Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 59
...... ■ ' ' ' .................. -.......... .... 1Z-M
FÓLK í FRÉTTUM
Tríó Jóns
Leifssonar leikur við
hvern sinn fingur
TRÍÓ Jóns Leifssonar stóð fyrir Tónlistarflutningur hljómsveitar-
útgáfutónleikum á Gauki á Stöng innar og sviðsframkoma eru á léttu
nýlega. Tilefnið var útgáfa fyrsta nótunum og kunnu fjölmargir gest-
geisladisks þess, ...komdu í byssó. ir vel að meta sprellið.
Morgunblaðið/Halldór
ÞORVALDUR Hauksson, Hanna Jónsdóttir og Hjalti
Þorkelsson létu sér ekki leiðast.
SIGFRÍÐ Margrét Bjarnadóttir, Kristín Höskuldsdóttir og
Þórdís Guðmundsdóttir voru kátar þetta kvöld.
RÚNAR
Júlíusson
tók lagið
með
sveitinni.
Makalausir
leigumorðingjar
kvikmykpir
Híóhöllin/Bíóborgin
Leigumorðingjarnir
„Assassins" ★ Vi
Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Andy
Wachowski, Larry Wachowski og Brian
Helgeland. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone,
Antonio Banderas, Julianne Moore.
Warner Bros. 1995.
SPENNUMYNDIN „Assassins",
sem sjálfsagt má þýða Leigumorð-
ingjar, segir af þeim „besta" í þeirri
íþrótt að myrða menn fyrir peninga
og þeim sem kallar sig „næstbestan“
í sömu íþrótt. Af þvi það er Sylvester
Stallone sem leikur besta Ieigumorð-
ingjann er reynt að láta áhorfandann
finna til samúðar með honum þótt
auðvitað sé erfítt að fínna samúð með
morðingjum. Stallone leikur greini-
lega ákaflega vandaðan persónuleika.
Hann er rósemdin uppmáluð og
klæðaburðurinn er sérlega smekkleg-
ur. Hann setur jafnvel upp greindar-
leg gleraugu þegar það á við (Stall-
one er enn við sama heygarðshomið
í þeim efnum!), er sannarlega vemd-
ari kvenna, íþyngdur af samviskubiti
vegna fyrri morða og vill hættá dráp-
um þótt þau gefí vel í aðra hönd.
Hann er sumsé ein klisja út í gegn,
Mestu samúðina fær hann þó ef
hann er borinn saman við hinn leigu-
morðingja myndarinnar, þann„næstb-
esta“, sem Antonio Banderas leikur.
Banderas reynir að ofleika eins og
hann mögulega getur til að skapa
siðlaust og stjómlaust morðfól og
skýtur sannarlega yfir markið í þeirri
viðleitni; það er ekki heil brú í því sem
maðurinn segir og gerir. Það kemur
best fram í lokin. Mestur partur
myndarinnar er inngangur að lokaein-
vígi þessara tveggja, sem er einhver
skringilegasta uppákoma sem ég hef
orðið vitni að í kvikmynd. Banderas
gerir Stallone fyrirsát á nákvæmlega
sama hátt og Stallone gerði öðrum
manni fyrirsát fyrir 15 árum. Stallone
veit það fyrirfram og Banderas veit
að hann veit það en samt láta þeir
eins og ekkert sé.
Jafnvel þótt leikstjórinn, Richard
Donner, sé skarpur í sínu fagi á góð-
um degi ræður hann ekki við að búa
til spennu úr þessari vitleysu. Hann
sviðsetur af fagmennsku sinni ágæta
bílaeltingaleiki, skotbardaga og
sprengingar sem fylla upp í tómið og
hefur reyndar með Leigumorðingjun-
um þrátt fyrir allt gert bestu Stallone-
mynd sem komið hefur lengi. En við
erum líka hætt að búast við nokkrum
sköpuðum hlut úr þeirri áttinni.
Arnaldur Indriðason
Morgunblaðið/Halldór
EKKI vantaði látbragðið hjá þeim félögum.
LIÐSMENN unglingahljómsveitarinnar Kósý,
Markús Þór Andrésson, Magnús Ragnarsson og
Ragnar Kjartansson, ásamt Elsu Eiríksdóttur.
Uppistand í Kaffileikhósinu
SIGURJÓN Kjartansson og Jón Gnarr voru með uppi- kom til að hlýða á þá félaga, sem eru líflegir í sviðs-
stand í Kaffileikhúsinu á laugardagskvöld. Fjölmenni framkomu, eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna.
inni fylgja sokkabuxur,
er handbák
sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir tók saman
f/rir þá sern hafa áfiuga á
er bók sem skrifuð var með það aö leiöarfjósi
aö allt þaö ssm þiLxeyniL-
ogsannfæringu.
KoJbnin AðcrfttelnMtóttir • SVðta lchn CASCö’.was /
Eriit Magnirttlóttir ■ Háögrt ö6lvá\ei$Uiri /
Gústaf Guðmundsson tjósn7nda»’i
Freyr mkononron I ,M. 0c,r ***»"*
Elva Hrönn BrikídoHlr r,,ireicw j Ma„0 Fr,„kKn
Agúst HaHvarðascn or MaRnús SchevfnR Acrobic Sport
HnWdóra SleingnntsdóMir • Sr.yniÞv»ó.rT>c:Stail
Einar Ertcndnaon • StQf'Æiú M)nriósaJni
Elín Guðlaug Stcfánsddttir FyrttSJPið
Guðbiórg AMa Þorvaldsdótttr • Fytiisaíío
SiguTÍauR ViglúMfóttir og lónas. FranWm forcidta!
Pétur H. BJamason Saj’a Fiim
Oroblu
GÓ3. Sanpellegrino
gjöf til þín frá íslensk austurlenska.