Morgunblaðið - 18.01.1996, Side 4

Morgunblaðið - 18.01.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón stýrir ekki tónlistarflutningi á sunnudaginn Flóki fær orgelleikara til aðstoðar Jökuldal. Morgunblaðið. MIKIL mildi var að ekki fór verr en raun varð þegar vörubíll fór útaf veginum rétt við bæinn Merki á Jökuldal. Forsaga málsins var sú að Stef- án Ólason, bóndi í Merki, var að undirbúa sig til að fara á vörubíl sínum til að sandbera veginn á Jökuldal. Setti hann þrjár keðjur undir bílinn á bæði afturhjól og á annað framhjólið, en á leiðinni heim að bæ þar sem hann ætlaði að setja undir hann síðustu keðj- una, slitnaði þverband eða opnað- ist lás á keðjunni sem komin var undir bílinn að framan, og krækt- ist í stýrisenda eða bremsukút, við það festist hjólið. Skipti engum togum að bíllinn lenti útaf vegin- um fram af snarbröttum kanti ofan í gil, rann bíllinn fyrst afturá- bak um þrjátíu metra niður kant- inn, stöðvaðist þar nánast á mel- bakka og snerist og rann áfram nokkra metra þar sem hann stöðv- aðist endanlega við gilbakkann. Þegar bíllinn stöðvaðist átti hann aðeins eftir fimmtíu metra fram af klettum, þar sem lóðrétt fall er í Jökulsá. Að sögn Stefáns Stökk út úr bílnum þar sem stutt var í beljandi Jökulsána Ólasonar, bílstjóra bílsins, gerðust hlutirnir mjög hægt uppá veg- kantinum svo að hann hafði næg- an tíma til að hugsa og koma sér útúr bílnum áður en hann fór fyr- ir kantinn. Stefán sagði að það hefði munað mjög litlu að hann næði að koma bílnum fram á slétt- an grasbala við hliðina á gilinu sem bíllinn fór ofan í, en bíllinn hefði aðeins náð með framhjóUn á grasbalann og afturhjólin lent ofan í gilið og billinn farið að renna afturábak. Þegar hér var komið sögu sagði Stefán að ekki hefði verið um annað að ræða en yfirgefa bílinn, svo hann hefði stigið útá vegkant- inn og fylgst þaðan með ferðalagi bílsins niður i gilið þar sem hann stoppaði á hjólunum án þess að velta. Vegna þess að ekki eru -— nema um hundrað metrar af veg- kantinum niður í Jökulsá og hættu á að bíllinn ylti, sagði Stefán að fyrsta hugsun eftir að séð varð að hann gæti engu bjargað, hefði verið að yfirgefa bílinn, þar sem góð aðstaða hefði verið til þess. Að sögn Stefáns er bíllinn furðu lítið skemmdur eftir ferðina I gil- ið, en rúllubaggagreip sem var á bílpallinum hefði skemmst nokkuð þegar hún lenti undir bilinn. Brotnað hefði undirakstursvörn á bilnum og slitnað fjaðraklemma, að sögn Stefáns. Vel gekk að ná bílnum upp úr gilinu en til þess var notaður Ural-bill Slysavama- sveitarinnar Gró á Egilsstöðum en hann er með öflugu spili sem dró vörubUinn upp úr gilinu, en til aðstoðar voru tveir vegheflar, annar hélt við Uralinn en hinn var með öryggistaug í vörubílinn með- an hann var spilaður upp mesta brattann. JÓN Stefánsson, organisti í Lang- holtskirkju, hefur svarað sr. Flóka Kristinssyni, sóknarpresti, því að hann stýri ekki tónlistarflutningi í kirkjunni á sunnudaginn. Sr. Flóki tók fram í bréfi til Jóns að þjónusta hans við helgihald yrði ekki þegin framvegis. Sr. Flóki staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði fengið annan orgelleikara til að leika við messu á sunnudaginn. Sá mun vera Ragnar Jónsson og hefur hann leikið á orgel Langholtskirkju í fjar- veru Jóns Stefánssonar. Jón sagðist hafa vonað að sr. Flóki myndi halda friðinn þar til Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, hefði haft tök á að ræða við deiluað- ila. Með bréfum til sín og sóknar- nefndarinnar sé hann hins vegar að kasta fram stríðshanska. Engu að síður svaraði Jón bréfinu í gær. „í svarinu segist ég taka ósk hans til greina og ekki verða við messu á sunnudaginn. Eg minnti hann því til viðbótar á að samkvæmt kjarasamningum og starfssamningi væri ólöglegt að nokkur annar gengi í störf mín. Tónlistarflutningur yrði því algjörlega á ábyrgð Flóka á sunnudaginn," sagði Jón og tók fram að sóknarnefnd