Morgunblaðið - 11.01.1996, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Er húsnæðiskerfið
að hjálpa þér?
OLL VILJUM við
búa við öryggi í hús-
næðis- og atvinnumál-
um, það er einn af
hornsteinum fjölskyld-
unnar. Það er stjórn-
valaa að skapa for-
sendur til þess að það
megi verða. Taka þarf
tillit til þess aðstöðu-
munar sem fjölskyldur
búa við.
En húsnæðismál
þjóðarinnar eru eitt og
atvinnuástandið ann-
að. Þegar atvinnan
hverfur þá koma upp
erfiðleikar hjá fjöl-
skyidum við að halda
húsnæði sínu. Verð á íbúðum á
frjálsum markaði lækkar vegna lít,-
illar eftirspurnar, Qölskyldur geta
misst aleiguna. Aukin endursala
verður á félagslegum íbúðum þar
sem sveitarfélög hafa kaupskyldu
og því er hægt að selja þær með
litlum fyrirvara, og flytja sig um
set. Sveitarfélög geta því lent í
erfiðleikum með að selja félagsleg-
ar íbúðir.
Ekki er hægt að segja þegar
atvinna minnkar og fjölskyldur
lenda í erfiðleikum við að halda
húsnæði sínu að kerfið sé vont og
óverjandi með öllu. Vissulega þurfa
stjórnvöld að skoða sinn gang og
athuga hvort eitthvað hafí farið
úrskeiðis.
Gott er að fá fram hugmyndir
um breytingar en það
er ekki líklegt til
árangurs 'ef málflutn-
ingur er ekki heiðar-
legur og sanngjarn.
Hér er átt við grein
sem Guðlaugur Þór
Þórðarson og Magnús
Árni Skúlason skrif-
uðu í blaðið „Okkar
framtið" sem kom út
nú fyrir jólin. Margt
af því sem þar er skrif-
að um félagslegar
íbúðir í dag er rangt
og verða hér rakin
nokkur dæmi.
Eignarmyndun í fé-
lagslegum íbúðum er
ekki neikvæð í 21 ár eins og segir
í grein þeirra, hið rétta er að hún
er neikvæð í fjögur ár. Ástæða
þess er að lánið er afborgunarlaust
i eitt ár. Ef afborgunarlausu ári
er sleppt verður eignarmyndun
þeirra sem kaupa félagslegar ibúð-
ir aldrei neikvæð. Til samanburðar
má segja að eignarmyndun á fijáls-
um markaði ef tekið er fasteigna-
veðbréf með 5,1% vöxtum fyrir 65%
af kaupverði og gert ráð fyrir að
húsnæðið fymist um 1% á ári, mið-
að við 25 ára lánstima, er neikvæð
í um þijú ár, en miðað við 40 ára
lánstíma verður hún neikvæð í yfír
20_ár, m.v. fast verðlag.
í dæminu um fjölskylduna sem
hefur búið í félagslegri íbúð sem
kostár 7 milljónir og flytur út eftir
Mikilvægt er að
koma á fót sparnaðar-
leið fyrir ungt fólk,
segir Guðríður Frið-
riksdóttir, til að
auðvelda húsnæðis-
kaup síðar á ævinni.
9 ár er einnig farið rangt með.
Sagt er að hún fengi einungis 595
kr. þúsund útborgaðar, hið rétta
er að eignarhlutur hennar í íbúð-
inni- væri 840 þúsund krónur.
Ekki er ástæða til að rekja fleiri
dæmi um rangfærslur í þessari
grein en ætla má að aðrar töluleg-
ar upplýsingar séu ekki unnar af
meiri nákvæmi en dæmin hér að
ofan sýna.
Skattaafsláttarkerfið
sem framtíðarlausn
í grein sinni fara þeir Guðlaugur
Þór og Magnús Árni inn á nýja
lausn á húsnæðismálum þjóðarinn-
ar, skattaafsláttarleiðina eins og
þeir nefna hana. í fyrirsögninni er
slegið upp að greiðslubyrði sambýl-
isfólks lækki um 30-60% og að
ríkissjóður spari 1,2 milljarða
króna. Samkvæmt þessari nýju leið
eiga hjón eða sambýlisfólk að fá
lækkun á sköttum sem nemur 2,4
Guðríður
Friðriksdóttir
milljónum króna og einstaklingar
að fá lækkuna á sköttum sem nem-
ur 1,2 milljónum króna. Ekki er
hægt að sjá að aðstoðin ætti að
vera með neinum hætti tengd eign-
um eða tekjum. Skoðum dæmi
þeirra félaga, þar sem hjón kaupa
íbúð á 7,0 milljónir króna. Hjónin
hafa á mánuði 250 þúsund krónur
í brúttótekjur og hafa safnað 3,0
milljónum króna. í húsbréfakerfínu
(25 ára lán) tækju þau 4,0 milljón-
ir króna í lán. Niðurgreiðsla vaxta
til þessara hjóna í formi vaxtabóta
er fyrsta árið um kr. 24.000 og
lækkar síðan árlega og dettur út
eftir um sex ár ef aðstæður hjá
þeim breytast ekki. Heildarvaxta-
bætur frá ríkinu til þessara hjóna
eru innan við 100 þúsund krónur.
