Morgunblaðið - 17.08.1995, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
EIN af myndum Drafnar.
Gler og goð
DRÖFN Guðmundsdóttir og
Birgitta Jónsdóttir sýna í
Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, 18.
til 31. ágúst.
Dröfn lauk námi í Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1993
en Birgitta er sjálflærð.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 12-til 18.
Gamanmál og
gestagangnr
í KVÖLD
verður dag-
skrá með
Hallgrími
Helgasyni rit-
höfundi í
Kaffileikhús-
inu. Hallgrím-
ur mun lesa
upp úr eigin
verkum, m.a. skáldsögu sinni
„þetta er alit að koma“, spjalla
við áheyrendur um verk sín og
fara með vísur og gamanmál.
Hallgrímur mun einnig fá til sín
gesti; þá Hrafn Jökulson og
Guðmund Andra Thorson, sem
les úr óbirtri skáldsögu sinni.
Hallgrímur Helgason hefur
sent frá sér tvær skáldsögur;
HELLA kom út 1990 og Þetta
er allt að koma 1994. Auk þess
átti hann sögur í erótíska smá-
sagnasafninu Tundurdufl, sem
út kom á liðnu ári og hefur
skrifað pistla fyrir útvarp og
blöð. Hallgrímur er einnig
myndlistarmaður og er alla
jafna búsettur í París.
Kaffileikhúsið er til húsa í
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3.
Húsið og barinn opna kl. 20 og
dagskráin hefst svo kl. 21.
Miðaverð er 500 krónur.
Islensk frá-
sagnarlist
í KVÖLD kl. 20 mun Halldór
Guðmundsson, bókmenntafræð-
ingur og útgefandi, flytja fyrir-
lestur um íslenskar bókmenntir
í sal Norræna hússins. Fyrirlest-
urinn ber yfirskriftina „Liv efter
Laxness - om islandsk litterat-
ur“. Halldór mun fjalla um
óbundið mál og leggja aðalá-
herslu á frásagnarlist sl. 20 ár.
Fyrirlesturinn verður fluttur
á dönsku. Að fyrirlestri loknum
verða umræður. Allir eru vel-
komnir og aðgangur er ókeypis.
List og mannlíf
á Seyðisfirði
I tilefni afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar
fór Bragi Asgeirsson austur og tók
myndir af kaupstaðnum og velti fyrir
sér list, mannlífí og náttúru þar
NÚLISTAKONAN Inga Jónsdóttir mun vera driffjöðrin að upp-
setningu flestra myndlistarsýninganna. Hér er hún við verk sitt
„Attir“, sem sett var upp samtímis á 4 stöðum á landinu.
AÐ SUNNUHVOLI var einnig þetta verk eftir Pétur Kristjáns-
son, þúsundþjalasmið með margbrotinn menntunarferil og at-
vinnusögu að baki. Hér er um sérstæða gítarvél að ræða, þar sem
einnig er leikið á þvottabretti og bala.
ÁSGEIR Jón Emils-
son býr að einangr-
aðri lífssögu eins
og margur heyrn-
arskertur sjómað-
urinn. I meira en
aldarfjórðung hef-
ur hann svo unnið
við fiskvinnslu í
landi og dundar við
ýmsar handíðir í
tómstundum sínum.
Helst er það bjór-
dósaklipp og nær
hann þar mark-
verðum árangri,
einkum er hann mótar borð lagi hjá
og stóla. En hann fæst einnig stjörnum.
við pappírsbrot og
þá helst úr sígar-
ettupökkum, sem
verða svo að um-
gjörðum jafnt ösku-
bakka sem mynd-
verka, sem eru
harðar sem væru
þær úr járni! Hann
málar og mynd-
verkin minna eitt
augnablik á R. B.
Kitaj, en Geiri hef-
ur einangraðri til-
finningu fyrir hinu
ástþrungna, sér í
nafnkenndum film-
UGGAS^
SENDlNG
HEtlA