Morgunblaðið - 11.01.1996, Side 4
4 FIMMTUDÁGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sviptingar í hreppsnefnd Reykhólahrepps
Nýr meirihluti myndaður
SVEINN Magnússon, oddviti Reyk-
hólahreppps, og Sveinn Hallgríms-
son hafa sagt skilið við félaga sína
af L-listanum, sem hefur farið með
meirihluta í hreppsnefnd undanfar-
in tvö ár, og hafa þeir myndað
nýjan meirihluta í hreppsnefndinni
með fulltrúum N-listans. Sveinn
segir jafnframt af sér sem oddviti
og tekur Þórður Jónsson, bóndi af
N-lista, við sem oddviti hreppsins.
Félagar Sveins Magnússonar
skoruðu á hann í seinustu viku að
segja sig úr hreppsnefndinni, þar
sem hann nyti ekki lengur trausts
þeirra. Sveinn segir að níu af 14
fulltrúum L-lista hafi staðið að van-
trauststillögunni en hann hafi ekki
séð ástæðu til að verða við áskorun-
inni. Sveinn segir að þeir sem að
vantraustinu stóðu hefðu sýnt sér
mikinn dónaskap og ekki haft fyrir
Flotkví
komin á
sinn stað
FLOTKVÍ Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar í Hafnarfirði sem kom til
landsins síðastliðið haust hefur
verið flutt frá Suðurbakka að
Háabakka milli Óseyrarbryggju
og Suðurbakka, og er hún nú kom-
in á endanlegan stað að sögn Ei-
ríks Orms Víglundssonar fram-
kvæmdastjóra vélsmiðjunnar.
Hann segir ástæðuna fyrir
flutningnum vera þá að bæjaryfir-
völdum hafi snúist hugur um stað-
setningu flotkvíarinnar þar sem
hún hafi tekið of mikið af skipa-
plássum í höfninni. Flotkvíin er
116 metra löng og 22 metra breið
og getur hún tekið stóra togara
og meðalstór fraktskip í viðgerð.
Nokkur verkefni
framundan
Eiríkur Ormur sagði nýju stað-
setninguna koma vel út og vera
betri fyrir þá sök að vissa væri
nú fyrir að hún myndi ekki
skemma fyrir einu eða neinu. Þá
yrði vinnuaðstaða við flotkvína í
góðu lagi. Lítið hefur verið hægt
að nota hana frá því hún kom til
landsins, en snemma í gær var
Sindri VE tekinn upp í hana til
viðgerða.
„Við erum að komast í gang
núna. Það var ekki nógu mikið
dýpi þama og þeir voru að grafa,
og þegar búið var að grafa þá
fengum við ekki að vera þar og
þá þurftum við að flytja hana og
þá átti eftir að grafa annars stað-
ar. Þetta er alveg skelfílegt dæmi,“
sagði Eiríkur Ormur.
Hann sagðist telja að nokkur
verkefni væru framundan fyrir
flotkvína og þegar starfsemin yrði
komin í gang yrði starfsmönnum
vélsmiðjunnar fjölgað um 10-20,
en þeir eru 37 í dag.
-----------------
Bílvelta á Kefla-
víkurvelli
Vogum. Morgunblaðið.
ÖKUMAÐUR bíls frá varnarliðinu
slasaðist í bílveltu á gatnamótum
Alþjóðabrautar og Norðurstrætis
á Keflavíkurflugvelli í gær og var
fluttur á hersjúkrahúsið.
Bifreiðin för heila veltu og ók
ökumaðurinn áfram eftir veltuna
um 150 metra. Hálka var á vegin-
um þegar slysið átti sér stað. Bif-
reiðin er mikið skemmd.
Ágreiningur biskups og
vígslubiskups jafnaður
Fundur biskups og stjórnar Prestafé-
lagsins verdur á mánudag
ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands,
og Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup í Skálholti, áttu einnar og
hálfrar klukkustundar fund í gær.
Ólafur segir að þeir hafí jafnað
ágreining sinn á fundinum. Hann
hittir stjórn Prestafélagsins eftir
hádegi á mánudaginn.
Um fundinn sagði Ólafur að
hann og Sigurður hefðu orðið
ásáttir um að tala framvegis sam-
an eins og skynsamir menn innan
veggja skrifstofu eða heimila en
ekki í fjölmiðlum. Hann sagðist
hafa beðið biskupsritara að hafa
samband við stjórn Prestafélagsins
á þriðjudaginn. „Hann bað stjórn-
ina um að kanna hvenær ég gæti
fundað með henni. Sá fundur var
ákveðinn á mánudaginn kemur,“
sagði Ólafur.
Ólafur ráðgaðist við ráðuneyti
og Eirík Tómason, sem tekið hefur
að sér að skoða deiluna í Langholts-
kirkju, um hvort Eiríkur væri van-
hæfur til verkefnisins vegna for-
mennsku sinnar í Styrktarfélagi
íslensku óperunnar til nokkurra
ára.
„Allir voru sammála því, ráðu-
neytismenn og Eiríkur, að Eríkur
væri á engan hátt vanhæfur til að
fást við málið,“ sagði Ólafur og tók
fram að í litlu samfélagi væri nán-
ast undantekning ef einstaklingar
tengdust ekki á einhvern hátt.
