Morgunblaðið - 17.08.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 17.08.1995, Síða 26
26 : FJMMTUDAGtJit ilgl ÁGÚST -lalgS i..................................................MOfiGtJKBLAkflíÍ L í. KIRKJA FLUTT Á BYGGÐASAFN 96 ára gömul kirkja íslenskra landnema í Minnesota endurvígð Kirkja, sem íslenzkir landnemar í Minnesota reistu og vígðu árið 1899, hefur nú verið flutt frá Ivanhoe í suðvesturhluta Minnesota til bæjarins Hendrick í sama landshluta. Þar hefur hún fengið virðulegan sess á byggða- safni, verið máluð utan sem innan, og verð- ur í framtíðinni til sýnis sem minning um líf landnemanna. Atli Steinarsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum, kynnti sér málefni kirkjunnar og sendi um hana eftirfarandi pistil: framtíð LJÓST var fyrir nokkrum árum að stjórn íslenzku kirkjunnar í Ivanhoe þurfti að taka ákvörðun um framtíð hennar. Mjög hafði fækkað í söfnuðinum og ljóst var orðið að það var ekki fýsilegur kostur að viðhalda kirkjunni sem bænahúsi. Þá gerðist það að stjórn Pioneer- safnsins frétti af málinu og átti frumkvæði að fundi um kirkjunnar sem haldinn var 20. apríl 1993 á heimili Allen Johnson og konu hans í Hendrick. Þann fund sátu stjórnar- menn kirkjunnar auk stjórnar safnsins. Þar var ákveðið að flytja kirkjuna á lóð safnsins í Hendrick, gera hana upp og viðhalda henni sem safngrip. Þegar hafist var handa um flutning kirkjunnar fundust nokk- ur blöð handskrifuð á íslenzku í krús í homsteini kirkjunnar undir yfirskriftinni: „Nokkrir penna- drættir til Kirkju Lincoln County safnaðar“. Þau orð skildu engir af niðjum íslendinga á þessu svæði og voru tveir íslendingar í N-Kali- forníu fengnir til að þýða á ensku það sem á blöðunum stendur. Ann- ar þeirra er frá Minnesota en hinn er Gísli Hermannsson, forseti ís- lendingafélagsins í Norður-Kali- forníu, og er hann heimildarmaður minn að þessum merku atburðum og hefur sent mér gögn þar um. Gísli sagði að blöðin hefðu verið samanbrotin í krúsinni og brotið hafi gert eina til tvær línur á hveiju blaði ólæsilega. Landnám íslendinganna í þessum „pennadráttum" safn- aðarins í Lincoln-sýslu er svo til orða tekið orðrétt: „Vorið 1878 hófu þessir íslendingar landnám í Lincoin Co. Minnesota Bandaríkjum Norður-Ameríku: Arngrímur Jóns- son, Jón Arngrímsson, Þorsteinn Guðmundsson, Guðlaugur Guð- mundsson, Ami Jónsson, Sigurjón Jónsson, Arni Sigvaldason, Stefán Sigurðsson, Jóhannes Magnússon og Magnús Gíslason, og var það upphaf nýlendu þeirra er síðan hef- ur verið nefnd Vesturbyggð íslend- inga í Lincoln County. . Til skýringar má geta þess, að önnur íslenzk nýlenda, norð-austur af bænum Minnesota varð til þrem árum áður, eða hinn 4. júlí 1875 þegar Gunnlaugur fjetursson nam þar land fyrsti íslenskur landnámsmað- ur í Minneota: hefír nýlenda sú verið síðan nefnd Austurbyggð Is- lendinga in Lyon Co. Hið áður nefnda ár 1878, hafði allt stjórnar land verið numið í Lyon Co., þar af leiddi það að íslendingar leytuðu vestur til Lincoln Co. að nema heim- ilisréttar. Brátt fjölgaði_ íslending- um í Vesturbyggð, því í Agúst sama Kirkjan varð- veitt sem bænahús á safni Landnemarnir lögðu mikia rækt við trú- mál ár námu þar land 7 fjölskyldur frá íslandi úr Vopnafírði. Þetta sama haust fóru þessir fámennu frumbúar íslensks fólks að halda fundi með sjer, sem gengu út á það að ræða um, að varðveita og efla menningu og sóma íslend- inga í Vesturheimi; var þá einnig rætt um að stofna söfnuð, og kosin nefnd manna til þess, að semja safnaðarlög; í þá nefnd voru kosn- ________ ir, Snorri Högnason, Ei- ríkur Bergmann og Guð- mundur Henry úr Aust- urbyggð_ en úr Vestur- byggð Ámi Sigvaldason _________ og Stefán Sigurðsson.