Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Tekjutenging í velferðarkerfinu MORGUNBLAÐIÐ hefur oft fjallað í leið- urum sínum og í Reykjavíkurbréfi um þá hugmynd að tekju- tengja í miklum mæli bætur „úr velferðar- kerfinu". í leiðara blaðsins sl. miðviku- dag er enn rætt um þessa hluti. Þar er tekjutenging litin sem valkostur í stað þess að hækka skatta. Þarna yfirsést rit- stjóra um tvennt. í fyrsta lagi eru bætur velferðarkerfisins tekjutengdar nú þegar í allt of miklum mæli. í öðru lagi eru tekju- tengdar bætur eða útgjöid vegna opinberrar þjónustu ekki valkostur á móti hækkun skatta heldur eitt og það sama en undir öðru heiti. Tekjutengingin virkar nefnilega nákvæmlega eins og hækkun tekjuskattshlutfalls. Gagnvart skattborgaranum er hún það sama og hækkun á jaðarskatti en í dul- búningi. Vegna umfangsmikilla tekjutenginga í „velferðarkerfinu“ eru jaðarskattar á íslandi í raun miklu hærri en sem nemur þeim rösku 46%, sem upp' eru gefin. Dæmi eru um að jaðarskattar í slíkum dulbúningi valdi því, að raunveruleg skerðing á atvinnu- tekjum lágtekjuhópa nemi 100%, þ.e.a.s. að sérhver króna sem við- komandi aðili vinnur sér inn sé af honum tekin af hinu opinbera. Það jafngildir 100% tekjuskatts- hlutfalli. Telur Mbl. rétt að ganga lengra? Ég þykist geta fullyrt, að svo er ekki. Tel líklegra, að rit- stjóri Mbl. geri sér ekki fulla grein fyrir þeim áhrifum á hæð jaðar- skatta, sem tekjutengingin veldur, enda er ekki heiglum hent að segja til um það vegna þess hve flækjur tekjutengingarinnar eru orðnar miklar. Tekjutengt lífeyriskerfi Allt lífeyriskerfi almannatrygg- inga er nú þegar tekjutengt. Heim- ilisuppbætur og sérstakar heimilis- uppbætur, sem greiddar eru ör- yrkjum og öldruðum, sem minnst hafa fyrir sig að leggja, eru skertar með atvinnutekjum. Sérstök heimilisupp- bót, sem greidd er elli- og örorkulífeyrisþeg- um, sem njóta fullrar tekjutryggingar og eiga við sérstaklega erfiðar heimilisað- stæður að búa, er nú 5.559,00 kr. á mán- uði. Sérstaka heimilis- uppbótin skerðist með atvinnutekjum krónu á móti krónu. Fái elli- eða örorkulífeyris- þegi, sem slíkra bóta nýtur,- einhverjar smávægilegar atvinnutekjur allt að umræddri upphæð á mánuði heldur hann ekki eftir eyrisvirði því sérstöku heimilisuppbæturnar hans skerð- ast um sömu fjárhæð og tekjunum nemur. Viðkomandi einstaklingur býr því við ígildi 100% tekju- skatts. Auk þess missir hann hlunnindi svo sem eins og ókeypis afnot af útvarpi og sjónvarpi og fastagjald af síma, sem einnig eru tekjutengd fríðindi. Heimilisupp- bætur, sem greiddar eru þeim, sem ekkert hafa fyrir sig að leggja nema bætur úr tryggingakerfinu, skerðast einnig með atvinnutekj- um en þó ekki eins grimmt og sérstaka heimilisuppbótin. Þá er tekjutrygging almanna- trygginga, sem greidd er þeim, sem hafa lítið annað fyrir sig að leggja en bætur úr tryggingakerf- inu og lífeyrisgreiðslur, einnig tekjutengd og skerðist með at- vinnutekjum. Grunnlífeyrir al- mannatrygginga, sem nú er 12.921,00 kr. á mánuði fyrir ein- stakling, skerðist einnig á sama hátt og er grunnlífeyririnn uppur- inn við 120.203,00 kr. tekjur á mánuði. Allar greiðslur lífeyris- tryggingakerfisins eru þannig tekjutengdar og það í svo miklum mæli, að jaðarskatthlutfall elli- og örorkulífeyrisþega er líklega