Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Strýta og Söltun- arfélag Dalvíkur Starfsfólki greidd full desember- uppbót STRÝTA hf. og Söltunarfélag Dal- víkur hafa ákveðið að greiða starfs- fólki sínu fulla desemberuppbót, 20.000 krónur, þó svo að Verka- lýðsfélagið Eining hafa sagt upp kjarasamningum við vinnuveitend- ur. Desemberuppbót félagsmanna í þeim verkalýðsfélögum sem sagt hafa upp samningum er 14.000 krónur. „Það hefur verið mjög mikið að gera í fyrirtækinu á árinu, mikil keyrsla á mannskapnum og nánast unnið um hveija helgi. Það hefur verið unnið úr miklu magni af rækju sem og öðrum vörum, þannig að okkar starfsfólk á þessa uppbót fyllilega skilið. Við viljum hafa gott samstarf við okkar starfsfólk og því var ákveðið að greiða þessa við- bót, þær 7.000 krónur sem upp á vantar, svo fólkið fái fulla uppbót,“ sagði Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu. Morgunblaðið/Kristján Jólaljósin tendruð LJÓS voru kveikt ájólatrénu á Ráðhústorgi við hátíðlega athöfn á laugardag. Tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Ak- ureyrar í Danmörku. Kór Ak- ureyrarkirkju söng við at- höfnina og Lúðrasveit Akur- eyrar lék nokkur lög. Jakob Björnsson bæjarstjóri flutti ávarp og einnig þeir Henning Pedersen forstöðumaður um- hverfissviðs í Randers og Otto Kappel sendiherra Dana á ís- landi. Flugfélag Norðurlands að hefja áætlunarflug til Grænlands Aldrei áður flogið áætlunarflug milli landa FLUGFÉLAG Norðurlands mun hefja áætlunarflug frá Keflavík til Kulusuk á Grænlandi á morgun mið- vikudag og er þetta í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug milli landa. Flogið verður á miðvikudögum til Grænlands í desember og janúar en í febrúar verður skipt yfir á fimmtudaga. Upp úr miðjum mars er svo áætl- að fljúga tvisvar í viku til Græn- lands, á mánudögum og fímmtudög- um, fram á næsta haust. Flogið verð- ur frá Keflavík fram á vor en í sum- ar frá Reykjavík og verður Metró skrúfuþota félagsins notuð í áætlun- arflugið. Fengum góðar móttökur á Grænlandi Friðrik Adolfsson, sölustjóri Flug- félags Norðurlands og Sigurður Að- alsteinsson, framkvæmdastjóri, voru staddir á Grænlandi í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við fólk í ferða- þjónustu á svæðinu og annað heima- fólk. Friðrik segir að miklar vonir séu bundnar við þessa nýjung í starf- semi félagsins. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að halda uppi áætlun milli landa og þar sem Grænlands- flug heldur uppi áætlunarflugi á þessari leið er um hreina viðbót að ræða með innkomu okkar. Við feng- um mjög góðar móttökur á Græn- landi og Grænlandsflug ætlar að halda uppi þyrluflugi milli Kulusuk og Ammassalik í tengslum við okkar flug þangað,“ segir Friðrik. Um 3.500 manns búa í Kulusuk, Ammassalik og svæðunum þar í kring og gerir Friðrik ráð fyrir því að mest verði flogið með heimafólk yfir vetrartímann en í sumar vonast hann eftir að ferðafólk verði fyrir- ferðarmikið í áætlunarfluginu. Flugfélag Norðurlands eru þessa dagana að gerast fullgildur aðili að Amadeus bókunarkerfinu, sem Flug- leiðir og önnur stór flugfélög eru með. Þá segir Friðrik að verið sé að skoða hvaða flugvélakost FN verði með í framtíðinni. Fyrirtækið er með 6 flugvélar í dag, þijár 19 sæta, tvær 9 sæta og eina 5 sæta. Árni Ólafsson skipulagssljóri Ef fólk býr ekki í mið- bænum er hann líflaus Morgunblaðið/Kristján Framtíðarkonur gáfu sjúkra- baðkar og sjúkralyftara TILLAGA að nýju miðbæjarskipulagi var kynnt hagsmunaaðilum á fundi fyrir helgina. Að sögn Áma Ólafs- sonar skipulagsstjóra snerist umræð- an á fundinum aðallega um bílaum- ferð á svæðinu. „Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað er í raun gert ráð fyrir greiðum aðgangi bíla inn á svæðið." Árni segir að ekki hafí komið fram sjónarmið eða atriði sem gefa tilefni til neinna grundvallarbreytinga á skipulaginu. Þó komu fram áhyggjur manna sem að hluta til lenda í upp- námi vegna fyrirhugaðra breytinga á svæðinu. „Við