Morgunblaðið - 20.12.1995, Side 56

Morgunblaðið - 20.12.1995, Side 56
)6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ ThakittL JÓLA TiLBOÐ/Ð HP1500 HÖGGBORVÉL \ 550 WATTA IÐNAÐARMÓTOR, STiGlAUS ROFI, ' VINSTRI-HÆGRISNÚNINGUR, 13 MM PATRÓNA. $ JOLAGJOF SEM KRAFTUR ER / ÞÓR HF Ármúla 11 - Bíml BSB-1BOO ^//1V5>OP5'/U?£7VA/ CV/l^ /1^7" /^I/VZ? -***—— ^ V-X >■ Eitt blab fyrir alla! -kjarni málsins! Álu'iulin^ar á nijólkurambúduni, nr. 54 cif'60. Til Unnar Óskar! Algengt er að spumingar vakni ef skímamöfn eru tvö. Reglan er sú að bæði nöfnin hafa áherslu og beygjast. Þú ferð til Páls Þórs (ekki Pál Þórs), hringir til Þóreyjar Sifjar (ekki Þórey Sif) og biður að heilsa Hákoni Ólafi (ekki Hákon Ólafi). MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. SKAK Umsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur. Staðan kom upp á Guð- mundar Arasonar mótinu sem nú stendur yfir í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Banda- ríkjamaðurinn James Burden (2.185) var með hvítt, en Torfi Leósson (2.160) hafði svart og átti leik. Torfi var orðinn mjög tímanaumur þeg- ar hér var komið sögu, en það kom ekki að sök: 21. - Hxb4! 22. cxb4 - Rxd4 23. Da3 - Bc6 24. Khl - Hxg2! 25. Hxd4 - Hxh2+ 26. Kxh2 - Bxd4 og svart- ur vann á liðsmuninum, þótt hann ætti aðeins rúma mínútu eftir á klukkunni. Sjöunda umferð móts- ins fer fram í dag kl. 17. Einvígið um ís- landsmeistaratitilinn fer einnig fram á sama stað, en það er nú komið í bráða- bana og hver skák getur því orðið sú síðasta. Með morgunkaffinu ÞÚ ERT núna tilbúinn að fara í boxhringinn, en ég get ekki selt aug- lýsingar fyrir keppnina nema þær verði Iímdar á skósólana þína. GEITUNGURINN meiddi mig ekkert þegar hann stakk mig. Ekki fyrr en bróðir minn drap hann með tennisspaða. KLUKKAN hálftvö áttu pantaðan tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækninum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Frakki tapaðist SÁ SEM tók dökkleiktan San Remo frakka í mis- gripum úr fatahenginu á Sólon íslandus sl. laugar- dagskvöld er beðinn að skila honum aftur á sama stað næstu daga. Eig- andi frakkans getur einnig náð í hann og er hægt að ná sambandi við hann í síma 561-0406. Armband tapaðist Silfurarmband með blómamunstri tapaðist í nágrenni Kringlunnar um miðjan október sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-0072. COSPER - Ég sagði „Allegro moderato non troppo“, eruð þið hættir að skilja íslensku? talaðir um? SKÁL! Víkveiji skrifar... UM HELGINA viðraði vel til búðarferða á Laugavegin- um. Sannast sagna var slík blíða, að Víkveiji þurfti hvað eftir annað að minna sjálfan sig á að þetta var hún Reykjavík, viku fyrir jól. Enda var mannmergðin slík við Laugaveginn og í miðbænum um helgina að helst minnti á sjálfan þjóðhátíðardaginn og það sem meira var, fólk þurfti ekkert að vera betur klætt heldur en alla jafna á 17. júní. Þegar svona viðr- ar um síðustu helgina fyrir jól, þá hlýtur heldur betur að hlaupa á snærið hjá kaupmönnunum við Laugaveg og í miðbænum. Vík- veiji er íhaídssamur á þessu sviði og getur ekki annað en glaðst yfir því, að kaupmennirnir við Laugaveginn komi vel út úr jóla- vertíðinni, því tilhugsunin um að nánast öll verslun flytjist inn í verslunarmiðstöðvar eins og Kringluna, er ekki aðlaðandi í augum Víkverja. En auðvitað mun Kringlan lifa góðu lífi, því það er nú oftar en ekki á þessum árs- tíma, sem fólk í innkaupaferðum er þakklátt fyrir það húsaskjól sem hún veitir. xxx YMISLEGT góðgæti verður á boðstólum á menningarsvið- inu fyrir, um og eftir hátíðarnar. íslenska kvikmyndin Agnes verður frumsýnd í Laugarásbíói 22. desember. Leikfélag Akureyrar frumsýnir á Akureyri strax eftir hátíðarnar það merka leikverk Sporvagninn Girnd eftir Ten- nessee Williams. í Borgarleikhús- inu verður íslenskt verk, íslenska mafían eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, frumsýnt á milli hátíðanna og í Þjóðleikhúsinu verður frumsýnt annan í jólum verkið Don Juan eftir Moliére. Laust fyrir miðjan janúar frum- sýnir íslenska óperan svo Hans og Grétu. Því ættu allir leikhúsá- hugamenn að finna einhveija sýn- ingu við sitt hæfi. UNDANFARIN mánudags- kvöld hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins breska þáttaröð- in Einkalíf plantna, undir stjórn Davids Attenboroughs. Þættirnir bera sama heiti og bók Davids sem kom út í íslenskri þýðingu fyrr á þessu hausti. Víkveiji hefur fylgst með þessum þáttum þegar hann hefur haft tök á og undrast það stórlega, hvernig nútímakvik- myndatækni beinlínis leyfir áhorf- andanum að horfa á vöxt og þróun plantnanna, þannig að örskots- stund líður frá því. að fræ fellur til jarðar þar til plantan blómstr- ar. Þættirnir eru undravel gerðir og sögumaðurinn David Atten- borough fer á slíkum kostum í frásögn sinni og efnisöflun að hreina aðdáun vekur. Síðasti þátt- urinn í röðinni var sýndur í fyrra- kvöld og er mikil eftirsjá að þess- um vönduðu, fallegu og fræðandi þáttum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.