Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Verkefnastaða Slippstöðvarinnar Odda með besta móti Fyrirtækið þurft að vísa verkefnum frá Verkefnastaða Slippstöðvarinnar Odda hf. er með allra besta móti um þessar mundir og hefur sú staða komið upp að fyrirtækið hafí þurft að vísa verkefnum frá. „Það er al- veg nýtt fyrir okkur að þurfa að vísa verkefnum frá og okkur þykir slæmt að þurfa að gera það,“ seg- ir Jóhannes Óli Garðarsson, fram- leiðslustjóri fyrirtækisins. Togarinn Siglir SI frá Siglufirði var tekinn í flotkvínna í fyrrakvöld og verður þar fram yfir áramót. Siglir er stærsta skipið sem tekið hefur verið í kvínna crg segir Jó- hannes Óli að það hafí gengið vel. „Það má segja að það sé biðröð í kvínna alveg út mars. Verkefna- staðan er mjög góð næstu vikur og óvenjugóð næstu mánuði. Við höfum bæði verið að bæta við starfsmönnum og eins eru undir- verktakar okkur til aðstoðar. Þeir menn sem starfa hjá okkur sem undirverktakar hafa sýnt mikinn vilja til að leysa þau mál sem upp koma og þeir eiga heiður skilinn,“ segir Jóhannes Öli. Hjá Slippstöðinni Odda starfa nú um 125 manns og auki um 35 manns á vegum undirverktaka, eða alls um 160 manns. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar samþykkt Eignir seldar á næsta ári fyrir 215 milljónir FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar, stofnana hans og sjóða var samþykkt á fundi bæjarstjórn- ar í gær. Gert er ráð fyrir að skatt- tekjur verði rúmlega 1,5 milljarðar króna og rekstur málaflokka kost- ar rúmlega 1,1 milljarð króna. Fram kom í máli Jakobs Bjöms- sonar bæjarstjóra að skuldir Fram- kvæmdasjóðs munu lækka verulega í'kjölfar eignasölu upp á 210 millj- ónir króna. Þá sagði hann að gert væri ráð fyrir að selja eignir á næsta ári fyrir 215 milíjónir króna. Þannig yrðu skuldir sjóðsins í lok næsta árs innan við 400 milljónir króna sem er um helmingi lægri upphæð en skuldirnar nema nú. Eignir seldar á næsta ári í bókun meirihluta bæjarstjórn- ar kemur fram að áfram verður haldið á þeirri braut að selja hluta- bréf bæjarins í fyrirtækjum og er markmiðið að það gerist á næsta ári. Söluandvirði bréfanna verður einkum notað til niðurgreiðslu skulda Framkvæmdasjóðs og bæj- arsjóðs. Það svigrúm sem skapast við eignasöluna verður auk þess nýtt til atvinnuþróunarverkefna, menningarmála, íþrótta- og tóm- stundamála, umhverfismála og viðhalds eigna. Á næsta ári verður skipulagðri endurskoðun rekstrarþátta í bæjar- kerfinu haldið áfram og mun fara fram gagnger endurskoðun á ýms- um þáttum í rekstrinum. Þá verður mótuð stefna um hlutfall sértekna í rekstri þjónustustofnana bæjarins og gjaldskfár endurskoðaðar með tilliti til þeirrar stefnu. Meirihlutinn vill einnig kanna til hlýtar hvort hagkvæmt sé að sameina rekstur veitustofnana bæjarins náist ekki árangur í viðræðum við iðnaðar- ráðuneyti um sameiningu Rafveitu Akureyrar og RARIK. Loks verður gerð tillraun með nýtt fyrirkomulag við rekstur nýs skrifstofuhúsnæðis félags- og fræðslusviðs, m.a. með útboði á rekstri mötuneytis, ræst- ingu og húsvörslu. Reynist það hagkvæmt verður það fært yfír til annarra stofnana bæjarins. Raveitan greiði afgjald til bæjarsjóðs Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, lagði fram breytingartil- lögur við fjárhagsáætlunina. Þar var lagt til að Rafveita Akureyrar greiði á næsta ári í bæjarsjóð 2% afgjald af eigin fé veitunnar nú í lok árs. Upphæðin, 17,5 milljónir króna, myndi bætast við tekjuhlið áætlunarinnar. Þá lagði Alþýðu- bandalagið til að langtímalán hækki um 15 milljónir, yrðu 135 milljónir á næsta ári í stað 120 milljóna króna og loks að framlag til Sund- laugar Akureyrar yrði hækkað um 32,5 milljónir króna og yrði 67,7 milljónir í heild á næsta ári. Tillög- umar voru felldar við afgreiðslu áætlunarinnar. Atvinnuskrifstofan lömuð Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, vakti áthygli á því að hlutfall útgjalda sem hlutfalj tekna færi vaxandi, en það gæti leitt til alvarlegrar stöðu héldu menn ekki vöku sinni. Sterkur efnahagur einkenndi þó enn stöðu bæjarins og svigrúm hans til at- hafna. Hann sagði illþolandi