Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 18

Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hækkun hlutabréfa í Wall Street eftir vaxtalækkun London. New York HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Evr- ópu í gær áður en bandaríski seðla- bankinn ákvað að lækka vexti um 0,25%. í Wali Street hækkuðu hlutabréf strax í verði eftir vaxtalækkunina. Dow Jones vísitalan hækkaði um 11.92 punkta í 5,087.13, en hafði áður lækkað um 20 punkta. Vaxta- lækkunin var ákveðin degi eftir að Dow-vísitalan lækkaði um 101.52 punkta, mestu lækkun á einum degi í fjögur ár. í London og Frankfurt lækkuðu hlutabréf um rúmlega 1% á tímabili áður en bandaríska vaxtalækkunin var ákveðin. Síðan hækkuðu brezku bréfín nokkuð vegna bættrar stöðu í Wall Street eftir metlækkunina á mánudag. Brezkir verðbréfasalar hafa óttazt að frekari lækkanir í Wall Street muni leiða til enn meiri lækkana í London, sem hafa þegar slegið met. Óvissu eytt Í New York voru sérfræðingar í vafa um að vextir yrðu lækkaðir. Óvissan stafaði ekki sízt af því að leiðtogum Bandaríkjaþings og stjórn Clintons forseta hefur ekki tekizt að ná samkomulagi um hallalaus ríkisf- járlög. Ósamkomulagið ýtti undir hrunið á Dow Jones vísitölunni á mánudag. Almennt hefur verið gert ráð fyrir vaxtalækkun í Bandaríkjunum fyrir jól. Stuðningsmenn vaxtalækkunar benda á að dregið hafi úr efnahags- bata, verðbólga sé lítil og hætta á því að samkomulag um hallalaus rík- isfjárlög geti haft neikvæð áhrif á efnahagslífið. Aðrir segja að nærri láti að unnið sé með fullum afköstum í Bandaríkj- unum, of mikill óróleiki ríki á fjár- málamörkuðum og ná þurfi meiri ár- angri í baráttunni gegn verðbólgunni. Önnur lækkunin Bandaríski seðlabankinn hefur lækkaði vexti einu sinni áður í ár. Um var að ræða 0,25% lækkun í 5 1/2% á millibankavöctum. Forvextir eru sem fyrr 5 1/4%. VIÐSKIPTI HLUTABRÉFAMARKAÐIR HEIMS FÉLLU Verðfall varð á hlutabréfamörkuðum heimsins s.l. þriðjudag, sem átti upphaf sitt í mesta verðfalli hlutabréfa í Wall Street síðustu 4 ár og af ótta við að fjárlagakreppan í Bandaríkjunum grafi undan möguleikunum á vaxtalækkun. 5350 5250 Dow Jones iðnaðar vísitalan . 2350 2300 Dax vísitalan 20 27 4 11 18 NOV DES 20 27 4 11 18 NOV DES Nikkei Dow 20000 ___________ 10250 Hang Seng vísitalan mnnn 20 27 4 11 18 NOV DES 19500 20 27 NOV 4 11 18 DES 18. des. 5075.21 CAC40 20 27 4 11 18 NOV DES FTSE-100 3750 20 27 4 11 18 NOV DES 3700 Allar stærðir miðaðar að lokaverði REUTER Morgunblaðið/Arni Sæberg Prentsmiðjan Oddi festir kaup á nýrri prentvél Eykur umsvifm í umhúðaprentun PRENTSMIÐJAN Oddi hefur fest kaup á nýrri prentvél að verðmæti um 120 miiljónir króna. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, er þessi fjárfesting liður í véi- væðingu fyrirtækisins til umbúða- prentunar. Einnig hafí verið gengið frá kaupum á tækjabúnaði til stöns- unar og límingar umbúða til þess að fyrirtækið geti fullgengið frá umbúð- um sjálft. Þorgeir segir að Oddi hafi fram tii þessa ekki prentað mikið af um- búðum sem þarfnist iímingar. Fyrir- tækið hafi ekki getað fullunnið þess- ar umbúðir og það hafí dregið úr samkeppnishæfni þess á þessu sviði. Nú sé hins vegar búið að ganga frá uppsetningu á öllum tækjabúnaði til þessarar framleiðslu og reiknar hann með að reynslukeyrslu verði lokið fljótlega upp úr áramótum. Hann segir að nýja prentvélin sé með öilum nýjasta búnaði í sjálfvirkni og að auki sé allt gæðaeftirlit sjálfvirkt á meðan á prentun stendur. Prentvélin hefur þegar verið tekin í notkun og er hún nú notuð sam- hliða eldri prentvélum fyrirtækisins yfir háannatfmann og Þorgeir segir að svo verði áfram, a.m.k. fyrst um sinn. Flytur úthjartalyf fyrir 700 milljónir DELTA hf. hefur á þessu ári náð að selja hjartalyfið Katopril fyrir alls um 700 milljónir króna til Þýskaiands. Þetta er töluvert betri árangur en áætlað hafði verið. Delta fékk rétt til að selja lyfið á Þýskalandsmarkaði þann 12. febrúar sl. þegar einkaleyfí fram- leiðandands þar í landi rann út. Þá hafði Delta framleítt lyfíð um 3-4 ára skeið þar sem framleiðand- inn hafði ekki hirt um að sækja um einkaleyfi til framleiðslunnar hingað til lands. Annars staðar í Evrópu höfðu lyfjafyrirtæki ekki haft leyfi til þess að vinna með þetta efni þar til einkaleyfið rann út í Þýskalandi. Ottó B. Ólafsson, framkvæmda- stjóri, segir útlit fyrir að framhald verði á þessum útflutningi á næstu árum, en llklegt sé að tekjur verði heldur minni á árinu 1996 vegna lækkandi verðs. Þessi útflutningur