hefði ekki farið fram á að annar organisti yrði fenginn til að leika á orgel kirkjunnar við messu um helgina. Sú fullyrðing að eina leiðin til að leysa deiluna væri að báðir vikju var borin undir Jón. „Ég heid að söfnuð- urinn myndi ekki vera sáttur við það,“ sagði hann. „Hér var allt með friði og spekt og safnaðarstarf í miklum blóma þegar Flóki kom til starfa, hvað sem hann segir. Ég hef t.d. verið minntur á að hingað komu að meðaltali 220 börn í barnastarf og yfir 100 barna æskulýðsfélag fékk um 900 manns á samkomu í kirkjunni rétt fyrir jólin árið áður en Flóki tók við.“ Eiríkur hefur boðað Jón á sinn fund síðdegis í dag. Fundur hefur verið boðaður í sóknamefnd í hádeg- inu á föstudag. Bíll fýkur í ofsa- veðri Miðhúsum. Morgunbiaðið. í STÓRVIÐRI, sem gekk yfir Geiradal í fyrrinótt og í gær- morgun, fauk Toyota-fólksbfll húsfreyjunnar á Svarfhóli, Kolbrúnar Láru Mýrdal versl- unarmanns. Fór bíllinn eina veltu og stansaði á hjólunum. Hann er mikið skemmdur, all- ar rúður brotnuðu og toppur- inn lagðist saman. Suðvestanátt, sem kemur inn Króksfjörðinn, getur verið afar hvöss og veldur þá oft skemmdum í Króksfjarðamesi og Geiradal. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson STEFÁN Ólason bílstjóri við bílinn þar sem hann stöðvaðist. Kröfur Bandaríkjamanna um breytingar á verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Óánægja með kostn- að lengi fyrir hendi Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur lengi litið svo á að kostnað- ur við framkvæmdir sé of hár. Olafur Þ. Stephensen útskýrir hvers vegna Bandaríkj amenn telja nú ókosti núverandi fyrirkomu- lags verktöku á vellinum vega þyngra en hagræðið af því. VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli hefur lengi talið kostnað við framkvæmdir á vegum þess of háan, en til skamms tíma nutu Islenzkir aðalverktakar og Keflavíkurverktak- ar einkaréttar á öllum verklegum framkvæmdum í vamarstöðinni. í úttekt nefndar, sem skilaði skýrslu í utanríkisráðherratíð Steingríms Hermannssonar fyrir rúmum sjö ámm, kemur fram óánægja vamar- liðsins með háan kostnað af einka- réttarfyrirkomulaginu. Því hefur löngum verið haldið fram af hálfu íslenzkra stjómvalda og for- svarsmanna íslenzkra aðalverktaka að bandaríski flotinn, sem rekur Keflavíkurstöðina, hafi verið ánægð- ur með fyrirkomulag verktöku hér á landi og talið það til margvislegs hagræðis. í skýrslunni frá 1988 kem- ur hins vegar fram að vamarliðið sá bæði kosti og galla á einkaréttarfyr- irkomulaginu, er nefndarmenn leit- uðu til yfirmanna þess um viðhorf þeirra. Samkvæmt skýrslunni sáu vamar- liðsmenn einkum þessa kosti við þá- verandi fyrirkomulag verktöku: • Gæði eru tryggð án mikils eftirlits. • Verkefnum er lokið á umsömdum tíma. • Dagleg samskipti eru góð og við- brögð við áríðandi óskum em skjót. • Hugsanlegir gallar í útboðum em leiðréttir i samningaviðræðum, þann- ig að lítið er um síðari breytingar eða kröfugerð. • Aðlögunartími fyrir verktaka er óþarfur og kostnaður vegna aðstöðu þeirra á Keflavíkurflugvelli þegar greiddur. • Þjálfað starfslið, húsakostur og tæki em þegar á varnarsvæðunum. Gallarnir á fyrirkomulagi, þar sem tvö fyrirtæki sátu að öllum fram- kvæmdum fyrir varnarliðið, vom hins vegar þessir að mati vamarliðs- manna: • Reikningar fyrir vinnu em of háir, eða virðast a.m.k. vera það miðað við markaðinn. • Kostnaður við samninga og und- irbúning verkefna er of mikill. • Þegar verktaki er aðeins einn tek- ur óvenjulangan tíma og þarf óvenju- mikla skriffinnsku til að fá verk- samninga samþykkta í Bandaríkjun- um (vegna þess hversu óvenjulegt slíkt fyrirkomulag er, vill embættis- mannakerfið vestra fara mun ýtar- legar yfir málin en þar sem eðlileg útboð eru viðhöfð). • Launahækkanir til íslenzkra starfsmanna em ekki áætlaðar í samningum, heldur látnar ganga beint til varnarliðsins, þannig að verktaki er ekki hvattur til að halda