Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 1
64 SÍÐUR B
200. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Farsíma-
fár í Noregi
Fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna sett í Peking
Bhutto til
varnar músl-
imskum konum
Reuter
RÆÐA Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, við setning-
arathöfn kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær vakti
mikla athygli. Hér tekiir Jiang Zemin, forseti Kína, á móti henni.
Osló. Morgunblaðið.
FARSÍMAFÁR hefur gripið
um sig í Noregi. í júlí og ág-
úst keyptu fleiri farsíma en
allt árið 1993 og er talið að
eigendur farsíma nái einni
milljón í haust.
Nú eru rúmlega 900 þúsund
farsímar í umferð í Noregi og
jafngildir það því að þriðji hver
Norðmaður, sem náð hefur 18
ára aldri, eigi farsíma. Fár
þetta er rakið til mikils verð-
stríðs, sem brotist hefur út
milli símkerfa, ríkisfyrirtækis-
ins Telenor Mobil og einkafyr-
irtækisins NetCom. Farsímar
hafa verið mjög ódýrir og teg-
undir, sem teljast fullkomnar
og alla jafna eru seldar dýru
verði, hafa verið boðnar á svo
lítið sem tíu íslenskar krónur.
Þess finnast dæmi að allt að
fímm hundruð krónur hafi ver-
ið borgaðar með símunum.
Nú er fárið hins vegar á
enda. Tilboðin eru að hverfa
af markaðnum og í vikunni,
sem leið, hækkuðu farsímar
að meðaltali um tíu þúsund
krónur.
Peking. Reuter.
FJORÐA kvennaráðstefna Samein-
uðu þjóðanna hófst í Kína í gær með
athöfn í Alþýðuhöllinni í Peking.
Mesta athygli vakti ræða Benazir
Bhuttos, forsætisráðherra Pakistans.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, flutti ávarp þegar Bhutto hafði
lokið máli sínu og þakkaði Kínveijum
gestrisnina. Mikið var um dýrðir við
setninguna, en atburðir utan hallar-
innar settu einnig mark sitt á upp-
haf ráðstefnunnar. Bretar mæltust
til þess að Kínveijar létu fundargesti
óáreitta á ráðstefnusvæðum. 150
konur, sem voru í mótmælagöngu
nokkur þúsund ráðstefnugesta, brut-
ust í gær gegn um varnarmúr lög-
regluþjóna.
Bhutto vitnaði í Kóraninn máli
sínu til stuðnings og sagði að þar
væri ekki reynt að einskorða konur
við heimilin. Hún vísaði til þess að
þijár konur væru nú forsætisráðherr-
ar múslimskra ríkja og bætti við:
„Kosning okkar batt enda á þá goð-
sögu, sem sprottin er af bannhelgum
þjóðfélagsins, að staður konunnar sé
á heimilinu, að það sé skammarlegt,
vansæmandi eða félagslega ótækt
að múslimsk kona vinni.“
Auk Bhuttos er þar um Begum
Khaleda Zia, forsætisráðherra
Bangladesh, og Tansu Ciiler, forsæt-
isráðherra Tyrklands, að ræða.
Síðasta stórvirki aldarinnar
„Það að tryggja jöfnuð kvenna og
karla er síðasta stórvirki tuttugustu
aldarinnar," sagði í ræðu, sem flutt
var fyrir hönd Boutrosar Boutrosar-
Ghalis, framkvæmdastjóra SÞ.
Kínveijar voru um helgina gagn-
rýndir fyrir harkalegar öryggisráð-
stafanir og var tilraunum þeirra til
að koma í veg fyrir mótmæli jafnað
við_ mannréttindabrot.
I gær reyndu kínversk yfirvöld og
embættismenn SÞ hins vegar að
lægja þær öldur, sem ýfst hafa und-
anfarna daga vegna hliðarráðstefnu
óháðra samtaka um málefni kvenna.
Winnie Mandela, konu Nelsons
Mandela, forseta Suður-Afríku, var
neitað um aðgang að setningarhátíð-
inni vegna þess að hún og 20 manna
fylgdarlið hennar kom of seint til
hennar. Hún reyndi að bijóta sér
leið inn í Alþýðuhöllina en öryggis-
verðir stóðu fastir fyrir.
■ Margt hefur áunnist/6
■ Vestrænn arfur/29
Reuter
SfSjSp
H9B9R|
Hagfræðingur ESB
gagnrýnir myntáform
London. Reuter.
BRETINN Bernard Connolly, sem
er einn af æðstu hagfræðingum Evr-
ópusambandsins, ræðst harkalega á
áformin um peningalegan samruna
ESB-ríkjanna (EMU) í bók sem kem-
ur út síðar í mánuðinum. Kaflar úr
bókinni voru birtir í The Times í gær
og gaf framkvæmdastjórnin í Bruss-
el í skyn að Connolly yrði hugsanlega
vikið úr starfi vegna skoðana sinna.
Connolly er yfirmaður mikilvægr-
ar deildar innan ESB, sem fer með
peninga- og efnahagsmál.
