Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 27. JULI1995 33 MORGUNBLAÐIÐ sr. Einars Thorlaciusar, prófasts í Saurbæ. Flutti hann þá um vorið úr sinni fögru fæðingarsveit og í Hvalfjörð ásamt foreldrum sínum og tveimur systrum. Höfðu þau með sér bústofn og hófu búskap í Saurbæ. Sr. Sigurjón var þá ókvæntur og stóðu foreldrar hans og systur fyrir búskap með honum í fyrstu. Fjórum árum síðar eða hinn 15. júní 1935 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Þórarinsdóttur, mikilhæfri og vel gefinni konu. Foreldrar sr. Sigurjóns voru hjónin Guðjón Jónsson, bóndi í Vatnsdal og Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, og Guðrún Magnúsdóttir frá Teigi í sömu sveit. Þau hjónin áttu heimili og góð efri ár hjá syni sínum og tengdadóttur í Saurbæ til dánardægurs. Guðrún andaðist árið 1956 og Guðjón 1962. Systur sr. Sigurjóns, sem með honum komu að Saurbæ, voru Halla, sem lést í blóma lífsins, og Guðbjörg, sem giftist ungum og efnilegum bónda í sveitinni, Guðmundi Jónas- syni á Bjarteyjarsandi og var þar húsfreyja í áratugi við rausn og myndarskap. Guðbjörg lifir bróður sinn. Það var gæfa sveitarinnar að fá þetta góða, trausta og vel gerða fólk úr Fljótshlíðinni vestur í Hval- fjörð Sumarið 1932 fékk sr. Siguijón veitingu fyrir Saurbæjarprestakalli og þjónaði því óslitið alla sína emb- ættistíð, eða til haustsins 1966, er hann sagði af sér embætti, þá 65 ára að aldri. Hafði hann þá þjónað prestakallinu í rúman þriðjung þessarar aldar og verið prófastur í Bprgarfjarðarprófastsdæmi í 20 ár. í hans tíð var Saurbæjarpresta- kall aðeins tvær sóknir, Saurbæjar- sókn og Leirársókn. Prestakallið var því ekki fjölmennt eða erfitt og öll þjónusta auðveldari, eftir því sem samgöngur bötnuðu. Prests- og prófastsstörfum sín- um gegndi sr. Siguijón Guðjónsson af mikilli alúð, trúmennsku og sam- viskusemi og glöggri yfirsýn og skilningi á eðli og umfangi starfs- ins, enda naut hann virðingar og MINNINGAR trausts sóknarbarna sinna og sam- ferðamanna. Öll embættisfærsla hans og embættisbækur bera vott um skyldurækni, trúnað og góðan rithöfund. Sr. Siguijón prédikaði Guðs orð hreint og ómengað. Hann var góð- ur guðfræðingur og víðlesinn og hélt guðfræði sinni vel við, meðal annars með náms- og kynnisferð- um til annarra landa, einkum Norð- urlandanna. Eftir að sr. Siguijón lét af emb- ætti, gafst honum gott tóm til að sinna aðaláhugamáli sínu á sviði guðfræðinnar, sem var sálmafræði (hymnology). í þeirri fræðigrein lætur hann eftir sig geysimikið verk í handriti, sem vonandi verður sem fyrst gefið út, og mun þá kirkj- an og íslenskir guðfræðingar og fræðimenn njóta þessa mikla braut- ryðjandastarfs um langa framtíð. Sr. Siguijón var gott sálmaskáld, orti og þýddi talsvert af sálmum. Hann átti sæti í sálmabókarnefnd kirkjunnar, sem valdi sálma og bjó til prentunar sálmabókina frá 1972. Sjálfur á hann sjö sálma í bókinni, þar af einn þýddan. Meðal sálma hans er fermingarsálmur og hjóna- vígslusálmur, sem nú eru notaðir víða í kirkjum landsins, meðal annars í kirkjum Saurbæjarpresta- kalls. Sr. Siguijón lét félags- og menn- ingarmál til sín taka og starfaði talsvert að félagsmálum bæði með- al presta og i sóknum sínum. Hann átti sæti í hreppsnefd Hvalfjarðar- strandarhrepps