Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 26

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TONLIST Ilallgrímskirkja ÓRATORÍUTÓNLEIKAR Mótettukórinn, kammersveit og ein- söngvaramir Marta G. Halldórsdótt- ir, Monica Groop, Kari-Heinz Brandt og Tómas Tómasson undir sljóm Harðar Áskelssonar fluttu þijá fyrstu þætti Jólaóratoríunnar eftir Johann Sebastian Bach. Laugardag- urinn 9. desember, 1995. ÆVISAGA sveitaorganistans frá Eisenach er ævintýri. Fáir af sam- tímamönnum hans gerðu sér grein fyrir snilld hans og lögðu oft til hans með lítilsvirðandi hætti og jafnvel sonur hans, Philipp Emanu- el, kallaði hann „gamla parrukið". Sem tónskáld stóð hann á endastöð þess stíltímabils sem nefnist „bar- okk“ en framundan var klassíkin, þar sem fram fór miskunnarlaust endurmat á stíl og vinnubrögðum á sviði tónsmíða. Johann Sebastian Bach var því talinn af samtíð sinni gamaldags og skipti þá engu hversu vel úr garði verk hans voru gerð, enda þekktu menn fá af verkum hans því þau voru flest aðeins til í illa varðveittum handritum. Þeir sem þekktu verk meistarans, menn eins og Mozart, Beethoven, Mend- elssohn og Schumann og mátu þau mikils, gerðu sér ekki grein fyrir mikilvægi tónlistar hans og trúðu vart á það að hún ætti erindi til almennings, væri í hæsta lagi merkileg heimild um mikla kunn- áttu í þeirri list er tilheyrði liðinni tíð. Ný hljóðfæri komu einnig fram er ollu miklum breytingum á leik- máta og ný tónform, eins og t.d. sónötuformið, leysti gömlu kontra- punktformin af hólmi. Nýr stíll, ný hljóðfæri, ný tónform, ný hugsun og enginn hafði áhuga á gamla draslinu og ekki aðeins Johann Se- bastian Bach gleymdist, heldur nærri því öll tónlist barokktímans. Heilt listsögutímabil leið, klassík- in, tími sónötuformsins og sinfón- íunnar, frá 1750 til 1825 eða þar til rómantíkin gerði klassíkina gam- aldags og í staðinn fyrir hinn klass- íska hreinleika, varð frumlegur sér- kennileikinn það sem sóst skyldi eftir. Fjarlægð barokktímans og rómantísk viðhorf voru sá jarðveg- ur, er gerði það stórkostlegt að uppgötva gleymdan snilling og Mendelssohn hratt af stað þeirri bylgju, að uppgötva barokkina og nú hafa menn seilst jafnvel enn lengra aftur. Svo rammt kveður að þessu að margir teljadeitina að hinu gamla og upprunalega stafa af því að samtímalist feli í sér vöntun og ófullnægju í fegurðarsvölun, sem finna má hins vegar í eldri list. Nú deila menn ekki um að tónlist- in eftir „gamla parrukið" eigi erindi við nútímann, sem samt virðist LISTIR Að syngja um gleðijólanna „HLJÓMS VEITIN var góð og áttu óbóleikararnir, flautuleikararnir, trompettleikararnir og konsertmeistarinn Rut Ingólfsdóttir frábærlega vel leiknar einleiks- og samleiksstófur,“ segir Jón Ásgeirsson í dómi sínum. standa við dyr höfnunar á gömlum gildum. í tónsköpun sinni var J.S. Bach heimsmaður og stendur list hans ofar öllum tímabundnum gild- um. Flutningur Mótettukórs Hall- grímskirkju á Jólaóratoríunni eftir Johann Sebastian var að því leyti til ófullnægjandi að aðeins var flutt- ur helmingur verksins. Að vísu hefði tekið um það bil þijá tíma að flytja það allt. Hvað sem þessu líður var það sem flutt var, fyrstu þijár kant- öturnar, stórkostlegt á að