Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 23
LISTIR
Michael
Ende látinn
ÞÝSKI rithöfundurinn Michael
Ende, sem öðlaðist heimsfrægð fyr-
ir barnabækur sínar „Sagan enda-
lausa“ og „Mómó“ lést í síðustu
viku, 65 ára að aldri. Banamein
hans var krabbamein.
„Sagan enda-
lausa“ kom út árið
1979 og voru
gerðar nokkrar
kvikmyndir eftir
henni. Þær sem
mestra vinsælda
nutu voru frá
1984, sem Wolf-
gang Peterson
gerði, ogfrá 1990,
sem George Miller
gerði . Sagan fjallar um ólánsaman
dreng, Bastían að nafni, sem ferð-
ast til draumalands þar sem álfar
og aðrar furðuverur ráða ríkjum.
Bækur Ende voru þýddar á þrjá-
tíu tungumál og seldust í yfir 16
milljónum eintaka. Hlaut Ende fjöl-
mörg barnabókaverðlaun í heima-
landi sínu Þýskalandi og í Japan.
Fyrsta bókin kom út árið 1960 og
var mikið lesin. Bækur hans um Jim
Knopf ruddu svo brautina fyrir bók-
ina um Mómó, sem út kom árið
1973 og fjallar um litla stúlku sem
á í baráttu við tímaþjófinn.
Ende bjó á Ítalíu síðustu árin en
fyrir sex árum giftist hann jap-
anskri konu, Sato, sem þýddi „Sög-
una endalausu“ yfir á japönsku.
Ende
♦ ♦
Kaffileikhúsið
Fyrsta
sögukvöld
vetrarins
FYRSTA sögukvöld vetrarins í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum
verður miðvikudagskvöldið 6. sept-
ember. Sögukvöld Kaffileikhússins
urðu fastur viðburður þar á bæ síð-
asta vetur. Sögukvöld er samstarfs-
verkefni Rithöfundasambands ís-
lands og Kaffileikhússins og er til-
gangur þeirra að fá fólk úr öllum
áttum til þess að koma saman,
hlýða á sögur og rækta um leið þá
sagnahefð sem býr með þessari
þjóð. Sögukvöldin verða annan
hvern miðvikudag í allan vetur.
Sagnamenn og konur fyrsta
sögukvöldsins verða Einar Kárason
rithöfundur, Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndaleikstjóri, Úlfhildur
Dagsdóttir skáldkona og Þrándur
Thoroddsen kvikmyndamaður.
Þjálfun radd-
ar og heyrnar
FIMMTA starfsár Kórskóla Lang-
holtskirkju hefst 14. september.
Aldurstakmark er átta ár. Kennarar
við skólann eru Signý Sæmunds-
dóttir óperusöngkona, Laufey
Ólafsdóttir tónmenntakennari og
Jón Stefánsson kantor við Lang-
holtskirkju. Kennslugreinar eru
tónfræði, tónheyrn og nótnalestur,
raddþjálfun og samsöngur. Kennsla
fer fram á þriðjudögum og fimmtu-
dögum klukkan 17-18.20 og 17.50-
19.10.
Markmiðið með skólanum er að
veita börnum og unglingum stað-
góða tónlistarmenntun með mark-
vissri þjálfun raddar og heyrnar
sem miðar að þátttöku í kórstarfi.
'síA
oLri
SAMliAND
ISLENSKRA
AUGLÝSINGASTOFA
Lykill að
markvissu og arðbæru
auglýsingastarfi
Ráðstefna á vegum SÍA á Hótel Sögu 15. september
SÍA efnir til ráðstefnu 15. september nk. um Aug-
lýsingar sem arðbært og árangursríkt mark-
aðstæki. Til að fjalla um þetta mikilvæga málefni
hefur SÍA fengið fjóra virta erlenda fyrirlesara til
að koma til landsins. Allir standa þeir í fremstu
víglínu og er því um að ræða einstakt tækifæri fyr-
ir íslenska stjórnendur og markaðsfólk til að
kynna sér það sem hæst ber á þessu sviði í heim-
inum í dag.
Martin Runnacles
Á ráðstefnunni verður meðal annars
fjallað um...
...nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum um bein
áhrif auglýsinga á sölu og kauphegðun neytenda
...áhrif vel heppnaðrar langtíma auglýsinga-
herferðar á markaðsstöðu BMW í Englandi,
...mikilvægi þess að rækta sköpunargáfu starfs-
fólks á auglýsingastofum og,
...mikilvægi þess að ná hámarksnýtingu á birtinga-
fjármagni og er þar stuðst við ný íslensk gögn
um fjölmiðlanotkun, lífsstíl og neyslu.
Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja ekki
síður en starfsfólki markaðsdeilda þeirra. Einnig
er hún ætluð starfsfólki fjölmiðla og auglýsinga-
stofa. Markmið hennar er að hvetja menn til að
gera auknar kröfur til mælinga á arðsemi og ár-
angri auglýsinga þannig að efla megi markvissari
vinnubrögð á þessu sviði hér á landi.
Winston Fletcher
Richard Dodson
Ólafur B. Thors Hallur A. Baldursson
Bókaklúbburinn Framtíðarsýn býður
þátttakendum ráðstefnunnar að kaupa á
kynningarverði bók John Philips Jones:
When Aíis Worít. New ProoJ That
Advertising Triggers Sales.
Samband íslenskra auglýsingastofa þakkar eftirtöldum
styrktaraðilum veittan stuðning við ráðstefnuhaldið:
'SWÐ2
Dagskrá ráðstefnunnar:
9.30-10.00 Mæting, skráning og morgunkaffi. Hallur A. Baldursson, formaður SÍA, setur ráðstefnuna.
10.00-11.30 John Philip Jones, prófessor við Syracuse University, N.Y. When Ads Work: New Proof Of How Advertising Triggers Sales.
11.30-12.15 Umræður og fyrirspurnir.
12.15-13.30 Hádegisverður.
13.30-14.00 Martin Runnacles, markaðsstjóri BMW í Englandi: How 15 years of consistent advertising helped BMW treble sales without losing prestige.
14.00-14.30 Winston Fletcher, stjórnarformaður DFSB Bozell og fyrrverandi formaður IPA: Creative People - How To Manage Them.
14.30-15.00 Richard Dodson, forstjóri Telmar í London: Optimisation of the Media Budget.
15.00-15.20 Kaffihlé.
15.20-16.30 Pallborðsumræður.
16.30 Ráðstefnunni slitið. Ráðstefnustjóri er Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Þátttökutilkynning:
Vinsamlegast færið inn upplýsingar og sendið með pósti eða faxi til skrifstofu SÍA, Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík, fax 562 9585,
simi 562 9588. Ráðstefnugjald er 7.700 krónur, innifalinn er hádegisverður og kaffi. Skráning er til 8. september.
Nafn: .......................................................................................................
Fyrirtæki: ...............................................
Sími: ....................................................
Greiðslukort: VISA / EUROCARD (merkið við það korl sem nota skal)
Undirskrift korthafa: ....................................
Heimilisfang: .......................................
Fax: ................................................
Númer korts: ........................... Gildistími:
YDDA ' SlA