Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 21 ERLENT Reuter Grafið í Katyn-skógi RÚSSNESKIR og pólskir her- menn hafa að undanförnu unnið við að grafa upp líkamsleifar 4.000 pólskra liðsforingja, sem sovéskir hermenn skutu til bana og grófu í Katyn-skógi í Rúss- landi á árum síðari heimsstyrj- aldar. Jósef Stalín lét raunar taka alls 21.000 pólska liðsforingja af lífi eftir að hann gerði griða- sáttmálann við Hitler. > m. Lavrentí Bería Moskvu. Reuter. LAVRENTÍ Bería, yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar í valdatíð Jósefs Stalíns, gerði til- raunir með alls konar eitur á lif- andi mönnum í þeim tilgangi að nota það síðan gegn óvinum ríkisins erlend- is. Kom þetta fram í rúss- nesku dagblaði í fyrradag. Að sögn blaðsins Rossí- ískíe Vestí reyndu „lækn- ar“ eitrið á föngum, sem biðu þess að vera teknir af lífi. „Eitrið þótti gott ef það olli snöggum dauðdaga en slæmt ef það hafði í för með sér langt dauðastríð,“ hafði blað- ið eftir Vladímír Bobrenev en á þessum tíma var hann aðstoðar- maður hjá birgðastjóra hersins. Bar ábyrgð á dauða milljóna manna Bería var yfirmaður öryggis- lögreglunnar, NKVD, en sagn- fræðingar, jafnt á Vesturlöndum sem í Rússlandi, segja, að hann hafi borið ábyrgð á dauða millj- óna manna. Sjálfur var hann svo tekinn af lífi 1953 eftir að hafa orðið undir í valdabaráttunni að Stalín látnum. Bobrenev segir, að Bería hafi fengið eiturefnafræðing að nafni Veselovskí til að annast tilraun- irnar á leynilegri rannsóknastofu í Moskvu en þar voru meðal annars framleiddir pennar og göngustafir með eituroddi. „Pró- fessorinn féllst á þetta enda átti hann ekki um neitt að velja, hann hefði verið skotinn, hefði hann neitað,“ segir Bobrenev. „Læknisskoðun“ Bobrenev segir, að fangarnir hafi verið kallaðir einn og einn inn í herbergi eins og um venju- lega læknisskoðun væri að ræða. „Læknirinn“ spurði hvernig þeim liði, tók blóð- og þvagsýni og hafði ýmis hollráð á takteinum. „Þá stungu þeir upp á, að fang- inn tæki inn lyf eða fengi sprautu við vöðvabólgu eða öðru,“ segir Bobrenev og á nokkrum mínút- um sótti dauðinn að fanganum. Bobrenev segir, að Veselovskí hafi sjálfur verið handtekinn 1951, sakaður um njósnir fyrir Japani, og þá hafi rannsókna- stofunni verið lokað og öll skjöl eyðilögð. Veselovskí var látinn laus skömmu eftir 1960 en lést þá skyndilega. Mmiíd G O L F M Merpild kaifi Ræst verbur út frá kl. 8.00 og leikinn golfklúbbupinn Keilir höggleikur með og án fordprar. e f n a ti I g o m m ó t s Clæsileg verðlaun verða veitt fjfjjr 1., 2. og 3. sæti, á Hvaleyrarvelli, með og ánÆrgjafar. laugardaginn 29. júlí Einnig verða veitt Jtikaverðlaun fyrir að vera næst holu á 16. flöt oqfjæst holu í öðru höggi á 18. flöt. Skráninjfa mótið í síma 565 3360. Sagt frá Bería í rússnesku blaði Prófaði eitur á lifandi mönnum Berlusconi ber af sér ásakanir Neitar að hafa samið við Di Pietro Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, neitar því að hafa reynt að ná pólitískum samn- ingi við Antonio Di Pietro, fyrrver- andi rannsóknardómara. í viðtali við blaðið la Repubblica í gær segir Berlusconi það rangfærslur fjölmiðla að hann hafi reynt að fá Di Pietro til að lýsa stuðn- ingi við flokk sinn, Forza It- alia, og lofað embætti í staðinn. Rannsóknardómarar yfirheyrðu Berlusconi í rúmar fjórar klukku- stundir á þriðjudag, en þeir eru að rannsaka meint misferli Di Pietros, sem sjálfur var um skeið fremstur í flokki dómara sem börðust gegn spillingu og mútustarfsemi í landinu. Berlusconi Sjónvarpsstöðin RAl og frétta- stofan ANSA höfðu eftir heimilda- mönnum innan réttarkerfisins að Berlusconi hefði tjáð rannsóknar- dómurunum á þriðjudag að hann hafi átt fund með Di Pietro í febr- úar síðastliðnum og þeir hefðu rætt stjórnmál. Di Pietro yrði launað Þeir hefðu rætt hvernig Di Pietro myndi hvetja kjósendur til þess að styðja flokk Berlusconis ef tii al- mennra kosninga kæmi. í staðinn fengi Di Pietro stöðu yfirmanns leyniþjónustu landsins, ef svo færi að Forza Italia bæri sigur úr býtum í kosningunum. „Ég bar ekki upp neinar tillögur eða lofaði nokkru, þetta var alls ekki svona,“ segir Berlusconi í við- talinu við la Repubblica, en neitaði að greina nánar frá atvikum. SLATTUORF sem slá í gegn! ÞÓR HF Raykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyrl: Lónsbakka - Stml 461-1070 Blab allra landsmanna! - kjarní málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.