“ Síðan segir orðrétt: „og heitir sá söfnuður nú Lincoln Co. söfnuður. Um haustið 1878 kom Síra J. Bjamason prestur Ný- íslendinga í Manitoba í Canada hingað og dvaldi meðal vor nokkra daga, flutti hann messu í húsi Pjet- urs Pjeturssonar yngra og skírði Sigríði dóttur hans í messunni, en að kveldi þess sama dags skírði hann Maríu Sigurbjörgu Stefáns- dóttur að heimili föður hennar St. Sigurðssonar frá Ljósavatni sem þá bjó í moldarkofa 12 feta löngum og 10 feta breiðum, en sem nú á hið stærsta og reisulegasta hús meðal íslendinga í Minnesota, og vom þær Sigríður Pjetursdóttir og María S. Stefánsdóttir fyrstu ís- lenzku bömin, sem skírð vom með- al Islendinga í Lincoln Co.“ Sagt er frá heimsókn sr. Páls Þorlákssonar, sem þá var prestur í N-Dakota vorið 1879. Hann vann öll prestverk fyrir Islendinga í Minnesota þá daga „sem gaf stað- ar“ eins og segir í Pennadráttum. „Um sumarið 1879 komu um 20 fjölskyldur, allar úr Norður-Múla- sýslu og á næsta fundi var myndað félag sem nefndist Framfarafélag, framhald af félagi sem myndað var af íslendingum í Milwaukee fimm árum áður. Lög félagsins vora sam- þykkt og undirskrifuð á fundi, er haldinn var á heimili P. Pjetursson- ar 29. d Nov.mánaðar 1879.“ Deilt um val á prestum Síðan segir frá deilum í söfnuðin- um um val á presti. Úr varð að sr. _________ Halldór Briem var kallað- ur frá Islandi til þjón- ustunnar. Tók hann til- boði um 300 dollara í árslaun og kom þangað í apríl 1881. Hann þjónaði aðeins í eitt ár, fór þá til Winnipeg og þaðan heim til íslands sama ár. Söfnuðimir vora síðan prestlaus- ir í nokkur ár. Prestar frá íslandi vora mjög ófúsir á að koma vestur, enda ekki tök á að gera þeim sæmi- leg tilboð vegna fátæktar landnem- anna. Haldið var uppi lestri á sunnudögum, og vorið 1884 var byggt samkomuhús, sem fékk nafn- ið „Félagshús“ og var notað fyrir Morgunblaðið/Flórída. KIRKJA íslenzku landnemanna. Myndin er tekin, er kirkjan kvaddi gamlar slóðir, en hún stóð við kirkjugarðinn, sem er fremst á myndinni. fe 16** 1 11 11 11 KIRKJAN á meðan á flutningnum stóð. FRÁ vígslu guðsþjónustur og aðrar samkomur. í „pennadráttum“ segir síðan: „Vorið 1886 kom Síra Friðrik Berg- mann við hjá okkur á leið til Dak- ota, að enduðu skólanámi sínu út- skrifaður af prestaskóla í borginni Philadelphia, hann vann hjer öll prestverk og þótti mörgum þá mik- ið til koma að hlusta á jafn góðan kirkjunnar. prest eptir 3ja ára vöntun á prest- þjónustu. Var þá mikið rætt um, að fá hingað prest, en ekki var hægt að fá Síra Friðrik, því hann hafði fengið köllun frá Dakota frá söfnuðinum þeim, er hann nú þjón- ar; var þá helst til ráða að reyna að fá Síra Steingrím Thorláksson, sem átti eftir tvö ár í námi í Christ- ianiu, en samt var honum skrifað og úr varð að hann kom til safnað- arins haustið 1887 og var prestur þar til hausts 1894, eða samfleytt í 7 ár er hann fór í kynnisför til Noregs með konu sinni. Meðan þjónaði sr. B.B. Jónsson söfnuðin- um í Lincoln