Útgjöld ríkisins samkvæmt skatta-
afsláttarleiðinni eru 2,4 milljónir
króna. Útgjaldaauki ríkisins yrði
því um 2,3 milljónir. Ef hjónin
hefðu 150.000 krónur í mánaðar-
tekjur væru heildarvaxtabætur til
hjónanna um kr. 900 þúsund þegar
ekki hefur verið tekið tillit til þess
að bæturnar eru greiddar út á um
16 árum. Ef hér er um einhvern
sparnað að ræða fyrir ríkið sem
ég dreg í efa og þeir sem hafa
hærri tekjurnar og meiri eignir fá
meira í sinn vasa hlýtur það að
þýða að tekju- og eignaminni hópar
þjóðfélagsins verða verr settir.
Einnig er ljóst að íbúðarkaupendur
myndu fara misvel með þennan
skattaafslátt. Félagslegar lausnir
þyrftu að vera til áfram. Ég held
að fullmikið sé sagt með því að
kalla þetta framtíðarlausn á hús-
næðismálum þjóðarinnar.
Húsbréfakerfið
Á almennum markaði eiga kaup-
endur íbúðarhúsnæðis rétt á lána-
fyrirgreiðslu i húsbréfakerfínu. Frá
og með áramótum geta íbúðarkaup-
endur valið um hvort þeir vilja taka
Rúllukraga peysur 3.900
Þykkir ullarjakkar 11.900
MEIRIHATTAR UTSALA
HEFST í DAG KL. 10.00
lakkaföt
fÉlir jakkar
Buxur
Peysur
15.900 9.900
10.900 7.900
5.480 2.900
4.650 2.900
Frakkar tilboð 7.
lán til 15 ára, 25 ára eða 40 ára.
Vextir af þessum lánum eru 5,1%
í dag. Lánin eru jafngreiðslulán.
Aðstoð hins opinbera við íbúðar-
kaupendur á almennum markaði er
einkum fólgin í ríkisábyrgð á hús-
bréfum og vaxtabótum. Vaxtabæt-
ur taka mið af tekjum og eignum
viðkomandi íbúðarkaupenda og eiga
því að nýtast þeim sem þurfa á
þeirra aðstoð að halda.
Félagslegar íbúðir jafna lqör
og aðstöðu í húsnæðismálum
Einn af kostum félagslegra
íbúða er að þær eru vandaðar að
allri gerð. Þú tryggir þér og fjöl-
skyldu þinni húsnæði í góðu ástandi
á viðráðanlegum kjörum. Þú ert
eigandi að húsnæði þínu nákvæm-
lega eins og ef þú keyptir á ftjáls-
um markaði.
Ljóst er að félagslegar íbúðir
jafna kjör og aðstöðu fólks í hús-
næðismálum. Sá sem fær lágt mat
til að kaupa íbúð á frjálsum mark-
aði, getur aðeins keypt íbúð sem
er á lágu verði. Hvað segir það
okkur? Að það er yfírleitt íbúð sem
er í döpru ástandi og kallar á kostn-
aðarsamt viðhald, sem ekki var
tekið með þegar viðkomandi var
greiðslumetinn. Annaðhvort verður
viðkomandi að búa í húsnæðinu í
slæmu ástandi eða fara í endurbæt-
ur sem hann hefur ekki efni á nema
að hagur hans hafí vænkast veru-
lega. Það kallar á aukinn stéttamun
og aukin félagsleg vandamál ef
mikill munur er á aðstöðu fólks í
húsnæðismálum. Félagslegar íbúð-
ir hafa dregið úr þeim aðstöðumun.
Vaxtabætur þurfa að
koma oftar á ári
Vaxtabætur taka mið af tekjum
og eignum viðkomandi íbúðarkaup-
enda og er þannig ætlað að nýtast
þeim sem þurfa á þeirri aðstoð að
halda. Aðstoðin er því tekju- og
eignatengd og lækkar eftir því sem
tekjur hækka og eignir aukast.
Vaxtabætur geta í ákveðnum
tilfellum virkað skuldahvetjandi,
þar sem öll vaxtagjöld umfram 6%
af brúttótekjum upp að ákveðnu
hámarki eru endurgreidd á formi
vaxtabóta. Rétt væri að skoða
hvort ekki er hægt að fínna leið
sem myndi sníða þann agnúa af
kerfínu eins og það er í dag.
Vaxtabætur koma einu sinni á
ári, í ágúst. Skoða þarf hvort ekki
er hægt að gera breytingar á vaxta-
bótakerfinu þannig að vaxtabætur
nýtist betur til greiðslu vaxta og
afborgana af húsnæðislánum.
Fjölga þarf gjalddögum bótanna,
helst þannig að þær kæmu mánað-
arlega.
Koma þarf upp sparnaðar-
leiðum fyrir íbúðarkaupendur
Mjög mikilvægt er að komið
verði upp sparnaðarleiðum, í ein-
hverju formi þannig að kaupendur
fasteigna séu hvattir til að leggja
fyrir áður en ráðist er í íbúðar-
kaup. Líklegt er að slíkur sparnað-
ur gæti dregið úr útgjöldum ríkis-
ins til vaxtabóta ef vel tekst til.
Einnig gæti það dregið úr greiðslu-
erfiðleikum fjölskyldna og þeim
erfíðleikum sem þeim fylgja.
Reynsla húsnæðisnefnda er sú að
verulega hafi dregið úr sparnaði
ungs fólks eftir að skyldusparnaður
og húsnæðisspamaðarreikningar
voru lagðir af. Því er mjög mikil-
vægt að komið verði á fót sparnað-
arleið sem myndi virka sem hvati
fyrir ungt fólk til að leggja reglu-
lega fyrir til íbúðarkaupa seinna á
lífsleiðinni.
Höfundur er forstöðumaður Hús-
næðisskrifstofunnar á Akureyri.
DISEND EN ŒRAMICA
StrtrUaOa 17 vi8 GulUnbrti. sfml 567 4»44