í 16 ár, var formað- ur byggingarnefndar og fyrsti for- maður skólanefndar Heiðarskóla. Hann átti sæti í stjórn Prestafélags íslands í 14 ár og í stjórn Hall- grímsdeildar félagsins í 23 ár, þar af sem formaður í 14 ár. Hann var gerður að heiðursfélaga Hallgríms- deildar á 50 ára afmæli hennar árið 1980. Mörgum fleiri trúnaðar- störfum gegndi sr. Siguijón, sem hér verða ekki upp talin. Öll voru þau leyst af hendi af alúð, árvekni og trúmennsku. í starfi sr. Siguijóns sem sóknar- prests ber hæst byggingu Hall- grímskirkju í Saurbæ. Hann átti sæti í byggingarnefnd kirkjunnar frá 1933-1957 og var í hópi þeirra bjartsýnu og framtakssömu braut- ryðjenda, sem beittu sér fyrir þjóð- arátaki til að reisa þessa fögru og veglegu kirkju „Drottni til dýrðar í minningu um Hallgrím Péturs- son.“ Þess skal getið með virðingu og alúðarþökk, að persónulega gáfu þau hjónin, frú Guðrún og sr. Siguijón, einn fegursta glugga kirkjunnar af steindu gleri, stóran tvískiptan myndglugga, sem prýðir kór kirkjunnar að norðan. Þá hafði sr. Siguijón um það forgöngu að fá finnska listamanninn Lennart Segerstrále til að gera hina fögru altaristöflu -freskomynd- í kirkj- una, sem er ein merkasta og feg- ursta altaristafla þessa lands og vekur mikla athygli og hrifningu þeirra þúsunda ferðamanna, sem kirkjuna sækja heim ár hvert. Þegar Hallgrímskirkja í Saurbæ var vígð hinn 28. júlí 1957, lagði sóknarpresturinn sr. Siguijón Guð- jónsson í prédikun sinni út af þess- um orðum Ritningarinnar í Hebrea- bréfínu: „Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trú- arinnar." Á langri og farsælli ævi beindi hann sjónum sínum til Jesú og hvatti til þess í orði og verki, að aðrir gerðu það einnig og þá ekki aðeins á stund gleði og hátíð- ar, heldur einnig í hinu hversdags- lega lífi og starfi og ekki síst á stund sorgarinnar. Við leiðarlok vil ég í nafni Saur- bæjarprestakalls og fyrir hönd Borgarfjarðarprófastsdæmis færa hinum látna starfsbróður og vini alúðarþökk fyrir störfin öll, þjón- ustuna dyggu og trúu, og allt, sem hann lagði fram kirkju Krists til blessunar og heilla bæði í Borgar- firði og fyrir land og þjóð. Frú Guðrúnu, syni þeirra og fjöl- skyldu og öðrum ástvinum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Á kveðjustund „beinum við sjón- um vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar". Hjá hon- um er huggun að finna, friðar að leita. Fyrir upprisu hans fra dauðum eigum við von eilífs lífs. Jón Einarsson, Saurbæ. FRIÐJÓN EYÞÓRSSON + FRIÐJÓN Eyþórsson var fæddur á Akureyri 9. maí 1932. Hann lést af slysförum 8. júlí sl. Útför Friðjóns fór fram frá Glerárkirkju 19. júlí. FRIÐJÓN „Gasti“ Eyþórsson lést í flugslysi á Melgerðismelum 8. júlí og er þá fallinn frá einn af þekktari borgurum bæjarins. Friðjón hafði marga fjöruna sopið á skrautlegum ferli' sjó- mannsins og bílstjórans, og á tíma- bili kunnur fyrir annað en bindind- issemi. Þrátt fyrir misjafnt gengi í lífsins ólgusjó tókst honum að halda haus og brotnaði aldrei þótt oft gæfi á bátinn, enda maðurinn gæddur sálarstyrk og ósérhlífni, og kvartsár var hann ekki. Það sýnir best hvílíkur töggur var í honum, að fyrir hálfum öðrum áratug rak hann tappann í flösk- una í eitt skipti fyrir öll. Kvaðst hafa