Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 51 FRÉTTIR Þröstur Þórhallsson með fullt hús eftir 5 umferðir SKAK íþróttahúsiö viö Strandgötu í Hafnarfiröi GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ Einvígið um íslandsmeistaratitilinn 14.-22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. ÞRÖSTIJR Þórhallsson hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar á Guðmundar Arasonar mótinu. í tveimur síðustu umferðunum hef- ur hann lagt að velli tvo harðsn- úna hollenska atvinnumenn, sem deila með sér öðru sætinu. Þröstur hefur náð öllum þremur áföngum sínum að stórmeistaratitli en þarf að hækka verulega á stigum til að hreppa titilinn, því stigalág- markið er 2.500 stig. Haldi hann sigurgöngunni áfram kemst hann langleiðina að því marki. Eftir slæma byijun hafa ís- lensku keppendurnir nú í fullu tré við erlenda andstæðinga sína. Þeir Guðmundur Halldórsson og Ólafur B. Þórsson töpuðu að vísu með svörtu gegn alþjóðlegum meisturum, en Jón Garðar Viðars- son og Magnús Örn Úlfarsson unnu sínar skákir. Það er því enn ekki útséð um að einhver íslend- inganna nái áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. Úrslit fimmtu umferðar: Riemersma-Þröstur 0-1 Blees-Ólafur 1-0 Bern-Guðmundur 1-0 Nilssen-Jón Garðar 0-1 Nolsee-Martin 0-1 Einar-Christensen 0-1 Borge-Amar 1-0 Björgvin-Torfi 1-0 Gullaksen-Magnús 0-1 Jón Viktor-Sævar 1-0 Ágúst-Bragi 'A-'/i Bjöm-Kristján 0-1 Sigurbjörn-Burden 0-1 Staðan eftir 5 umferðir: 1. Þröstur Þórhallsson 5 v. 2. -3. Albert Blees, Hollandi og Liafbem Riemersma, Hollandi 4 v. 4.-5. Jón Garðar Viðarsson og Ivar Bern Noregi 3 'A v. 6.-12. Nikolaj Borge og Tobias Christensen, báðir Danmörku, Andrew Martin, Englandi, Björgvin Jónsson, Guðmundur Halldórsson, Magnús Örn Úlfarsson og Ólafur B. Þórsson 3 v. 13.-14. John Arni Nilssen, Færeyj- um og Jón Viktor Gunnarsson 2 'A v. 15.-19. Eyðun Nolsee, Færeyjum, Einar Hjalti Jensson, Arnar E. Gunnarsson, Torfi Leósson og Krist- ján Eðvarðsson 2 v. 20.-23. Sævar Bjarnason, Gullaks- en, Noregi, Bragi Þorfinnsson og Ágúst S. Karlsson 1 'A v. 24.-26. Bjöm Þorfinnsson, Sigur- björn Bjömsson og James Burden, Bandaríkjunum 1 v. Fjórða einvígisskákin Úrslit fengust ekki, í einvíginu um íslandsmeistaratitilinn en ijórðu skákinni lauk með jafntefli á mánudagskvöldið. Því lýkur þar af leið- andi með bráðabana. Sá sem fyrr vinnur skák hreppir titilinn. Jóhann Hjartarson á titil sinn að veija, en Hannes stefnir að því að hreppa sinn fyrsta íslandsmeist- aratitil. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Hannes Hlíf- ar Stefánsson Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - Bb7 4. Bg2 - e6 5. 0-0 - Be7 6. Rc3 - 0-0 7. Hel - Re4 8. Rxe4 - Bxe4 9. d3 - Bb7 10. d4 - Be4 11. Bf4 - Bf6 12. Dd2 - d6 13. Hadl - Rd7 14. De3 - d5 15. b4 - c6 16. Hcl - b5 17. cxb5 — cxb5 18. Bc7 - De8 19. Re5 - Bxg2 20. Kxg2 - Rb6 21. Bxb6 - axb6 Sjá stöðumynd 22. Rc6 - Hc8 23. Re5 - De7 24. Hxc8 - Hxc8 25. Hcl - Hxcl 26. Dxcl - Dxb4 27. Dc8+ og samið jafntefli. Disney mótið í París Mótið var jafnframt heims- meistaramót 14 ára og yngri í atskák. Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt. Bergsteinn Einarsson byijaði mjög vel í flokki drengja 13-14 ára, en tapaði fjórum síð- ustu skákum sínum. Hann endaði með 4 ‘A v. af 9 mögulegum. Le- von Aronian frá Armeníu sigraði með 8 vinninga af 9 mögulegum. Það skipti sköpum að Bergsteinn tapaði vænlegri skák gegn Aron- ian í sjöttu umferð. í flokki stúlkna 13-14 ára hlaut Harpa Ingólfsdóttir 3‘A v., en heimsmeistari varð Giao Chau Thi Ngo frá Víetnam með 7 v. Sigurður Páll Steindórsson hlaut 3 vinninga í flokki drengja 12 ára og yngri, en Etienne Bacrot frá Frakklandi sigraði með 8'A v. í flokki stúlkna 12 ára og yngri náði Aldís Rún Lárusdóttir 3‘A vinningi, en Cmilyte Viktorija frá Litháen vann allar níu skákir sín- ar. Fararstjóri íslensku keppend- anna var Haraldur Baldursson. Margeir Pétursson Þröstur Þórhallsson Yfirlit yfir sendingar Ríkisút- varpsins á stuttbylgju yfir jól og áramót Aðfangadagur Kl. 17.55-19: Aftansöngur í Dómkirkjunni. Til Evrópu á 3295, 7740, 9275 og Ameríku á 13870 kílóriðum (kHz). Gamlársdagur Kl. 16.10-17.45: Fréttaannáll ársins. Kl. 17.55-19.05: Messa. Kl. 20-20.20: Ávarp forsætisráð- herra. Til Evrópu á 3295, 7740, 9275 og Ameríku á 13870 kílórið- um (kHz). Nýársdagur Kl. 12.55-13.25: Ávarp forseta Islands frú Vigdísar Finnboga- dóttur. Kl. 13.25-14.30: Nýárs- gleði Utvarpsins. Til Evrópu á 3295,11402 og 13860 ogAmeríku á 13870 kílóriðum (kHz). Auk þess eru fréttaútsend- ingar alla daga: Til Evrópu kl. 12.15-13 á 13860 og 15775 kílóriðum (kHz) og kl. 18.55-19.30 á 11402 og 7870 kílóriðum (kHz). Til Banda- ríkjanna og Kanada kl. 14.10- 14.40 ogkl. 19.35-20.10 á 13860 og 15770 kílóriðum (kHz) og kl. 23-23.35 á 11402 og 13860 kílór- iðum (kHz). Frá og með 22. desember verða fréttasendingar sem hér segir: Til Evrópu: kl. 12.15-13 á 11402 og 13860 kílóriðum (kHz) og kl. 18.55-19.30 á 7740 og 9275 kílóriðum (kHz). Til Banda- ríkjanna og Kanada: Kl. 14.10- 14.40 og kl. 19.35-20.10 á 11402 og 13860 kílóriðum (kHz) og kl. 23-23.35 á 9275 og 11402 kílórið- um (kHz). Eftir hádegisfréttir á laugar- dögum og sunnudögum er sent út fréttayfirlit liðinnar viku. Upp- gefinn tími er íslenskur, sem er sami og GMT og UTC. fallega jólagjöf fyrir þessi jól Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 eða sem 3-2-1 eða þá hornsófi 5 eða 6 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Verödæmi: 3-1-1 kr. 158.640,- 3-2-1 kr. 168.640,- 5 sæta horn kr. 152.320,- 6 sæta horn kr. 158.640,- Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða. T55T E EUROCARD HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföi 20-112 Rvik - S:587 1199 KENWOOD kemur sér vel! SAFAPRESSA kr. 4.390.- stgr. KENWOOD HÁRBLÁSARI 1600 W kr. 2.875.- stgr. KENWOOD KAFFIVÉL 10 BOLLA kr. 3.739.- stgr. KENWOOD MATVINNSLUVÉL, 500 W kr. 1 0.900.- stgr. KENWOOD HRAÐSUÐUKANNA 1,7 L kr. 3.279.- stgr. KENWOOD jyj electrTc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.