slíkum hækkunum í lágmarki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í sjálfu sér engin ástæða til að efast um að vamarliðið sjái áfram sömu kosti við einkaréttarfyr- irkomulagið og yfirmenn þess lýstu árið 1988. Vamarliðið hefur áfram ákveðið hagræði af því að hafa að- eins einn viðsemjanda. Fram- kvæmdadeild flotans í Norfolk í Virginíu hefur samkvæmt upplýsing- um blaðsins allt fram á þennan dag lýst ánægju sinni með samskiptin við Islenzka aðalverktaka og gæði vinnu þeirra. Breyttar forsendur Hins vegar hafa neikvæðu hliðam- ar á verktökufyrirkomulaginu fengið stóraukið vægi á undanfömum árum innan bandaríska stjómkerfísins. Árið 1988 vógu þær ekki jafnþungt. í fyrsta lagi vpru þá miklar fram- kvæmdir í gangi í Keflavíkurstöðinni og víðar um land á vegum varnarliðs- ins. Jafnframt var ástandið í alþjóða- málum þá með allt öðrum hætti en nú og umsvif Sovétríkjanna á hafínu umhverfis ísland með allra mesta móti. Það hefði alls ekki þjónað hags- munum Bandaríkjanna að setja verk- tökumálin og áframhald fram- kvæmda við nauðsynleg hemaðar- mannvirki hér í einhveija óvissu með því að fara fram á breytingar. Loks var fé til framkvæmda hér á landi - og til hermála almennt - fjárveiting- arvaldinu í Washington mun lausara í hendi en nú. Þessar forsendur hafa allar breytzt. Kalda stríðinu er lokið og miklu minni spenna á Norður-Atl- antshafínu. Mannafli og viðbúnaður í varnarstöðinni í Keflavík hafa dreg- izt stórlega saman. Um leið hafa nýframkvæmdir á vegum vamarliðs- ins nánast lagzt af, miðað við það, sem áður var. Síðast en ekki sízt hefur gífurlegur niðurskurður átt sér stað á fjárveitingum Bandaríkjanna til her- og vamarmála. Bandaríkja- þing - og þar af leiðandi vamarmála- ráðuneytið - slakar síður en svo á niðurskurðarkröfu sinni í glímunni við fjárlagahallann. Allar sparnaðar- leiðir eru því skoðaðar. Krafa um útboð Þetta er ástæða þess að varnarlið- ið hefur nú sett fram í viðræðum við íslenzk stjórnvöld kröfu um að útboð verði viðhaft vegna allra fram- kvæmda á Keflavíkurflugvelli og einkaréttur Aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka þannig endanlega af- numinn, en fyrirtækin sitja ennþá ein að þeim verkefnum sem banda- ríski ríkissjóðurinn greiðir fyrir. Þessi krafa er sett fram með vísan til skuldbindinga íslands samkvæmt samkomulaginu um framkvæmd varnarsamningsins, sem undirritað var í janúar 1994: „Báðir aðilar sam- þykkja að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr kostnaði við rekstur Keflavíkurstöðvarinnar." I apríl á síðasta ári voru tekin upp útboð vegna verka, sem Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins greiðir fyrir, vegna krafna frá aðild- arríkjum bandalagsins, sem telja út- boð sjálfsagða reglu. Um leið voru samningar um kaup vamarliðsins á vöru og þjónustu gefnir frjálsir og hefur forval vegna útboðs á tíu verk- efnum þegar verið auglýst. Vamar- liðið telur sig, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hafa nokkuð góða reynslu af þeim útboðum, sem hafa farið fram. Hagsmunaaðilar gegn breytingum íslenzk stjórnvöld hafa brugðizt við kröfum Bandaríkjamanna með því að segjast að minnsta kosti þurfa umþóttunartíma til að breyta fyrir- komulagi verktöku. Fulltrúar marg- víslegra hagsmuna þrýsta á ríkis- stjómina að sjá til þess að sem minnstu verði breytt. Sveitarfélögin á Suðumesjum eru til dæmis andvíg frekari breytingum á verktöku á Keflavíkurflugvelli og eru nú byijuð að ókyrrast, eins og sjá má af álykt- un sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar sendi frá sér í gær: „Ljóst er að frek- ari breytingar á verktöku á vegum Varnarliðsins geta haft mikil áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Bæj- arstjóm Reykjanesbæjar telur því að varlega þurfí að fara í allar frekari breytingar og gefinn verði hæfílega langur aðlögunartími."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.