Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 51
FRÉTTIR
Þröstur Þórhallsson með
fullt hús eftir 5 umferðir
SKAK
íþróttahúsiö viö
Strandgötu í
Hafnarfiröi
GUÐMUNDAR
ARASONAR MÓTIÐ
Einvígið um íslandsmeistaratitilinn
14.-22. desember. Teflt frá kl. 17
daglega. Aðgangur ókeypis.
ÞRÖSTIJR Þórhallsson hefur
unnið fimm fyrstu skákir sínar á
Guðmundar Arasonar mótinu. í
tveimur síðustu umferðunum hef-
ur hann lagt að velli tvo harðsn-
úna hollenska atvinnumenn, sem
deila með sér öðru sætinu. Þröstur
hefur náð öllum þremur áföngum
sínum að stórmeistaratitli en þarf
að hækka verulega á stigum til
að hreppa titilinn, því stigalág-
markið er 2.500 stig. Haldi hann
sigurgöngunni áfram kemst hann
langleiðina að því marki.
Eftir slæma byijun hafa ís-
lensku keppendurnir nú í fullu tré
við erlenda andstæðinga sína.
Þeir Guðmundur Halldórsson og
Ólafur B. Þórsson töpuðu að vísu
með svörtu gegn alþjóðlegum
meisturum, en Jón Garðar Viðars-
son og Magnús Örn Úlfarsson
unnu sínar skákir. Það er því enn
ekki útséð um að einhver íslend-
inganna nái áfanga að alþjóðleg-
um meistaratitli.
Úrslit fimmtu umferðar:
Riemersma-Þröstur 0-1
Blees-Ólafur 1-0
Bern-Guðmundur 1-0
Nilssen-Jón Garðar 0-1
Nolsee-Martin 0-1
Einar-Christensen 0-1
Borge-Amar 1-0
Björgvin-Torfi 1-0
Gullaksen-Magnús 0-1
Jón Viktor-Sævar 1-0
Ágúst-Bragi 'A-'/i
Bjöm-Kristján 0-1
Sigurbjörn-Burden 0-1
Staðan eftir 5
umferðir:
1. Þröstur Þórhallsson
5 v.
2. -3. Albert Blees,
Hollandi og Liafbem
Riemersma, Hollandi 4
v.
4.-5. Jón Garðar Viðarsson og Ivar
Bern Noregi 3 'A v.
6.-12. Nikolaj Borge og Tobias
Christensen, báðir Danmörku,
Andrew Martin, Englandi, Björgvin
Jónsson, Guðmundur Halldórsson,
Magnús Örn Úlfarsson og Ólafur
B. Þórsson 3 v.
13.-14. John Arni Nilssen, Færeyj-
um og Jón Viktor Gunnarsson 2 'A v.
15.-19. Eyðun Nolsee, Færeyjum,
Einar Hjalti Jensson, Arnar E.
Gunnarsson, Torfi Leósson og Krist-
ján Eðvarðsson 2 v.
20.-23. Sævar Bjarnason, Gullaks-
en, Noregi, Bragi Þorfinnsson og
Ágúst S. Karlsson 1 'A v.
24.-26. Bjöm Þorfinnsson, Sigur-
björn Bjömsson og James Burden,
Bandaríkjunum 1 v.
Fjórða einvígisskákin
Úrslit fengust ekki, í einvíginu
um íslandsmeistaratitilinn en
ijórðu skákinni lauk
með jafntefli á
mánudagskvöldið.
Því lýkur þar af leið-
andi með bráðabana.
Sá sem fyrr vinnur
skák hreppir titilinn.
Jóhann Hjartarson á
titil sinn að veija, en
Hannes stefnir að
því að hreppa sinn
fyrsta íslandsmeist-
aratitil.
Hvítt: Jóhann
Hjartarson
Svart: Hannes Hlíf-
ar Stefánsson
Enski leikurinn
1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3. g3
- Bb7 4. Bg2 - e6 5. 0-0 -
Be7 6. Rc3 - 0-0 7. Hel - Re4
8. Rxe4 - Bxe4 9. d3 - Bb7 10.
d4 - Be4 11. Bf4 - Bf6 12. Dd2
- d6 13. Hadl - Rd7 14. De3
- d5 15. b4 - c6 16. Hcl - b5
17. cxb5 — cxb5 18. Bc7 - De8
19. Re5 - Bxg2 20. Kxg2 - Rb6
21. Bxb6 - axb6
Sjá stöðumynd
22. Rc6 - Hc8 23. Re5 - De7
24. Hxc8 - Hxc8 25. Hcl -
Hxcl 26. Dxcl - Dxb4 27. Dc8+
og samið jafntefli.
