Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Það ríkir ekki óráðsía á Ríkisspítölunum LÖG UM heilbrigðis- þjónustu hefjast svo: „Allir iandsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hveijum tíma eru tök á að veita..Á seinni hluta þessa árs höfum við á Ríkisspítölum ekki fylgt þessum lögum þar sem við höfum haft tök á að veita meiri og í sumum tilfellum betri þjónustu en við höfum gert. Við höfum lokað stórum hluta af spíta- lanum, látið sjúklinga bíða, stundum með þeim afleiðingum að sjúkdómurinn hefur versnað svo að hann hefur breyst í bráðan vanda og valdið meiri skaða en ella. Þá er sjúklingum sinnt, hvað sem það kost- ar. Þetta vinnulag er látið óátalið. Fyrri hluta ársins sinntum við sjúkl- ingum eins og tök voru á, en það kostaði meira en fjárlög heimiluðu (u.þ.b. 5%). Fyrir það fáum við held- ur betur skömm í hattinn hjá fjár- máiaráðherra og sumum þingmönn- um. Er upphafssetning heilbrigði- slaga ekki til eftirbreytni, hejdur aðeins falleg orð sem menn geta vitn- að til á hátíðastundum? Af umræðunni undaúfarið mætti ætla að á Ríkisspítölunum ríkti mik- il óráðsía. Svo er alls ekki. Árið 1991 gerði Ríkisendurskoðun stjómsýslu- endurskoðun hjá Ríkisspítölum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar voru ekki gerðar miklar athugasemdir við reksturinn, þvert á móti kom þar sitthvað fram sem benti til hag- kvæms reksturs. Gerður var saman- burður á kostnaði á legudag árið 1989 milli Landspítala, Landakots og Borgarspítala. Þá var lægstur kostnaður á Landspítalanum Þorvaldur Veigar Guðmundsson (13.440.-, 20.275.-, 14.275.-). Einnig var skoðaður kostnaður á legudag á Ríkisspí- tölunum árin 1987, 1988 og 1989. í ljós kom að kostnaður á legudag minnkaði að raungildi á þessum þremur árum um 3,5%. Ríkisendurskoðun túlk- aði þetta sem árangur af hagræðingu. Sú ha- græðing hefur haldið áfram þótt ekki liggi fyrir tölur frá Ríkisend- urskoðun því til stað- festingar. Jafnframt hefur starfsemi aukist og ýmsar nýjungar teknar upp. Því hefur kostnaður held- ur aukist. Vandinn er sá að í bókhald- inu er kostnaður færður í krónum, en ekki er unnt að bókfæra árangur- inn á sama hátt. Þeir sem í önnum dagsins gefa sér aðeins tíma til þess að líta á niðurstöðutölur bókhalds skynja því eingöngu kostnað en sjá ekkert tekjumegin. Til að gera sér grein fyrir frammi- stöðu Ríkisspítala má grípa til sam- anburðar. Samkvæmt ríkisreikning- um 1993 var kostnaður á legudag áfram minni á Landspítaianum en á Borgarspítalanum og þá var halli á rekstri Landspítala 1,2% og á Bor- garpítala 3,5%, (sem er álíka og áætlaður halli á Ríkisspítölum í ár). Árið 1994 kom út skýrsla Ríkisend- urskoðunar um „Stjómsýsluendur- skoðun á Sjúkrahúsi Skagfírðinga, Húsavíkur og Vestmannaeyja". Á bls. 13 segir: „Kostnaður á legudag vegna ann- arrar legu en langlegu er lægstur á sjúkrahúsi Skagfírðinga, eða 22,6 þúsundir króna á legudag. Á sjúkrahúsi Húsavíkur er kostnað- urinn 27,4 þúsundir króna á legu- Ef fjárveitingar til Rík- isspítala væru hliðstæð- ar fjárveitingum ann- arra sambærilegra stofnana, væru þeir, að mati Þorvalds Veigars Hlutfallsleg skipting landsmanna og Iegudaga á Ríkisspítölum eftir Guðmundssonar, inn- kostar meira að reka háskólasjúkra- hús en önnur og tekið tillit til þess við fjárveitingar. Það er ekki gert hér. Því er einsætt að það fæst mik- ið fyrir það fé sem veitt er til Landsp- ítalans. Á tímabilinu janúar 1993 - sept- ember 1995 var halli á rekstri Ríkis- spítalanna að meðaltali 2,3% á ári. Þar skera öldrunardeildir