Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Tímamót
á Vestfjörðum
ÓHÆTT er að segja
að tímamót hafi orðið
á Vestfjörðum sl.
laugardag, þegar íbúar
sex sveitarfélaga á
norðanverðum Vest-
fjörðum ákváðu sam-
einingu þeirra með
miklum atkvæðamun.
Þrír fjórðu íbúanna
guldu jáyrði sitt við
hugmyndinni um sam-
einingu ísafjarð-
arkaupstaðar, Suður-
eyrarhrepps, Flateyrar-
hrepps, Mosvalla-
hrepps, Mýrarhrepps
og Þingeyrarhrepps.
Með mjög afdráttar-
lausum hætti var þessi ákvörðun því
tekin.
Það er enginn vafi á því að að-
stæður hafi á marga lund verið íbú-
um Vestfjarða erfíðar upp á síðkast-
ið. Örðugleikar í atvinnumálum
vegna þorskaflaskerðinga og þau
áföll sem yfír hafa dunið gera það
enn nauðsynlegra en fyrr að fylkja
liði og takast sameiginlega á við
verkefnin. Ákvörðun íbúa sveitarfé-
laganna sex um síðustu helgi er
þýðingarmikið skref í þá átt.
sambandi að hlutur ís-
lenskra sveitarfélaga í
samneyslunni er nú
þrefalt til fimmfalt
minni en gengur og
gerist á öðrum Norður-
löndum. Tillögur nefnd-
ar um verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga,
Sveitarfélaganefndar,
sem birtust í október
1992, gera og ráð fyrir
því að sveitarfélögin
taki að sér stóraukin
verkefni. Óhjákvæmi-
lega mun það hafa áhrif
á umdæmaskipan sveit-
arfélaganna, gangi þær
hugmyndir eftir.
Vestfjarðagöng - forsenda
sameiningar
Vestfjarðagöngin sem eru núna
að verða að veruleika munu hafa
mikil og farsæl áhrif á byggð á
Vestfjörðum. Tenging byggðarlag-
Sex sveitarfélög á norð-
anverðum Vestfjörðum
sameinast senn. Einar
Einar K.
Guðfinnsson
Miklar breytingar á
hlutverki sveitarfélaga
Miklar breytingar eru að verða á
hlutverki sveitarfélaganna. Á næsta
ári munu þau taka að fullu við rekstri
grunnskólanna. Þrátt fyrir að gert
sé ráð fyrir verulegum jöfnunarað-
gerðum í gegnum Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, er það engu að síður
ljóst að auðveldara verður fyrir hin-
ar stærri einingar í flestum tilvikum
að takast á við ný og viðurhlutamik-
il verkefni.
Allar líkur eru einnig á því að
áfram verði haldið á þeirri braut að
auka verkefni sveitarfélaganna. Að
því hníga líka margvísleg efnahags-
leg og pólitísk rök. Nefna má í því
K. Guðfinnsson segir
að í ákvörðun um sam-
einingu felist miklir
möguleikar.
anna hlýtur að styrkja stöðu þeirra
og skapa grundvöll fyrir nýsköpun
í atvinnulífí jafnt á sviði framleiðslu
sem þjónustu. í sérstökum viðauka
við skýrslu Sveitarfélaganefndar er
beinlínis sagt að jarðgöng á norðan-
verðum Vestíjörðum séu forsenda
sameiningar sveitarfélaga á því
svæði. Þetta hefur gengið eftir. Um
Tímamót í
húsfriðun
ALLAR borgir eiga
sér kennimörk, eins
konar stiklusteina
landi sínu sem hafa
mótað íbúana með
nokkrum hætti og aflað
þeim sameiginlegrar
reynslu. Þetta eru
mannvirki eða fjölfarn-
ir staðir sem eru sam-
ofnir vitund íbúanna og
eiga stóran þátt í að
gera þá að einni félags-
og menningarlegri
heild. Reykjavík er ekki
undantekning hvað
þetta varðar. Eitt af því
sem gerir okkur að
Reykvíkingum er sam-
eiginleg vitund okkar um Dómkirkj-
una, Laugaveg, Sundhöllina, Hljóm-
skálann, Hótel Borg og Norræna
húsið svo að dæmi séu nefnd af
handahófí. Hvert þessara fyrirbæra
þjónar sínum sérstaka tilgangi og
við viljum ekki missa af neinu þeirra.
Við viljum ekki breyta Hljómskálan-
um í sölutum eða Laugaveg í hliðar-
götu, ekki Hótel Borg í skrifstofuhús
fyrir Alþingi eða Kjarvalsstöðum í
heilsugæslustöð.
