Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 19

Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 19 ERLENT Fyrirhugaðar kjarnorkutílraunír Frakka á Mururoa-eyju í Suður-Kyrrahafi Greenpeace deilir á Ný-Sjálendinga Wellington, Genf, Canberra. Reuter. GREENPEACE-náttúruverndar- samtökin gagnrýndu í gær harka- lega Jim Bolger, forsætisráðherra Nýja-Sjálands fyrir að neita að taka þátt í því sem hann kallar „áróðursstríð" franska hersins og samtakanna vegna töku franskra hermanna á tveimur skipum græn- friðunga við Mururoa á föstudag. Ástralir og fleiri þjóðir hafa hins vegar mótmælt töku skipanna harðlega og hefur mótmælum við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka ekki linnt. Franski herinn stöðvaði í gær ferðir mótmælenda á tveimur bátskænum nærri Mur- uroa. Var fólkið flutt um borð í herskip en Frakkar voru ekki á sama máli og grænfriðungar sem fullyrtu að bátarnir hefðu verið komnir inn fyrir rifið við Mururoa. Um helgina rændi Spánveiji franskri farþegavél og hótaði að sprengja hana í loft upp í mót- mælaskyni við tilraunirnar. Spán- veijinn er 33 ára og rændi vélinni er hún var á leið frá Mallorca til Parísar á sunnudag. Kvaðst mað- urinn vera með ijarstýrðan sprengibúnað á sér, sem reyndist vera farsími með aukarafhlöðum. 298 manns voru um borð í vélinni sem var snúið til Genfar. Krafðist hann þess að blaðamenn kæmu um borð svo að hann gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri en um hálfri stundu eftir lendingu gafst hann upp. Grænfriðungar vændir um ögranir Jim Bolger hefur lýst því yfir að stjórnvöld á Nýja-Sjálandi muni bera fram mótmæli við frönsk yfir- völd fái þau sannanir fyrir því að franskir hermenn hafi í fyrri viku beitt meira valdi en nauðsynlegt var til að taka tvö skip grænfrið- unga, sem höfðu siglt inn á til- raunasvæði Frakka á Mururoa- eyju. Bolger sagði að græningjar hefðu af ásettu ráði ögrað Frökk- um en Greenpeace lýstu því hins vegar yfir að sú ákvörðun Bolgers að mótmæla ekki töku skipa þeirra bæri vott um „heigulshátt“ og væri aðfmnsluverð. Ástralir æfir vegna afskipta Frakka Ástralir brugðust hins vegar hinir verstu við töku skipa græn- friðunga og í gær kölluðu þarlend yfirvöld sendiherra Frakka til sín og kröfðu hann útskýringa á því hvers vegna franskir sjóliðar hefðu ráðist til uppgöngu í þau. Græn- friðungar fullyrða að þeir hafi ekki farið inn fyrir 12 mílna landhelgi Mururoa eins og Frakkar hafa haldið fram. Mótmælendur hafa hins vegar hótað því að sigla á Reuter YFIRMENN í franska sjóhernum flytja grænfriðunga úr báti þeirra yfir á hraðbáta hersins eftir að þeir fóru inn í landhelgi Mururoa um helgina, til að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutil- raunum skútum inn fyrir landhelgina í dag, þriðjudag. Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakka, sagðist á sunnudag vera hneykslaður á gagnrýni sumra Evrópusambandslanda á ákvörðun Frakka um að hefja að nýju kjarnorkutilraunir. Neitaði ráðherrann að gefa upp til hverra hann vísaði en þagði þegar hann Frakka. var spurður hvort að hann ætti við ráðamenn í Danmörku. Skipveijar á nýsjálensku her- skipi tilkynntu á sunnudag að þeir hefðu undir höndum hljóðupptökur af einhveiju sem þeir teldu að væri sprenging neðansjávar. Frönsk yfirvöld neita hins vegar að tilraunasprengingar hafi verið gerðar á Mururoa eða Fangataufa. Þjóðarsátt Finna í hættu Helsinki. Morgunblaðið. TILRAUN aðila finnska vinnu- markaðarins að ná samkomulagi um litlar launahækkanir til að tryggja hagvöxt á næstu árum er nú í hættu. Finnska alþýðusam- bandið (SAK) vill ekki samþykkja sparnað ríkissjóðs sem mun minnka framlög til atvinnulausra. Um er að ræða 800 milljónir marka eða um 12 milljarða íslenskra króna. Vinnuveitendur lögðu í gær- morgun fram tillögu um tæplega þriggja prósenta launahækkun á tveimur árum. Á móti ætti ríkið að tryggja lækkun skatta. Alþýðu- sambandið felldi hins vegar þessa tillögu og var vísað til áforma stjórnvaldá um að lækka atvinnu- leysisbætur. Ríkisstjórn Paavos Lipponens (jafn.) er í vanda stödd vegna af- stöðu alþýðusambandsins. Náist ekki þjóðarsátt um kjaramál má búast við því að hagvöxtur'verði ekki jafn mikill og gert var ráð fyrir í ijárlagafrumvarpinu. Aukist verðbólga verða hagspár ríkis- stjórnarinnar fljótt úreltar. Iiro Viinanen fjármálaráðherra (hægrifl.) hefur neitað að fallast á kröfur SÁK. Líklegt þykir að þessi vandi geti valdið sundrungu meðal stjórnarliða þar sem jafnaðarmenn þurfa að taka tillit til verkalýðs- hreyfingarinnar. Hægri menn hafa hins vegar lagt áherslu á að dreg- ið verði úr aukningu útgjalda ríkis- sjóðs. Reuter Sjö manns farast á flugsýningu SJÖ manna áhöfn breskrar her- þotu fórst á árlegri flugsýningu í Toronto í Kanada á laugardag. Þotan hrapaði í Ontariovatn, tæpum kílómetra frá landi. Þot- an var 30 ára gömul, af gerð- inni Nimrod MR 2, og var notuð við kafbátaleit. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins, en vangaveltur voru um að fugl hefði lent í einum af fjórum hreyflum þotunnar. Á myndunum sést hvernig þotan skall í vatnið. - kjarni málsins! ITALSKUR GÆÐAFATNAÐUR Á EINSTÖKU VERÐI NÝJU HAUST- OG VETRARVÖRURNAR KOMA í VIKUNNI Q beneít on rok\ð í %ý.l slög \ Á mínútu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.