helga, við sendum þér og aðstandendum öll- um innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg og Magnús. Um jörð og hjörð er heiður friðarbjarmi. Hér hallast byggðin örugg Qalls að barmi og býlin hvíla sæl og sumarheit í sólgljá undir jökulhvarmi Hér má sjá íslenskt yfirbragð á sveit við eyðisvæðin há og mikilleit. Ég man þig heiðasveit, þótt dagar dvíni og deyi öll þín blóm í hvítu líni. Þinn andi hefir svalað minni sál, ég sé þig enn og drekk af þínu víni. - Ó, fjallakyrrð, sem ei á mannlegt mál ó máttarveig af himnadjúpsins sál. (E.B.) Þetta fagra náttúruljóð skáldsins beinir hugsunum aftur til liðins tíma, þegar höfundur þessara lína, ungur að árum í Laugarási í Bisk- upstungum, þar sem útsýni var mikið og fagurt, stóð og horfði hugfanginn til austurfjalla yfir Ytri- Hrepp, þangað sem undrafjallið Hekla rís yfir byggðina í allri tign sinni og veldi. En maður líttu þér nær. Það er fleira en firrð hinna bláu ijalla sem fyrir augun ber. í sjónlínu getur að líta bændabýli hinum megin Hvítár, Bolafót (nú Bjarg) og Unnarholtskot, sem stendur hátt með útsýni mikið til vesturs út yfir Hvítá og vatnasvið hennar. Og sögumaður staddur á Laugarásholti, tekur upp sjónauka til þess að sjá betur til þessara nágrannabæja. Hvítá aðskilur þarna sveitir og samgangur nær enginn á milli. í Unnarholtskoti bjuggu þá Hjörleifur Sveinsson og Helga Gísladóttir, kona hans. Hjör- leifur hafði keypt jörðina í háu verði í dýrtíðarflóði fyrra stríðsins. Hann var talinn búmaður í fremstu röð svo að af var látið. Sér í lagi með kýr og mjólkaði þær sjálfur, sem þá var nær óþekkt að karlmenn gerðu. En þess ber að geta hér, að hann varð fyrir þeirri ógæfu á besta aldri að missa sjón að hluta og gat því ekki unnið hvað vinnu sem var. Á þessum árum var útfærsla túna meðal bænda rétt á byijunar- stigi, einkum skorti áburð til þess. En allt í einu blasti við augum stór- flag utan við túngarð í Unnarholts- koti, sem stinga varð niður því að enginn hafði þá hugmynd um ýtur. Þarna skyldi brjóta land til nýrækt- ar sem sýndi ræktunaráhuga hálf- blinda bóndans í Unnarholtskoti. Þarna bjuggu þau hjón með þijú börn sín, tvær dætur og soninn Gísla. Og við sjónum hans til vest- urs blöstu austurhlíðar Vörðufells og útsýnið yfir Hvítá að Laugarási sem bar hátt hinum megin ár, var honum þá ef til vill óþekktur ævin- týraheimur. Árið 1942 urðu atvik til þess, að ég fluttist í Ytra-Hrepp og gerðist bóndi í Hvítárholti um tugi ára. Þá var Gísli Hjörleifsson um tvítugt og stundaði nám í Laugarvatns- skóla. Það Iætur að líkum að hugur hans hneigðist til búskapar á föður- leifð sinni. Þótt ekki yrði skólavera hans lengri. En árið 1949 tók hann við búi af foreldrum sínum. Brátt kom í ljós að hann hafði tileinkað sér aðferð föður síns, að fóðra vel skepnur sínar og fá góðar afurðir af þeim. Gísli var innfæddur Hreppamaður og gekk ekki á snið við venjur þeirra í neinu. Þar var maðurinn að mestu metinn eftir því hve góður bóndi hann væri. Og þessi ungi maður vann sér fljótc það álit meðal sveitunga sinna að vera kosinn í hreppsnefnd og síðar for- maður búnaðarfélagsins og síðan í margar nefndir sem hér verða ekki upp taldar. En hvað sem svo segja má um slíkt val sem þó er ekki algildur mælikvarði á hæfileika, en bendir ótvírætt til þess að sá maður hafi margt til brunns að bera. Gísli var lipur og samvinnuþýður í starfi, hélt ekki að jafnaði fram sérskoðunum, en undir niðri gat hann verið fastur á sínu og ef upp úr sauð svör hans orðið bæði hvöss og beinskeytt. Gísli var maður ræð- inn, fylgdist vel með og var fróður um margt. Hann skrifaði góða rit- hönd og var oft valinn fundarritari. En hann skrifaði ekki opinberlega og fór ekki í ræðustól að nauðsynja- lausu. Eitt má síst gleymast í fari hans, reglusemi og snyrtimennska bæði úti og inni. Bókasafn hans var stórt og frábærlega vel um gengið. Hann var að sögn drengskaparmað- ur, hjálplegur og greiðugur við ná- granna sína. Lét þar enga smámuni villa sér sýn. Hann var höfðingi heim að sækja og gat rætt um hvað sem var. Hafði sérlega góða hæfni til að meta sjónarmið annarra, setja sig í spor þeirra og lifa sig inn í þeirra viðhorf. Þess vegna gat hann, jafn pólitískur flokksmaður (fram- sóknar) sem meirihluti sveitunga hans fýlgdi, virt skoðanir andstæð- inga, svo að þær köstuðu í engu rýrð á kunningsskap og vinfengi. Ekki skal það undan dregið, að ég undirritaður starfaði með honum í einni nefndinni, í bókasafnsstjórn hreppsins, þar sem hann var undir minni stjórn. Var það samstarf allt með ágætum. Slíkri stofnun fylgir að vinna að menningarmálum og lét Gísli þar ekki sitt eftir liggja. Og sýndi það fjölhæfni hans. Ég tel að