sig úr með langhæst hlutfall frá því svæði. Dæmi um meðgöngu og sængurlegu er sýnt í aftasta dálki töflunnar. Þar er hlutur höfuðborgarsvæðisins til- tölulega hár, enda fara langflestar fæðingar á því svæði fram á Land- spítalanum. Talsverður hlufi kvenna frá öðrum landshlutum elur þó einn- ig böm sín á spítalanum. Stór hluti þeirra kemur þangað til að fæða af því að búast má við erfiðleikum við eða eftir fæðingu. Skipting legudaga nýbura á vökudeild staðfestir þetta. Þegar Landspítalanum er gert að spara og barnaskurðdeild lokað um tíma vegna þess, þá bitnar það á börnum hvaðanæva af landinu. Upp- bygging barnaspítala og bætt að- staða foreldra varðar jafnt öll kjör- dæmi landsins. Landspítalinn er spít- ali allra landsmanna. an ramma fjárlaga. dag og 26,2 þúsundir króna á legu- dag á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Meðalkostnaður Ríkisspítala vegna annarrar legu en langlegu nam 25,8 þúsundum króna á árinu 1993. Kostnaður á almennum legu- degi er því hár á sjúkrahúsunum þremur þegar tekið er tillit til þeirr- ar starfsemi sem þar fer fram. Ekki verður þó framhjá því litið að litlar rekstrareiningar eru óhag- kvæmari en stórar“. Það er alkunna að á Landspítal- anum er að mestu leyti verið að sinna stærri og erfiðari verkefnum en á landsbyggðarsjúkrahúsunum og þangað senda þau sjúkrahús stærst- an hluta þeirra sjúklinga sem þau geta ekki annast og kostar mest að sinna. Ég vitna aftur til skýrslu Rík- isendurskoðunar: „Ríkisspítalar eru miðstöð sér- hæfðrar læknis- og hjúkrunarþjón- ustu á íslandi. Þeir eru jafnframt aðalkennslusjúkrahús landsins og veita þjónustu í öllum greinum læknis- og hjúkrunarfræða. Þar fara fram vísindalegar rannsóknir í læknisfræði, sem er grundvöllur framfara, góðrar þjónustu og kennslu". Víða erlendis er viðurkennt að það kjördæmum árið 1994 íbúar Allar Barna Vöku Barnal. Brjóst Meðg. og deildir skurði deild alls holssk. sængul. 5 5 5 5 5 5 5 Reykjavík 38,6 58,6 35,3 37,9 43,6 41,9 55,1 Reykjanes 25,9 22,1 33,9 24,5 29,3 21,3 30,7 Vesturland 5,4 2,5 5,4 5,7 4,3 8,4 1,8 Vestfirðir 3,5 3,1 5,4 3,2 2,8 2,2 2,8 Nl.vestra 3,9- 2,0 1,9 0,9 2,0 3,0 U Nl.eystra 10,0 2,5 3,3 13,1 4,7 10,6 1,1 Austurland 4,8 2,7 5,1 3,3 3,2 5,6 3,0 Suðurland 7,8 6,0 9,6 10,1 9,2 6,6 3,9 Á sama tímabili fóru heilbrigðis-og tryggingamál í heild að meðaltali 4,8% fram yfir fjárlög og æðsta stjórn ríkisins fór 5,3% fram úr eigin fjárlögum. Sú spurning hlýtur að vakna hvort halli á æðstu stjórn ríkis- ins verði bættur eða stjórnendum gert að spara fyrir hallanum á næsta ári. Verður þingmönnum fækkað og einhverjum starfsmönnum sagt upp? Tafla I sýnir í fremsta dálki hlut- fallslega skiptingu landsmanna eftir kjördæmúm 1.12. 1994. Aðrir dálkar sýna hlutfallslega skiptingu legu- daga á Landspítalanum eftir kjör- dæmum á árinu 1994. Þar kemur fram að skipting legudaga vegna barnaskurðlækninga og vegna legu barna á vökudeild (gjörgæsla ný- bura) er nánast sú sama og skipting þjóðarinnar milli kjördæma. Sama gildir um margar aðrar sérgreinar. Dæmi um bijóstholsskurðlækningar eru sýnd á töflunni. í sumum öðrum greinum er hlutfallið þó tiltölulega hærra fyrir Reykjavík og nágrenni. Umræðan undanfarið hefur snúist um einstaka stofnanir sem hafa far- ið fram úr fjárlögum og þar hafa Ríkisspítalar verið efstir á blaði. Út- lit er fyrir að Ríkisspítalarnir fari 3,5% fram úr fjárlögum á þessu ári. Auðvelt er að nefna stofnanir sem fara meira en tug prósenta fram yfir fjárlög. Á þær er ekki minnst. Þetta er undarlegt. í allri