sýslu, og líkaði söfnuð- inum svo vel við hann, að óskað var eftir að fá hann sem prest. Hann neitaði á þeirri forsendu að Síra St. Thorláksson hafði ekki sagt af sér prestþjónustu, og væri því prestur safnaðarins. Söfnuður- inn vildi ekki hætta svo við búið, en sendi tvo menn á kirkjuþing í Norður-Dakota. Þar úrskurðaði Kirkjuþingsnefnd, að prestaskiptin yrðu gjörð, og á næsta hausti var Síra Bjöm B. Jónsson prestur í Lincoln sýslu og hefur verið þar til þessa dags (að kirkjan var vígð og „Pennadrættir“ settir í hornsteininn 1899). í „Pennadráttum“ segir orðrétt um þetta og er allt orðrétt sem hér fer á eftir: Vort innra eðli kallar oss til starfs fyrir guðs ríki „... síðan hann hóf prestskap og þjónustu í þessum söfnuði, hafa kirkju mál verið í góðu lagi hjer, margir gengið í söfnuð; sem áður stóðu utan við, og enginn óánægja eða flokkadráttur verið safnaðarlífi vora til fyrirstöðu. Síra Björn hefur yfírhöfuð reynst góður hirðir. Á prestleysisárunum; eða áður en Síra Steingrímur varð hér prest- ur, hurfu nokkrir frá kirkjunni, af þeirri eðlilegri ástæðu, að nógir vora til að predika vantrú inn í fólkið; fremstir í þeim flokki voru þeir heirar Kristofer Janson norsk- ur Unitarapijedikari í Minneapolis og Robert Ingersoll, alþekktur amerískur vantrúarpostuli. Rit þessara manna voru lesin jafnvel af islenzku fólki og höfðu töluverð áhrif, sérstaklega þó í Winnipeg og Norður-Dakota en einnig í okkar fámenna hópi en nú era þau áhrif að mestu leiti horfin. Borgaralegt samkomulag Islend- inga í þessari byggð hefur verið ágætt frá upphafí allt til þessa dags; menn hafa strítt hver með öðram í frambýlingsskapnum og fylgzt að í kærleika, þó stundum yrðu skiptar skoðanir um trúmál; af þessu má ráða, að algjörður heið- indómur hefur aldrei náð inn til hjartnanna. Ef borgaralegt líf er ekki byggt á (hér er ólæsilegt orð í handritinu) fellur grannurinn og byggingin tortýmist. Þetta er marg endurtekin reynsla þjóðanna og „ vegna þess að vjer Islendingar í Lincoln Co. höfum lært að þekkja þennan sannleika, og vegna þess, að vort innra eðli kallar oss til starfs fyrir guðs ríki, þá reisum vjer hjer nú kirkju hverri homsteinn er lagð- ur var í dag guði til dýrðar og oss sjálfum til sannrar Kristilegrar upp- byggingar. 15. Júní 1899.“ Þetta er fróðleg saga um það hversu mikla rækt íslensku land- nemamir í Minnesota lögðu við trú sína og kirkjumál. Trúin kallaði til þeirra og í fyrstu voru allir sam- mála. Síðan var deilt um val presta og stefnumál, - en kirkjan þó byggð og vígð, Um áratuga skeið þjónaði þessi kirkja í Minnesota íslenzkum land- nemum og síðan niðjum þeirra. Þar kom að aðsóknin var orðin svo lít- il, að þeir sem ábyrgð bára á kirkj- unni vissu vart til hvaða ráða skyldi gripið. Þá kom hugmyndin frá stjórn Pioneer safnsins í Hendricks um að flytja kirkjuna þangað og varðveita sem safngrip. Nú þegar þessi 96 ára gamla kirkja hefur verið flutt á öruggan og góðan stað, eru allir ásáttir um að varla hefði betur verið unnt að varðveita kirkjuna. Þessi gamla „ís- lenzka“ kirkja mun um langa fram- tíð bera vitni lífi landnema í Minne- sota - og nútíma íslendingar mega vera stoltir af því, að það skuli vera kirkja íslenzku landnemanna, sem varðveitir þessa minningu í byggðasafninu í Hendricks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.