Gísli hafi fyrir kynnin, unnið til þessara minningarorða minna, en ekki síður fyrir það að vera merkur fulltrúi sinnar stéttar. Síðari hluta ævinnar var Gísli ekki heilsuhraustur og þjáðu hann margs konar veikindi. En sálar- styrkur hans var mikill og hann hélt ótrauður áfram göngu sinni. En þar kom að sjúkdómur sá sem flestir falla fyrir, olli því að hann lá á milli heims og helju lengi vetrar, svo að honum var vart hugað líf. En lífsorka hans og andlegur þrótt- ur var slíkur, að hann reis upp aft- ur og sinnti ýmsum störfum og hugðarefnum um þriggja ára skeið með óskiljanlegri atorku. Svo sem að binda inn bækur í stórum stíl og gefa bókasafni sveitarinnar. Slíkur var höfðingsskapur hans og viðhorf til andlegra mála. í apríl sl. fór heilsu hans svo hnignandi, að hann lagðist á sjúkra- hús. Óbifanlegur og æðrulaus gekk hann gegn örlögum sínum inn í þá veröld sem öllum er hulið að fá vitn- eskju um. Hann andaðist þ. 6. júlí sl. Útför hans fór fram frá Hruna- kirkju, þar sem jarðsett var að við- stöddu fjölmenni. Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem íjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. PÁLL ÁSGRÍMSSON + Páll Ásgrímsson bifvéla- virki var fæddur á Seyðis- firði hinn 1. ágþist 1934. Hann lést á heimili sínu 7. júlí síðast- liðinn. Útför Páls Ásgrímssonar fór fram frá Fossvogskirkju 14. júlí sl. Kveðja frá Seyðisfirði „Ótt líður ævitíð.“ Þessi ljóðlína kom í hugann þeg- ar fregnin um andlát æskufélaga okkar, Páls Ásgrímssonar, barst hingað til Seyðisfjarðar. Páll lést á heimili sínu, Skriðustekk 27 í Reykjavík, 7. júlí sl. eftir hraustlega baráttu við sjúkdóm sem fáum eir- ir. Með fáum orðum langar okkur til að kveðja og þakka þessum æskufélaga og fermingarbróður okkar sem nú er fallinn í valinn. Palli, eins og hann var alltaf nefnd- ur hér á Seyðisfirði, og enginn ann- ar kom til greina þegar það nafn var nefnt, var fæddur á Seyðisfirði 1. ágúst 1934, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Margréti Sigurðardóttur og Ásgrími Jónssyni útgerðarmanni, ásamt eldri systkin- um sínum, Arnþóri og Katrínu. Erfitt er að minnast Palla í stuttri grein. Hér skal það þó reynt. I æsku var hann tápmikill og sérlega hugkvæmur á öll skemmtileg uppá- tæki líflegra stráka (sem okkur fundust skemmtileg þá, hvað sem okkur finnst nú ef aðrir gera hið sama). Enn í dag, nálægt 40 árum síðar, eru okkur félögum hans ofar- lega í minni skemmtileg uppátæki sem hann var hönnuður að, og hóp- urinn kom síðan í framkvæmd. Þannig liðu æsku- og unglingsár okkar hér undir bröttum hlíðum Bjólfs og Strandartinds. Strax á unglingsárum sínum, jafnvel fyrr, fór Palli að stunda sjóinn með föður sínum, og er okkur minnisstætt hve flinkur hann var að koma glóðar- hausvélinni í vb. Magnúsi í gang, smápattinn. Stuttu eftir 1950 flutt- ist fjölskyldan til Reykjavíkur, og settist að í „Túnunum“. Þangað lágu títt ferðir okkar félaga hans, því þar var ætíð pláss fyrir einn í viðbót þó húsrýmið væri takmarkað. Þar kom hjarta- rými á móti, sem einnig leysti úr vanda sem svangur magi er oft valdur að. Og árin liðu, eins og þau gera enn. Annir lífsbaráttunnar teygðu á tryggðaböndum fyrri tíð- ar, en slitu þau samt ekki. Palli kvæntist þýskri konu, Geirþrúði, sem lést fyrir fáum árum. Með henni eignaðist hann fjögur börn, þijá drengi og eina stúlku. Áður hafði hann eignast einn son. Með þessum fátæklegu orðum viljum við félagar Palla á Seyðis- firði þakka honum samfylgdina og um leið óska honum blessunar á vegi eilífðarinnar. Börnum hans, systkinum og aldraðri móður send- um við einlægar samúðarkveðjur. Æsku- og eilífðarfélagar á Seyðisfirði. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARIMHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Keldulandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 29. júlí kl. 13.30. Hörður Jóhannsson, Agnes Karlsdóttir, Sigmar Jóhannesson, Sævar Larsen, Árni Jóhannesson, Valgerður Jóhannesdóttir, Þórarinn Grfmsson, Jóhanna Sóley Jóhannesdóttir, Guðjón Skúlason, Anna Sólrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON fyrrverandi skólastjóri, Skólatröð 6, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. júlí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Ó. Magnússon, Margrét B. Eiríksdóttir, Brynhildur S. Magnúsdóttir, Jón. S. Bates, Svanhvft G. Magnúsdóttir, Gísli Ellertsson, Þórfríður Magnúsdóttir, Óskar G. Óskarsson, Magnús Árni Magnússon, Sigríður B. Jónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ást kærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR. Óli J. Sigmundsson, Ingþór Haraldsson, Þorbjörg Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.