Morgunblaðið - 12.12.1995, Qupperneq 56
>6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
l'M TAKIN6 THI5 BALLROOM
PANCE CLA55, 5EE, AND
THI5ÖIRL COME5UPTOME.
AND A5K5 METODANCE..
'LC
Ég er í þessum danstímum, sjáðu
til, og þessi stelpa kom til mín
og bauð mér upp í dans...
5WE ASKED ME ! CAN
YOU BELIEVE IT? ME!
VSHE A5KED ME!^
Hún bauð MÉR upp! Geturðu trú-
að því? MÉR! Hún bauð MÉR upp!
Kennarinn er að tala við þig,
Kalli Bjarna... MIG?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Forvitnileg bók
um furðueyju
Ara Trausta Guðmundssyni:
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag er
alla jafna ekki hávært eða umsvifa-
mikið. Þar fer þó fram dijúgt
fræðslustarf, samanber útgáfu
tímaritsins Náttúrufræðingurinn,
fræðslufundi félagsins og allmarg-
ar fræðsluferðir. Jafn hljóðlega og
yfirvegað og sú starfsemi fer fram,
hefur félagið ráðist í útgáfu bóka
sem jafnan ná að vekja umtal fyr-
ir vandaða en alþýðlega fræðslu.
Má minna á afar veglega bók um
náttúru Mývatns, jarðfræði og líf-
ríki þess sem kom út 1991.
í fyrra kom svo út bók um Surts-
ey í samvinnu við Surtseyjarfélag-
ið. Hana ritar einn elsti og reynd-
asti náttúrufræðingur okkar,
Sturla Friðriksson, doktor í erfða-
fræði og frumkvöðull í vistfræði-
rannsóknum. Undirtitill bókarinn-
ar er Lífríki í mótun. Sturla leggur
áherslu á að lýsa hvernig fyrstu
sýnilegu lífverurnar námu land í
eynni þegar á meðan gosopin
sungu sinn þrumusöng og hvemig
margvíslegar lífverur hafa síðan
helgað sér sífellt stærri hluta eyjar-
innar. Hún sjálf hefur minnkað
nærri um helming frá því hún var
stærst, tæpir 3 ferkílómetrar, en
um leið eru vistkerfi á landi og í
sjó að verða æ flóknari.
Sturla einskorðar umfjöllun sína
ekki við lífríkið, ofan- og neðan-
sjávar. Hann hefur bókina á því
að tengja eldstöðina við gosbelti
Atlantshafshryggjarins og Islands,
lýsa gosinu, myndun Surtseyjar og
landslaginu þar; hvernig landslagið
varð til og hefur þróast. í bókinni
(112 síður) eru margar litljós-
myndir, grafískar myndir, kort og
skýringarmyndir. Þær auðga
ágætan og lipran texta Sturlu.
Aftast í ritinu er góð heimildaskrá
handa þeim sem meira vilja lesa
og þar er einnig lífveruskrá úr
furðueynni. Hún er syðsti hluti
íslands og útvörður eins yngsta
eldstöðvarkerfis í landinu, en lokuð
almenningi.
Höfundur ber saman Surtsey og
fjarlægar eldgosaeyjar og fjallar
m.a. um Galapagoseyjar. Þangað
má tiltekinn fjöldi ferðamanna og
náttúruskoðara koma ár hvert. Ég
hef verið talsmaður þess að nú
þegar, eða a.m.k. innan skamms,
verði ferðabanni aflétt af Surtsey
og litlum hópum ferðamanna leyft
að skoða eyna skv. mótuðu skipu-
lagi og gegn gjaldi, sem aftur nýtt-
ist t.d. Eyjamönnum við náttúru-
fræðslu og öðrum til útgáfu alþýð-
legs efnis um Surtsey. Þetta er
unnt um leið og sérfræðingar meta
það áhættulaust hvað varðar rann-
sóknir í eynni og lífríki hennar.
En þangað til verða íslendingar
að skoða bókina sem hér hefur
verið vakin verðskulduð athygli á.
Bókin Surtsey - Lífríki í mótun
fæst í bókaverslunum og hjá Hinu
íslenska náttúrufræðifélagi í að-
setri þess við Hlemm í Reykjavík.
ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON,
jarðeðlisfræðingur.
Indæla Reykjavík
Frá Svölu Nielsen:
ÉG FER mikið á Borgarbókasafn-
ið, og er ég aðallega sólgin í að
lesa ævisögur fólks sem er fætt
fyrir, um og rétt eftir síðustu alda-
mót og hefur frá mörgu að segja
um lífið, sem við þekkjum lítið til
sem yngri erum.
Ein er þó bók, sem hefur veitt
mér ómæída ánægju og kom út
fyrir jólin 1994. Hún heitir „In-
dæla Reykjavík“. Bókin fjallar um
gönguleiðir um Þingholtin og sunn-
anvert Skólavörðuholtið. Fyrst las
ég bókina, síðan lagði ég af stað
sl. sumar með bókina undir hend-
inni í gönguferðir um þessar slóðir.
Hér er skyggnst om. sögurík
hverfí höfuðborgarinnar, þar sem
nánast hvert hús á sína sögu eða
sérkenni. Stórhýsi og skipstjóra-
villur í fögrum görðum, steinbeð
og skúrar, sem búið er í, falin
bakhýsi og mikill gróður. Við Óð-
insgötu er sérkennilegt hús og í
garðinum eru tvær klappir, ísaldar-
klappir þær einu sem til eru. Árið
1880 voru þarna gijótnámur og
allt gijótið í Alþingishúsinu var
höggvið á þessum stað. Mér
fannst, þar sem ég stóð þama, ég
hverfa aftur til þessara ára og sá
fyrir mér verkamenn höggva gijót-
ið með verkfærum sem ekki þekkj-
ast í dag.
Margan undirganginn er ég búin
að ganga í gegn um og í bakgörðum
kúra lítil hús sem búið er í, og sjást
ekki frá götunni. Þekkja margir
götu eða stíg sem heitir „Válastíg-
ur“? Undarlega þröngur stígur með
skúrum, litlum húsum og einstaka
steinhús sem eins og hafi dottið
þarna niður af tilviljun, heillandi
að ganga þarna í gegn. Svo mörg
gullfalleg timburhús eru til í
Reykjavík, mörgum er haldið vel
við en önnur í algjörri niðurníðslu.
Þó er fólk að vakna til meðvitundar
um verðmæti þessara húsa og feg-
urð þeirra og vona ég að fólk hætti
að augnstinga húsin og skemma
þau.
Ég þakka Guðjóni Friðrikssyni
fyrir þessa skemmtilegu og fróðlegu
bók og ættu sem flestir Reykvíking-
ar að lesa hana.
Vona að bækumar verði fleiri
því af nógu er að taka.
SVALA NIELSÉN,
Meistaravöllum 31, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.