Morgunblaðið - 05.09.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 13
LANDIÐ
ÖLFUSÁRBRÚ iðaði af hlaupandi fólki eftir að ræst hafði verið.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Metþátt-
taka í
Brúarhlaupi
Selfossi - Góð stemmning ríkti í
miðbæ Selfoss á laugardag þegar
Brúarhlaup Selfoss fór fram í
fimmta sinn. AIIs skráðu sig til
keppni 1.061 og í mark komu
1.040. Ölfusárbrú iðaði af hjól-
andi og hlaupandi fólki eftir að
Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð-
herra og verndari hlaupsins,
hafði ræst þá af stað á miðri
brúnni, síðan fylltu hlaupararnir
og hjólreiðamennirnir Tryggva
torg og Austurveginn. Ræst var
með hálftima millibili, fyrst í hjól-
reiðum þá í hálfmaraþoni og loks
i sfyttri hlaupavegalengdum, 10
km, 5 km og 2,5 km.
Afmælisblessun
veðurguðanna
Þátttakendur voru á öllum
aldri, flestir frá Selfossi og ná-
grenni en sífellt stækkandi hópur
kemur annars staðar frá. Mikil
örtröð myndaðist við skráningu
í hlaupið skömmu áður en ræst
var og greinilegt að góða veðrið
átti sinn þátt í því en veðurguð-
irnir veittu hlaupinu afmæl-
isblessun með því að draga frá
skýin og hleypa sólinni niður á
sólþyrsta Sunnlendinga.
Selfossbær var skrýddur há-
tíðarfánum þennan dag en hefð
er fyrir því að flagga vel í mið-
bænum og skapa með því góða
stemmningu. I lok hlaupsins var
mikill mannfjöldi í miðbænum
sem naut veðurblíðunnar og
stemmningarinnar sem ætíð
skapast í stórum almennings-
hlaupum. Góður ánægjukliður
fór um hópinn í hvert sinn sem
sigurvegurum voru afhent sigur-
launin í hverri vegalengd en að
þessu sinni voru það lambalæri
frá KÁ, Höfn og SS og ekki á
hverjum degi sem sigurvegararn-
ir geta borðað sigurlaunin. Eftir
hlaupið gátu hlauparar og hjól-
reiðamenn viljað um tíma sinn á
blöðum í gluggum Tryggvaskála
en fyrirhugað er að gefa þau út
og senda hverjum og einum þátt-
takanda.
Biskup vísiterar
Holtsprestakall
Holti - Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, vísiteraði Holtsprestakall
dagana 29. og 30. ágúst með konu
sinni frú Ebbu Sigurðardóttur og
prófastshjónum í Rangárvallapróf-
astsdæmi, sr. Sváfni Sveinbjarnar-
syni og frú Ingibjörgu Halldórsdótt-
ur.Vísitazían hófst með guðsþjón-
ustu á þriðjudag kl. 16 í Eyvindar-
hólakirkju þar sem sóknarprestur-
inn sr. Halldór Gunnarsson þjónaði
fyrir altari fyrir prédikun en biskup
prédikaði og þjónaði síðan fyrir alt-
ari. í lok guðsþjónustunnar ávarpaði
prófastur söfnuðinn. Eftir fund með
sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa var
farið að Skógum, byggðasafnið þar
skoðað og teikningar af væntan-
legri byggðasafnskirkju, sem verður
reist í haust og fullfrágerð að utan.
Um kvöldið bauð Eyvindarhólasókn
öllum sóknarnefndarmönnum og
öðrum trúnaðarmönnum i presta-
kallinu með vísitazíugestum til
kvöldverðar í nýju félagsheimili
Austur-Eyfellinga að Fossbúð. Þar
voru margar ræður fluttar og kom
fram að langalangafi biskups, sr.
Þorvarður Jónsson, hafði þjónað í
Holtsprestakalli 1847 til 1862 og
var því biskup boðin velkominn
heim.
Daginn eftir var vísitazíu fram
haldið með fundum og guðsþjón-
ustum í Ásólfsskálakirkju og eftir
kirkjukaffi að Heimalandi í Stóra-
Dalskirkju. Guðsþjónusturnar voru
allar vel sóttar af ungum sem öldn-
um og í kirkjukaffínu sem Ásólfs-
skála- og Stóra-Dalasóknir buðu til,
kom fólk úr öllum sóknunum, um
25% allra íbúa prestakallsins. Þar
voru ræður fluttar og sameiginlegir
kirkjukórar prestakallsins sungu
ættjarðarlög undir stjórn organista
Jónu Þorgerðar Guðmundsdóttur.
I lok vísitazíunnar þökkuðu bisk-
up og prófastur fyrir góðar móttök-
ur í öllum sóknunum og kvað biskup
það vera fágætt að í sama presta-
kalli væru einpngis nýbyggðar kirkj-
ur, fagrar og vel hirtar, sem til fyrir-
myndar væru, Ásólfskirkja vígð
1955, Eyvindarhólakirkja 1961,
Stóra-Dalskirkja 1969 og í bygg-
ingu væri safnkirkja í Skógum, sem
hann vænti að hægt væri að ljúka
sem fyrst með áframhaldandi stuðn-
ingi velunnara byggðasafnsins og
héraðsskólans í Skógum.