að jafnaði um 76% en getur orðið allt að 100% fyrir þá, sem bera mjög lágar tekjur úr býtum. Það er svo umhugsunarnvert, að tekjutengingin mismunar þessu fólki hróplega eftir því hvernig Tekjutenging velferðar- kerfisins er orðin svo umfangsmikil, að óvíða eru dæmi um slíkt, seg- ir Sighvatur Björg- vinsson, sem telur frek- ari tekjutengingu algert glapræði. tekjurnar eru til komnar. Þeir sem t.d. hafa tekjur af fjármagnseign þurfa enga skerðingu að þola á bótum - sama hversu háar fjár- magnstekjurnar eru. Þannig getur stórefnamaður, sem hefur miklar tekjur af ijármagnseignum sínum, notið fullra bóta eins og kerfið framast leyfir á sama tíma og eignalaus einstaklingur, bláfátæk- ur, þarf að þola ígildi 100% skatt- lagningar á óverulegar atvinnu- tekjur sínar. Lífeyristekjur úr líf- eyrissjóðum skerða svo bætur líf- eyristrygginga í mun minna mæli en atvinnutekjurnar og er það þriðja útgáfan af tekjutengingar- kerfi lífeyristrygginganna. En eins og áður segir, veldur tekjutenging- in í lífeyrisgreiðslum almanna- trygginga því, að jaðarskattar á gömlu fólki og öryrkjum eru lík- lega að jafnaði um 76%. Velferðarkerfi unga fólksins Velferðarkerfi unga fólksins er ekki síst að finna í kerfi barna- bóta og barnabótaauka fyrir barnafjölskyldur og í greiðslu vaxtabóta vegna þeirra, sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. Bæði þessi kerfi eru tekjutengd í svo miklum mæli að einungis '!?, hluti framteljenda greiðir í raun nettótekjuskatt til ríkisins þegar tekið hefur verið tillit til endur- greiðslna úr barnabóta- og vaxta- bótakerfunum. En lítum á málið frá sjónarmiði jaðarskattsígildis- ins. Tekjutenging þýðir einfald- lega það, að greiðslur úr þessum kerfum báðum skerðast með hækkandi tekjum; unga fólkið fær einfaldlega minna í sinn hlut sem Sighvatur Björgvinsson nemur áhrifum tekjuskerðingar- innar. Áhrifin eru nákvæmlega þau sömu og ef tekjuskattur hafi verið hækkaður á þessu fólki. Jað- arskatthlutfall ungra hjóna með tvö börn vegna tekjutengingar barnabótakerfisins er þannig í raun um 67% og eigi þau þrjú börn er jaðarskatthlutfallið komið nokkuð vel yfir 70%. í vaxtabóta- kerfinu er sömu sögu að segja. Tekjutenging velferðarkerfisins er einnig komin út í öfgar hjá ungu fólki þó þar sé e.t.v. ekki alveg eins langt gengið og hjá gömlu fólki og öryrkjum, þar sem jaðar- skatthlutfallið getur numið 100%. Tekjutenging í útgjöldum til heilbrigðismála Tekjutengingu er einnig að fínna í heilbrigðisútgjöldum, þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Þann- ig greiða einstaklingar 67 ára og eldri lægri lyfjakostnað og minna fyrir flesta þjónustu í heilbrigðis- kerfinu en aðrir og ríkið tekur að sér að greiða mismuninn. Sama á við um börn. Þó vissulega megi finna efnafólk í hópi 67 ára og eldri og sumar barnafjölskyldur séu vel aflögufærar má þó full- yrða, að í þessum þjóðfélagshópum sé að finna flesta þá, sem erfíð- asta afkomu hafa. Einnig gera lándslög ráð fyrir því, að einstakl- ingar með lágar tekjur, sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu, geti fengið endurgreiðslur úr trygg- ingakerfinu. Þannig eru útgjöld til heilbrigð- ismála vegna einstaklinga og fjöl- skyldna dnnig tekjutengd í ríkum mæli á íslandi. Aðferðin, sem þar er notuð, er hins vegar frábrugðin þeirri tekjutengingaraðferð, sem notuð er í lífeyriskerfinu og í kerfi barnabóta og vaxtabóta þannig að ekki er hægt að áætla áhrif tekjutengingar í heilbrigðiskerfinu á jaðarskatta. Víðtæk tekjutenging Tekjutenging íslenska velferð- arkerfisins er orðin svo umfangs- mikil, að óvíða munu slíks dæmi. Tekjutengingin er svo umfangs- mikil, að hún nær til lágra- og miðlungstekna og þar með til svotil allra þegna þjóðfélagsins. Aðeins þeir sem hafa tekjur sínar af fjármagnseign sleppa. Verst er farið með þá, sem þurfa að vinna fyrir tekjum sínum. Og allt kerfið byggist á skattaframtölum, sem ekki þurfa endilega að gefa rétta mynd af tekjuskiptingu í þjóðfélaginu eins og alþjóð veit. Þessar leiðir — tekjutengingar í stað skattahækkana — voru valdar eingöngu vegna þess, að þannig er auðveldara að dulbúa hækkun jaðarskatta í tekjuskatti en með beinni skattahækkun. Áhrifin af tekjutengingu eru hins vegar nákvæmlega þau sömu og áhrif hækkunar á tekjuskatti. Þarna er ekki um ólíka kosti um að velja heldur sambærileg úr- ræði. Mönnum getur horfið heim- urinn ýmist með því, að þeir loki augunum eða slökkvi ljósið. Tekjutengingar í velferðarkerfinu á íslandi eru hins vegar orðnar svo umfangsmiklar og flóknar, að þær torvelda mönnum yfirsýn yfir samspil tekjutengingakerfisins og tekjuskattsins. Eg hef hér sýnt fram á, að raunverulegur jaðar- skattur stórra þjóðfélagshópa á íslandi er nálægt eða jafnvel yfir 70% og er mértil efs að slíkt jaðar- skatthlutfall sé að finna nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Konungsríki skattheimtunnar, Svíþjóð, er t.a.m. orðið mikill eftir- bátur okkar íslendinga í þessum efnum. Frekari telyutengingar glapræði Frekari tekjutengingar í ís- lenska velferðarkerfinu eru því algert glapræði. Miklu fremur ætti að taka tekjutengingu vel- ferðarkerfisins, tekjuskattskerfið og lífeyrissjóðakerfið til samhliða endurskoðunar þannig að heildar- yfirsýn fengist yfir áhrif og sam- spil þessara flóknu kerfa með eðli- lega „afkomutryggingu" fyrir augum og tekjuskatts- og tekju- tengingarkerfi, sem ekki er jafn- letjandi á vinnuvilja manna og núverardi kerfi eru orðin. Þá er einnig sjálfsagt og eðlilegt að hætt sé að mismuna fólki jafn- gróflega og nú er gert í þessum kerfum eftir því með hvaða hætti tekjurnar eru til komnar. Hvaða vit er í því, að stóreignamenn, sem hafa allar sínar tekjur af eignaum- sýslu með fjármuni, séu bæði skattlausir og njóti allra hámarks- bóta velferðarkerfisins skerðing- arlaust á sama tíma og eignalaus- ir fátæklingar eru látnir greiða 70-100% jaðarskatta í raun? Það er verðugt viðfangsefni fyrir Mbl. að berjast fyrir slíkum réttlætis- málum. Og það er ástæða til. Undirritaður gerði ítrekaðar til- raunir til þess í síðustu ríkisstjórn að fá slíka heildarendurskoðun setta af stað^ en hafði ekki erindi sem erfiði. Ástæðan er m.a. sú, að umrædd mál heyra undir fleiri ráðuneyti og í kerfinu eru menn alltaf að veija sína túngarða. Höfundur er fyrrverandi ráð- herra. Jólasaga um jólasmjör! AÐ UNDANFÖRNU hefur Osta- og smjörsalan (með höfuð- stöðvar við Bitruháls í Reykjavík) auglýst 25% jólaafslátt af smjöri til neytenda. Meginkostir jóla- smjörsins eru, að því er segir í auglýsingunni, að „þú sparar 84 krónur á kg. Hvert kg. sem vana- lega kostar 336 krónur kostar nú 