umræðunni virðist gengið út frá því að fjárlögin séu réttlát og öllum gert jafnt undir höfði. Svo er alls ekki. Ef fjárveiting- ar til Ríkisspítala væru í hlutfalli við ýmis önnur sjúkrahús, væri rekstur- inn innan ramma íjárlaga. Það er ljóst af ofansögðu að vilji þingmenn láta fé fara til sjúkrahúss þar sem hagkvæmnin er mest og þar sem það nýtist öllum landsmönnum, þá á að efla Ríkisspítalana. Tölur sem vitnað er til eru fengn- ar úr gögnum frá Ríkisendurskoðun eða ársskýrslu Ríkisspítala 1994. Höfundur er lækningaforstjóri Ríkisspítala. Breytt viðhorf í ríkisrekstri Við lifum á tímum áhugaverðra breytinga í samfélaginu. Um öll Vesturlönd er að verða róttæk end- urskoðun á ýmsum gildum sem áður voru talin sjálfsögð og stjómmála- menn og stjómmálaflokkar eiga fullt í fangi með að átta sig á þessum breytingum tíðarandans og bregðast við þeim. Ein breytingin er sú að flestir líta nú öðrum augum á ríkisrekstur en áður var, ekki síst að því er varðar aðhald, skilgreiningu á verkefnum og þörfinni fyrir þau og fleira í þeim dúr. Verklag í opinberum rekstri er í endurskoðun í samræmi við þetta og er þá m.a. litið til þess sem vel þykir takast í einkarekstri. Forysta Háskóla íslands hefur lýst vemlegum áhuga skólans á að taka þátt í verklagsbreytingum af þessum toga. Meðal annars hugsa menn þá til svokallaðrar samningsstjórnunar en í því felst í stuttu máli það að farið er yfír verkefni skólans og metið hvað þau muni kosta ef skólinn á að geta gegnt þeim sómasámlega, til að mynda í samanburði við það sem gengur og gerist í erlendum háskólum. Þessi vinnubrögð eru ge- rólík þeim sem tíðkast hafa til skamms tíma þegar menn töidu stöðugildi og stundakennara, gutu hornauga á íjárveitingu síðasta árs og settu síðan á blað tölur um næsta ár. Fjármálanefnd Háskóla íslands hefur nú unnið í nokkur ár að líkani um rekstur skólans sem yrði grund- völlur samningsstjórnunar. Niður- Við þekkjum það öll úr daglegu lífi að það getur verið dýrt að vera fá- tækur, segir Þorsteinn Vilhjálmsson. En erum -----3--------------------- við Islendingar svo fá- tækir að við þurfum að stofna í hættu menn- ingu, menntun og þekk- ingu framtíðarinnar? staðan er sú að veija þurfl talsvert meira fé (20-25%) tii skólans til þess að kennsla geti náð sambærileg- um gæðum og tíðkast til að mynda í Svíþjóð. Flestir aðilar innan Háskól- ans hafa stutt þetta starf og bundið við það vonir þó að sumir hafí talið sig munu bera skarðan hlut frá borði eins og alltaf er þegar kerfi er breytt. Starfið hefur farið fram í nánu sam- ráði við starfsmenn menntamála- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis og ekki hefur annað verið að heyra á stjórnmálamönnum á góðum stund- um en þeir styddu þetta heils hugar, jafnvel menn úr stjórnmálaflokkum sem oftast eru taldir ólíkir. Hugmyndasagan og stjórnmálin En eitt er að horfa á tölur á tölvu- skjá eða halda fallegar ræður um nýjar hugmyndir og annað að hafa þor og einurð til að koma breytingum í framkvæmd áður en það kann að verða um seinan. Ég er ekki sér- fróður maður um stjórn- málasögu en hef hins vegar lagt mig nokkuð eftir hugmyndasögu. Ég hefði til dæmis hald- ið að hugmyndasögu- legur grunnur þess stjómmálaflokks, sem nú fer með völd bæði í ráðuneyti menntamála og fjármála, væri með þeim hætti að slíkur flokkur hlyti að taka því fagnandi að fá tækifæri til að hafa forgöngu um samningsstjórnun á stórri og öflugri ríkisstofnun eins og Háskóla íslands. En því miður hefur Háskólinn enn sem komið er gripið í tómt að þessu leyti nema