Þess vegna em það ánægjuleg
tíðindi að borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur
hlustað á raddir okkar sem ekki
höfum viljað breyta Ásmundarsal í
leikskóla og gefur nú fyrirheit um
að þetta merkilega hús fái að njóta
sín áfram eins og það var upphaf-
lega hugsað fyrir sex tugum ára.
Reglan hefur því miður verið sú um
opinbera aðila að lítt
eða ekki hefur verið
hlustað á gagnrýn-
israddir ef ákvörðun
hefur á annað borð ver-
ið tekin um nýbygging-
ar á viðkvæmum stöð-
um, niðurrif á merki-
legum húsum eða van-
hugsaðar breytingar á
þeim eða einstökum
borgar- eða götumynd-
um. Þannig hefur
Reykjavík orðið tæt-
ingslegri en ella hefði
þurft að vera og vantað
visst sögulegt sam-
hengi í þróun hennar.
Nú hefur verið
ákveðið að Reykjavík verði ein af
menningarborgum Evrópu árið
2000. Ástæðan er auðvitað sú að
þrotlaust starf listamanna og vel-
unnara þeirra á síðustu áratugum
hefur gert þessa borg að blómlegum
menningarstað. Smám saman hefur
hér risið fy'öldi mennta- og listasetra.
Einn af þeim merkustu og rótgrón-
ustu er Ásmundarsalur við Freyju-
götu. Það hefði orðið mikið slys að
breyta honum í leikskóla. Barna-
heimili eru auðvitað nauðsynleg og
virðingarverð sú viðleitni borgaryfir-
valda að fjölga þeim. En þau verða
bara að hafa sinn stað og listmenn-
ingin sinn.
Islendingar voru frekar seinir að
taka við sér í módernisma í listum.
Þótt merkilegt megi virðast var það
helst í byggingarlist sem þeir voru
nýjungagjamir á þessu sviði.
Guðjón
Friðriksson
líkt leyti og jarðgöngin eru að opn-
ast fyrir umferð ákveða íbúar sveit-
arfélaganna sex sameiningu.
Ör þróun í sameiningarmálum
á Vestfjörðum
Ovíða hefur sameining sveitarfé-
laga verið örari en einmitt á Vest-
fjörðum. Árið 1987 sameinuðust
fimm hreppar í Austur-Barðastrand-
arsýslu í eitt sveitarfélag, Reykhóla-
hrepp. Árið 1990 sameinaðist Auð-
kúluhreppur Þingeyrarhreppi. í árs-
byijun 1992 sameinuðust Fells-
hreppur og Óspakseyrarhreppur í
eitt sveitarfélag, Broddaneshrepp. í
Vestur-Barðastrandarsýslu samein-
uðust fjögur sveitarfélög, Patreks-
hreppur, Bíldudalshreppur, Barða-
strandarhreppur og Rauðasands-
hreppur í eitt sveitarfélag hinn 11.
júní í fyrra, Vesturbyggð. Nauteyr-
arhreppur við innanvert ísafjarðar-
djúp sameinaðist sama dag Hólma-
víkurhreppi og ennfremur sameinað-
ist Snæfjallahreppur við ísafjarðar-
djúp ísafjarðarkaupstað. Loks varð
til eitt sveitarfélag, Súðavíkurhrepp-
ur, er Reykjafjarðarhreppur, Súða-
víkurhreppur og Ögurhreppur við
Djúp sameinuðust í ársbyijun í ár.
Ef tekið er tillit til sameiningarkosn-
inganna nú um síðustu helgi blasir
við að á átta árum hefur sveitarfé-
lögum á Vestfjörðum í byggð fækk-
að um nítján, verða alls tólf í stað
þijátíu og eins áður. Þetta er gríðar-
leg breyting á stjómsýslu í einu kjör-
dæmi.
Miklir möguleikar
Skiptar skoðanir hafa verið um
þann beina fjárhagslega ávinning
sem hlýst af sameiningu af þessu
tagi. Um það mál má sjálfsagt allt-
af deila, enda ljóst að árangurinn
ræðst mjög af þeim ákvörðunum
sem sameinaðar sveitarstjórnir taka
hver fyrir sig; þar veldur hver á
heldur eins og víðar. Hitt skiptir
mestu máli að íbúarnir hafa ákveð-
ið að fylkja sameiginlega liði og
takast saman á við þau margvíslegu
og stóru verkefni sem framundan
eru. í þeirri ákvörðun felast mjög
miklir möguleikar. Það er öruggt
að ekki muni af veita.
Höfundur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum.
