Morgunblaðið - 27.07.1995, Page 11

Morgunblaðið - 27.07.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykj avíkurborgar Launahækkunum mætt með niður- skurði á yfirvinnu BORGARHAGFRÆÐINGUR hefur sent deildum og stofnunum borgar- sjóðs bréf þar sem minnt er á að við gerð fjáhagsáætlunar Reykja- víkurborgar í vetur hafi verið gert ráð fyrir því að samningsbundnum launahækkunum á yfirstandandi ári yrði mætt með því að draga úr yfir- vinnu, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna launahækkana. Eggert Jónsson, borgarhagfræð- ingur, segir að þetta hafi legið fyr- ir frá því fjárhagsáætlun var gerð áður en niðurstaða kjarasamninga lá fyrir og hafi verið ein af forsend- um fjárhagsáætlunarinnar. Þetta sé ekkert nýtt og hafi oft áður ver- ið gert, því það séu miklar kröfur gerðar til sveitarfélaganna um að halda rekstrargjöldum niðri eins og hægt sé. Þetta hafi legið fyrir og sé því ekkert sem eigi að koma mönnum á óvart. ),Þetta kemur fram í bréfi þar sem ég bið um að forstöðumenn geri grein fyrir áætlaðri útkomu ársins og geri ráðstafanir til þess að halda sig innan ramma fjárhags- áætlunar þar sem hætta er á að þeir fari fram úr,“ sagði Eggert ennfremur. Ekkert einsdæmi Hann sagði að svona bréf væri ekkert einsdæmi. Þetta hefði oft áður verið gert með hliðstæðum hætti og væri liður í því að reyna að halda niður kostnaði og minna menn á að ætlast sé til þess að þeir haldi sig innan ramma fjár- hagsáætlunar. Aðspurður um hvað áætlað væri að kjarasamningarnir hefðu mikinn launakostnaðarauka í för með sér, sagði Eggert að það væri ekki ljóst ennþá. Það væri mjög mismunandi eftir einstökum kjarasamningum. Lengri tími þyrfti að líða áður en það yrði metið. Á sumum starfssvið- um hefði þetta kannski lítil sem engin áhrif á sama tíma og áhrifin væru talsverð annars staðar. Samgönguráðherra um vegabætur á Norður- og Austurlandi Fljótsheiðin látin hafa forgang HALLDOR Blöndal samgönguráð- herra segir að eftir að hringvegur- inn hafi verið opnaður 1974 hafi sáralitlu fé verið veitt til vegafram- kvæmda milli Norður- og Austur- lands nema á síðustu tveimur árum. Hann segir að lagning bundins slit- lags umhverfis Mývatn sé langt á veg komin og ákvörðun hafi verið tekin um að Fljótsheiðin yrði látin ganga fyrir vegbótum á Mývatns- heiði. Þetta segir Halldór að sé skýring- in á því hvers vegna framkvæmdir á Mývatnsheiði dragast á langinn. „Það þarf að hafa það í huga líka að það er ekki hægt endalaust að láta Norður-Þingeyjarsýslu vera útundan og það er fyrst nú á síð- asta ári sem við lukum við veginn milli ARureyrar og Reykjavíkur," sagði Halldór. Hann sagði að það væri nú einu sinni þannig að þeir vegir sem fjærst eru suðvesturhorninu hafi verið látnir sitja á hakanum, einkum vegna lítillar umferðar. „Ég tel það þó mjög brýnt að ljúka veginum milli Norður- og Áusturlands allra hluta vegna, eins og ég hélt að hefði komið mjög berlega fram eftir að ég varð sam- gönguráðherra.Ég yrði auðvitað mjög ánægður ef við gætum lokið við hringveginn um aldamótin en ég skal ekki segja hvort það næst,“ sagði Halldór. Verslunarmannahelgin á Benidorm frá kr. 34.600 Við eigum nokkur viðbótarsæti í viku, þann 3. ágúst á Benidorm á frábæru verði. Nú getur þú notað verslunarmannahelgina og góða veðrið á Spáni. Góð gisting, Monica Holidays fbúðarhþtelið eða Caballo de Oro hótelið, allt eftir því hvar þú vilt búa. Kr. 34.600 Kr. 38.900 M.v. 4 i íbúð, Monica M.v. 2 í íl>úð, eða herbcrgi. Holidays, 1 vika. 1 vika. 3. ágúst. Verð með skötlum kr. 38.260. Verð mcð sköltum kr. 42.560. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600. ' (m. fótósellu) m Núna er rétti tíminn J9Í’. úl að huga að útilýsingu fyrir haustið og veturinn. Vertu í réttu Ijósi þegar sól lækkar á lofti. Holtagöröum viö Holtaveg Póstkröfusími 800 6850 Fasad Afton Grand standur j I U) * Fæst í hvítu og svörtu. ** Fæst í hvítu, svörtu og grænu. 10 ára ryðvarnarábyrgð á öllum stálljósum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.