Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 4

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kínverski taugaskurðlæknirinn kominn til landsins Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Jónsson og Shaocheng á bæklunardeildinni í gær. Þingsályktunartillögur um fæðingarorlof Feður fái fæðingar- orlof í tvær vikur TVÆR þingsályktunartillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi sem gera ráð fyrir því að feður fái sérstakt fæðingarorlof í tvær vikur án þess að það skerði fæðingarorlof móður. Þá gerir önnur þeirra ráð fyrir því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði og stofnaður verði sérstakur fæðing- arorlofssjóður sem allir atvinnurekendur greiði í. Vandasöm aðgerð bíður hans KÍNVERSKI taugaskurðlæknir- inn Zhang Shaocheng heilsaði upp á Halldór Jónsson, yfirlækni bæklunardeildar Landspítalans, í gær. Shaocheng kom hingað til lands á sunnudagskvöldið fyrir tilstuðlan Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings til að fram- kvæma með aðstoð Halldórs afar vandasama aðgerð á Hrafnhildi dóttur hennar. Fjórði lendarliður þríbrotnaði í Hrafnhildi í alvarlegu bílslysi árið 1989. Lendarliðurinn færð- ist til um einn sentímetra og sleit í sundur mænutaglið með þeim afleiðingum að Hrafnhildur hef- ur engan mátt í hægri fæti og lítinn í þeim vinstri. Auður segir að Shaocheng ætli að tengja taugar, millirifjataugar eða taugar úr fæti Hrafnhildar, framhjá brotinu til að freista þess að Hrafnhildur fái meiri mátt í vinstri fótinn með árunum. Dr. Shaocheng og dr. Halldór setjast á rökstóla vegna aðgerð- arinnar eftir hádegi í dag. Lækn- amir ætla að skipta með sér verkum í aðgerðinni og sér Sha- ocheng um taugar og Halldór um bein. Aðgerðin tekur væntanlega 6 til 10 tíma og var ráðgert að hún yrði gerð á miðvikudaginn. Endanleg ákvörðun um tímasetn- inguna verður hins vegar ekki tekin fyrr en Shaocheng hefur gert sér grein fyrir því hvort þörf sé á fleiri rannsóknum fyrir aðgerðina. Auður segir að Shaocheng taki skýrt fram að fjölskyldan skuli ekki gera sér neinar vonir. „Sha- ocheng segir að aðgerðin sé tæknilega möguleg og hann skuli gefa henni þetta tækifæri enda hafi hún engu að tapa. Á þeim forsendum er aðgerðin gerð. Ef eitthvað kemur verðum við bara þakklát," segir Auður. Hún segir ómögulegt að segja til um hve- nær hægt verði að sjá hvort árangur hafi orðið af aðgerðinni enda sé langt síðan slysið varð og erfitt að segja hvaða taugar hafa lifað af eftir öll þessi ár. Önnur tillagan er flutt af þing- mönnum Kvennalistans en flokkur- inn hefur á undanföynum þingum flutt frumvarp um að lengja fæðing- arorlof. Nú leggur flokkurinn til að heil- brigðisráðherra verði falið að láta semja frumvarp um fæðingarorlof sem byggist m.a. á þeim markmið- um að feðrum verði tryggður sjálf- stæður réttur til fæðingarorlofs í 3 mánuði og sérstaks fæðingarorlofs í 2 vikur eftir fæðingu bams sem skerði ekki fæðingarorlof móður. Þá verði ungbörnum tryggð umönnun beggja foreldra á fyrsta æviárinu með því að lengja fæðing- arorlofið í 12 mánuði, öllum mæðr- um verði tryggður hvíldartími fyrir fæðingu, fæðingarorlof verði lengra eftir fjölburafæðingar og fæðingar- orlof ættleiðandi foreldra lengist í áföngum til jafns við fæðingarorlof annarra foreldra. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að stofnaður verði sérstakur fæðingarorlofssjóður sem allir at- vinnurekendur greiði til ákveðið hlutfall af launum allra launþega. Þá verði kjör foreldra í fæðingaror- lofi bætt þannig að launþegar haldi sínum launum úr sjóðnum en Tryggingastofnun greiði áfram fæðingarstyrk vegna þess kostnað- arauka sem fæðing barns hefur í för með sér. Þá hafa Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon, þing- menn Alþýðubandalags, lagt fram tillögu um að við endurskoðun laga um fæðingarorlof verði tryggður sjálfstæður réttur feðra til a.m.k. tveggja vikna orlofs á launum við fæðingu barns. Morgunblaöið/RAX Skemmdir á Iðubrúnni VIÐGERÐ er langt komin á brúnni yfir Hvítá við Iðu. Búist er við að þungatakmörkunum, sem gilt hafa frá því skemmdir komu i ljós, verði aflétt í viku- Iokin. Fyrir viku komu í ljós skemmdir á Iðubrúnni. Að sögn Bjama Stefánssonar, deildar- stjóra hjá Vegagerðinni, losn- uðu festingar við annan enda brúarinnar þar sem bitar hvíla á undirstöðum. Bjami segir að boltarnir hafi slitnað vegna álags á brúna, líklega á lengri tíma. Hann segir að þunga- flutningar séu um brúna en vill ekki setja skemmdirnar beint í samband við mikla malarflutn- inga sem verið hafa um brúna að undanfömu vegna vegar- lagningar í nágrenninu. Hafist var handa við viðgerð- ir strax og vegagerðarmenn urðu varir við skemmdirnar. Á meðan hafa verið þungatak- markanir á brúnni og miðað við tvö tonn. Malarflutningarnir hafa því legið niðri um tíma. Bjarni Stefánsson býst við að brúin verði opnuð fyrir allri umferð í iok vikunnar. Göngubrú yfir Kringlu- mýrarbraut ÞESSA dagana er verið að sefya upp göngubrú yfir Kringlumýrarbraut neðst í Fossvogi. Framkvæmdir hófust í sumar og sagði Sig- urður Skarphéðinsson gatnamálastjóri að brúin væri sett saman úr einingum og því fljótlegt að koma henni upp án þess að raska mikið umferð. Enn á eftir að setja gólf í brúna, handr- ið og lýsingu. Hönnuðir brúarinnar eru Línuhönnun og Studíó Grandi. Heildar- kostnaður er 50 milljónir króna, sem Vegagerð ríkis- ins greiðir, en samkvæmt nýjum vegalögum ber Vega- gerðinni að kosta göngubrýr yfir sín mannvirki. „Þetta er fyrsta mann- virkið í Reykjavík sem er kostað á þennan hátt og fyrsta göngubrúin,“ sagði Sigurður. Rannsókn leiðir í ljós fækkun augn- slysa barna Lang’flest augnslys verða í leik TÚTTUBYSSUR orsökuðu 20,6% augnmara á börnum er lögð voru inn á Landakotsspít- ala vegna augnslysa 1984 til ársloka 1993, að því er Harpa Hauksdóttir og Haraldur Sig- urðsson greina frá í Lækna- blaðinu. Fram kemur að augn- slysum á börnum hafi fækkað í heild en íjölgað í aldurshópn- um eins til fjögurra ára. Lang- flest augnslys verða í leik. Alls voru 133 börn Iögð inn á Landakotsspítala vegna augnslysa á tímabilinu. Af þeim voru 109 drengir (82%) og 24 stúlkur (18%). Hópnum var skipt í fjögur aldurstímabil. Augnslysum fækkaði í öllum aldurshópum nema þeim yngsta. Augnmar var algeng- asta greiningin (51%), síðan kom gat á auga (26%), áverki á augnlok (14%) og minnihátt- ar augnáverkar (8%). Langflest slysanna urðu við leik. Jafnmargir slasast í íþróttum Athygli vakti að af þeim 68 einstaldingum er hlotið höfðu augnmar á fyrra tímabilinu höfuð 12 (26,7%) slasast af skotum úr túttubyssu. Á seinna tímabilinu fengu tvö börn (8,7%) augnmar af völdum túttubyssu. Um er að ræða 20,6% af þeim sem fengu augnmar. Fjöldi slysa við íþróttir stendur í stað. Fjögur börn slösuðust í boltaíþróttum, þijú í sundi og fjögur á skiðum. Sex augnlys urðu af völdum flugelda. Alls voru níu slys vegna ofbeldis. Fram kemur að alvarlegum slysum hafi verulega fækkað frá árinu 1971. Alls hafi orðið 23,2 slys að meðaltali á árunum 1971 til 1979, 16,8 á árunum 1984-1988 og 9,8 slys að með- altali á árunum 1989-1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.