fyrir starfs- fólk ýmissa stofnana þegar þeim væri haldið í uppnámi ár eftir ár vegna yfirvofandi skoðunar eins.og nú væri boðað. Sigurður gagnrýndi meirihluta bæjarstjómar fýrir að hafa ekki nýtt mörg tækifæri sem hafí boðist, enn væm of margir atvinnulausir í bænum og íbúum fjölgaði of hægt. Þá nefndi hann að Atvinnuskrifstofa Akureyrar- bæjar hefði verið nánast lömuð frá upphafi kjörtímabilsins þrátt fýrir mikil loforð um breytingar. Morgunblaðið/Kristján Ný snyrti- vöruverslun NÝ snyrtivöruverslun var opnuð í göngugötunni í Hafnarstræti fyrir skömmu. Verslunin er við Hafnarstræti 98 og heitir Snyrtivöruverslunin Ilm- ur. Eigandi hennar er Ás- laug Borg, snyrti- og förð- unarfræðingur. TIL ATVINNUNOTA Líkamsræktarstöðvar ípróttahús Iþróttafélög Skip Hótelogfl. Glómus hf. 462 3225 Tjón RARIK vegna óveðursins í október um 183 milljónir króna Tjónið lang- mest á Norður- landi eystra KOSTNAÐUR Rafmagnsveitna ríkisins vegna tjóns á orkudreifí- kerfi fyrirtækisins í óveðrinu í októ- ber er talinn verða um 183 milljón- ir króna, þegar lokið verður við að koma raflínum í samt lag aftur. Þessi tala er með kostnaði við keyrslu varaaflstpðva, sem er tal- inn nema um 10 milljónum króna. Mest var tjónið á dreifikerfinu á Norðurlandi eystra en það er talið nema um 123 milljónum króna fyr- ir utan keyrslu varaaflstöðva. Á Norðurlandi vestra er talið að tjón- ið nemi um 34 milljónum króna, fyrir utan keyrslu varaaflstöðva. Veðrið hefur auðveldað viðgerð Tryggvi Þór Haraldsson, um- dæmisstjóri RARIK á Norðurlandi eystra, segir að vinnuflokkar séu enn að vinna við staura og línur en ekki verði hægt að Ijúka endan- lega við viðgerð fyrr en í sumar. Veðrið hefur leikið við virmuflokka RARIK síðustu vikur og því hefur viðgerð gengið nokkuð vel og segir Tryggvi Þór að vegna þessa verði viðgerðarkostnaður minni er ráð var fyrir gert í upphafi. í skýrslu um rafmagnsleysið á Norðurlandi í lok október, sem tæknisvið RARIK hefur tekið sam- an, kemur fram að flestar bilanir á orkuveitusvæði RARIK urðu á svæðinu frá Skagaströnd og austur að Þórshöfn en á þessu svæði var ísingin mest. Alls brotnuðu 332 staurar, 185 «lár og vírslit urðu 173 á þessu svæði. Auk þess lögð- ust 293 staurar á hliðina. Til viðbót- ar má áætla að rétta þurfí um 1.000 staura sem halla eftir óveðrið. Hér er um óvenjumikið magn að ræða enda jörð ófrosin. Þessar tölur gefa aðeins grófa vísbendingu um um- fang bilunar, segir í skýrslunni. Til viðmiðunar má geta þess að í línum RARIK eru um 88.000 staurar. Vel gekk að koma á rafmagni Alls urðu um 26.500 íbúar á orkuveitusvæði rafmagnsveitnanna' fyrir rafmagnsleysi í óveðrinu, í Kjós, á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Aust- urlandi. Vel gekk að koma á raf- magni miðað við aðstæður og var meðallengd rafmagnsleysis frá um 2 klst. á Vesturlandi og upp í um 13 klst. á Norðurlandi eystra á íbúa. Lengsta rafmagnsleysið á Vesturlandi var um 20 klst., á Norðurlandi vestra um 84 klst., á Norðurlandi eystra um 127 klst. og á Austurlandi um 32 klst. Ljóst er að varavélar drógu úr straum- leysi í þessu veðri og gjörbreyttu í raun ástandinu. Sérstaks átaks er þörf til end- urnýjunar dreifikerfa til sveita með strenglögnum í líkingu við það sem rafmagnsveiturnar hafa unnið á síðustu 5 árum. Með því að leggja um 2-300 km af strengjum á þeim stöðum þar sem ísingarhætta er mest mundi draga verulega úr ís- ingartjónum á dreifíkerfi til sveita. Líkur eru á því að ef rafmagnsveit- urnar hefðu ekki verið búnar að leggja nær 200 km af strengjum á ísingarsvæðunum norðanlands hefði tjónið orðið meira en hálfur milljarður króna, segir ennfremur í skýrslunni. Morgunblaðið/Kristján ÁSBJÖRN Gíslason og Sigfús Stefánsson, starfsmenn RÁ- RIK, voru að taka niður línur og staura í hríðinni í Aðaldal í gær. Loftlínan yfir Skjálfandafljót skemmdist í óveðrinu í október. 2,- 6. janúar 1991 11.-12. nóvember 1991 23.- 25. nóvember 1992 24.-26. október 1995 29. janúar 1994 * $ ---J eöstauor J ... KORT með helstu dæmum um tjón vegna ísingar í dreifikerfi RARIK frá árinu 1991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.