Kannski hefur það ráðið úrslitum
að einn helsti leiðtogi borgarastétt-
arinnar, Ólafur Thors, reið þar á
vaðið og reisti sér hús í svokölluðum
fúnkisstíl eða fúnksjónalisma þegar
árið 1930 og var það eitt af fyrstu
húsum sinnar tegundar á Norður-
löndum. Eftir það var fúnkisstíllinn
Það eru ánægjuleg
tíðindi, segir Guðjón
Friðriksson, að borgar-
stjórinn í Reykjavík vill
hlusta á raddir okkar,
sem ekki viljum breyta
Asmundarsal í
leikskóla.
mikilsráðandi í húsbyggingum í
Reykjavík öll kreppuárin og er það
eitt stílhreinasta skeiðið í bygging-
arsögu Reykjavíkur. Það var kannski
visst andsvar borgarastéttarinnar
gegn hamra- og burstabæjarstíl
Guðjóns Samúelssonar og Jónasar frá
Hriflu. Því miður hafa mörg af bestu
húsunum af þessu tagi verið eyðilögð
með ýmsum hætti og á það t.d. við
um hús Ólafs Thors við Garðastræti.
Annað dæmi um viðurstyggð eyði-
leggingarinnar í þessum efnum eru
samvinnubústaðimir sem Þórir Bald-
vinsson teiknaði vestur í bæ. Það er
því orðið brýnt að bjarga því sem
bjargað verður. Líklega er Ásmund-
arsalur fyrsta fúnkishúsið í Reykjavík
sem verður friðað og eru það tíma-
mót og vissulega rós í hnappagat
borgarstjómar Reykjavíkur. Þökk sé
borgarstjóranum í Reykjavík að taka
af skarið í þessum efnum.
Höfundur er sagnfræðingur.
Misvísandi sögur
um fund Ameríku
HINN 23. nóvem-
ber sl. skrifaði ég
grein í Morgunblaðið,
þar sem ég benti á,
að Leifur heppni væri
borinn og bamfæddur
á íslandi og hvatti til
þess, að hans væri
minnst. Jafnframt gat
ég þess, að heimildum
um fund Ameríku
bæri ekki saman og
að ég ætlaði að fjalla
um það í annarri
grein.
Frá þessum landa-
fundum er sagt í Ei-
ríks sögu rauða og
Grænlendinga sögu.
í Eiríks sögu rauða er sagt að
Leifur hafi siglt frá Grænlandi til
Noregs, dvalið einn vetur við hirð
Ólafs Tryggvasonar Noregskon-
ungs og þegar Leifur vildi sigla
heim, bað konungur hann að boða
kristni á Grænlandi. í þessari sigl-
ingu hitti hann á ókunn lönd sem
var Ameríka. Landgæði þar voru
mikil, vínviður og sjálfsánir hveiti-
akrar.
í Grænlendinga sögu segir að
árið 985 hafi Eiríkur rauði farið
til að byggja Grænland. Það sama
sumar sigldu fleiri fjölskyldur til
að nema land á Grænlandi og þar
á meðal Heijólfur Bárðarson frá
Eyrarbakka. Sonur hans Bjami
var farmaður. Hann hafði þann
sið að vera annan hvorn vetur hjá
föður sínum en hinn erlendis. Þeg-
ar Bjami kom til íslands sumarið
985 var faðir hans fluttur til
Grænlands. Þótt liðið væri á sum-
ar þá ákvað hann að sigla til
Grænlands og hafa vetrardvöl hjá
föður sínum eins og hann var
vanur. Óhagstæðir vindar hröktu
hann af leið að ströndum Ameríku
og var hann fyrsti Evrópumaður-
inn til að líta augum þrjú ólík lönd,
sem hafa verið Nýfundnaland,
Labrador og Baffinsland. Bjarni
tók hvergi land á þessum stöðum
og hefur sennilega ekki viljað
neina töf, því hann var orðinn
mjög seinn fyrir að ná til Græn-
lands um sumarið. Leifur Eríksson
keypti skip Bjarna Heijólfssonar
til þess að fara og kanna þau lönd
sem Bjarni hafði séð. Leifur
heppni var því fyrsti Evrópumað-
urinn sem steig fæti á ameríska
grund. Leifur fann löndin, sem
Bjarni hafði séð, gaf þeim nöfn,
Helluland, Markland og Vínland.
Á Vínlandi hafði hann nokkra
dvöl og byggði þar varanlega
skála, sem hann síðar lánaði Þor-
fínni karlsefni, þegar hann gerði
tilraun til að nema land á Vínlandi.