hlýða. Hljómsveitin var góð og áttu óbó- leikararnir, flautuleikararnir, trompettleikararnir og konsert- meistarinn Rut Ingólfsdóttir frá- bærlega vel leiknar einleiks- og samleiksstófur. Upphafið á annarri kantötunni er Sinfónía, hjarðljóð sem var ef til vill einum of hratt en vel flutt. Kórinn söng af öryggi og var gott jafnvægi á milli radda. Án þess að á aðra sé hallað var tenór- inn í kómum sérlega fallegur. Fyrsta og þriðja kantatan hefjast báðar á viðmiklum kórþáttum, sem EINSÖNGVARARNIR Marta G. Halldórsdóttir, Monica Groop, Karl-Heinz Brandt og Tómas Tómasson í lok tónleikanna. voru glæsilega fluttir, svo og kóral- amir, sem margir hveijir em með því fegursta sem meistarinn mótaði með sinni kunnáttu og listfengi, svo nefnt sé sem dæmi lokakórallinn í fyrsta þætti, Ach, mein herzliebes Jesulein, og niðurlagið á öðmm þætti Wir singén dir, sem báðir em hreinar perlur. Guðspjallamaðurinn var sunginn ----------------------------------- | af Karl-Heinz Brandt, er auk þess í söng aríuna Frohe Hirten, gleðisöng } hirðanna, sem er einn allsheijar skrautsöngur. Brandt er frábær söngvari og bókstaflega „las“ hlust- endum bflíutextann og söng aríuna af snilld. Altsöngkonan Monica Gro- op söng þijár aríur, þá fyrstu í verk- inu Bereite dich, sem er ein af fræg- ari aríum verksins, vögguvísuna, Schlafe, mein Liebster og Schliesse, j mein Herze, dies selige Wunder, sem er ægifagurt verk, þar sem söng- og fiðluröddin em fléttaðar saman í undursamlegum kontra- punkti. Söngur Monicu Groop var glæsilegur, svo að hvergi bar á skugga. Marta G. Halldórsdóttir söng engilinn í Fiirchtet euch nicht og dúettinn Herr, deim Mitleid, ásamt Tómasi Tómassyni. Söngur beggja var framfærður af öryggi en ákaf- lega tóndaufur á lægra sviðinu, svo að vart mátti greina tónferli meist- arans. Þetta hljómleysi á neðra svið- inu einkenndi einnig söng Tómasar í aríunni Grosse Herr, en tónlesin voru prýðilega flutt og af öryggi, enda er hér á ferðinni mjög efnileg- ur söngvari. Hörður Áskelsson stjórnaði verk- inu af öryggi og eins og alltaf má deila um hraðaval, sérstaklega í hjarðljóðinu og einum af rismestu kórþáttunum, Ehre sei Gott, sem að vísu er í tvískiptum takti og merktur Vivace. Til að mæta flókn- um rithætti í miklum hraða hefði þurft að láta hljómsveitina og sér- staklega lágraddimar, sem hafa mun meiri endurómunartíma en háraddirnar, leika aðeins veikar, en í þessum kafla sérstaklega, var hljómsveitin of sterk og huldi því oft kontrapunkt kórraddanna. í heild voru þetta glæsijegir tón- leikar og hefur Hörður Áskelsson sannarlega ekki slegið slöku við og > á hann þó að baki margan góðan * tónlistarviðburðinn og hefur með þeim gert Hallgrímskirkju að því musteri tónlistar, sem hæfir minn- ingu meistara Hallgríms. Nú er sungið um gleði jólanna, eins og segir í meistaralegri þýðingu Þor- steins Valdimarssonar, sem prentuð var í efnisskrá. „Hirðar glaðir, hraðið förum, hlýðið boði'af engils vörum. Farið, sjáið, fagnið þér!