Morgunblaðið - 17.08.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 17
Blómkálið ríkt af C
vítamíni og kalíum
ÍSLENSKT blómkál er ódýrt þessa
dagana og um að gera að borða
sem mest af því á meðan það er
nýtt og vítamínríkt.
I blómkáli er mikið af C-
vítamíni og kalíum og tölu-
vert er af beta-karótíni í því.
Ekki er þessi grænmetisteg-
und fitandi því í hundrað
grömmum eru að meðaltali um
36 hitaeiningar. Margir borða
grænmetið hrátt, sumir snöggsoð-
ið, aðrir steikt en síðan er blómkál
mjög gott ofnbakað með sósum
eða osti.
Leggið kállðíbleyti
Áður en borða á blómkál borgar
sig að leggja það í bleyti til að ná
úr því lirfum og skordýrum. Skerið
grænu blöðin frá og grófasta hluta
stilksins. Skolið og skerið kross-
skurð í stilkinn. Blómkálið er sett
í kalt vatn og sumir blanda í það
örlitlu ediki. Látið standa í hálftíma
eða lengur. Hrátt er blómkálið
gott í salöt eða sem snarl með
ídýfu. Ef sjóða á það þarf að passa
að láta það ekki vera of lengi í
vatninu því það kann að linast ef
það sýður of lengi.
Frystlð grænmetið
Á meðan blómkálið er á innan
við hundrað krónur kílóið er hag-
stætt að frysta birgðir fyrir vetur-
inn. Grænmetið þarf að snöggsjóða
svo ekki tapist mikið af C-vítam-
íni. Blómkálið er snyrt til og skor-
ið í hæfilega stóra bita. Vatn er
hitað að suðu og það síðan látið
sjóða í 2-5 mínútur eftir stærð bit-
anna. Látið renna vel af því og
pakkið í poka eða ílát. Kælið og
frystið. Það má líka frysta blómkál
í heilum hausum ef vill þ.e.a.s. svo
fremi sem það er ekki laust í sér.
Þegar sjóða á frosið grænmeti á
ný er það sett í sjóðandi léttsaltað
vatn og látið sjóða í nokkrar mínút-
ur.
Blómkálsréttur
Reynir Magnússon matreiðslu-
meistari á Hótel Sögu gefur les-
endum uppskrift að góðum blóm-
kálsrétti sem bera má fram sér eða
sem meðlæti með fiski eða kjöti.
________1 stór blómkálshous_______
____________2 dl rjómi_______
______Maizena (til þykkingar)_____
salt og hvítur pipar
__________2 eggjarauður
300 g rifinn ostur
______Má bera fram með kjöti______
og steiktum fiski,
Blómkálið er skolað og hreinsað
og síðan skorið í hæfilega bita.
Sett í saltvatn og soðið. Að lokinni
suðu er það snöggkælt í köldu
vatni. Soðið af blómkálinu er soðið
niður þar til eftir er um það bil
0,6 lítrar af góðu soði. Rjóma
bætt út í og þykkt með maizena,
sósan þarf að vera vel þykk. Um
150 grömmum af osti er hrært í
sósuna og hún síðan krydduð með
salti og pipar. Þeytið eggjarauður
út í þegar sósan hefur aðeins kóln-
að. Blómkálið er sett í eldfast
mót, sósu hellt yfir og rifnum osti
stráð yfir. Bakað í ofni á 150oC í
um 25 mínútur. í lokin er osturinn
gljáður og blómkálsrétturinn bor-
inn fram heitur. ■
Kjúklingaskinka
í nýjar umbúðir
KJÚKLINGASKINKAN, sem
framleidd hefur verið hjá Reykja-
garði hf. um nokkurt skeið, hefur
nú verið sett í nýjar umbúðir.
Kjúklingaskinkan er fitusnauð og
léttreykt.
Góð aðsókn
að Hótel
Eddu á
Skógrim
Selfossi. MJÖG góð aðsókn hef-
ur verið að Hótel Eddu á Skógum
undir Eyjafjöllum. Helsta aðdrátt-
arafl gestanna er hið rómaða mat-
arhlaðborð og gestir koma langt
að til þess eins að eiga notalega
stund á Skógum og njóta matarins
sem útbúinn er í eldhúsi hótelsins.
„Maður veit aldrei hvað það koma
margir í mat. Það eru dæmi um
að bílastæðin hérna fyllist kvöld
eftir kvöld. Það er ákaflega gaman
að geta boðið upp á þetta hérna
og staðið við það ár eftir ár,“ sagði
Jón Grétar Kjartansson, hótelstjóri
á Skógum.
Boðið hefur verið upp á matar-
hlaðborð á Skógum síðastliðin 13
ár og undanfarin fjögur ár hefur
verðið verið það sama, 1.890 krón-
ur. Hótelið hefur getið sér gott
orð fyrir þennan þátt í starfsem-
inni en matarhlaðborðið er ekkert
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
JÓN Grétar Kjartansson hótelstjóri ásamt Lilju Björk Kristjáns-
dóttur og Helgu Maríu Albertsdóttur.
auglýst sérstaklega en þess er
getið í erlendum ferðahandbókum
þar sem ferðamenn eru hvattir til
að koma við á Skógum til þess
að reyna matarhlaðborðið. Jón
Grétar sagði það einnig sérstak-
lega ánægjulegt að nú kæmi varla
svo það kvöld að ekki væri ein-
hver úr sveitinni í mat.
