Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 68
Ltm alltaf á - Miövikudögimi MORGUNBIJWIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENrRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þorsteinn Pálsson um lágmárksverð ESB á laxi Ekki útilokað að fara með málið fyrir gerðardóm RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um þá ákvörðun Evrópusambandsins að ákveða einhliða lágmarksverð á íslenzkum og norskum laxi, sem fluttur er inn til sambandsins. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir að ríkisstjórnin sé sam- mála um að ákvörðun ESB standist ekki og segist ekki útiloka að farið verði með málið fyrir gerðardóm. Evrópusambandið setti á laugar- . dag lágmarksverð á innfluttan lax frá EFTA-ríkjunum, þ.e. íslandi og Noregi, vegna offramboðs og undir- boðs á norskum laxi. ESB réttlætir þessa aðgerð með vísan til öryggis- ákvæða í EES-samningnum. EFTA-ríkin telja hins vegar að þau eigi ekki við um viðskipti með sjáv- arafurðir, sem kveðið er á um í sérstakri bókun, en ekki í samn- ingnum sjálfum. Varhugavert fordæmisgildi „Ríkisstjórnin er sammála um að þessi túlkun Evrópusambandsins fái með engu móti staðizt og að full ástæða sé til að senda ESB þau skýru skilaboð að þessi ákvörðun hafí ekki við rök að styðjast," segir Þorsteinn Pálsson. „Hún snertir okkur að vísu ekki og er tilkomin vegna aðgerða Norðmanna á mark- aðnum, sem við erum í raun ekki að veija, en það getur haft mjög varhugavert fordæmisgildi ef viður- kennt er að ESB geti beitt öryggis- ákvæðum sáttmálans með þessum hætti.“ Málið fáist á hreint Akvörðun ESB tekur aðeins til EFTA-ríkjanna en ekki til annarra ríkja, sem selja lax á Evrópumark- aði. „Það er útilokað að það fái staðizt að EES-ríkin séu verr sett en þriðju ríkin,“ segir Þorsteinn. Hann segir að málið verði tekið upp að nýju j sameiginlegu EES- nefndinni og reynt að fá ESB til að falla frá ákvörðun sinni. „Það er nauðsynlegt að fá málið alveg á hreint og þess vegna vildi ég ræða það í ríkisstjórninni," segir sjávar- útvegsráðherra. Aðspurður hvort til greina komi að grípa til ákvæða EES-samningsins, sem heimila að deila af þessu tagi sé sett í gerðar- dóm, segir Þorsteinn: „Það er ekki ástæða til að útiloka það, þótt látið verði á málið reyna í viðræðum fyrst." ■ Gæti skapað/4 Slökkvi- stöð við ganga- munnann? VEGAGERÐIN og slökkviliðs- stjórinn á ísafirði munu leita eftir samkomulagi við olíufélög- in um að olíubílum verði aðeins ekið um Vestfjarðagöngin þeg- ar almenn umferð er í lág- marki. Einnig er rætt um að beina olíubílum og öðrum tank- bílum með varasöm efni frá á mesta annatímanum í væntan- legum Hvalfjarðargöngum. Jón Viðar Matthíasson, vara- slökkviliðsstjóri í Reykjavík, tel- ur æskilegt að byggja upp slökkvistöð við annan ganga- munnann í Hvalfirði. ■ Umferð olíubíla/35 Fimm slasaðir og 15 bflar skemmdir Vegagerð ríkisins yfirtekur skip og skuldir Herjólfs hf. SAMKOMULAG hefur náðst milli Heijólfs hf., sem rekur Vestmanna- eyjafeijuna ms. Heijólf, og Vega- gerðar ríkisins um að Heijólfur hf. afsali skipinu ms. Heijólfi til vega- gerðarinnar gegn því að vegagerðin yfirtaki áhvílandi veðskuldir og við- skiptaskuld Heijólfs við vegagerð- ina. Samningur þessa efnis verður undirritaður í Reykjavík á morgun. Að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarformanns Heijólfs hf., nema skuldir Herjólfs við Vegagerð ríkisins í dag um 500 millj. króna. Einnig hefur verið gert sam- komulag um að vegagerðin muni ekki gera breytingar á rekstri eða rekstrarformi ms. Heijólfs eða velja Svipuð þjónusta veitt áfram skv. sérstöku sam- komulagi annað skip til að annast þessa flutn- ingana, nema í fullu samkomulagi við bæjarstjórn Vestmannaeyja. 78 miiy. króna árlegt framlag til reksturs skipsins Samhliða þessu verður undir- ritaður þjónustusamningur til fjög- urra ára sem felur í sér að sögn Gríms, að Heijólfur hf. tekur að sér allan daglegan rekstur skipsins gegn 78 milljóna króna árlegu framlagi vegagerðarinnar. Mun Heijólfur hf. sjá um að áfram verði veitt svipuð þjónusta og verið hefur og tryggt verði að ferðafjöldi skips- ins milli lands og Eyja breytist ekki. Stjórn Heijólfs hf. hefur þegar samþykkt samkomulagið fyrir sitt leyti og hefur samkomulagið einnig verið kynnt í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, sem hefur samþykkt það fyrir sitt leyti. Þessi niðurstaða hefur einnig verið kynnt þingmönn- um Suðurlands sem ekki hafa gert athugasemdir við hana. í gær var starfsmönnum Heijólfs svo kynnt samkomulagið á starfsmannafundi. Morgunblaðið/Júlíus Minni skerð- ing á bótum afbrotaþola STJÓRNARFLOKKARNIR vinna nú að tillögum um að draga úr þeirri skerðingu, sem fyrirhuguð er á bót- um til þolenda afbrota. í tengslum við það koni kom fram lagafrumvarp á Alþingi í gærkvöldi frá meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar þingsins um að hækka um- ferðaröryggisgjald úr 100 krónum í 200 krónur en það gjald rennur til Umferðarráðs og greiðist við skoðun, skráningu og eigendaskipti ökutækja. í bandorminum svonefnda, frum- varpi um ráðstafanir í ríkisfjármál- um, er gert ráð fyrir að fresta gildis- töku laga um að ríkissjóður greiði bætur til afbrotaþola, og skerða áður ákveðnar bótafjárhæðir um að minnsta kosti 50%. FIMM manns voru fluttir í sjúkrahús eftir að 15 bílar lentu í fjórum umferðaróhöpp- um á Vesturlandsvegi í grennd við Korpúlfsstaði á tólfta tím- anum í gærkvöldi. Gríðarlega hálku gerði á götum borgar- innar í gærkvöldi og er fjöldi umferðaróhappa í borginni rakinn til hennar. Þrír hinna slösuðu voru í fólksbíl sem rann stjórnlaust á mannlausan lögreglubíl, sem stóð með blikkandi ljós til að loka Veturlandsvegi þar sem lögreglu- og sjúkraflutnings- menn voru að störfum eftir fyrri árekstra. Lögreglumað- ur sem stóð við bílinn átti fót- um fjör að launa. Vesturlandsvegur var lokaður fram á nótt meðan unnið var á slysstaðnum. Hálkan mun einnig hafa valdið því að ekið var á Ijósa- staura á Miklubraut og Kringlumýrarbraut í gær- kvöldi. Þá fór rúta út af vegin- um á Breiðholtsbraut. Ekki urðu teljandi meiðsli í þeim óhöppum. BJÚGNAKRÆKIR O i\- mJC3C5k <WT DAGAR TIL JÓLA^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.