skili mikilli framlegð og því sé út- lit fyrir mjög góða afkomu á þessu ári. Velta fyrirtækisins verði liðlega einn milljarður í ár. OECD spáir 2,5% hagvexti hér á landi Reuter. HAGVÖXTUR hér á landi mun minnka nokkuð á næsta ári frá því, sem er á þessu, vegna lítilla kvóta og aukins aðhalds í fjármálum hins opinbera. Kemur þetta fram í nýrri misserisskýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. í skýrslunni segir, að hagvöxtur hafi verið um 3% á þessu ári en verði 2,5% 1996 og hefði orðið minni ef ekki hefði komið til stækkunar álversins í Straumsvík. Því er spáð, að verðbólga verði lítil en muni þó aukast tímabundið á næsta ári vegna samninga við verkalýðsfélögin og fram kemur, að kauphækkanir á þessu ári hafí aukið eftirspurn inn- anlands um 17% og átt þátt í draga úr hagstæðum greiðslujöfnuði. Skýrsluhöfundar segja, að aukin eftirspurn eftir innfluttri vöru end- urspegli aukna fjárfestingu en telja, að greiðslujöfnuðurinn kunni að verða óhagstæður á næsta ári. Er ástæðan annars vegar hráefnis- skortur í útflutningsframleiðslunni og hins vegar aukinn innflutningur vegna framkvæmdanna í Straums- vík. Ekki sjálfstæð spá Að sögn Sigurðar Snævarr, hag- fræðings hjá Þjóðhagstofnum, er ekki um sjálfstæða spá að ræða hjá OECD heldur er hún byggð á spá Þjóðhagsstofnunar frá því í október og bætt við áhrifum framkvæmd- anna við álverið í Straumsvík. í spánni sé t.d. ekki tekið mið af áhrif- um nýrra kjarasamninga, fram- kvæmdum við_ Hvalfjarðargöngin, nýjum fjárfestingum í einkageiran- um og aukinni einkaneyslu og sam- neyslu. Eins og fram hefur hefur komið spáir Þjóðhagsstofnun því að hag- vöxtur verði 2,6% á þessu ári og 3,2% á árinu 1996. Samtök iðnaðarins gagnrýna rammasamninga Ríkiskaupa Ojafnræði samnmgsaðila algjörlega óviðunandi SAMTÖK iðnaðarins hafa sent er- ihdi til stjórnar Opinberra innkaupa þar sem harðlega er gagnrýnt hvernig Ríkiskaup hafa staðið að útboðum með svonefndum ramma- samningum. Þar er bent á að ríkis- stofnanir séu ekki skuldbundnar rammasamningum en seljandanum sé hins vegar skylt að veita afslátt og greiða Ríkiskaupum allt að 3% þóknun. Ójafnræði af þessu tagi milli samningsaðila sé algjörlega óviðunandi. Þetta mál er gert að umtalsefni í nýútkomnu fréttabréfi samtak- anna. Fram kemur að Ríkiskaup hafi í auknum mæli boðið út ramrnasamninga fyrir vörukaup á borð við húsgögn og einangrunar- gler. Nú þessa dagana sé verið að undirbúa útboð á prentun. Óttast, samtökin að með gerð' slíkra rammasamninga um vörukaup verði vikið frá þeirri stefnu að vöru- kaup umfram 2 milljónir króna skuli boðin út. Raunartelja samtök- in að engin trygging sé fyrir því að ríkisstofnanir fái með þessum hætti hagstæðustu kjör hveiju sinni „því að seljendum er gert að bjóða nánast út í loftið og þess muni að líkindum gæta í tilboðum.“ Efast um að rammasamningar standist reglur ESB „Fyrirmynd rammasamnings- kerfis Ríkiskaupa er sótt til Dan- merkur. Þar í landi er ekki verið að draga fjöður yfir að kerfið er ætlað að fírra hið opinbera útboðs- skyldum og yfirlýst markmið rammasamninga er því að víkjast undan útboði, hornsteini í útboðs- stefnu ríkisins. Bæði hérlendis og í Danmörku eru uppi sterkar efa- semdir um að rammasamningar standist reglur Evrópusambands- ins,“ segir ennfremur. Þá er bent á að í reglum EES um opinber innkaup sé ramma- samninga einungis getið við útboð á þjónustu. „Samtökin telja að þessu ráði ekki tilviljun ein, því í eðli sínu eiga rammasamningar ekki við þegar boðin eru út vöru- kaup og framkvæmdir. Að mati Samtakanna skal ekki beita rammasamningum til að víkja und- an útboðsskyldu og þeir þvi að eins notaðir þegar eðli viðskipta er þannig að ekki er unnt að bjóða út með hefðbundnum hætti. Dæmi- gerður rammasamningur er vegna þjónustu t.d. leigubílaaksturs, við- gerða, gistingar, bílaleigubíla og fargjalda.“ Samtökin hafa lagt til við stjórn opinberra innkaupa að ýmsar breytingar verði gerðar á fyrir- komulagi rammasamninga þ.á.m. að einstök innkaup sem séu um- fram viðmiðunarmörk í útboðs- stefnu ríkisins verði ávallt boðin út sérstaklega. Þá verði ekki boðið út óþekkt magn nema trygging komi á móti að sá sem best bjóði fái tryggð lágmarksviðskipti. Þórhallur Arason, formaður stjórnar Opinberra innkaupa, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um einstök efnisatriði í gagnrýni Samtaka iðnaðarins. Viðræður stæðu yfir um þetta mál og kvaðst hann vonast til að sam- komulag næðist við samtökin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.