Hótel Edda á Skógum starfar
frá 10. júní til 29. ágúst. Jón
Grétar sagði alveg mögulegt að
starfa lengur fram á haustið en
starfstíminn væri bundinn skólan-
um sem þyrfti húsnæðið í byrjun
september. Hann sagði að það
væri draumurinn að nýtt Eddu-
hótel risi á Skógum, það væri
alveg grundvöllur fyrir því á þess-
um stað eins og víða annarstað-
ar. Hjá Hótel Eddu á Skógum
starfa 13 manns.
Þórsmerkurganga
Útivistar
Borgabækl-
ingur
Flugleiða
EINS og sjá hefur
mátt í auglýsing-
um er bæklingur
Flugleiða um
haustferðir til
ýmissa Evrópu-
borga og Balti-
more og New
York í Bandaríkj-
unum kominn út.
Þar eru ferðir frá því að menn gista
í eina nótt og upp í 7 daga ferðir.
Útlátaminnst er í ferð til Glasgow
með einnar nætur gistingu á Charing
Cross Tower og kostar það 17.800
kr.
Evrópuborgirnar eru auk
Glasgow, London, Amsterdam, Lux-
emburg, Trier, Kaupmannahöfn,
Amsterdam og Hamborg. Allar
borgirnar hafa um árabil verið vin-
sælir áningarstaðir íslenskra gesta
í haustferðum.
í bæklingnum eru skilmerkilegar
og gagnlegar upplýsingar um hvað
er í boði af afþreyingu, menningu
og matsölustöðum. Birtar eru stuttar
en hagnýtar upplýsingar um gisti-
staði Flugleiða á þessum stöðum.
OFT hafa Þórsmerkurfarar haft á
orði að gaman væri að skoða gil og
gljúfur á Þórsmerkurleið, að því er
Einar Egilsson segir. En yfirleitt er
farin hraðferð og látið nægja að njóta
útsýnis, litbrigða í gróðri og rifja upp
sögur og sagnir eins og tilheyrir. En
nú segir Einar að tækifæri gefíst til
að láta_ óskina rætast; á 20 ára af-
mæli Útivistar er boðið til þriggja
dagsganga úr einni vinsælustu rað-
göngu félagsins, Þórsmerkur-
göngunni. Farið verður með hálfs
mánaðar millibili í ágúst og septem-
ber. Ekið úr bænum kl. 8 f.h. og
komið heim að kvöldi.
Fyrsta gangan er
sunnudag 20. ágúst
Gangan hefst ofan Stóru-Merkur
við Bæjargil, sem er djúpt, mikilfeng-
legt gljúfur þar sem skiptast á þver-
hníptir hamrar og grashvammar.
Næst er Nauthúsagil sem lætur ekki
mikið yfir sér en er þröngt og djúpt
með fögrum fossi í gilsbotni.
Göngunni lýkur í Selgili.
Önnur gangan er 3. september og
hefst hún við drangana í Selgili sem
í fjarska líkjast steinrunnum tröllum
eða smalanum og smalastúlkunni.
Farið er inn Fremra-Grýtugil og
gengið bak við fossbununa og litið
upp eftir einni algengustu uppgöngu-
leið á Eyjafjallajökul. Yfir Smjörg-
ljúfur er að myndast ásjálegur skrið-
jökull og jökulsá sem þarf að fara
yfir áður en haldið er yfir jökulgarð-
inn að Gígjökli, skriðjökli sem sígur
fram af toppi jökulsins niður í lón.
Síðar verður svo sagt frá þriðju
og síðustu göngunni sem er þann
23. september.
La Manga á Spáni 20.-30. sept.
La Manga golfsvæðið er talið vera eitt það besta á Spáni og í Evrópu. Dvalið verður í Bellaluz en íbúðirnar þar
eru mjög góðar og vel búnar. Fjöldi verslana og veitingastaða og aðstæður til golfiðkunar eins og best verður á
kosið. (Þrír 18 holu golfvellir á svæðinu).
Verðdæmi: Fjórir saman í íbúð með 2 svefnh. 53.030 kr.* Tveir saman í íbúð með 1 svefnh. 58.070 kr.*
Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, ísl. fararstjórn og skattar.
Félagar í golfferðaklúbbi SL fá 5.000 kr. afslátt af ferðinni til La Manga gegn framvísun skírteinis.
Cork á írlandi 8.-13. okt.
í nágrenni Cork er að finna nokkra af bestu golfvöllum Irlands. Gist verður
á hinu rómaða „Jurys hotel“ þar sem aðstaða er mjög góð.
Verðdæmi: Á mann í tvíbýli: 29.765 kr.*
Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, aksturtil og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn og skattar.
Fararstjóri í báðum ferðunum verður Kjartan L. Pálsson
TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI
‘Staðgreitt á mann.
Sami/iiwiiferðir-L anús ýn
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Slmbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 5691070
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörflur: Bæjarhrauni 14 • S. 5651155 • Símbréf 565 5355
Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 V/SA
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792 .
BATIAS&
EUROCARO