Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 29
H-
LISTIR
Steinar Sigurður
Vilhjálmur Pálsson
Skáld
á22
í KVÖLD kl. 21 verður bókakynning
á veitingahúsinu 22 við Laugaveg.
Þar koma saman skáld sem eiga það
sameiginlegt að senda frá sér bækur
fyrir þessi jól.
Einar Már Guðmundsson les úr
ljóðabók sinni í auga óreiðunnar,
Nína Björk Árnadóttir Jes úr skáld-
sögunni Þriðja ástin, Ólafur Grétar
Gunnsteinsson les úr ljóðabókinni
Þáttur, Ari Gísli Bragason úr Ijóða-
bókinni Hvítur himinn úr glugga,
Sigurður Pálsson les úr Ljóðlínu-
skipi, Steinar Vilhjálmur flytur efni
úr ljóðsögunni Hljóð Nóta og Þorri
Jóhannsson flytur efni úr ljóða og
prósabók sinni Holræsin á strönd-
inni.
Dagskráin hefst stundvíslega kl'.
21 og er aðgangur ókeypis.
Sýning Rut-
ar Rebekku
að ljúka
NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi
á málverkum Rutar Reþekku í sýn-
ingarsölum Norræna hússin.
Hún sýnir nú 30 olíumálverk en
Rut Rebekka hefur haldið fjölda sýn-
inga heima og erlendis.
Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla
daga og henni lýkur 22. desember.
3000 bros
Á BÓKASAFNINU í Gerðubergi lesa
eftirtaldir höfundar í dag, miðviku-
dag, úr nýjum og væntanlegum
skáldverkum sínum;
Kl. 17: Guðrún Helgadóttir, Andri
Snær Magnason, Magnús Gezzon og
Sigtryggur Magnason.
Kl. 20: Olga Guðrún Árnadóttir,
Einar Ólafsson, Björgvin ívar, Einar
Öm Gunnarsson og Ingunn Snædal.
Orgelkvöld á
aðventu
ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir
í Digraneskirkju fímmtudagskvöldið
21. desember undir yfirskriftinni
Orgelkvöld á aðventu.
Flutt verður orgeltónlist meðal
annars eftir, Bach, Daquin og fleiri,
öll tengd jólum og aðventu á einn
eða annan hátt.
Flytjandi er Kári Þormar organ-
isti. Aðgangseyrir er 500 kr.
Nýjar
hljómplötur
• ÁRNESINGAKÓRINN í
Reykjavík hefur nýlega sent frá
sér geisladisk sem hefur að geyma
fjölmörg ættjarðarlög og lög úr
erlendum söngleikjum. Einsöngv-
arar með kórnum eru Þorgeir J.
Andrésson, Signý Sæmundsdóttir,
Sigurður Bragason, Rannveig
Fríða Bragadóttir og Ingvar Krist-
insson. Píanóleik annast Þóra
Fríða Sæmundsdóttir, Ulrik Óla-
son og Bjarni Jónatansson. Stjórn-
andi kórsins er Sigurður Braga-
son.
Með diskinum fylgir bæklingur
með kynningu á efni og undirleik.
Þetta er þriðja plata Árnesinga-
kórsins í Reykjavík.
Japis annast dreifingu.
Vöndub ogfjölbreytt tónlist
við Ijóð skáldsins.
13 ný og eldri
klassík-, vísna- og dœgurlög,
Söngvarar:
Jóhanna Linnet, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Edda
Heiðrún Backman, Ásdís Guðmundsdóttir, Bergþóra
Árnadóttir, Gullý Hanna Ragnarsdóttir, Egill Ólafsson,
Magnús/Jóhann, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Guðlaugur Viktorsson.
Utgefendur þakka frábærar viðtökur. Inniheldur m.a.: Til eru fræ, Konan sem kyndir
Ný sending tilbúin til dreifingar hjá Spor hf. ofninn minn, Kvæbið um fuglana, í dag skein sól.