þá að annað komi í ljós við þriðju umræðu fjárlaga. Einu rökin fyrir þessu tómlæti valda- manna heyrast mér vera þau sem ég rakti hér í upphafi máls: Þó að menn telji samningsstjórnun væntan- lega góðra gjalda verða og hún muni skila ýmiss konar ábata í framtíð- inni, þá séum við svo fátæk að við höfum ekki efni á að greiða reikning- inn sem þarf til að ýta fleyinu úr vör. Ég ýjaði að því hér á undan að öldugangurinn á ólgusjó hugmynd- anna væri mikill um þessar mundir. Sá beygur læðist því að mér að stjórnmálamenn, sem þurfa mörg ár til að taka ákvarðanir sem þeir eru væntanlega sammála í hjarta sínu, muni geta misst af strætisvagninum: Þegar þeir séu sjálfir loksins reiðubúnir að taka af skarið verði all- ir aðrir orðnir afhuga umbótinni og nýjar hugmyndir komnar til sögu. Vilji fólksins og vilji stjórnmála- mannanna Á undanfömum ára- tugum hefur aðsókn að Háskólanum farið sí- vaxandi. Þannig hefur fólkið í landinu sýnt í verki að að það hefur skilning á gildi mennt- unar fyrir einstakling og samfélag. En stjóm- málamennimir hafa því miður dauf- heyrst við þessum óskum kjósenda sinna því að fjárveitingar til Háskól- ans hafa minnkað að raungildi á síð- astliðnum fimm árum. Okkur starfs- mönnum skólans er því gert að leysa þraut sem er í eðli sínu óleysanleg: Að sinna sífellt fleiri nemendum fyr- ir sífellt minna fé. Eitt af þeim neyðarúrræðum sem komið hafa upp í hugann við þessar aðstæður er það að takmarka með einhveijum hætti aðgang nemenda að Háskólanum, enda er Ijóst að nokkur hluti nemenda á lítið erindi í nám hér en veldur hins vegar nokkr- um kostnaði. Stjórnmálamennirnir hafa hins vegar þráfaldlega hafnað þessari leið án þess að benda á neina leið í staðinn aðra en þá sem kenna mætti við hægt andlát. Stjórnmálamenn vilja láta okkur hlusta með andakt á fjálg orð um gildi menningar, menntunar og þekk- ingar í þjóðfélagi nútíðar og framtíð- ar. Háskóli íslands er einn af helstu framvörðum íslenskrar menningar og íslenskrar tungu vegna starfa sinna að íslenskum fræðum og að eflingu vísinda og þekkingar. Hann er nauðsynlegur hlekkur í menntun þjóðarinnar vegna þess að hann býr fólk undir margvísleg störf í mennta- kerflnu. Hann er líka ein mikilvæg- asta miðstöð þekkingar og þekking- aröflunar í landinu, ekki síst þeirrar þekkingar sem vísar lengst fram í tímann eins og oft er í raunvísindum. Þó að það geti verið dýrt að vera fátækur er varla nema von að við spyijum: Erum við íslendingar svo fátækir að við þurfum að stofna í hættu menntun og þekkingu framtíðarinnar fyrir einn baunadisk í dag? Erum við svo fátæk að við þurfum að stofna í hættu framlagi Háskólans til menn- ingar og tungu á sama tíma og við veijum stórfé í ófijóar millifærslur sem skila engu til framtíðarinnar nema vandamálum? Erum við svo fátæk að við þurfum að hundsa áhuga ungs fólks á að afla sér sem bestrar menntunar, annaðhvort með því að bjóða lakari menntun en við gætum veitt eða með því að tak- marka aðgang úr hófi fram? Erum við svo fátæk að við getum ekki komið á verklagi í ráðstöfun fjárveit- inga sem er í takt við tímann og stuðlar að því að Háskólinn verði sambærilegur við erienda háskóla? Erum við kannski. svo fátæk að við höfum ekki efni á að vera til sem þjóð heldur verðum að slátra mjólk- urkú morgundagsins? Eða höfum við kann'ski gert alltof mikið úr fátækt- inni? ' Höfundur cr prófessor í eðlisfræði og vísindasögu við Háskólann og forseti raunvísindadeildar. Erum við svona fátæk? Þorsteinn Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.