Saga Eíríks rauða nefnir hvergi
Bjarna Heijólfsson og Grænlend-
inga saga minnist hvergi á kristni-
boð Leifs Eiríkssonar. Þessar tvær
sögur segja á ólíkan hátt af fundi
Ameríku. En hvor þeirra er nær
sannleikanum?
I Kristnisögu er sagt frá því
að Noregskonungur lét. þá Hjalta
Skeggjason og Gissur hvíta fá við
til að byggja kirkju á íslandi. í
Eiríks sögu rauða er sagt frá að
Leifur Eiríksson fer til trúboðs á
Grænlandi á sama tíma og þeir
Gissur og Hjalti fara til kristni-
boðs á Islandi. En Leifur fékk
enga einustu spýtu til kirkjubygg-
ingar. Á íslandi var gróið þjóðfé-
lag með mörgum vel stæðum
bændum og landið það skógi vax-
ið að hafskip það, er Hjalti
Skeggjason sigldi á til Noregs, lét
hann smíða úr tijáviði úr Þórs-
merkurskógi. Grænland var skóg-
laust land. Þar höfðu fáeinir frum-
byggjar sest að fyrir 15 árum.
Þeir höfðu því vissulega þörf fyrir
flmbur til kirkjubygg-
ingar.
Er það líklegt að
Ólafur Tryggvason
Noregskonungur hafi
mismunað svona mik-
ið og óréttilega þeim
kristniboðum sem
hann sendi og létu
samtímis úr höfn eða
er eitthvað bogið við
frásögnina af trúboði
Leifs Eiríkssonar?
Glögglega má sjá
að sá, sem ritar Eiríks
sögu rauða, vill sem
mestan veg og fram-
gang kristinnar trúar
og það að trúboðinn í trúboðsferð
finnur Ameríku á þúsundasta af-
mælisári Krists er engin smáræð-
is staðfesting á mætti Krists.
Leifur heppni Eiríksson
kom til N-Ameríku um
990. Magnús Jónsson
rekur frásagnir Eiríks
sögu rauða og Græn-
lendingasögu af þeim
sögulega atburði.
Höfundur Eiríks sögu rauða
gefur engar upplýsingar um
hvaða heimildir hann styðst við.
Höfundur Grænlendinga sögu lýk-
ur sögunni með því að taka fram
að hún sé skrifuð eftir frásögn
Þorfínns karlsefnis, sem gerst
allra mann hafí sagt um ferðir
þessar allar.
Prófessor Jón Jóhannesson hef-
ur með sterkum rökum sýnt að
Grænlendinga saga er elsta og á
margan hátt áreiðanlegasta frá-
sögn af siglingum og atburðum
þeim er hún greinir frá. Grænlend-
inga saga er sennilega skrifuð
fyrir 1200 en Eiríks saga rauða
um 100 árum síðar eða seint á
þrettándu öld. Samkvæmt Græn-
lendinga sögu er Bjarni Heijólfs-
son hættur farmennsku og sestur
að á Grænlandi árið 988. Eins og
áður sagði keypti Leifur Eiríksson
skip Bjarna til Ameríkuferðarinn-
ar. Lankönnunarleiðangur Leifs
hefur því verið um 990. Hafi Leif-
ur verið í Noregi árið 1000 þá
tengist sú ferð á engan hátt fundi
Ameríku. Sagan um að Ólafur
Tryggvason hafí beðið Leif um
að boða kristna trú á Grænlandi
er éinnig vafasöm. Prófessor Jón
Jóhannesson hefur bent á að í
elsta riti um Ólaf konung
Tryggvason sé ítarlega gerð grein
fyrir þeim þjóðum sem hann boð-
aði kristni. Þar er ekkert orð um
að hann hafí haft afskipti af trú-
boði á Grænlandi. Munkur að
nafni Gunnlaugur Leifsson var
þekktur fyrir að semja sögur til
upphafningar og dýrðar kirkju og
kristindómi. Prófessor Sigurður
Nordal taldi að fingraför hans
mætti sjá á Eiríks sögu rauða. í
fomri sögu Noregs er sagt að ís-
lendingar hafi snúið Grænlending-
um til kaþólskrar trúar. Telja
verður því, að frásögn Grænlend-
inga sögu, sem bæði er nær þeim
tíma sem hún greinir frá og er
auk þess í betra samræmi við
aðrar heimildir, sé nær sannleik-
anum en sú frásögn, sem greinir
í Eiríks sögu rauða og Leifur
heppni hafí því komið til Ameríku
um 990 og það án nokkurra
tengsla eða afskipta frá Noregi.
Höfundur er fyrrverandi skóla■
stjóri.
Magnús
Jónsson