Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 65

Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 65
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NYJAR HUOMPLOTUR Úr hring- leika- húsinu TÓNLIST Gcisladiskur SEYBIE SUNSICK ’S ROCK ’N ROLL CIRCUS Seybie Sunsick ’s Rock ’n Roll Circus með keflvísku rokksveitínni Deep Jimi. Hljómsveitína skipa Bjöm Ámason bassaleikari, Júlíus Guð- mundsson trommuleikari, Sigurður Eyberg söngvari og Þór Sigurðsson gítarleikari. Lög og textar eftir þá félaga. Geimsteinn gefur út. 53,25 mín., 1.999 kr. PÉTUR Einarsson, sem kallar sig P6, hefur fengist við tón- list undanfarin ár án þess að gefa nokkuð út af ráði, en hann hefur helst sent frá sér myndbönd við tónlist sína. Fyrir skemmstu kom út diskur með kynningarupptökum, mislangt komnum, sem hann gefur meðal annars út sem einskonar nafnspjald. Upphafslag disksins og það, sem mest er unnið, Fly Witho- ut, segist Pétur hafa samið í ágúst 1994 og það hafi orðið til þess að hann öðlaðist ákveðna dýpt í laga- smíðum sem hann hafi byggt á síðan, „enda á lagið sér stoð í veruleikanum," segir Pétur. „I þessu lagi fannst mér ég ná að koma ákveðnu andrúmslofti til skila, en ekki bara þeim hug- hrifum sem ég fæ þegar ég hlusta á tónlist annarra. Text- inn er saminn um vinkonu mína og fjallar um hyldýpi einmana- kenndarinnar, mikilvægi vinátt- unnar og brothættar tilfinning- ar í leikriti lífsins." DEEP Jimi and the Zep Creams, sem heitir í dag einfaldlega Deep Jimi, gerði hið ómögulega; fór vestur um haf og lagðist í tónleikahald í New York með þeim árangri að sveitin komst á útgáfusamning hjá einu helsta útgáfufyrirtæki heims. Draumurinn snerist þó upp í mar- tröð, því allskyns flækjur urðu sveit- inni ijötur um fót skömmu eftir að hún sendi frá sér fyrirtaks breiðskífu ytra. Þeir ijórmenningar sneru heim og margur átti von á að þar með væri samstarfi þeirra lokið. í sumar bytjuðu þeir þó á að hittast aftur og niðurstaðan var sú plata sem hér er gerð að umtalsefni. Deep Jimi vann fyrir utanlands- ferðinni með því að leika ýmislegt minjarokk, eins og nafn sveitarinnar ( vísaði reyndar í. Þegar eigin tónlist i var annars vegar mátti og heyra áhrif frá áttunda áratugnum, en ekki meiri en svo að gaf skemmti- legt krydd. Þeir félagar hafa bætt við sig áhrifum á tímanum sem lið- inn er frá áðurnefndri breiðskífu, og unnið vel úr þeim áhrifum, þó heyra megi samhljóm með plötunum tveimur. Diskurinn segir sögu hringleika- húss Seybies Sunsicks, sem eins i konar spegilmynd af lífinu séð í I upplituðum, sprungnum spegli í máðum og brotnum gylltum rammma. Hugmyndin er í sjálfu sér áhugaverð og víða hangir hún vel saman, en þó aldrei aðalatriði. Tón- listin verður alltaf ofaná og margt má finna á plötunni sem er með því besta sem þeir fjórmenningar hafa sent frá sér, og sumt með því besta sem heyrst hefur frá íslenskri rokk- sveit lengi. Sem dæmi má nefna annað lag plötunnar, Lost Within a Poem, þá Next Stop Pleasuredome * og My Life as a Reptile, þó milli- kaflinn veiki það nokkuð. Þeir félag- ar eru sterkastir í rokki með þungri hægfara keyrslu og flóknum takt- skiptingum. Þegar þeir spretta úr spori standa fáir þeim á sporði, til að mynda er Seen any Good Killing Lately hressilegur