fengum hins vegar mjög lítil viðbrögð á þessi grundvallaratriði í tillögunni, eins og t.d. um fyrirhug- aða íbúðabyggð. Við viljum halda því fram að því betra umhverfi sem er í miðbænum því fleiri leggja leið sína þangað og þá kannski án þess að eiga sérstakt erindi. Og það að fá fleira fólk í miðbæinn er hreint og klárt hagsmunamál fyrir kaup- rnenn." Árni segir að þessi hluti miðbæjar- skipulagsins sé tekinn til endurskoð- unar til að auðvgldara verði að ganga frá umhverfinu í endanlegri mynd. „Samkvæmt núverandi skipulagi er það erfitt, því við getum ekki lagt götur, gönguleiðir eða bílastæði nema rífa fyrst hús á svæðinu.“ Borgarafundur og auglýsing Á næstu vikum er stefnt að því að ljúka vinnu við að fullgera tillög- una og í framhaldi af því verður til- lagan kynnt á borgarfundi og hún svo auglýst, að sögn Áma. „Eftir að tillagan hefur verið auglýst verður einungis hægt að gera við hana form- legar athugasemdir." Samkvæmt tillögunni er búið að festa niður byggingareiti á svæðinu en þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð, verslunar- og þjónustuhús- næði í bland við íbúðabyggingar. Á reit sunnan við Sjallann er ráð fyrir að rísi fjölbýlishús með 40-50 íbúðum og við Ráðhústorg er sýnd 5 hæða bygging þar sem að hluta til verða íbúðir. „Ef ekkert fólk býr í miðbænum verður hann líflaus. Þetta er grund- vallaratriði og til þess að það gangi eftir þarf að vera þama mannsæm- andi umhverfi. Það þýðir ekkert fyr- ir Akureyringa að kvarta yfir dauðu torgi ef þeir ekki vilja að fólk búi í miðbænum,“ segir Ámi. KVENFÉLAGIÐ Framtíðin af- henti nýlega Dvalarheimilinu Hlíð sjúkrabaðkar og sjúkralyftara að gjöf. Þessi gjöf var afhent í minn- ingu Kristínar Halldórsdóttur, formanns Framtíðarinnar en hún lést í hörmulegu rútuslysi í Hrúta- firði í október sl. Kvenfélagið Framtíðin, sem varð 100 ára á síðasta ári, hefur alla tíð Iátið málefni sjúkra og aldraðra til sín taka og m.a. fært Hlíð og Dvalarheimilinu Skjaldar- vík, margar góðar gjafir á umliðn- um árum. Helsta fjárölfun félags- ins er merkjasala og um þessar mundir eru sala á jólamerki Fram- tíðarkvenna í fullum gangi. Merk- in fást bæði á Pósthúsinu og hjá félagskonum. Það voru þær Helga Tryggva- dóttir, hjúkrunarforstjóri á Hlíð • og Heiðrún Björgvinsdóttir, skrif- stofustjóri sem veittu gjöfinni við- töku. Á myndinni er stjórn Framtíð- arinnar við sjúkrabaðkarið. F.h. Elín Anna Guðmunsdóttir, starf- andi formaður, Oktavía Jóhannes- dóttir, Sigurlína Stefánsdóttir, Ólöf Sveinsdóttir og Áslaug Ein- arsdóttir. Aukin umferð ogjólaglögg Aukinn við- búnaður lögreglu í desember LÖGREGLAN á Akureyri verður með aukinn viðbúnað í desember, bæði vegna auk- innar umferðar í jólamánuð- inum og einnig verður fylgst með ökumönnum bifreiða síðla dags, en víða er efnt til jólaglöggs í þessum mánuði. Fleiri lögreglumeiui á vakt Gunnar Randversson varð- stjóri lögreglunnar á Akur- eyri sagði að bætt hefði verið við lögreglumönnum á vakt af þessu tilefni. Reynslan sýndi að umferð er oft þung á þessum árstíma, ekki síst þegar veður og færð er eins og best verður á kosið og fólk kemur víða að, eða allt austan af fjörðum til að versla. „Við verðum með fleiri lög- reglumenn á ferðinni út, til að greiða úr umferðahnútum og síðan verður fylgst með ökumönnum í meira mæli en áður, það er víða siður að drekka jólaglögg og margir ætla sér að aka heim eftir slíkar veislur. Við viljum vara fólk við að keyra bílana eftir slíkar veislur,“ sagði Gunnar. Leiðist að klippa í jólamánuðinum Þá nefndi hann einnig að fyrir lægi beiðni um að klippa númer af töluverðum fjölda bíla, en eigendur þeirra hafa ekki greitt bifreiðagjöld eða þungaskatt af þeim. „Okkur leiðist að vera með klippurnar á lofti í jólamánuðinum þann- ig að við beinum því til þeirra sem skulda þessi gjöld að gera upp, gjalda keisaranum það sem keisarans er, þannig að ekki komi til þess að við séu að klippa númerin af,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.