Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Mikilvægi upplýsinga tii stjórnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara BH TæknivaS Skeifunni 17 • Sími 568-1665 UR VERIIMU Skipstjórar á rækjuflotanum hafna notkun seiðaskilju yfir veturinn Segja stórkostlega slysahættu skapast af notkun skíljunnar SKIPSTJORNARMENN á nánast hveiju úthafsrækjuskipi íslenzka flotans hafa nú sent sjávarútvegs- ráðherra tilmæli þess efnis að notkun seiðaskilju við rækjuveiðar verði ekki skylduð yfir vetrarmán- uðina. Skipstjórnarmenn benda einkum á, að slysahætta sé mikil við notkun skiljunnar í slæmum veðrum, en auk þess að sízt sé þörf á því að vernda fiskseiði með þessum hætti yfir vetrarmánuðina. Snæbjörn Ólafsson, skipstjóri á Sigurborgu VE 121, segir ástæðu- laust að bíða þess að slys verði við notkun skiljunnar og tilmælum þessum verði fylgt eftir, reynist þess þörf. Samkvæmt gildandi reglugerð um þessar veiðar, er skylt, með tímabundum undanþág- um, að nota seiðaskilju allan ársins hring við allar úthafsrækjuveiðar. í skeyti til sjávarútvegsráð- herra, fara skipstjórnarmennimir fram á, að núverandi reglugerð verði breytt þannig að ekki sé skylt að nota skiljuna á tímabilinu frá fyrsta október til loka aprílmánað- ar. Tilmæli þessi styðja þeir á eftir- farandi hátt: Dauðagildra í vondum veðrum „Það er samdóma álit skipstjóm- armanna, sem þessar veiðar hafa stundað, að á þeim árstíma, sem SEIÐASKILJA Morgunblaðið/Þorkell veður eru vályndust við íslands, skapist stórkostleg slysahætta samfara því að nota seiðaskilju. Margir eru þeirrar skoðunar að ekki sé spurning um það, hvort notkun skiljunnar valdi slysi, held- ur hvenær. Það er ljóst öllum þeim, sem til þekkja, að yfirgnæfandi líkur eru á því að slys, sem yrði vegna notkunar seiðaskilju, mundi verða alvarlegt og sumir vilja ganga svo langt, að jafna notkun skiljunnar í vondum veðrum við dauðagildru. Þetta er ástand, sem enginn skipstjórnarmaður vill bera ábyrgð á. Síst þörf á verndun yfir vetrarmánuðina Það er skoðun okkar, að með tilliti til verndunarsjónarmiða, sé þetta sá tími ársins, sem notkun seiðaskilju er sízt þörf. Komi upp tilefni til verndunar ungviðs á afmörkuðum svæðum innan tímabilsins, verði brugðizt við því með hefðbundnum lokun- araðferðum. Ef skyldan um skiljunotkun verður eins víðtæk og núverandi reglugerð gerir ráð fyrir, er full- víst að mörg þeirra skipa, sem nú stunda rækjuveiðar, verða verk- efnalaus, því veiðarnar geta ekki orðið arðbærar vegna frátafa, sem notkun skilju skapaði á þeim tíma, sem veður eru hörðust." Snæbjörn Ólafsson segir, að skipstjórnarmönnum gremjist það verulega, að ekki skyldi haft samr- áð við þá um mótun reglugerðar um notkun skiljunnar. „Allir viljum við stuðla að vernd- un fiskseiða, en við viljum ekki skapa óþarfa slysahættu samfara því. Við vildum að skipin reyndu noktun skiljunnar í ákvðinn tíma og síðan mætti hafa reynsluna af því sem leiðarljós við setningu reglugerðar. Svo var ekki gert, heldur var notkun hennar skylduð án þess að þörfin fyrir hana og annmarkar við notkun hennar væru fullkannaðir. Slysahættan er fyrir hendi á öllum skipum, bæði stórum og smáum og ljóst er að engin þörf er á notkun skiljunnar í djúpköntunum, en þar eru engin seiði. Því finnst okkur full ástæða til endurskoðunar þessarar reglu- gerðar og réttast að svó sé gert í fullu samráði við okkur og að feng- inni nægilegri reynslu, sem hægt er að byggja á,“ segir Snæbjörn. More 486 66 MHz tölvor Frákr. 96.175,- More Pentíum tölvnr Frákr. 123.478,- Fní kr. 127.044,- VVindnwN 95 kr. 8.500,- Geisladrit frá kr. 12.900,- Afritunarstöðvar 800IVIIE kr. 22.900,- Med 2x oeisladrili kr. 19.900,- llljóðkort, 10 hita vfððma kr. 8.600,- Við erum í Mörkinni 6. Sími 588 2061 - Fax 588 2062 BOÐEIND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.