í fyrsta kaflanum sem birtur er
úr bókinni lýsir hann því yfír að
embættismenn í Frakklandi og
Þýskalandi hafi fyrir þremur árum
gert samkomulag um að þýski seðla-
bankinn myndi veita franska frank-
anum ótakmarkaðan stuðning, ef
gengi hans væri í hættu vegna spá-
kaupmennsku á mörkuðum, en ekki
öðrum evrópskum gjaldmiðlum.
í forsíðugrein segir Times að
Connolly spái því að peningalegur
samruni muni leiða til togstreitu
milli Frakklands og Þýskalands um
völd í Evrópu er gæti endað með
stríði. Er búist við að Evrópuand-
stæðingar í íhaldsflokknum muni
óspart beita rökum Connallys en
bókin, sem ber heitið Hinn rotni
kjarni Evrópu: Hin óprúttnu átök um
gjaldmiðla Evrópu, kemur út 18.
september.
í við tali við útvarp BBC í gær
segir Connolly, sem er í leyfí frá
starfi sínu vegna bókaskrifanna, að
hann reikni með þvi að halda áfram
starfi sínu hjá ESB. Klaus van der
Pas, talsmaður framkvæmdastjórn-
arinnar, sagði hins vegar að Conn-
olly hefði ekki fengið heimild til að
rita bók þar sem fram kæmu skoðan-
ir er gengju þvert á opinbera afstöðu
framkvæmdastjórnarinnar.
Umdeild
hátíðahöld
ÍSRAELAR hófu í gær hátíða-
höld, sem standa munu í fimmtán
mánuði, til að fagna því að þrjú
þúsund ár eru liðin frá því að
Davíð konungur lýsti því yfir að
Jerúsalem væri höfuðborg gyð-
inga. Hátíðahöldin í Jerúsalem
hafa vakið mikla reiði leiðtoga
Palestínumanna, sem vilja að
Austur-Jerúsalem verði höf-
uðborg þeirra.
Evrópusambandið hafði að
engu boð um að styðja menning-
arviðburði á hátíðinni ojg sendi-
herra Bandaríkjanna í Israel var
ekki viðstaddur upphaf hennar.
Mörg þúsund ísraelar komu til
að sjá flugeldasýningu, sem hald-
in var við upphaf hát iðahaldanna.
Urslitafrestur SÞ um að umsátri um Sarajevo ljúki rennur út
Serbar virðast draga sig í hlé
Sarajevo. Reuter.
SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) sögðu í gær að svo
virtist sem Bosníu-Serbar væru að búa sig undir
að aflétta umsátrinu um Sarajevo og hverfa á
braut með stórskotalið sitt. Frestur til að verða
við úrslitakostum SÞ um að hætta umsátrinu rann
út í gærkvöldi og lögðu talsmenn Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) áherslu á að enn kæmi
sterklega til greina að hefja loftárásir á Bosníu-
Serba að nýju. Aðeins nokkrum sekúndum eftir
að fresturinn rann út heyrðust sprengingar í bæn-
um Pale þar sem Bosníu-Serbar hafa höfuðstöðv-
ar sínar.
Blaðamenn í Sarajevo kváðust einnig hafa séð
tvo blossa norður af Sarajevo, skammt frá skot-
færaverksmiðju Bosníu-Serba. Um leið mátti
heyra orrustuþotur NATO fljúga yfir. Talsmenn
NATO sögðu hins vegar engar loftárásir hafa
verið gerðar.
Hermenn á vegum SÞ kváðust fyrr í gær hafa
séð Bosníu-Serba draga vopn brott frá Sarajevo,
en embættismenn SÞ vildu ekki draga miklar
ályktanir af því og sögðu fátt bera því vitni að
Bosníu-Serbar hygðust ganga að kröfum þeirra.
Sjónvarpsstöðin Sky sýndi í gær myndir, sem
Serbar sendu frá sér, af vopnaflutningum.
Hafna bréfi Mladic
Chris Gunness, talsmaður SÞ í Zagreb í Króat-
íu, sagði skömmu áður en fresturinn rann út að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu hafnað bréfi þar sem
Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, setti
skilyrði fyrir því að stórskotaliðið umhverfis
Sarajevo yrði kvatt á braut.
Mladic sagði í bréfi til Bernards Janviers, herfor-
ingja SÞ, að halda ætti friðarviðræður allra aðilja
og kvaðst myndu greiða fyrir þeim með því að
hætta hernaði við Sarajevo. Yfirmenn NATO
sögðu Mladic ekki í aðstöðu til að gera kröfur.
Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
sagði í gær að Radovan Karadic, leiðtogi Bosníu-
Serba, hefði sagt sér að hann hefði í hyggju að
„verða að fullu við kröfum SÞ“.
Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, sakaði
Carter í gær um íhlutun í málefni Bosníu og að
halda uppi vörnum fyrir stríðsglæpamenn með því
að tefja árásir NATO.
Átökum umhverfis griðasvæði SÞ í Bihac linnti
skömmu áður en fresturinn rann út.
/