Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 15 FRÉTTIR Malbikað í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið í SUMAR stendur til að malbika allmörg svæði í Stykkishólmi og er þessa dagana verið að undirbúa framkvæmdir. A vegum Stykkis- hólmsbæjar á að malbika 9.000 m2 og er áætlaður kostnaður bæj- arins um 17 milljónir kr. Malbikuð verða leiksvæði á lóð grunnskólans og aðkeyrslan að skólanum. Þá er búið að aka mikilli fyllingu fyrir framan íþróttamiðstöðina og sjúkrahúsið og verða bílastæðin þar malbikuð. Við höfnina verður Stykkið og hafnaraðstaðan hjá flóabátnum Baldri einnig malbik- að. Skipavík lætur malbika fyrir framan sína verslun og þá eru það nokkrir einstaklingar og stofnanir sem nota tækifærið og láta mal- bika fyrir framan sín hús. Heimamenn sjá um allan undir- búning, en Tak hf. í Búðardal sér um efnisvinnslu og Króksverk hf. á Sauðárkróki kemur með sína mal- bikunarstöð og leggur malbikið á. Þegar framkvæmdum er lokið mun aðkoma að þessum stofnun- um verða þægilegri og betri og setja snyrtilegan svip á bæinn. Morgunbl aðið/Árni. ÁSKELL Áskelsson, Kolbeinn Björnsson og Helgi Haraldsson undirbúa malbikun í Stykkishólmi. Arneshreppur Tún illa kalin í ÁRNESHREPPI á Ströndum hafa orðið miklar kalskemmdir á túnum í sumar og líkur eru á að bændur leiti aðstoðar Bjargráðasjóðs. „Á nokkrum bæjum hér í hreppn- um eru allt að 80% túnanna kalin,“ sagði Hjalti Guðmundsson, formað- ur Búnaðarfélags Árneshrepps á Ströndum. „Veturinn var með ein- dæmum harður og það voraði seint. Það er að koma ágúst og grasið er rétt að byija að spretta. Það er gífurlegt tjón fyrir bænd- urna hér að fá kannski bara 20% af heyfeng og við verðum að kaupa hey til að geta haldið bústofninum. Bjargráðasjóður veitir styrk til flutninga á heyi og það er mjög lík- legt að við munum leita aðstoðar sjóðsins,“ sagði Hjalti. Jón Gíslason, formaður Búnað- arfélags A-Húnavatnssýslu segist hafa verulegar áhyggjur af heyfeng í sýslunni. Þar mun víða vera kal í túnum, en þó er lítið um að heilu túnin séu skemmd. Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! fTölvudeild borgarverkfræðings Tölvudeild borgarverkfræðings auglýsir eftir tveimur kerfisfræðingum í áhugaverð og krefjandi störf. Annað starfið er til frambúðar en hitt til eins árs. Tölvudeildin hefur m.a. umsjón með 150 nettengd- um einmenningstölvurh, 12 fjölnotendatölvum og háhraðaneti Reykjavíkurborgar. Tækniumhverfið samanstendur aðallega af UNIX, Novell Netware, Windows NT, MS-DOS/Windows, Arclnfo (LUKR), Oracle, HP-Openmail, MS-Mail, X.400, X.25, EDI og Internet. Við leitum að áhugasömum og duglegum einstakl- ingum með háskólamenntun á tölvu- eða tæknisviði og/eða reynslu á sem flestum af ofantöldum sviðum. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður tölvu- deildar og/eða starfsmannastjóri borgarverk- fræðings. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist starfs- mannastjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, eigi síðar en 4. ágúst nk. FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR Glussatjaldaefni ÓTRÚLECT ÚRVAL ÖRUCC 06 CÓÐ ÞJONUSTA. cpcil Faxafen 7, sími 568 7733 EÐA_ ÆLKERAMATSEÐILL PARMASKINKA MEÐ MELÓNU. "sTlungaterrine MEÐ SAFFRAN VINAIGRETTE. <Q>^9> EGGALDINSÚPA MEÐ PAPRl KURjÓMA. STEIKTUR LAX MEÐ HUMRL : EÐA_ 4 RHTTA VEISLUMALTIÐ 2.500™. A LAUGARDÖGUM NAUTAHRYGGSTEIK . RIB EYE MEÐ TÓMATBASIL OG SKARLOTTULAUK. <<á>»6s> SÚKKULAÐI MARQUISE MEÐ HUNANGSÍS. 3.200 KR. Hfir BORÐAPANTANIR I S1MA552 5700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.