Morgunblaðið

Date
  • previous monthNovember 1995next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 9

Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 9 FRÉTTIR A Þrír fyrstu vinningar í Víkingalottói til Islands Ættu að hafa fengið 3,33 vinninga miðað við sölu ÍSLENDINGAR ættu að hafa fengið 3,33 sinnum fyrsta vinning í Víkingalottói eða 1,58% af heild- arfjölda vinninga miðað við sölu. Þrír fyrstu vinningar hafa runnið til íslenskra vinningshafa frá upp- hafi Víkingalottósins. Aðeins Danir koma út í hagn- aði ef borið er saman framlag í fyrsta vinning og vinningshlut- fall. Danir hafa látið, 2,6 milljarða í fyrsta vinning og fengið 3,1 milljarð til baka með fyrsta vinn- ingi. Hagnaðurinn nemur því um 500 milljónum íslenskra króna. Aðraj- þjóðir hafa gefið meira í fyrsta vinning en þær hafa fengið til baka. Finnar hafa tapað 197 milljónum, íslendingar 34,6 millj- ónum, Norðmenn 115 milljónum og Svíar 141 milljón. Danir standa sig best Danir hafa hlotið 87 vinninga og er hlutfall yinninga af fram- lagi 118,64%. Finnar hafa hlotið 28 vinninga og er hlutfall vinn- inga 77,8%. íslendingar hafa, eins og áður segir, hlotið þrjá vinninga og er hlutfall vinninga af fram- lagi 67,12%. Norðmenn hafa fengið 66 vinninga og er hlutfall vinninga af framlagi 94,76%. Svíar hafa fengið 27 vinninga og nemur hlutfall vinninga af fram- lagi 84,15%. Danir hafa fengið flesta vinn- inga miðað við íbúatölu eða 0.000017 á íbúa en Svíar fæsta eða 0.000003. Meðaltal vinnings- hafa á Norðurlöndunum miðað við íbúa er 0,000009. Akstur skólabarna Reykjavíkurborg greið- ir 40 til 45 milljónir REYKJAVÍKURBORG greiðir um 40 til 45 milljónir króna vegna akst- urs skólabarna á þessu skólaári, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur for- manns skólamálaráðs. Undanfarin ár hefur kostnaðurinn verið um 11 milljónir en árið 1994 var hann 20 milljónir. Áberandi mikill akstur „Það kemur manni á óvart hvað skólaakstur er áberandi mikill í Reykjavík," sagði Sigrún. Fyrir sér- staka skólabíla og fargjöld með SVR verða greiddar milli 40 og 45 milljónir króna á yfirstandandi skólaári. Skólabílar sjá um að aka yngri bömum í leikfimi og sund í þeim skólum, sem ekki hafa leik- fimiaðstöðu eða eru langt frá næstu sundlaug en eldri börnin fá afhenta miða í strætó. Flutningur milli skólahverfa „Síðan er greinilega ansi mikill flutningur barna á milli skóla- hverfa,“ sagði Sigrún. „Og þá fá börnin gefins strætisvagnamiða út skólaárið í stað þess að flytja þau milli skóla. Það virðist því vera þannig að borgin kaupi sjálf alla strætisvagnamiða fyrir grunnskóla- börn.“ Póstverslun s. 566-7580 frá kl. 9-18 Losaðu þig við appelsínuhúðina og fækkaðu sentimetrunum á einfaldan hátt! Meðferðarhjólabuxur frá Svensson Heilsusamlegar, þola þvott og eru fyrir bæði kynin. Fáanlegar svartar og Ijósar Ci onrmn® [Hringdu og fáðu sendan jVCl IjjUI I ókeypis vörulista | Mjódd, sfmi 557-4602 Opið virka daga kl. 13-18» Laugardaga kl. 13-16. r Suzuki 4ra dyra Sidekick Sport Bílar - innflutningur - nýir bílar Grand Cherokee Ltd Orvis Afgreiðslutími aðeins 2-4 vikur ef bíllinn er ekki til á lager Getum lánað allt að 80% af kaupverði EV BILAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - sími 55-77-200. — 1 Árlegar verðtryggðar greiðslur Með nýju Árgreiðsluskírteinunum getur þú tryggt þér greiðslur af sparifé þínu á hverju ári, næstu 10 árin. • Greiðslurnar eru óháðar vaxtasveiflum á markaðnum. • Greiðslurnar eru verðtryggðar. • Ein greiðsla á ári, 2. maí ár hvert, í fyrsta sinn 1997. • Árgreiðsluskírteinin eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. • Árgreiðsluskírteinin eru án nafnvaxta en keypt með fotvöxtum. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. I Hafðu samband við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími: 562 6040 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hvcrfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 255. tölublað (08.11.1995)
https://timarit.is/issue/127904

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

255. tölublað (08.11.1995)

Actions: