Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR „Að kasta grjóti úr glerhúsi“ í FJÖLMIÐLUM, að undanförnu, hefur Sig- hvatur Björgvinsson þingmaður farið mik- inn vegna meintrar misnotkunar ASÍ á Líf- eyrissjóði strarfs- manna ríkisins og a.m.k. í einum fjölmiðli lokið máli sínu á því að vara menn við „að kasta gijóti úr gler- húsi“. Það eru orð að sönnu, menn skyldu ekki kasta grjóti úr glerhúsi. Undanfari þessarar umíjöllunar var fyrirspurn sem Sighvatur bar fram á Alþingi okkar íslendinga, til fjár- málaráðherra. Fyrirspurn sem efn- islega hljóðar á þá leið hvort starfs- menn ASÍ hafi greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og hvort ríkis- sjóður beri skuldbindingar vegna Á þennan hátt, segir Hervar Gunnarsson hefur forysta ASÍ axlað sinn hluta ábyrgð- arinnar. þessara starfsmanna ASÍ umfram inngreiðlsur þess í sjóðinn. Taktu nú eftir, Sighvatur Ég, ásamt mörgu góðu fólki, telj- umst til forystu ASÍ og höfum tek- ið fulla ábyrgð sem slíkir, m.a. á almenna lífeyrissjóðakerfinu. Þegar svar fjármálaráðherra lá fyrir fórst þú mikinn í fjölmiðlum og laukst ræðunni á því að segja að þetta væru mennirnir sem væru að gagn- rýna lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Þetta væru mennirnir sem teldu sig vera fulltrúa láglaunahóp- anna. Menn skyldu ekki kasta gijóti úr glerhúsi. Rétt skal vera rétt Það veldur mér miklum vonbrigð- um hvernig þú lest svar ráðherra, eða réttara sagt að þú skulir ekki lesa svarið allt. Eða kaustu að taka einungis hluta svarsins en sleppa hinu, af því að það hentaði ekki? Eða var þetta ekki svarið sem þú vildir fá? I svari ráðherra, sem raun- ar er sett fram á mjög villandi hátt, kemur fram að lífeyrisskuldbind- ingarnar vegna þessara fyrrum starfsmanna ASÍ eru 75 milljónir á verðlagi ársins í ár. Þess er einnig getið að inngreiðslur ASÍ nemi ein- ungis 6 milljónum, að vísu á verð- lagi þess árs sem þær voru greidd- ar á. Þar er ráðherra rétt lýst, að setja fram sem svar, upplýsingar sem ekki eru samanburðarhæfar. Það var hinsvegar ekki ætlunin með þessum skrifum að fjalla um ótrú- verðugleika fjármálaráðherra hetd- ur rangfærslur þínar á svari ráð- herrans, því vissulega koma fram upplýsingar í svarinu sem þú hefðir átt að greina frá, nema ætlun þín væri að slá ryki í augu almennings og sverta ásjónu ASI. I svari ráðherra kemur fleira fram en ofangreindar upplýsingar. I svarinu stendur orðrétt á bls. 3 í c-lið, „Um skulbindingar þessar og ábyrgð á þeim vegna þessara sjóð- félaga gilda sömu reglur og um sjóðfélaga almennt. Skuldbindingar sjóðsins miðast við fjárhæð lífeyris eins og hann er þegar lífeyristaka hefst. Hækkanir á lífeyri eftir það skiptast á milli sjóðsins og laun- greiðanda þannig að sjóðurinn ber þann hlut hækkana sem unnt er að greiða með 40% af vöxtum og verðbótum af heildarútlánum sjóðs- ins. Lífeyrishækkanir umfram það eru krafðar inn hjá þeim launa- greiðendum sem starfsmennina tryggðu. Geti viðkomandi launa- greiðandi og/eða Líf- eyrissjóður starfs- manna ríkisins ekki staðið við þessar skuld- bindinagar ber ríkis- sjóður ábyrgð á lífeyr- isgreiðslum." ASÍ greiðir sinn hlut I samræmi við þetta svar, og í samræmi við gögn ASÍ, greiðir sam- bandið það sem á vant- ar að iðgjöldin standi undir skuldbindingum vegna þessara fyrrum starfsmanna sinna, sem greitt var af til sjóðsins fram til 1990. Þá var, þ.e. 1990, tekin sú ákvörðun af mið- stjóm ASÍ að hætta að greiða af starfsmönnum sambandsins til Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Á þennan hátt hefur forysta ASÍ axl- að sinn hluta ábyrgðarinnar og jafn- framt komið í veg fýrir auknar skuldbindingar í þeim sjóði. Það var gert með því að tryggja starfsmönn- um lífeyri í lífeyrissjóðum sem eiga fyrir skuldbindingum sínum. ASÍ hlunnfarið Þarna kemur líka fram að Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins er í raun að hlunnfara ASÍ um þá ávöxt- un sem eðlilegt væri að reikna á mótframlagið, þ.e. 6% hlut vinnu- veitanda, en því hafði ASÍ ætíð skilað sjóðnum um leið og greiðslum starfsmanna. Gagnrýni ASÍ-forystunnar Ríkið gerir það hinsvegar ekki vegna sinna starfsmanna og það er sá þáttur málsins sem gagnrýni- verður er. Sá hluti skuldbindingar- innar hjá ríkinu er óútfylltur tékki undirskrifaður af skattborgurum þessa lands. Þetta er sá þáttur sem forysta ASÍ hefur gagnrýnt og er þá ekki að gagnrýna opinbera starfsmenn fyrir það hvernig þess- um málum er háttað, þetta eru umsamin réttindi þeirra, heldur ráðamenn þjóðarinnar fyrir að hafa ekki gengið þannig frá málum að mótframlaginu sé skilað til sjóðsins um leið og iðgjaldi sjóðfélagans. Hver er sekur? Ef einhver sök liggur einhvers staðar í máli þessu milli ASÍ-og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá liggur hún hjá þeim síðarnefnda og felst í því að ekki beri allar inn- greiðslur vexti. Það væri raunar athugunarefni fyrir ASÍ hvort það standist að með lögum sé það ákveðið að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins ávaxti einungis 40% af greiðslum þess inn í sjóðinn. Á kostnað komandi kynslóða Hvernig víkur því við að þegar stjórnmálamenn fara mikinn, þar á meðal þú, Sighvatur, og tala um að verið sé að lifa lífinu í dag á kostnað komandi kynslóða, er aldr- ei minnst á þennan óútfyllta tékka, undirritaðan af þér og öðrum stjóm- málamönnum. þessa lands fyrir hönd komandi kynslóðar. Að endingu, Sighvatur Ég átti von á öðru, af þinni hendi, en árásum sem byggðar væru á ósannindum eða í besta falli rang- færslum. Raunar er það svo að ég tel þig skulda þjóðinni afsökunar- beiðni vegna þessa máls. Ég fer ekki fram á að þú biðjir forystu ASÍ afsökunar, ég veit að það yrði þér um megn. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að stjórnmála- menn landsins segi satt, sérstaklega þegar þeir hafa á prenti staðreynd- ir málsins. Treysti þeir sér ekki til þess, fer þeim betur að þegja. Höfundur er 2. varaforseti ASI. Hervar Gunnarsson MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 43 ----------------------------- þegar þú fellur fyrir þeim 12.522 afb. ver& AEG KM21 Hrærir, hatiar, rífur þeytir, hnoðar 03 mar3t fleira. 1,25 lítra skál, blandari, 400Wmótoros stislaus hraði. 15.779 atb.verS Siggi Hall elskar AEG KM41 Þær verða ekki fullkomnari! Býr yfir öllum kostum KM 21 en hefur þar að auki; srænmetismaukara, rífjám, ávaxtapressu 03 smáhakkara. 500 W mótor. Gerir makann myndarlegan - i eldhúsinu. LH 3G!J R , Fjölhæf við bakstur 03 matargerð. Rífúr, þeytir, hnoðar - hrærir 600 3 af deisi. 0,8 lítra skál 03 320 W móta. Einn hraði 03 impúlstakki. Mjös hasstætt verð. BRÆDURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, sími 553 8820 ÞE33ÁII Nat'tb'Oró hóféa• o§ fot.a§afla.r a amensku rumi.n WINDHAM WAY Höfðagaflar ueen kr. 39.468 stgr. kr. 45.908 stgr. kr. 34.868 stgr. MANCHESTER HÖfða-og Höfðagaflar fótagaflar Queen kr. 48.576 stgr. kr. 80.960 stgr King kr. 55.016 stgr. kr. 86.480 stgr. W-king kr. 55.016 stgr. kr.86.480 stgr. Náttborð kr.18.308 stgr. húsgagnaverslun Langholtsvegi 111« Sími 533 3500'. SOUTH UNION Höfðagaflar Queen kr. 24.472 stgr. King kr.35.605 stgr. Náttborð kr. 24.472 stgr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.