Morgunblaðið - 20.12.1995, Side 13

Morgunblaðið - 20.12.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 13 FRETTIR Samkeppni um hús við orkuverið við Bláa lónið * Ahersla var lögð á samspil hrauns og sjávar „VIÐ LÖGÐUM áherslu á samspil hrauns og sjávar á svæðinu og sömu- leiðis að skapa ákveðna dulúð með sérstæðri notkun raflýsingar. Óvíða eru jafnmiklar andstæður í náttúr- unni og á Reykjanesi, enda mætast þar kraftar úr iðrum jarðar, eldstöðv- ar, hraun og vatn,“ segja arkitekt- arnir Ragnar Ólafsson og Gísli Sæ- mundsson, sem unnu samkeppni Hitaveitu Suðurnesja um hönnun á kynningar- og mötuneytishúsi við orkuverið við Bláa lónið. Alls bárust 43 tillögur í samkeppn- ina og í umsögn dómnefndar segir meðal annarsmm teikningar Ragnars og Gísla að útlit byggingarinnar sé líflegt og grunnmynd sé í heild ákaf- lega vel leyst. í keppnislýsingu Hitaveitu Suður- nesja kemur m.a. fram að núverandi mötuneyti starfsmanna í Svartsengi sé í bráðabirgðahúsnæði og fullnægi ekki lengur kröfum sem gerðar eru til slíkra mötuneyta. Ennfremur seg- ir að aðstaða til móttöku gesta og kynningar á starfseminni sé orðin ófullnægjandi. í tillögum Ragnars og Gísla er m.a. gert ráð fyrir að starfsmenn orkuversins geti notið andstæðna hrauns og ljóss á sama hátt og gest- ir í kynningar- ARKITEKTARNIR Gísli Sæmundsson og Ragnar Ólafsson. œð l II u sal hússins. í umsögn dómnefndar kemur fram það álit að matsalur sé aðlaðandi og setustofa starfsmanna sé vel staðsett og rúmgóð. „Kynning- arsalir eru, samkvæmt teikningum okkar, þægilegir íverustaðir. Salirnir opnast mót hraunbreiðu þegar komið er inn í þá og hraunbrúnin myndar náttúrulegan bakgrunn," segja Ragnar og Gísli og i umsögn dóm- nefndar er lýst ánægju með útfærslu þeirra. Veitt voru verðlaun fyrir þijár til- lögur, auk þess sem aðrar þijár voru keyptar þar sem þær þóttu athyglis- verðar. Fengu Ragnar og Gísli 900 þúsund kr. í verðlaun. Ivon Stefán Cilia og Bjarni Snæbjörnsson á Teiknistofunni hf. fengu 500 þúsund kr. í 2. verðlaun fyrir tillögu sína, og Guðmundur Jónsson á Arkitekta- stofu Guðmundar Jónssonar fékk 300 þúsund kr. verðlaun fyrir þriðju bestu tillögu að mati dómnefndar. Dómnefnd var sammála um að kaupa þijár aðrar tillögur og fengu höfundar þeirra 100 þús. kr. verð- laun. í þeim hópi eru Thomas J. Stankiewiez og Guðfínna Thordar- son, Ingimundur Sveinsson og Jó- hann Einarsson, og Ásdís Ágústs- dóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir. -i -j-—H) TBTTilrfBfTT Æ —B----------------II- — íí lll/1 Bflrribr iF- AUSTURHLIÐ nýbyggingarinnar. 4 tonn af skötu verða seld á 99 kr. kg. Fyrstir koma - fyrstir fá Seljum einnig 500 kg. af laxi á 399 kr. kg. Fiskbúðin, Höfðabakka 1, - Gullinbrú, sími 587-5070 Fiskbúðin, Hringbraut 119, - JL-húsinu, sími 552-5070 'Tindaskata, kæst, roðlaus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.