rokkari, sem sneiðir listilega hjá klisjum, og skemmtilega kímið lag, Here Come the New Messiahs, eitt besta lag plötunnar, sýnir á sveitinni aðra hlið 1 og aetti hæglega að komast í útvarp. Textar sveitarinnar eru á ensku og það afleitri ensku, oft málfræði- lega rangri og iðulega hreint bull. Umslag plötunnar er aftur á móti bráðsnallt og persónulegt, enda er hvert eintak handmálað. Seybie Sunsicks Rock ’n Roll Circ- us er óræk sönnun þess að Deep Jimi á mikið eftir; þegar sveitin er góð þá er hún í fremstu röð, og með meiri aga verður næsta breiðskífa * gallalaus. Árni Matthíasson Spilað í kunningjahópi Pétur segir að hann hafi spil- að þetta lag og sungið í vina- hópi og smám saman hafi sá flutningur undið upp á sig, enda hafi alltaf myndast sérstök kynngimögnuð stemmning í hvert skipti, „sem var að sjálfsögðu mjög peppandi fyrir mig. Ég og félagi minn, sem syngur bakraddir á upptökunni, fórum víða seinnipart ársins ’94 og fluttum þetta lag fyr- ir hvern sem hlusta vildi, á hvers- konar samkomum við ýmis tæki- færi. Það kom jafnvel fyrir að við „auglýstum" flutning lagsins í vina- og kunningjahópi, ásamt nokkrum öðrum .lögum sem ég á í pokahorn- inu, en alls komum víð fram með þessum óformlega hætti í um 50 skipti seinnipart ársins ’94.“ Pétur segist hafa komið sér loks Pétur Einarsson, sem kallar sig P6, hefur fengist við tónlist um skeið. Honum fannst því tími til kominn að minna eilítið á sig og sendi frá sér diskinn Prologus í því skyni. í hljóðver í apríl si. „eftir að hafa þrælað í trefjaplastbátasmíð á Pat- reksfirði sl. vetur, sem er sú versta vinna sem hægt er að hugsa sér. Ekki bætti úr skák að ég bjó á svo- kölluðu hættusvæði, nákvæmlega á þeim stað þar sem snjóflóð féll fyrir 15 árum og 4 fórust. Ég upplifði það að þurfa að flytja að-heiman í nokkur skipti þegar neyðarástandi var lýst yfir, sem var ekki það versta, heldur að flytja aftur inn í húsnæðið daginn eftir, og sami snjórinn ennþá í fjallinu. Mér varð því ekkert úr svefni í nokkra mánuði, sem skilaði sér í gríðar- legum þunga og dramatík í tregafullum flutningi þegar ég svo loksins gat krumpað mér í hljóðverið.“ Pétur segir að sitthvað skemmtilegt hafi komið uppá þegar hann var að taka plötuna upp, og nefnir að gítarkafli, sem Bragi Haraldsson lék, hafi verið tekinn upp 10 sinnum og sú taka sem notuð var spiluð í hálfgerðu kæruleysi. „Síminn hringdi og ég sagði í kallkerfið „Bragi, konan þín er í símanum" og hann sagði „bíddu aðeins" og síðan spilaði hann eins og engill, svona rétt áður en hann stökk í símann." Kynningarútgáfa Eins og áður er getið er útgáf- an eins konar kynningarútgáfa en til sölu engu að siður. Pétur segist sannfærður um að með betri tækjum og meiri tíma geti hann gert mörg- um sinnum betri hluti. „Það má því eiginlega segja að tilgangurinn með þessari útgáfu, fyrir utan það að læra á þetta ferli og gefa fólki kost á að eignast þetta lag, ásamt „heim- ildum“, sé að skapa grundvöll að áframhaldandi hljóðritunum. Eg býst ekki við metsölu, en vonast þó til þess að selja nóg til þess að geta hafist handa sem fyrst við nýja hluti,“ segir Pétur. - kjarni málsins! 71 v' v\V. » . . ■*.. . Í'V. _ <: o \ * V c>< B9 OjN <: Oi 1 • \> i'i'ii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.