Disney mótið í París
Mótið var jafnframt heims-
meistaramót 14 ára og yngri í
atskák. Fjögur íslensk ungmenni
tóku þátt. Bergsteinn Einarsson
byijaði mjög vel í flokki drengja
13-14 ára, en tapaði fjórum síð-
ustu skákum sínum. Hann endaði
með 4 ‘A v. af 9 mögulegum. Le-
von Aronian frá Armeníu sigraði
með 8 vinninga af 9 mögulegum.
Það skipti sköpum að Bergsteinn
tapaði vænlegri skák gegn Aron-
ian í sjöttu umferð.
í flokki stúlkna 13-14 ára
hlaut Harpa Ingólfsdóttir 3‘A v.,
en heimsmeistari varð Giao Chau
Thi Ngo frá Víetnam með 7 v.
Sigurður Páll Steindórsson hlaut
3 vinninga í flokki drengja 12 ára
og yngri, en Etienne Bacrot frá
Frakklandi sigraði með 8'A v.
í flokki stúlkna 12 ára og yngri
náði Aldís Rún Lárusdóttir 3‘A
vinningi, en Cmilyte Viktorija frá
Litháen vann allar níu skákir sín-
ar.
Fararstjóri íslensku keppend-
anna var Haraldur Baldursson.
Margeir Pétursson
Þröstur Þórhallsson
Yfirlit yfir
sendingar Ríkisút-
varpsins á stuttbylgju
yfir jól og áramót
Aðfangadagur
Kl. 17.55-19: Aftansöngur í
Dómkirkjunni. Til Evrópu á 3295,
7740, 9275 og Ameríku á 13870
kílóriðum (kHz).
Gamlársdagur
Kl. 16.10-17.45: Fréttaannáll
ársins. Kl. 17.55-19.05: Messa.
Kl. 20-20.20: Ávarp forsætisráð-
herra. Til Evrópu á 3295, 7740,
9275 og Ameríku á 13870 kílórið-
um (kHz).
Nýársdagur
Kl. 12.55-13.25: Ávarp forseta
Islands frú Vigdísar Finnboga-
dóttur. Kl. 13.25-14.30: Nýárs-
gleði Utvarpsins. Til Evrópu á
3295,11402 og 13860 ogAmeríku
á 13870 kílóriðum (kHz).
Auk þess eru fréttaútsend-
ingar alla daga:
Til Evrópu kl. 12.15-13 á
13860 og 15775 kílóriðum (kHz)
og kl. 18.55-19.30 á 11402 og
7870 kílóriðum (kHz). Til Banda-
ríkjanna og Kanada kl. 14.10-
14.40 ogkl. 19.35-20.10 á 13860
og 15770 kílóriðum (kHz) og kl.
23-23.35 á 11402 og 13860 kílór-
iðum (kHz).
Frá og með 22. desember
verða fréttasendingar sem hér
segir:
Til Evrópu: kl. 12.15-13 á
11402 og 13860 kílóriðum (kHz)
og kl. 18.55-19.30 á 7740 og
9275 kílóriðum (kHz). Til Banda-
ríkjanna og Kanada: Kl. 14.10-
14.40 og kl. 19.35-20.10 á 11402
og 13860 kílóriðum (kHz) og kl.
23-23.35 á 9275 og 11402 kílórið-
um (kHz).
Eftir hádegisfréttir á laugar-
dögum og sunnudögum er sent
út fréttayfirlit liðinnar viku. Upp-
gefinn tími er íslenskur, sem er
sami og GMT og UTC.
fallega jólagjöf fyrir þessi jól
Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 eða sem
3-2-1 eða þá hornsófi 5 eða 6 sæta.
Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir.
Verödæmi:
3-1-1 kr. 158.640,-
3-2-1 kr. 168.640,-
5 sæta horn kr. 152.320,-
6 sæta horn kr. 158.640,-
Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða.
T55T E EUROCARD HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföi 20-112 Rvik - S:587 1199
KENWOOD
kemur sér vel!
SAFAPRESSA
kr. 4.390.- stgr.
KENWOOD
HÁRBLÁSARI 1600 W
kr. 2.875.- stgr.
KENWOOD
KAFFIVÉL 10 BOLLA
kr. 3.739.- stgr.
KENWOOD
MATVINNSLUVÉL, 500 W
kr. 1 0.900.- stgr.
KENWOOD
HRAÐSUÐUKANNA 1,7 L
kr. 3.279.- stgr.
KENWOOD
jyj electrTc