Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 23

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 23 ERLENT Réttað yfir Wei RÉTTARHÖLD eru hafin yfir kínverska andófsmanninum Wei Jingsheng en á morgun, miðvikudag, verður leyfi- legt að fylgj- ast með Wei flytja varn- arræðu sína fyrir réttin- um. Hann er sakaður um áróður gegn ríkinu en við- urlög við slíku geta verið dauðarefsing. Afar óvenjulegt er að réttað sé fyrir opnum tjöldum í Kína en fjölmiðlar og nánasta fjölskylda Weis geta verið viðstaddir. Tveir bandarískir lögfræðingar hafa boðist til að veija Wei en hon- um hefur verið meinað að þiggja það boð. Hungursneyð vofir yfir N-Kóreu NORÐUR-Kórea er á barmi hungursneyðar í kjölfar flóða sl. sumar og lélegra viðbragða ríkja heims við beiðnum um aðstoð, að sögn Trevors Page, yfirmanns Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sem staddur er í Pyongyang. Ein matarsending, 5.140 tonn barst í síðasta mánuði og nægir fyrir 363.000 manns í tvær vikur. íbúar landsins eru 23 milljónir. Ekkert spyrst til flugvélar ENN hefur ekkert spurst til rússneskrar farþegaflugvélar sem hvarf af ratsjá yfir Síber- íu fyrir sex dögum. Menn gera sér engar vonir um að finna einhvern af hinum 97 farþeg- um vélarinnar á lífí en talið er fullvíst að hún hafi farist. Þing kosið í Hvíta-Rúss- landi HVÍT-RÚSSAR gengu til kosninga um helgina og tókst að kjósa starfhæft þing, þrátt fyrir tilraunir Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins, til að koma í veg fyrir það. Úrslit kosninganna voru þau að 59 fulltrúar voru kjörnir í síðustu umferð aukakosning- anna þar sem kjósa átti þing- menn í 119 þingsæti, sem ekki hafði tekist að fylla í þingkosningum í fyrra. Nú eru 198 af 260 þingsætum skipuð. Flestir eru úr Kommúnista- flokknum og Bændaflokknum. Játa gasárás TVEIR meðlimir í sértrúar- söfnuðinum Æðsti sannleikur í Japan játuðu í gær að hafa opnað gashylki í neðanjarðar- iestarstöðvum í Tókýó í mars sl. Gas sem streymdi úr hylkj- unum varð 11 manns að fjör- tjóni og um 4.000 manns veiktust. Báðust mennirnir fyrirgefningar vegna athæfis síns við réttarhöld í máli þeirra. Margmiðlunarhugbúnaður Fræðandi og skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna Ef keypt er með vél 3.457 kr. (Cinemania) Prentarar í úrvali Texas Instrument Hewlett Packard Mannesman Tally Dæmi um verð: Bleksprautuprentararfrá 22.900 kr. Geislaprentararfrá 44.900 kr. Hayes hágæða mótöld D5320 Pentium margmiðlunartölva • P/75 Mhz örgjörvi • 8MB mest 256MB • 850MB E-IDE •14" skjár 1024x768NI • Hljóðkort* Geisladrif 4X • Hátalarar* Hljóðnemi • Lykilborð, mús og motta ^WSlOWS95fylgir 163.900 kr. m. margmiðlun stgr.m.vsk 144.000 kr. án margmiðlunar COMPUTER • AST Bravo LC P/75 örgjörvi •8MB mest 128MB • 850MB E-IDE •15" Skjár 1024x768NI 75Hz •> Hljóðkort • Geisladrif 4X • Hátalarar* Hljóðnemi • 3ja ára ábyrgð á AST tölvum •Lykilborð, mús og motta 'V|iÍnítlOWS95fylgir 179.900 kr. með margmiðlun .._____________star.m.vsk - fyrir alla fjölskylduna HM4NÚ/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.