Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 25 LISTIR TONLIST Gcröarsafni EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir Nielsen, Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kalda- lóns, Heise, Björgvin Guðmundsson, Grieg, Sibelius og Stolz. Signý Sæ- mundsdóttir sópran, Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir píanó. Gerðarsafni í Kópavogi, föstudaginn 1. september. Dramatískar rómönzur ÓAFSAKANLEGUR (en e.t.v. mennskur) nafnasamsláttur milli Gerðubergs og Gerðarsafns ruglaði svo undirritaðan í ríminu, að hann fór húsavillt og rataði fyrst á réttan stað í þann mund er lokið var fyrsta fjórðungi tón- leika þeirra Sæmundsdætra og þar með lögunum eftir Carl Nielsen, Pál ísólfsson og Árna Thorsteins- son - þrátt fyrir litla umferð á vegum og engar radarmælingar á leiðinni milli efra Breiðholts og vesturhluta Kópavogs. Verður því að hafa umsögn nærstaddra að góðu um að fyrsti hluti tónleik- anna hafi tekizt með ágætum. Það fyrsta sem vakti eftirtekt, var hin hvella akústík Gerðar- safns. Snögg hljóð virðast endur- kastast það ört milli veggja, að vart verður við marrandi, og tónn hússins er fyrir vikið það harður, að varla getur talizt til bóta fyrir háa söngrödd, a.m.k. ekki aftar- lega í salnum. Alltjent þykir manni Signý Sæmundsdóttir hafa hljóm- að betur á flestum öðrum stöðum en þessum, enda skiluðu smágerð blæbrigði í raddbeitingu, að ekki sé talað um texta, sér verr en efni stóðu til, með þeim afleiðingum, að söngurinn virkaði undarlega tilbreytingalaus. Þegar fram í sótti, var eins og söngkonan skynj- aði, að hér þurfti að ýkja allar breytingar meir en í öðrum húsum, því eftir hlé tóku blæbrigðaskiptin loks að skila sér betur. Signý hefur glæsilega hæð og heillandi framkomu, en neðra söngsviðið er nokkuð langt frá karakter hins efra, þ.e. hlutfalls- lega tónlausara, og er ekki laust við, að söngkonan verði enn um hríð að vinna við að brúa þessi ólíku registur, enda þótt Sibelius- arlögin eftir hlé tækjust nokkuð vel í þeim efnum. Meðferð veiks söngs er í áberandi framför, eins og t.d. I gennem bogeskoven eftir Peter Heise og Svanasöngur á heiði Kaldalóns gáfu til kynna. Deila má um, hvort danskar róm- önzur 19. aldar (Heise) beri jafn- mikil dramatísk óperutilþrif, en hitt er fagnaðarefni og til eftir- Frönsk L samtímalist DANÍEL Abadie, forstöðumaður Jeu de Paume nútímalistasafnsins í Par- ís, heldur fyrirlestur á Kjarvalsstöð- um um franska samtímalist, á morg- un miðvikudaginn 6. september kl. 18. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, er öllum opinn og er aðgang- ur ókeypis. Daniel Abadie hefur síðastliðin 20 ár verið afkastamikill gagnrýnandi og sýningarstjóri. Hann var safn- vörður við Pompidusafnið á árunum 1977 til 1989 og skipulagði meðal annars frægar sýningar á verkum eftir Gerhard Richter, Dali og Dubuf- fet, auk þess sem hann setti saman þemasýningarnar Paris-New York og 5. áratugurinn. Hann var um tíma forstöðumaður yfir AFAA (Frönsk list erlendis). Hann situr meðal ann- ars í stjórn Hans Hartung - Anna Eva Bergman safnsins, en hann vinn- ur nú meðal annars á heildarskrán- ingu verka Hartungs. ------» .......— Kynningar- fundur í Hinu húsinu KYNNINGARFUNDUR um Menn- ingar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks verður haldinn á morgun, mið- vikudag, kl. 14 í Hinu húsinu. Leitast verður eftir að veita upp- lýsingar um hvaðeina er snertir áhugamál ungs fólks, atvinnu og skólamál, styrki, ferðamál og tóm- stundir. Upplýsingamiðstöðin hefur aðgang að Alnetinu og Húsið mun eiga sína heimasíðu þar. Áhersla verður lögð á þemamánuði, þar sem ákveðið málefni verður tekið fyrir. Boðið verður upp á ýmiskonar fræðslu, má þar á meðal nefna Fræðslusamtök um kynlíf og barn- eignir. Félagsráðgjafi verður einnig með viðtalstíma. Starfsemin mun einnig mótast af hugmyndum unga fólksins. BlLAR góðih | BÍLAR | NOfAÐIR | BÍLAR GÓÐIR BÍLAR | NOTAÐIR BfLAR GÓÐIR breytni að bornar skuli á borð þessar allt of sjaldheyrðu smáperl- ur. Einna bezt komu út lögin fjögur eftir Sibelius, Vaaren flyktar ha- stigt, Den första kyssen, þar sem heyra mátti fallegt arpeggio-spil hjá Þóru Fríðu, Sáf, sáf, susa og Var det en dröm?, sér í lagi síð- ustu tvö. Vínarsöngvar Roberts Stolz voru einnig fluttir með virkt- um, en kannski fullmiklu rúbatói fyrir „Vínarvalsapopp", því dans- eðlið glataðist. Þóra Fríða Sæmundsdóttir studdi vel við einsöngvarann með mjúkum meðleik, en hefði að ósekju mátt skerpa hrynrænu hlið- ina betur, því rytmíkin var víðast hvar í daufara lagi. Ríkarður Ö. Pálsson. SÍLAR SPORTBUÐ KÓPAVOGS ll Ulpurfrá hr. 5.980,- TRESPflSS O'NEIL Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. V&MtaJanst lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan aukaafslátt NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga ti kl. 19. £MLk& alaQ3 | MIQVIOM 111009 | UV1|B BIQVION' | UV1|B | HIGQ9 uvna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.