Morgunblaðið/Haildór Gunnarsson
FRÁ vísiteringu biskups í Holtaprestakall f.v. Sváfnir Sveinbjarn-
arson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ólafur Skúlason, Ebba Sigurðar-
dóttir, Margrét Jónsdóttir og Halldór Gunnarsson.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðsson-
ar og co. hf. á Þingeyri
Landsþekkt fyrirtæki
hættir rekstri
Hrafnseyri - Vélsmiðja Guðmund-
ar J. Sigurðssonar og co. hf. á Þing-
eyri hætti að starfa þann 1. ágúst,
eftir rúmlega 80 ára rekstur. Rekst-
ur vélsmiðju hófst á Þingeyri um
síðustu aldamót á vegum Grams-
verslunar. Guðmundur J. Sigurðs-
son vélsmíðameistari hafði m.a.
lært fag sitt í Noregi og Danmörku
á vegum þeirrar verslunar og stofn-
aði síðan fyrirtæki sitt árið 1913.
Var Guðmundur einn af frumkvöðl-
um alhliða smiðjureksturs hér á
landi. Seinna starfaði sonur hans,
Matthías vélaverkfræðingur, með
föður sínum við rekstur fyrirtækis-
ins. Eftir lát Guðmundar var Matt-
hías framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins til dánardægurs síðastliðið vor.
Undir stjórn þeirra feðga varð
smiðjan á Þingeyri landsþekkt fyrir
góða og vandaða þjónustu og einn-
ig hjá þeim útlendingum sem stund-
uðu fiskveiðar við ísland. Jám-
steypan þar var t.d. ein af þremur
þeim helstu á landinu um tíma. Frá
rafmótor í smiðjunni kom fyrsta
rafmagn sem leitt var í hús á Þing-
eyri og á ýmsum öðrum tæknilegum
sviðum var þetta fyrirtæki í farar-
broddi. I seinni heimsstyrjöldinni
átti fjöldi útvegsmanna um allt Iand
smiðjunni það að þakka að þeir
gátu gert út báta sína, þegar vara-
hlutir í ýmsar bátavélar og spil
voru nánast ófáanlegir. Þá var
þrautalendingin að fá þá smíðaða
á Þingeyri. Og „dráttarkarlinn“,
sem Matthías fann upp til að létta
mönnum störf við línuveiðar, var
þekktur bæði utan lands og innan.
Iðnskóli á Þingeyri
Fjöldi manna lærði vélsmíði og
járnsmíði í smiðjunni á Þingeyri og
þóttu það mjög góð meðmæli með
mönnum ef þeir höfðu lært þar. Á
tímabili ráku þau hjónin Matthías
og Camilla Sigmundsdóttir iðnskóla
í einni stofunni heima hjá sér.
I lok fyr'ri heimsstyijaldar fóru
þýskir togarar að venja komur sínar
til Þingeyrar eftir vatni og vistum
og þegar viðgerða var þörf. Síðan
bættust breskir togarar í þann hóp,
en Matthías varð umboðsmaður
þeirra upp úr 1950. Þegar sókn
Breta á íslandsmið var sem mest,
mátti stundum sjá 15 til 20 síðutog-
ara bundna hlið við hlið við bryggju
á Þingeyri. Oft þurftu bresku skip-
stjórarnir að leita þar hafnar vegna
veikra og slasaðra skipveija. Bar
þá stundum svo við að læknislaust
var á staðnum og gat það verið
bagalegt t.d. ef taka þurfti röntgen-
myndir. Er það í frásögur fært hér
vestra, að umboðsmaðurinn hafí þá
ekki dáið ráðalaus og tekið mynd-
irnar sjálfur.
Nýtt fyrirtæki
Sama dag og Vélsmiðja Guð-
mundar J. Sigurðssonar hætti starf-
semi, tók nýtt fyrirtæki við rekstrin-
um, Véla- og bílaþjónusta Kristjáns
hf. og er eigandi þess Kristján
Gunnarsson frá Hofi, en hann lærði
í smiðjunni og starfaði þar í ára-
tugi. Verður reksturinn með svip-
uðu sniði og hann var síðustu árin,
að sögn Kristjáns. Þess skal getið
að lokum að enn er margt með
sömu ummerkjum í smiðjuhúsunum
og þegar fyrirtækið hóf starf-
rækslu. Hafa kunnáttumenn látið
þau orð falla, að slíkt sé mjög sjald-
gæft og því sé um ómetanleg at-
vinnusöguleg verðmæti að ræða
sem alls ekki megi fara forgörðum.
utt
lækna- og rannsóknastofu mína
í Dómus Medica, Egilsgötu 3.
Tímapantanir í síma 563 1058 milli kl. 9 -16.30.
Marino P. Hafstein, læknir.
Sérgrein heila- og taugasjúkdómar.
Klínisk taugalífeðlisfræði.
Musikleikfimin
hefst mánudaginn 18. september.
Góð alNiða þjálfun fyrir konur sem vilja
bæta þol, styrk og liðleika á markvissan
og skemmtilegan hátt.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Upplýsingar og innritun í síma 551 3022.
Gígja Hermannsdóttir, íþróttakennari.
DAEWDO
örbylgjuofnar
Hágæðaofnar, framleiddir ctf
rafeindarisanum DAEWOO
Verð við allra hæfi
Þjónusta sem þér býðst ekki annars
staðar. Við bjóðum þér á kvöldnám-
skeið i matreiðsluskóla Drafnar þar sem þú
lærlr að matreiða grænmeti, steikja kjöt, sjóða
fisk, baka, búa til sultur og margt margt fleira.
DAEWOO, heilsusamleg nútímamatreiðsla
sem sparar tíma, fé og fyrirhöfn.
10
gerðir
af örbylgjuofnum
fyrir öll heimili.
Veldu þér hágæðaofn
með landskunnri
þjónustu.
Einar
Farestveit & Co. hf.
Borgartúnl 28 - Slmi 622901 og 622900