“ og síðar syngur altröddin þessa fallegu hugvekju „Hjarta mitt, geym þetta heilaga undur hverja stund i sælli trú. Láttu þess eilífðarljóma þig fylla, lækna og stilla efans kvöl, ef kennir þú“. Þessa þýðingu mætti efalaust syngja við tónlist Bachs, svo vel er fylgt hljóðfalli frumtextans. Slík vinna, að setja íslenskan texta við þetta meistaraverk, væri vel þess virði að reynt yrði. I I I Jón Ásgeirsson „M o g M Myndasögur og myndlist NÚ STANDA yfir tvær sýningar sem haldnar eru í tilefni af 100 ára afmæli myndasögunnar. Annars vegar er um að ræða sýninguna „Myndasögur í myndlist" sem opn- uð var í sýningarsalnum Við Ham- arinn í Hafnarfirði og er markmiðið með þeirri sýningu að benda á hvaða áhrif myndasagan, stíll henn- ar og frásagnaraðferð hefur haft á íslenska myndlistarmenn. Alls eru verk eftir um 15 íslenska myndlist- armenn, sem með einum eða öðrum hætti hafa nýtt sér myndasöguna í sínum verkum. Má þar nefna myndlistarmenn eins og Erró, Hring Jóhannesson, Helga Þorgils Friðjónsson, Daða Guðbjömsson, Ómar Stefánsson, Steingrím Ey- fjörð Kristmundsson og Þór Vigfús- son. Einnig stendur yfir sýningin „Nýjar myndasögur" í Gallerí Greip, þar sem ætlunin er að sýna mynda- sögur eftir íslenska höfunda. Alls em sögur eftir um 15 íslenska Mynd eftir Bjarna Hinriksson. myndasöguhöfunda, bæði gamal- kunna, s.s. Bjarna Hinriksson, Hall- dór Baldursson og Þorra Hringsson, og svo nokkra sem em að stíga sín fyrstu spor á myndasöguferlinum. í tengslum við sýningamar hefur nú sjöunda tölublað myndasögu- tímaritsins GISP! litið dagsins ljós eftir nokkurt hlé. Sýningamar em samvinnuverk- efni GISP!, Gallerí Greip og sýning- arsalarins Við Hamarinn og eru opnar daglega, nema mánudaga, frá kl. 14-18 og standa til sunnu- dagsins 17. desember. Tónleikaröö Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu Trio Nordica TRIO Nordica heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld. Trio Nordica hefur leikið víða hérlendis sem og erlendis að undanfömu. Tónleikarnir em liður í Tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur. Trio Nordica er skipað Auði Hafsteinsdóttur fiðlu- leikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström píanóleikara. Tríóið var stofnað árið 1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur tríóið leikið víðsveg- ar um Evrópu og í Bandaríkjunum við frábærar undir- tektir. Í kjölfar þessara tónleikaferða hefur tríóinu verið boðið að koma fram á tónlistarhátíðum í Skandin- avíu og í Bandaríkjunum. í kynningu segir: „í haust kom út fyrsti geisladisk- ur Trio Nordica með verkum eftir Clöm Schuman, Franz Berwald og Felix Mendelssohn. Diskurinn hefur hlotið frábæra dóma, m.a. í stærstu dagblöðum Svíþjóð- ar. Trio Nordica er nýkomið úr tónleikaferð um Sví- þjóð. Sænsk dagblöð gáfu tónleikunum frábæra dóma þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram: „Samhentur og tilfinningaþmnginn leikur ... í lokakaflanum sýndu allir meðlimir tríósins gneistandi líf í einleiksköfl- um sínum og hið lýsandi samspil sýndi ef til vill allra best hina miklu tilfinningTi þeirra fyrir tónlistinni og hina listrænu ögun hjá Trio Nordica.“ TRIO Nordica Efnisskrá Tónleikanna í Borgarleikhúsinu inniheldur verkin Píanótríó 1 eftir Áskel Másson, Píanótríó í a- moll eftir Maurice Ravel og Píanótríó Op. 101 í c- moll eftir Johannes Brahms. Tónleikamir í Borgarleikhúsinu hefjast kl. 20.30 á Litla sviði leikhússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.