Morgunblaðið - 17.08.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 11
FRÉTTIR
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Mikið vatn hefur
áhrif á veiðiskap
MIKIÐ vatn er í ám á Suðvestur-
og Vesturlandi og býður það upp á
aðrar aðstæður en verið hafa í sömu
ám síðustu 3-4 sumrin. Það gerir
veiðiskapinn ögn erfiðari, því laxinn
getur legið á hinum kyndugustu
stöðum og ekki endilega þar sem
hann er vanur þegar vatnsmagnið
er venjulegt eða þaðan af minna.
Hefur þetta sett nokkurt mark á
veiðiskapinn að undanförnu.
Hæstánægðir í Leirvogsá
„Það er óhætt að segja að við
séum hæstánægðir með gang mála.
Það eru komnir um 330 laxar á
land og við erum að gæla við að
veiðin fari í 5-600 laxa í sumar,
enda er nóg af laxi í ánni,“ sagði
Guðmundur Magnússon í Leirvogs-
tungu í samtali við Morgunblaðið.
Aðeins er veitt á tvær stangir í
Leirvogsá og því er þetta með því
besta sem gerist í laxveiði. Guð-
mundur bætti við að vatnið væri
heldur mikið og hefði það þau áhrif
að minna veiddist en ella, „duglegu
maðkveiðimennimir sjá verr til og
fá minna en ella,“ sagði Guðmund-
ur. Stærsti lax sumarsins veiddist á
mánudaginn, 15 punda hængur í
Helguhyl.
Velheppnaður
barnaveiðidagur
Barnaveiðidagur SVFR í Elliða-
ánum í fyrradag gekk vonum fram-
ar að mati stjórnarmanna SVFR
sem Morgunblaðið ræddi við. Um
25 krakkar á bilinu 6 til 15 ára
mættu til leiks gráir fyrir járnum
og þeim fylgdu nokkrir valinkunnir
veiðimenn. Alls veiddi hópurinn 16
laxa sem er meiri veiði á síðdegis-
vakt heldur en oft hefur verið tekin
í sumar þótt fullskipað hafi verið
SVERRIR Þorsteinsson, vert
í Kaffi Mílanó, veiddi fyrir
nokkru stærsta laxinn i Laxá
í Kjós í sumar, 17 punda hæng
á Colly Dog. Hér hampar
hann laxinum.
fullorðnum reyndum veiðimönnum.
Auk 13,5 punda laxins sem hin sex
ára gamla Helga Björg Antonsdótt-
ir veiddi á flugu í Hundasteinum,
veiddist einn 13 punda lax í Stórhyl
á maðk. Friðrik Þ. Stefánsson, for-
maður SVFR, gaf í lok veiðidagsins
fyrirheit um að ævintýrið yrði end-
urtekið að ári.
Álftá á góðu róli
Nokkuð góð veiði hefur verið í
Álftá á Mýrum það sem af er, í gær
voru komnir 166 laxar á land. Mik-
ið vatn og stundum skolað hefur
hins vegar ruglað suma veiðimenn
í ríminu því lax hefur gengið úr
hefðbundn'um hyljum og lagst á
ólíklega staði. Menn hafa verið mis-
jafnlega fljótir að átta sig og sumir
því ekki veitt sem skyldi, því tals-
vert er af laxi í ánni og sjóbirtingur
hefur látið á sér kræla að vanda
síðustu vikurnar. Stærsti laxinn í
sumar er 15 pund og drýgstu veiði-
staðirnir Hrafnshylur og Hólkurinn.
Toppveiði í Brennunni
Veiði hefur verið með besta móti
í Brennunni í sumar, en á stundum
hafa slæm skilyrði sett strik í reikn-
inginn. Heldur hefur dregið úr lax-
veiðinni að undanförnu, en góðar
sjóbirtingsgöngur hafa bætt það
nokkuð upp. í gær voru komnir 176
laxar á land og 100 sjóbirtingar sem
flestir hafa veiðst síðustu 2-3 vik-
urnar. Þeir eru allt að 6-7 pund og
flestir 2-3 pund. Stærsti laxinn í
Brennunni í sumar er 19,5 pund.
75 ár frá
skipun
fyrsta sendi-
herrans
í GÆR, 16. ágúst, voru 75 ár liðin
frá skipan fyrsta íslenzka sendi-
herrans. í fréttatilkynningu frá ut-
anríkisráðuneytinu kemur fram að
hinn 16. ágúst
1920 hafi Sveinn
Björnsson, þá
hæstaréttarmála-
flutningsmaður
og síðar ríkisstjóri
pg fyrsti forseti
íslands, verið
skipaður sendi-
herra íslands í
Danmörku.
„Sveinn var skipaður sendiherra
af konungi Danmerkur og íslands
og skipunarbréfið var meðundirrit-
að af forsætisráðherra íslands,"
segir í tilkynningu ráðuneytisins.
„Trúnaðarbréf Sveins var gefið út
af forsætisráðherra íslands og stíl-
að á forsætisráðherra Danmerkur.
Skipun íslenzks sendiherra í Dan-
mörku var í samræmi við ákvæði
sambandslaganna sem tóku gildi
1. desember 1918 enda höfðu dönsk
stjórnvöld skipað sendiherra á ís-
landi í ágúst 1919.“
Sveinn
Björnsson
Bentu á þann sem
þér þykir bestur!
Ný glæsileg lína Mazda 323
fólksbíla.
Aldrei áður hefur jafn
skynsamlegur kostur litið
jafn vel út!
RÆSIR HF
SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími: 431-2622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, simi: 456-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími
462-6300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 471-1479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 482-3100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur,
Hafnargötu 90, sími 421-4444. Notaðir bilar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sími 567-4949.