drukkið upp sinn lífskvóta. Nokkrum árum síðar drap hann í síðustu sígarettunni, en hafði þó svælt ótæpilega. Engrar aðstoðar leitaði hann sér eður meðala, vilja- styrkurinn og skapfestan dugðu, enda maðurinn alla tíð lítt gefinn fyrir kveifarskap og kerlingabækur. Ég kynntist Friðjóni fyrst er ég ungur hóf svifflugnám á Mel- gerðismelum árið 1970, en hann hafði þá stundað svifflug nokkuð síðan 1962. Friðjón var þá sjómað- ur, og við unglingarnir bárum óttablandna lotningu fyrir þessum tattóveraða töffara, og höfðum hratt á hæli við að þóknast honum ef hann skipaði til verka. Það kom mér því nokkuð á óvart að við nánari kynni reyndist hann hinn ljúfasti og laus við stæla þá sem stundum fylgja slíkum mönnum. Kynnin urðu þó hvorki mikil né náin i það sinnið, enda hætti Frið- jón skömmu síðar svifflugiðkan, en alla tíð síðan þekktumst við og tókum stundum tal saman og ég fann að alltaf blundaði áhuginn í honum. Það var ekki fyrr en árið 1990 að Friðjón tók upp svifflugþráðinn að nýju. Lærði uppá nýtt, en byggði þó á gömlum grunni. Ég hygg að í langri sögu svifflugfé- lagsins hafi enginn átt þvílíka end- urkomu. Hann náði fljótt svo góð- um tökum á sviffluginu að undrum sætti, og varð á endanum svo seig- ur við flugið að honum tókst öllum betur að lafa uppi í lélegum skil- yrðum, og náði oftar en ekki meiri hæð og lengri flugum en reyndari mönnum tókst. Þess utan var flug hans með öllu vandræðalaust, og hann naut fyllsta trausts allra á staðnum og sömu sögu var að segja frá Reykjavík þar sem hann flaug einnig talsvert. Ennfremur hef ég engan þekkt þau tuttugu og fimm ár sem ég hef stundað svifflug sem naut sinna svifflug- ferða í jafn ríkum mæli og Frið- jón. Hver vel heppnuð ferð var honum sem opinberun og end- urnýjun í senn. í hópi svifflug- manna var frábært að hafa Frið- jón. Þar gekk hann möglunarlau^t til allra starfa, gerði einfaldlega það sem gera þurfti. Það átti til að hvína í honum, einkum ef hon- um þótti linkulega á málum hald- ið, en bakvið ískraði hláturinn, enda maðurinn góður húmoristi. Nú er höggvið stórt skarð í hóp svifflugmanna þegar Friðjón er ekki lengur á meðal vor, en hugg- un er það nokkur að ætla má að það hæfði betur karlmannslund hans að falla í eldlínunni en verða síðar öðrum byrði í ellinni. Ég sendi eiginkonu Friðjóns, börnum, barnabörnum, systkinum og aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og vil að lokum kveðja þennan vin minn með alkunnu vísukorni sem mér finnst að innihaldi lífsskoðun hans. Við skulum ekki víla hót það varla léttir trega, það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. Bragi Snædal. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Gasta. Ljúfar minn- ingar um góðar stundir á Melunum munu fylgja mér um ókomna tíð. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Heiðbjört. ENN OBYRflRfl í garöinn og útileguna Kúlutjald fyrir tvo. Þéttur tjaldbotn og sterkar stangir. Létt tjald sem tekur lítið plást Aðeins: 199® kf € IjjMíJjí® Vatnsþétt kúlutjald fyrír fjóra. Þéttur tjaldbotn og sterkar stangir. Tjaldhiminn á innganginum. Aðeins: kt* Hottagðröum Skeilunni 13 Reykjavik Roykjavík Reykjarvikurvogi 72 Hatnarfiröi Noröurtanga 3 Akureyri I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.