Olafur sagði að Eiríkur myndi
leggja fyrir sig stjórnsýslulegar og
starfslegar kannanir sínar á deil-
unni i Langholtskirkju á mánudag-
inn. í framhaldi af því myndi Erík-
ur tala við aðila er tengdust mál-
inu.
Hreinskilinn fundur
„Við biskup hittumst og jöfnuð-
um þann ágreining sem virtist vera
kominn upp á milli okkar. Biskup-
inn er svo búinn að biðja um að
fá að hitta stjórn Prestafélags ís-
lands á mánudaginn. í framhaldi
af því kemur svo í ljós hvort við
hittumst, hann og ég og formaður-
inn,“ sagði Sigurður eftir fundinn.
Hann sagði að talað hefði verið
af hreinskilni á fundinum. Hann
og Ólafur Skúlason hefðu skilið
sáttir um næstu skref.
2 af 4 fulltrúum L-lista
í samstarf með N-lista
því að sýna sér frumrit af áskorun-
inni. í framhaldi af þessu hafí þeir
Sveinn Hallgrímsson hafíð viðræður
við fulltrúa N-listans um myndun
nýs meirihluta og gengið hafí verið
endanlega frá myndun hans sl.
þriðjudagskvöld.
Leita lausna á fjárhags-
vanda hreppsins
Deilur hafa verið í Reykhóla-
hreppi um lausnir á miklum fjár-
hagsvanda hreppsins og vegna
máls Bjama P. Magnússonar, fyrr-
verandi sveitarstjóra. Sjö fulltrúar
skipa hreppsnefnd Reykhólahrepps,
þar af eru fjórir af L-lista og þrír
af N-lista. Að nýja meirihlutanum
standa því fímm hreppsnefndarfull-
trúar en tveir fulltrúar af L-lista,
eru komnir í minnihluta.
Myndun nýja meirihlutans kom
Daníel Jónssyni, einum hrepps-
nefndarmanna L-listans, á óvart en
hann segist hafa frétt af þessu í
útvarpsfréttum í gær. Daníel sagði
ljóst að L-listinn væri klofínn en
ekkert frekar væri um málið að
segja á þessari stundu.
Fullt samkomulag hefur náðst
um verkaskiptingu innan hins nýja
meirihluta, að sögn Sveins. Megin-
viðfangsefni hans verður að vinna
að áframhaldandi lausn á fjárhags-
vanda sveitarsjóðs og fyrirtækja
hans.
„Ég mun sitja áfram sem sveitar-
stjórnarmaður en hætta sem odd-
viti þar sem þetta er því miður orð-
ið persónugert. Ég sé mér ekki
annað fært en að vera óbreyttur
hreppsnefndarmaður vegna þess að
þetta er farið að bitna á minni fjöl-
skyldu,“ sagði Sveinn Magnússon.
Viðræður að hefjast um sölu
hitaveitu til Orkubúsins
Áætlað er að fyrsti fundur
hreppsnefndar eftir meirihluta-
skiptin verði haldinn næstkomandi
sunnudag eða mánudag. Fulltrúar
nýja meirihlutans hyggjast fara til
viðræðna við fulltrúa Orkubús Vest-
fjarða á næstu dögum um sölu hita-
veitunnar á Reykhólum til Orkubús-
ins.
Morgunblaðið/Ásdís
SINDRI VE var tekinn upp í flotkvína á nýja staðnum í gær og eru nokkur verkefni framundan.
25 málverk Nínu
Gautadóttur ófundin
Ný mynda-
röð Nínu
sýndíGerð-
arsafni
TUTTUGU og fimm málverk
eftir Nínu Gautadóttur hafa
enn ekki komið í leitirnar.
Málverkin týndust þegar Nína
kom heim frá París til að sýna
þau í Gerðarsafni í síðustu
viku. Nú hefur Nína hins vegar [
sótt önnur verk til Parísar og
verður sýning á verkunum
opnuð í Gerðarsafni á laugar-
daginn. Sýnd verður myndaröð
undir heitinu „Umhverfis jörð-
ina á 80 dögum.“
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
forstöðumaður Gerðarsafns,
sagði að eftir að myndirnar
týndust hefði hún velt því fyr-
ir sér hvort hægt væri að sýna
aðrar myndir eftir Nínu. „Eg
vissi að Nína átti aðra mynda-
seríu. Hana væri hreinlega
hægt að sýna í staðin fyrir hin-
ar myndimar enda hefur hún
aldrei verið sýnd hér á landi.
Eg leitaði til Flugleiða og þeir
gerðu Nínu kleift að sækja
myndirnar til Parísar. Þessi
sýning verður opnuð klukkan
15 á Iaugardaginn, viku eftir
að ætlunin var að opna sýningu
á hinum verkunum.“
Guðbjörg sagði að á sýning-
unni yrðu 80 myndir úr sögu
Jules Verne „Umhverfis jörð-
ina á 80 dögum“ og væri hver
mynd einn metri. Sýningin
stendur yfir í a.m.k. 3 vikur.