Morgunblaðið - 05.09.1995, Side 17

Morgunblaðið - 05.09.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 17 siðustu dagar NÚ ER BARA AÐ HRÖKKVA, STOKKVA, URRA OG GELTA ÞVÍ ÞEIM FER SENN AÐ LJÚKA HUNDADÖGUNUM í JAPIS. Panasonic Panasonic Panasonic PANASONIC ORBYLGJUOFNAR FRÁ KR. 19.900,- Panasonic FERÐATÆKI MEÐ CD FRÁ KR. 16.950,- Panasonic FERÐ AGEISLASPILARI FRÁ KR. 9.995,- Panasonic MYNDBANDSUPPTOKUVELAR FRÁ KR. 59.900,- ■ ■ w allt að 50% afsl. FRÉTTIR: EVRÓPA Eftirlitsmenn heilir á húfi ÞRÍR spænskir, einn írskur og einn hollenskur eftirlitsmenn á vegum ESB, sem Bosníu-Serbar höfðu í haldi í síðustu viku, vissu ekki að árásir NATO voru yfirvof- andi. Þeir sögðu á blaðamanna- fundi í Madrid í gær að þeir hefðu verið sofandi á hóteli í Pale, höf- uðvígi Bosníu-Serba, er árásir NATO hófust. Þeir sögðu Serba ekki hafa trúað því að þeim hefði ekki verið sagt frá árásunum og- sakað þá um að hafa komið til Pale til að beina sprengjunum á rétt skotmörk. Verkefni þeirra í Pale var hins vegar að semja um að stórskotaliðsárásum á Dubrovnik í Króatíu yrði hætt. Erfiðast sögðu eftirlitsmennin ir hafa verið er þeir heyrðu í spænsku útvarpi að talið væri að þeir hefðu fallið í sprengingunum Skildu þeir ekki hvers vegna Bos- níu-Serbar hefðu lýst því yfir að þeir væru látnir ogtöldu það jafn- vel vísbendingu um að til stæði að taka þá af Iífi. íhuguðu þeir á timabili að reyna að flýja en kom- ust að þeirri niðurstöðu að slíkt væri of áhættusamt. Reuter Geimsam- starf við Rússa GEIMFLAUG með þriggja manna áhöfn var í gær skotið á loft frá Baikanur í Kazakhstan vegna samvinnuverkefnis Rússa og Evrópsku geimferðastofnun- arinnar (ESA). Verkefnið, Eu- romir 95, verður unnið í Mir- geimstöðinni. Fulltrúi ESA er Þjóðverjinn Thomas Reiter. Ihuga vítur á fram- kvæmda- stjómina • EVRÓPUÞINGIÐ íhugar að samþykkja ávítur á framkvæmda stjórnina þar sem að ákvæðum Euratom-sáttmálans hafi ekki ve ið beitt í tengslum við fyrirhuga' ar kjarnorkutilraunir Frakka í Kyrrahafi. Greinir blaðið La Ti bune frá þessu. • FRAKKAR hafa hvatt banda menn sína innan ESB til að styðj við bakið á þeim vegna mótrnæh gegn kjarnorkutilraunum þeirn Charles Millon, varnarmálaráð- herra Frakklands, segir í viðtali við Frankfurter AUgemeine Zeii ung í gær að Frakkar færu fram á samtöðu ESB-ríkja í jafnmikil- vægu máli sem þessu. • CLAUDIA Roth, leiðtogi græi ingja á Evrópuþinginu, opnaði ui helgina skrifstofu í Istanbul í Tyrklandi. Markmiðið með henn er að styðja við lýðræðisöfl í land inu og miðla upplýsingum um ástandið í Tyrklandi. • SUMARLEYFUM innan Evr- ópusambandsins er nú lokið og starfsemi að hefjast á skrifstofur þess á ný. Hollenska blaðið De Standard segir hins vegar and- rúmsloftið innan ESB einkennasf af efasemdum þessa stundina. Óvissa ríki um framtíðina vegna hinnar yfirvofandi ríkjaráðstefni og margir hafi efasemdir um hvernig Spánverjar, sem nú eru í forsæti ráðherraráðsins muni tal ast að vinna úr málum. • WOLFGANG Botsch, póstmáli ráðherra Þýskalands hyggst að sögn þýskra fjölmiðla leggja það til við framkvæmdastjórnina að þýska og franska póst- og símafy irtækjunum verði leyft að fram- kvæma Atlas-samstarfsverkefni sitt. __ •FJÖLMARGAR hafnir í Anda- lúsíu á Suður-Spáni neita að taka við innflutningi frá Marokkó til að mótmæla því að ekki hefur náðst samkomulag um fiskveiðar ESB í marokkóskri lögsögu. Stjórnvöld í Marokkó hafa hins vegar mótmælt því að Spánveijar tengi fiskveiðisamninginn við fyr- irhugaðan samstarfssamning Ma- rokkó og ESB. BRAUTARHOLTl OG KRINGLUNNI SÍNII 562 5200 BÍLGEISLASPILARAR FRÁ KR. 33.900,- 14" sjónvörp KR. 27.900,- Í JT iuijhfir! ■ JAPISS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.