Morgunblaðið - 11.01.1996, Side 43

Morgunblaðið - 11.01.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1996 AÐSENDAR GREINAR Sjónvarps- þýðendur í sam- viskukreppu MEÐ NÝRRI ein- hliða gjaldskrá býður Ríkisútvarpið sjðn- varpsþýðendum, sem vilja vanda vinnu sína sæmilega, 280-550 kr. tímalaun. Ljóst er að sj ónvarpsþýðendur neyðast til að slaka á kröfum um málvönd- un. Er greiðendum af- notagjalda alveg sama? Fjölmiðlar eru yfir- leitt fleytifullir af frétt- um og umræðum um kjaramál allra hugsan- legra stétta svo vart er von til þess að nokk- ur maður nenni að setja sig inn í kjarabaráttu örfárra lausamanna hjá Sjónvarpinu. Þyki nokkrum það ómaksins vert er skemmst frá því að segja að samningar eru lausir, viðræður í hnút og lögmaður okkar kemst að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið sé að neyða okkur „í krafti yfir- burðastöðu til þess að játast undir kjör og mannréttindi sem ekki eru samboðin siðuðu þjóðfélagi". Gæði fást ekki nema greitt sé fyrir þau segir Veturliði Guðnason, sem hér skrifar um kjaramál þýðenda hjá Ríkisútvarpinu. Þessi hörðu orð vísa til þess að sjónvarpsþýðendur eru í raun neyddir til gerviverktöku án starfs- öryggis, jafnvel þótt þeir séu í fullu starfi hjá stofnuninni, á kjörum sem gera þeim engan veginn kleift að „kaupa“ réttindi á borð við lífeyris- rétt, orlof og sjúkratryggingu, sem eru óumdeild í íslenskum vinnurétti. I nýrri gjaldskrá er boðað ein- hliða að tímakaup verði 1.030 - og myndi margur verkamaður telja það vel viðunandi - en í raun er vinnunni þannig háttað að sam- kvæmt útreikningum, sem staðfest- ir eru af yfirþýðanda Sjónvarps, lafir tímakaup sjónvarpsþýðanda í 550 kr. þegar best lætur og hrapar allt niður í 280 kr. sé um mjög erfiðan texta að ræða - og er þá reiknað með fullu álagi. Verk sjónvarpsþýðenda koma þó fyrir augu landsmanna á hverju kvöldi og sé starf þeirra rætt á annað borð eru allir sammála um að starf þeirra sé afskaplega mikil- vægt. Þegar það á við er þessi bam- ingur við að orða alla skapaða hluti á skiljanlegri íslensku jafnvel talinn þáttur í að varðveita „sjálft fjöregg- ið“, íslenska tungu, og þá er jafnan stutt í að fjálglega sé talað um sjálf- stæði þjóðarinnar. Slíkt sunnudagahjal á auðvitað ekkert erindi inn í kjarasamninga nema sem grundvöllur þeirrar kröfu að sjónvarpsþýðendur vandi verk sitt og skili afurðum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Ríkisútvarpið lítur á sjónvarps- þýðingar sem hveija aðra vöru og vill greiða fyrir hana samkvæmt lögmálum markaðs- hyggjunnar. Hins veg- ar virðast æviráðnir embættismenn ekki kunna nema helming- inn af fijálshyggju- fræðunum og gera sér ekki grein fyrir því að gæði fást ekki nema greitt sé fynr þau. Allir íslendingar, nánast undantekning- arlaust, þykjast dóm- bærir á hvað sé gott og vandað málfar og hafi þeir einhveija nasasjón af erlendum tungumálum þykjast þeir flestir sjá í sjónhendingu hvort þýðingin sé vönduð eður ei. í raun er þetta þó skelfilegur misskilningur. Það er hægur vandi að þýða sjónvarpstexta þannig að merkingin komist vel til skila og á máli sem virðist vera íslenska. Ef þýðingin er „rétt“, laus við beinar málvillur, erlendar slettur og prent- villur, og textamir renna lipurlega yfír skjáinn í sæmilegu samhengi virðist allt vera með felldu. Hitt sér enginn; að orðaforðinn takmarkast við einfaldasta hvers- dagsmál og málsniðið er alltaf það sama hvort sem um er að ræða hefðarfólk á öldum áður eða glæpa- hyski í framtíðinni; engin orðtök, engar myndhverfar líkingar; orða- lagi og allri setningaskipan frum- textans er fylgt í þaula og yfírleitt engin tilraun gerð til orða nokkra hugsun á íslensku. Þannig er ósköp auðvelt að þýða texta án þess að falla í það forað sem neytendur láta myndbandaút- gáfur og kvikmyndahús bjóða sér - fyrr má nú vera - hér er einfald- lega um það að ræða hvort sjón- varpstextar eigi að vera útþynnt og staðlað gervimál eða vönduð ís- lenska. Að búa til vandaðan texta tekur sinn tíma. Sjónvarpsþýðendur eiga nú um þá kosti að velja að gefa sér og greiðendum afnotagjalda þann tíma sem þarf - á eigin kostnað - eða auka afköstin á kostnað gæða sem enginn virðist kæra sig um. Þetta er ekki hótun um vörusvik af hálfu sjónvarpsþýðenda heldur kalt mat á staðreyndum. Það segir sig sjálft að Ríkisútvarpið-Sjón- varp, sem hefur ekkert eftirlit með gæðum þýðinga, enga gæðastjórn- un eins og það heitir núorðið, nema áhorfendur sjálfa, getur ekki vænst þess að fá gæðavöru þriðjungi und- ir algjöru lágmarksverði. Þar ráða almenn markaðslögmál. Ríkisútvarpið rökstyður rétt sinn til innheimtu afnotagjaldá meðal annars með lögbundnu menningar- hiutverki sínu. Greiðendur afnota- gjalda eru sjaldnast spurðir um það hvað þeir telji eðlilega forgangsröð- un í menningarefnum en benda má á að þeim er frjálst að láta til sín heyra. Sjónvarpsþýðingar heyra undir innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins. Höfundur er þýðandi hjá sjón- varpi. Veturliði Guðnason Við sendum öllum þeim bestu þakkir, sem glöddu okkur meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaskeyt- um á gullbrúðkaupsdegi okkar 31. desembersl. Gleðilegt nýtt ár. Bestu kveðjur. Guðrún Sigurjónsdóttir, Stefán Þorleifsson. Boxdýna m/krómgafli 90x200 Áöur: 20.890,- Nú: 17.900 agluggaljöld 120X200 Áöur: 33.890,- Nú: 27.900, 140x200 Áöur: 40.800,- Nú: 32.900 Alnavara Áöur Allt aö 399,- i'jíjJ - / r ) sæng l St. 140x200 ~ Áður: 3.500 Aður allt að l .290 Sjöundl hlmlnn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.