252 krónur“. Þetta er svo sannarlega mikil verðlækkun. Ég leyfi mér hins veg- ar að efast um að margir kaup- menn geti tekið þátt í henni, án þess að gefa eitthvað eftir af krónutöluálagningu sinni. Líkast til taka þó flestir kaupmenn þátt í þessum leik og tapa á því. En Það sem maður „græð- ir“ með því að kaupa „ódýra smjörið“, segir Páll Kr. Pálsson, veiða jólasveinamir við Aust- urvöll upp úr vösum skattgreiðenda með ein- stakri lagni. jólasveinunum frá Bitruhálsi er alveg sama um tuðið í kaupmönn- um í desember. Þeir kaupmenn sem eru með eitthvert múður mega eiga von á að verða illa séðir hjá Leppalúða sem sagður er halda sig á sinni Sögu nú sem endranær, Þá þykir jólasveinunum frá Bitruhálsi líka ósköp gaman að stríða svolítið jólaálfunum sem eiga nokkuð undir því að framleiða og selja ögn af smjörlíki, olíum, viðbiti og feiti í jólabakstur lands- manna. Já þeir eru svo sannarlega glettnir húmoristar, jólasveinarnir frá Bitruhálsi. Jólasveinunum er auðvitað fyrst og fremst annt um neytendur sem fá þennan glaðning í ísskápinn hvern dag fram til jóla. Það mun örugglega víða drjúpa smér úr ís- skápum landsmanna til jóla. Fæstir neytendur átta sig hins vegar á því að þeir, eins og foreldr- ar sem „kaupa í skóinn", borga sjálfir glaðninginn. Það sem maður „græðir“ með því að kaupa „ódýra smjörið“ veiða jólasveinarnir við Austurvöll upp úr vösum skatt- greiðenda með einstakri lagni. Hér er um að ræða skattlagningu sem Scetir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópa - simi 564 1475 Opið v.d. 10-19 iau. 11-17, sun 13-17. notuð er til niður- greiðslna á hina spen- volgu afurð, sem nýtur samkeppnisforrétt- inda upp á heilar 56 krónur á hvern lítra, í formi niðurgreiðslna og alls kyns frelsis á sköttum og gjöldum, sem aðrar samkeppn- isvörur hinnar spen- volgu afurðar verða að greiða. í stað þess að greiða 123 krónur fyrir lítrann, eins og mjólk í raun kostar, greiðum við ekki nema 67 krónur. Að vísu greiðum við mismuninn með ýms- um öðrum hætti, en hvað með það; við græðum alveg rosalega þegar við kaupum afurðina spen- volgu, í köldum mjólkurkælunum úti í búð; ekki satt? þetta þykir jólasveinunum við Austurvöll hið besta mál, því með þessum hætti rætast draumar Grýlu móður þeirra. Hún stendur yfir pottunum og hrærir í af mik- illi ákefð svo lög og reglugerðir þeytast í allar áttir. Við það verða jólasveinarnir við Austurvöll svo ringlaðir að enginn skilur neitt í neinu og jólasveinar, álfar, tröll, huldufólk, Leppalúði, Grýla og aðrir Islendingar fara á „smjörflip" sem aldr- ei fyrr og neyslunni er stýrt af enn meiri krafti yfir hátíðarnar en venjulega. Við hin sem úti á gaddi stöndum bíðum hins vegar enn eftir landbúnaðarfrelsun- inni. Mér sýnist því miður margt benda til þess að hún verði ekki um þessi jól frekar en þau sem liðin eru. Hún mun hins vegar örugglega birtast einhveijum okkar í djúpum draumum yfir hátíðarnar. Ég óska öllum fyrrnefndum jólasveinum, vinum þeirra og vandamönnum og hinni saklausu íslensku belju, framleiðanda hinn- ar spenvolgu afurðar, sem er und- irstaða smjörsins, ánægjulegs jólaundirbúnings, gleðiríkrar jólahátíðar og mikillar nytjar á nýju ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Sólar hf. Páll Kr. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.